Morgunblaðið - 12.11.2004, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.11.2004, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR BRETAR höfðu aldrei sýnt annan eins ruddaskap. Það var mun heið- arlegra af þeim að nota fallbyssurn- ar og stoppa okkur með þeim hætti, en þetta var högg fyrir neðan belt- isstað,“ segir Guðmundur Kærne- sted, fyrrverandi skipherra hjá Landhelgisgæslunni og þjóðhetja Íslendinga í þorskastríðunum við Breta, um hið eftirminnilega atvik í 200 mílna landhelgisdeilunni 6. maí 1976 þegar breska freigátan Falmouth sigldi harkalega á varð- skipið Tý á Hvalbaksmiðum. Var fjöldi gæsluliða í stórhættu þegar Týr fór á hliðina en rétti sig af með ótrúlegum hætti. Atvikið og aðdragandi þess er umfjöllunarefni Óttars Sveinssonar í nýjustu útkallsbók hans, Týr er að sökkva. Bókin er hin ellefta í út- kallsflokki höfundar. Í tilefni af út- komu bókarinnar hittust skipverjar á Tý um borð í varðskipinu í Reykjavíkurhöfn í gær ásamt Mark Masterman undirforingja á freigát- unni Falmouth og rifjuðu upp at- vikið. Guðmundur Kærnested sagði að vel hefði gengið að rétta Tý af þótt hann óttaðist að skipið færi aftur niður. „Týr er seigur og ég vissi alveg hvað hann þoldi. Skipið er sterkt og mjög vel búið undir þetta,“ sagði hann. Ekki segist hann hafa verið reiður út í Bretana fyrir þetta fólskubragð, en segist frekar vor- kenna þeim fyrir annað eins stjórn- leysi. Elías Sveinbjörn Sveinbjörnsson háseti á Tý í umrætt skipti var nærri drukknaður í árekstrinum og man atburðinn eins og hann hefði gerst í gær. „Við sáum Falmouth koma æð- andi á okkur bakborðsmegin og það skipti engum togum að hann keyrði á okkur,“ sagði hann er hann lýsti atvikinu með tilþrifum. „Maður trúði því ekki að hann myndi gera þetta en hann kom á fullri ferð inn í hliðina á okkur. Við stukkum yfir í stjórnborða en ég komst ekki nema á stóra koppinn á spilinu og hékk þar þegar hann keyrði á okkur. Það fór allt á dúndrandi kaf og ég hélt að þetta væri mitt síðasta. Síðan fór skipið að rétta sig af aftur og það var mikill léttir. Ég tel að við höfum verið mjög hætt komnir.“ Elías sagði að hann hefði verið bálreiður út í kafteininn á Falmouth og sig hefði helst langað til að stökkva á milli skipa þegar hann kom úr kafinu og tuska kafteininn til. Guðmundur Kærnested skipherra hitti Mark Masterman undirforingja á Falmouth „Allt fór á dúndrandi kaf“ Morgunblaðið/Golli Það fór vel á með þeim sægörpum Guðmundi Kærnested og Mark Mast- erman þrátt fyrir þau hörðu átök sem urðu á milli þeirra á árum áður. Teikning/Sigurþór Týr rétti sig af með ótrúlegum hætti eftir að Falmouth var siglt harka- lega á hann. Varðskipið lagðist næstum því á hliðina. „VIÐ höfum sagt að við viljum ekki lög, en teljum gerðardóm skárri kost,“ sagði Elín Thorarensen, fram- kvæmdastjóri Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra, aðspurð um afstöðu samtakanna til slíkra lausna á kennaradeilunni. Elín taldi lög vera neyðarúrræði, en það væri spurning hvort ekki væri komið að því. „Við sjáum fram á að þetta leysist ekki fyrir jól. Miðað við það sem við heyrum frá foreldrum, þá gengur þetta ekki lengur. Önnin er að verða ónýt og við verðum að koma börn- unum í skóla. Við leggjum einnig áherslu á að fundin verði varanleg lausn sem kennarar sætta sig við. Við erum ósátt við ef þetta endar á því að fá óánægða kennara í skólann. Þess vegna leggjum við til að deilu- aðilar fresti verkfallinu,“ sagði Elín í samtali við Morgunblaðið. Ráðaleysi samningsaðila Heimili og skóli sendu í gær áskorun til Kennarasambands Ís- lands og Launanefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Samtökin telja að samningsaðilar séu búnir að gefast upp á því að finna lausn á kjaradeilu grunnskólakennara og að þeir séu löngu fallnir á tíma. Um það beri ráðaleysi við að finna lausn glöggt vitni. Þá telja samtökin að frestun viðræðna um tvær vikur sé með öllu óásættanleg. Þau fara fram á að samningsaðilar hugi í alvöru að hagsmunum og velferð barna og fresti umsvifalaust verkfallinu með vísan í lög um stéttarfélög og vinnu- deilur þar sem stendur: „Jafnan er heimilt að frestað boðaðri vinnu- stöðvun og yfirstandandi vinnu- stöðvun með samþykki beggja að- ila.“ Þá segir í áskoruninni: „Til þess að fresta verkfalli þarf því ekki að liggja fyrir samningstilboð heldur einungis vilji og manngæska af hálfu samn- ingsaðila. Verkfall grunnskólakennara hefur bitnað á saklausum þriðja aðila alltof lengi og samningsaðilar hljóta að sjá að það er ekki hægt að bjóða börn- unum upp á tvær vikur eða meira af verkfalli. Heimili og skóli skorar á samningsaðila að sýna í verki að þeim er ekki sama um æsku þessa lands og fresta verkfallinu. Alvarleg brot á réttindum barna verða ekki liðin deginum lengur.“ Samtökin Heimili og skóli telja lög á verkfall vera neyðarúrræði Skora á aðila að fresta verkfalli EIRÍKUR Jónsson, formaður Kennarasam- bands Íslands, segir kennara hafa rökstutt sjónarmið sín í kennaradeilunni á fundi með fulltrúum ríkisstjórnarinnar sem forsætis- ráðherra boðaði með viðsemjendum hvorum í sínu lagi í gærmorgun. „Við fengum að heyra á þessum fundi yfir- ferð og mat ríkisstjórnar á stöðunni eins og hún er. […] Þessum fundi lauk einfaldlega þannig að forsætisráðherra mun hafa sam- band við okkur ef til einhverra frekari tíð- inda dregur frá hendi ríkisstjórnar,“ sagði hann, og að kennarar hefðu í raun engu við að bæta og engar nýjar hugmyndir lagt fram frá því sem reifað var í fyrradag um hugsanlega gerðardómsleið til lausnar deil- unni. „Við fórum yfir stöðuna, fórum yfir þetta útspil sem við komum með [í fyrradag] og af hverju við gerðum það. […] Ráðherrarnir tóku við því og hugleiða það sjálfsagt og taka síðan ákvörðun hvort og þá hvenær ríkisstjórnin gerir eitthvað.“ Eiríkur sagði að kennarar væru ekki að kalla eftir að lög yrðu sett á verkfallið þótt þeir gætu hugsað sér að leggja málið í gerðardóm, en viðurkenndi þó að deiluaðilar væru ekki að ná saman. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambandsins Kennarar ekki að kalla eftir lögum á verkfall GUNNAR Rafn Sigurbjörnsson, formaður Launanefndar sveitarfélaganna, segir að í sjálfur sér hafi ekkert breyst í afstöðu launa- nefndarinnar eftir fund með ráðherrum ríkis- stjórnarinnar í Stjórnarráðinu í gærmorgun. Mjög vandlega hafi verið farið yfir stöðuna án þess að hann geti tjáð sig um fundinn efnis- lega. „Við erum sammála sáttasemjara í grein- ingu hans á stöðunni og höfum ekki miklu við hana að bæta í sjálfu sér,“ sagði hann. „Við lýstum skoðunum okkar, við lýstum því hvaða skoðanir bakland okkar hefur, við höf- um verið í miklu sambandi við sveitarstjórn- armenn um allt land, við lýstum því fyrir ráð- herrunum. Það var fyrst og fremst tilgangur fundarins,“ sagði hann. Gunnar Rafn sagði að setning laga á verkfall kennara „færði deiluna bara til“. „Þá eigum við og viðsemjendur okkar í rauninni heilmikið mál eftir – að vinna úr því. Við höfum reynslu af því í þessu þjóðfélagi. Hins vegar er það auðvitað alveg ljóst gagn- vart þjóðinni, gagnvart foreldrum, gagnvart börnum, þá er auðvitað kominn tími til að starf hefjist í skólanum,“ sagði hann. Það væri ríkisstjórnarinnar að meta hvað hún teldi heppilegast að gera í stöðunni. Gunnar Rafn Sigurbjörnsson, formaður launanefndarinnar Lagasetning á verkfallið „færir bara deiluna til“ HALLDÓR Ásgrímsson forsætis- ráðherra sagði eftir fundi með kennurum, skólastjórnendum og fulltrúum sveitarfélaganna í gær- morgun að ljóst væri að deilan væri í „mjög miklum hnút“. „Okkur er það ljóst að það verður vart leyst nema ríkis- stjórnin komi að því. Við höfum ekki útilokað lagasetningu í því sambandi en það hefur ekki verið ákveðið,“ sagði hann. Málið yrði borið undir þing- flokka ríkisstjórnarinnar og stjórnarandstöðu. Ríkisstjórnin væri m.a. farin að hugleiða mögulega lagasetningu. „Það er alveg ljóst, og við höfum gert aðilum það ljóst að það sé uppi á borðinu miðað við þá alvar- legu stöðu sem málið er í. En það er hins vegar alveg ljóst að okkur finnst það mjög slæmt og við telj- um að það sé algjört neyðar- úrræði og þykir mjög vont að málið sé ef til vill að komast í þá stöðu.“ Morgunblaðið/Sverrir Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sagði eftir fund með fulltrúum Launanefndar sveitarfélaga og Kennara- sambands Íslands í gærmorgun að ríkisstjórnin gæti ekki útilokað lagasetningu til að binda enda á verkfall grunn- skólakennara. Verkfallið hófst 20. september og hefur nú staðið með hléi í samtals sjö vikur. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra Lög á verkfall „uppi á borðinu“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.