Morgunblaðið - 20.10.2004, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 20.10.2004, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGARUMRÆÐAN Í DAG er alþjóðlegur dagur flug- umferðarstjóra, 20. október 1961 voru Alþjóðasamtök félaga flug- umferðarstjóra, IFATCA, stofnuð. Að stofnuninni stóðu 12 félög flug- umferðarstjóra, Félag íslenskra flugumferð- arstjóra, þar á meðal. Nú eru 128 félög flug- umferðarstjóra aðilar að alþjóðasamtök- unum. Flugumferðar- stjórn á Íslandi Sögu flugumferð- arstjórnar á Íslandi má rekja til hernáms Breta, breskir her- menn voru þeir fyrstu sem störfuðu við flug- umferðarstjórn hér á landi. Í maí árið 1946 tóku Íslendingar við flug- umferðarstjórn í flugturninum á Reykjavíkurflugvelli. Í dag telur FÍF rúmlega 120 félagsmenn og starfar stærstur hluti þeirra í flug- stjórnarmiðstöðinni á Reykjavík- urflugvelli. Íslenska flugstjórn- arsvæðið nær í grófum dráttum frá norðurströnd Skotlands til Norð- urpóls og frá vesturströnd Noregs til austurstrandar Kanada; svæðið er alls um fimm milljón ferkíló- metrar að stærð. Flugumferð- arstjórn fer einnig fram á flugvöllunum í Keflavík, Reykjavík, Akureyri og Vest- mannaeyjum. Þá starfa íslenskir flug- umferðarstjórar á flugvöllunum í Pristina og Kabúl. Menntun og starf flugumferð- arstjórans Menntun flugumferð- arstjóra er afar sér- hæfð og gerð er krafa um reglulega endurþjálfun. Miklar kröfur eru einnig gerðar um heilsu- far flugumferðarstjóra og þeim er gert að hætta störfum við 60 ára aldur. Starf flugumferðarstjórans felst í stuttu máli í því að viðhalda öruggu, skipulögðu og skilvirku flæði flugvéla. Auk þess að starfa í framlínu við flugumferðarstjórn sinna flugumferðarstjórar fleiri verkefnum, s.s. kennslu, þróun fluggagnavinnslukerfis og gerð verklagsreglna. Hvert sem verk- efnið er, er flugöryggi ætíð efst í huga flugumferðarstjórans. Ábyrgð starfsins Á „góðum degi“ eins og við flug- umferðarstjórar köllum þá daga þegar flugumferð er mikil, fljúga allt að 140 þúsund farþegar í ís- lenska flugstjórnarsvæðinu. Á sl. sex mánuðum má áætla að um 13 milljónir flugfarþega hafi notið góðs af þjónustu íslenskra flug- umferðarstjóra. Flugumferð- arstjórar eru mikilvægur hlekkur í því heildarkerfi sem hefur að mark- miði að koma hverri flugvél örugg- lega frá brottfararstað til lending- arstaðar. Flugumferðarstjóra- starfinu fylgir mikil ábyrgð og hana tökum við alvarlega. Skemmst er þess að minnast að flugumferð- arstjóri var myrtur fyrr á þessu ári. Hann var við störf þegar tvær flugvélar rákust saman yfir Ub- erlingen, Þýskalandi, í júlí 2002 með hörmulegum afleiðingum. Morðingi flugumferðarstjórans missti ættingja í slysinu. Morðið vakti flugumferðarstjóra svo um munar til vitundar um hugsanlegar afleiðingar starfsins. Rannsókn flugslyssins leiddi í ljós röð atburða (mistaka) þar sem þáttur flug- umferðarstjórans var síst stærri en annarra orsakaþátta slyssins. Að gera flugumferðarstjórann einan ábyrgan líkt og hér var gert er óásættanlegt, hvort sem er af al- menningi, fjölmiðlum eða yfirvöld- um. Þrátt fyrir tilvik sem þetta er margt sem gerir starf flugumferð- arstjóra eftirsóknarvert enda er það krefjandi, lifandi og spennandi starf. Ég óska flugumferðarstjórum til hamingju með daginn. Alþjóðlegi flugumferðar- stjóradagurinn Hlín Hólm fjallar um alþjóð- legan flugumferðarstjóradag ’Á sl. sex mánuðum mááætla að um 13 milljónir flugfarþega hafi notið góðs af þjónustu ís- lenskra flugumferð- arstjóra.‘ Hlín Hólm Höfundur er formaður Félags ís- lenskra flugumferðarstjóra. UM árabil hefur nær öll umræða um forvarnir gegn beinþynningu snúist um konur, enda er megin- hluti allrar þekkingar um beinþynn- ingu til komin vegna rannsókna þar sem þátttakendur voru ein- göngu konur. Faralds- fræðileg þekking á sjúkdómnum og hegð- un hans; fjöldi bein- brota, beinumbrot og starfsemi einstakra frumna beinvefsins (þ.e. beinbyggja og beinbrjóta), árangur lyfjameðferðar og þýð- ing beinþéttnimælinga ásamt spágildi þeirra um beinbrot síðar á lífsleiðinni – allt þetta byggt á upp- lýsingum úr kvennarannsóknum! Sannleikurinn er sá að þrjú af hverjum 5 beinbrotum verða hjá körlum og þriðjungur allra bein- þynningarbrota er hjá körlum. Samkvæmt nýlegri íslenskri rann- sókn má gera ráð fyrir, að þriðji hver fimmtugur karlmaður hér landi verði fyrir því að beinbrotna síðar á lífsleiðinni. Á allra síðustu árum hefur þekk- ing á beinþynningu hjá körlum farið vaxandi og upplýsingar frá Reykja- víkurrannsókn Hjartaverndar sýna að 20 af hverjum þúsund 60–69 ára reykvískum körlum og 50 af hverj- um þúsund 85 ára og eldri körlum beinbrotna árlega. Þá sýna erlendar rannsóknir að körlum farnast verr en konum í kjölfar beinbrota. Færni þeirra til sjálfsbjargar skerðist meira en kvenna og dánartíðni þeirra er einnig hærri miðað við jafnaldra sem ekki brotna. Líf- tími þeirra karla sem t.d. mjaðmarbrotna styttist um heil sjö ár. Mikilvægt er að skoða þessar algengistölur og meta afleiðingar beinbrota hjá körlum í ljósi mannfjöldaspár Hagstofunnar. Hún gerir ráð fyrir því að tala Íslendinga 65 ára og eldri komi til með að tvöfaldast á aðeins 20–30 árum. Beinvernd hefur áætlað að árlega verði um 1.200 beinbrot hér á landi vegna beinþynningar. Að öllu óbreyttu má því gera ráð fyrir allt að 3.000 beinbrotum vegna bein- þynningar hér á landi um 2020! Með hliðsjón af því að íslenskir karlar verða elstir karla í heiminum í dag er nauðsynlegt fyrir karla á öllum aldri, og ekki síst fyrir unga menn að gefa beinvernd gaum. Bein karla eru bæði stærri og með þykkari beinskel en bein kvenna og þeir ná hærri hámarks- beinþéttni en konur, þannig eru þeir betur varðir gegn beinbrotum á efri árum. Karlar ná hámarks- beinþéttni á þrítugsaldri, en við 13– 17 ára aldur fimmfalda drengir beinmassa sinn. Karlar „leggja því inn á beinabankann“ strax á ung- lingsárum, en svo að innistæðan endist og sé til varnar beinbrotum á efri árum er körlum á öllum aldri nauðsynlegt, eins og raunar konum, að tryggja sér bæði kalk- og D-víta- míninntöku, reglulegar líkams- æfingar og þegar aldurinn færist yfir einnig jafnvægisæfingar til þess að forðast byltur. Þannig má með góðum lífsháttum tryggja lífs- gæði karla á efri árum og spara samfélaginu miklar fjárhæðir í umönnunarkostnað. Beinvernd fyrir karla Dr. Björn Guðbjörnsson skrifar vegna alþjóðlega beinvernd- ardagsins 20. október ’Á allra síðustu árumhefur þekking á bein- þynningu hjá körlum farið vaxandi …‘ Björn Guðbjörnsson Höfundur er formaður Beinverndar. ✝ Ásdís Arn-finnsdóttir fæddist á Vestra- Miðfelli í Hval- fjarðarstranda- hreppi 20. marz 1924. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 12. október síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Arn- finnur Scheving Björnsson, skipa- smiður frá Eyri við Kollafjörð í Austur-Barða- strandasýslu, f. 16. desember 1893, d. 13. desember 1970 og Ragnheiður Jónasdóttur frá Bekanstöðum í Skilmanna- hreppi, f. 4. marz 1891, d. 31. janúar 1984. Systkini Ásdísar eru Björn Scheving, f. 1918, d. 1990, Guðrún Lára, f. 1919, Grétar, f. 1927, dó í æsku, Arn- finnur Scheving f, 1929, Mar- grét, f. 1930, Ragnar Scheving, f. 1932, d. 1992, Guðrún Aðalheiður, f. 1921, Sigríður, f. 1922 og Jónas Scheving, f. 1925. Ásdís giftist 1960 Þorleifi Finnssyni. Börn Ásdísar eru: a) Sigurður Arnar, f. 1948, maki Ísa- bella Daníelsdóttir, börn þeirra eru Finnur, Ari og Agnes. b) Kristján Jens, f. 1950, sam- býliskona Anna Sig- ríður Jónsdóttir. Börn Kristjáns og Guðrúnar Ólafsdóttur eru Ólafur, Matthías og Ásdís. c) Sigríður Scheving Þorleifsdóttir, f. 1960, börn hennar eru Þórleifur Scheving og Brynjar. Barnabörnin eru átta og langömmubörnin eru einnig átta. Útför Ásdísar fer fram frá Akraneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. meira. Þá var mamma glöð. Fyrir okkur bræðurna að alast upp í sam- félagi sem þessu var eflaust ekki auðvelt fyrir mömmu því á svona stað gerist margt sem ekki var hollt fyrir litla drengi að horfa uppá. Prakkarastrikin sem ollu henni höf- uðverk af okkar hálfu eru enn í minnum í sveitum Borgarfjarðar. Uppeldið tók á sig aðra mynd þegar hún kynntist nemanda að nafni Þor- leifur Finnsson frá Þverdal í Saurbæ Dalasýslu, þau ákváðu að ganga saman veginn og lifir Leifi móður mína eftir 44 ára hjónaband, henni og okkur til mikilla heilla. Þrautagöngu móður minnar í veikindum sínum er ekki hægt að minnast á svo tárum taki, það væri allt of langt mál enn eitt er víst að skapferli hennar í þeim veikindum sem á hana var lagt, var til af þeirri lífsreynslu sem hún upplifði í gleði og sorg. Guð þig blessi og hvíl þú í friði. Þinn sonur. Kristján Jens. Ég kynntist tengdamóður minni árið 1966. Þá bjuggu hún og maður hennar Þórleifur á Laugardælum við Selfoss, en þar var rekið til- raunabú af Búnaðarsambandi Suð- urlands og var Þórleifur þar fjósa- meistari. Það var ekki laust við að ég væri örlítið smeyk, svona fyrst í stað, við þessa svipmiklu, sterklegu konu. Hún var beinskeytt, talaði hreint út og tæpitungulaust . Spurði og ætl- aðist til svars. Maður þurfti ekkert að velkjast í vafa um hvað hún meinti. Og þannig var hún alla tíð. Það átti enginn neitt inni hjá henni. En hún var líka létt í skapi og með húm- orinn í lagi. Við urðum miklar vinkonur þegar árin liðu og óteljandi eru ferðirnar okkar saman upp í Svínadal, þar sem sumarbústaðirnir okkar eru. Það var hennar líf og yndi að vera í sveitinni. Og óskaplega fannst henni gaman þegar komu gestir, og hún gat farið að sýsla með mat og kaffi. Og það var gestkvæmt, bæði þar og heima á Krókahrauni. Jólaboðin heima hjá Ásdísi og Þórleifi eru eftirminnileg. Þá kom stórfjölskyldan saman og öllum var komið fyrir við langborð í stofunni. Fyrstu árin eftir að barnabörnin fæddust var þetta auðvelt og allir komust vel fyrir, en svo fjölgaði börnunum og borðið í stofunni lengdist og lengdist þar til með herkjum var hægt að koma fólkinu fyrir. En þá var nú Ásdís í essinu sínu og hlóð kræsingum á þetta langa borð svo það svignaði. Hún hafði mikið yndi af börnum og langömmustelpurnar sínar elsk- aði hún út af lífinu og fékk aldrei nóg af þeim. Hún gætti dóttursona sinna meðan mamma þeirra var að vinna, frá því þeir voru smábörn og alveg ÁSDÍS ARNFINNSDÓTTIR Kveðja til móður minnar. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Takk fyrir allt og hvíl í friði. Þín dóttir, Sigríður Sch. Ásdís fékk uppeldi sem tíðkaðist á þeim tíma til sveita, en fór að heiman átján ára gömul á vit æv- intýranna niðurá Skaga. Þá stóð stríðið sem hæst og margt um manninn á Íslandi þá dagana. Fékk vinnu í Bárunni sem var aðal- skemmtistaður á Skaganum, bíó og veitingastaður, var hún þar allt í öllu, hún talaði oft um þessa tíma, því miður er ég ekki nægilega fróð- ur um það. Það er of langt mál að færa í letur sem á daga hennar dreif, því að raunirnar og sorgirnar sem hún átti eftir að lenda í og standa ein með okkur drengina sína, undirritaðan og Arnar bróður, það þyrfti penna- færari mann en mig í það. Því er vert að minnast þess sem er efst í minninu og vekur gleði, þær stundir sem hún undi sér vel og leið best. Árið 1955 urðu tímamót í lífi þessarar litlu fjölskyldu og hún flyt- ur búferlum upp á Hvanneyri þar sem mamma verður ráðskona á bændaskólanum og eldar ofaní nemendur og starfsfólk, það kunni hún af hjartans list. Það má segja að þá fyrst sá hún til sólar í langan tíma. Þar sem mamma var og fór var engin lognmolla, hún var hrókur alls fagnaðar, stjórnsöm og ósérhlíf- in með krafta á við sterkan karl- mann. Að sitja í gluggakistunni í eldhús- inu á Hvanneyri var upplifun útaf fyrir sig. Pottarnir á stærð við bjór- ámur og sleifarnar á stærð við skóflur. Þá var sú gamla í stuði, allt var unnið í höndum, þegar hún bjó til kjötbollurnar, ég hef aldrei séð annað eins, að matbúa ofan í 90–100 manns í þá daga, maður minn, eða þegar tekin voru slátur, vel á annað hundrað, allt á fullu, þá undi mamma sér vel. Í þá daga voru nemendur skólans vigtaðir, á reizlu að hausti og að vori, ja viti menn. Það þótti ekki sæmandi en að nemendur hefðu bætt á sig ca 10–15 kílóum og sumir Kokkabókastatíf Verð 3.990 kr. Klapparstíg 44 Sími 562 3614 Litir: Svart, blátt, grænt, grátt Nýtt! drapplitur flísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is Allt fyrir baðherbergið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.