Morgunblaðið - 12.11.2004, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 12.11.2004, Blaðsíða 54
54 FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Á nýju tungli er upplagt að meta eigur sínar. Reiknaðu út hvað þú skuldar mik- ið. Kíktu á skattana, lánstraustið og fleira. Gerðu fjárhagsáætlun. Naut (20. apríl - 20. maí)  Á nýju tungli er ekki úr vegi að strengja ný heit og bæta daglegar venjur sínar. Nú er ráð að hugsa um það hvernig þú getur bætt samskipti við þína nánustu. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Hvernig getur þú bætt vinnuaðstöðuna? Ekki tala á almennum og óljósum nót- um. Finndu eitthvað þrennt sem bætt getur afköst þín í vinnunni. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Finndu jafnvægið milli vinnu, skyldu- starfa og skuldbindinga og afþreyingar og skemmtana. Ójafnvægi þarna á milli leiðir til vanlíðanar og heilsubrests. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Nýtt tungl í sporðdreka beinir sjónum að aðstæðum heima og í heimilislífi. Veltu því fyrir þér hvernig þú getur bætt tengslin við nánustu fjölskyldu- meðlimi. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Markmiðið með tjáskiptum er að gera sig skiljanlegan. Það er ekki nóg að tala, orðin verða að hitta beint í mark. Veltu þessu fyrir þér. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þér er ekki vel við að ræða peningamál við aðra. Fólk þegir vandlegar yfir fjár- málum sínum en kynlífi. Skoðaðu eyðsluvenjur þínar á nýju tungli. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Í dag er eina nýja tunglið í þínu merki á þessu ári. Það er góður tími til þess að hugsa um hvernig þú getur bætt ásýnd þína og líkamlegt ástand. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Samhliða mikilli þörf fyrir athafnasemi og ferðalög þarftu að gæta þess að draga þig í hlé öðru hverju og njóta ein- veru. Passaðu upp á þetta. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þetta er góður dagur til þess að hugsa um vináttuna. Hvers konar vinur ertu? Myndir þú vilja vera vinur þinn? Veltu því fyrir þér núna. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Áherslan er á samskipti við foreldra, kennara og yfirmenn. Þú ert uppreisn- argjarn og sjálfstæður í eðli þínu. Skoð- aðu framkomu þína við þessa aðila. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Er nokkur leið fyrir þig að bæta mennt- un þína, starfsvettvang eða lífið yfir- leitt? Hugsaðu um hvernig þú ferð að því að auka þekkingu þína og þjálfun. Stjörnuspá Frances Drake Sporðdreki Afmælisbarn dagsins: Þú ert sannarlega bæði heillandi og töfrandi. Fær einhver staðist þig? Fólki hættir til þess að setja þig á stall og því kemur fyrir að þú eigir í leynilegum ást- arsamböndum. Þú vilt færa öðrum feg- urð og yndisþokka og heillast af sköpun formfegurðar. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 frosin jörð, 4 við- arbútur, 7 flennan, 8 árn- ar, 9 beita, 11 yfirsjón, 13 megni, 14 bál, 15 heitur, 17 járn, 20 herbergi, 22 spjald, 23 mjólkurafurð, 24 sér eftir, 25 lifir. Lóðrétt | 1 lóu, 2 æviskeið- ið, 3 vinna, 4 matskeið, 5 verkfæri, 6 skipulag, 10 fiskur, 12 skyggni, 13 snák, 15 batt enda á, 16 ýl, 18 spil, 19 hrósar, 20 at, 21 taugaáfall. Lausn síðustu krossgátu Lárétt | 1 reisulegt, 8 gadds, 9 tófan, 10 sæl, 11 rýrna, 13 agnar, 15 stórt, 18 hasar, 21 æra, 22 stapp, 23 flökt, 24 gagndrepa. Lóðrétt | 2 endar, 3 sussa, 4 litla, 5 gefin, 6 Ægir, 7 snýr, 12 nýr, 14 góa, 15 sess, 16 óraga, 17 tæpan, 18 hafur, 19 skörp, 20 rétt. Meira á mbl.is Tónlist Hafnarborg | Hádegistónleikar kl. 12 í tilefni af 40 ára afmæli Íslandsbanka. Alda Ingi- bergsdóttir sópran syngur við undirleik Ant- oníu Hevesi. Verk eftir Sigfús Halldórsson, Verdi, Siencynski, Kalman og L. Bernstein. Enginn aðgangseyrir. Myndlist Bókasafn Hafnarfjarðar | Sýning á verkum barna - „Fagur fiskur í sjó og Kisa kisulóra“. Deiglan | Jónas Viðar – „Vatn“. Gallerí i8 | Kristján Guðmundsson – „Arki- tektúr“. Gallerí Sævars Karls | Íris Friðriksdóttir – „Teikningar“. Gerðuberg | Guðríður B. Helgadóttir – „Efn- ið og andinn“. Handverk og hönnun | Nytjahlutir úr textíl. Hólmaröst | Jón Ingi Sigurmundsson – vatnslita- og olíumyndir. Hrafnista Hafnarfirði | Sýning á verkum Sigurjóns Björnssonar. Kaffi Espresso | Guðmundur Björgvinsson – Akrýlmálverk Norræna húsið | Vetrarmessa Tjarnarsalur | Heidi Strand - textílverk. Leiklist Íslenska óperan | Síðustu sýningar á Sween- ey Todd um helgina. Sýning hefst kl. 20. Borgarleikhúsið | Íslenski Dansflokkurinn sýnir Screensaver eftir ísraelska danshöf- undinn Rami Be’er. Sjónarspil dans, tónlist- ar, mynda og ljósa. Dans Danshúsið Eiðistorgi | Gömlu og nýju dans- arnir dansaðir allar helgar frá kl. 22. Skemmtanir Búálfurinn | Hermann Ingi um helgina. Cafe Catalina | Stórsveit Guðna Einars Café Victor | Idolpartí á risaskjá. DJ Heiðar Austmann sér um partístemninguna. Celtic Cross | Spilafíklarnir leika. Frítt inn. Classic Rock | Hljómsveitin Spútnik. Gullöldin | Hljómsveitin Hafrót. Hitt húsið | Unglist – www.unglist.is. Holtakráin | Hljómsveit Rúnars Þórs. Hressó | DJ le chef í búrinu. Hverfisbarinn | DJ Bigfoot alla helgina. Kaffi List | DJ Eiki spilar. Kaffi Sólon | Dj Svali á Sólon. Klúbburinn við Gullinbrú | Hljómsveit Geir- mundar Valtýssonar í kvöld. Kringlukráin | Hinn eini og sanni Herbert Guðmundsson ásamt Stuðbandalaginu. Pravda | Atli skemmtanalögga og Áki pai. Sjallinn Ísafirði | Hljómsveitin Sex volt spil- ar. Vélsmiðjan Akureyri | Hljómsveitin Fimm á Richter ásamt söngvaranum Geira Sæm um helgina. Mannfagnaður Ólsaragleði | Ólsarar ætla að hittast á Players laugardagskvöldið 13. nóvember nk. Ólsarar eru hvattir til mæta og ræða um framtíð Ólsaragleðinnar. Fréttir Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur | Matar- og fataúthlutun fyrir efnalitlar einstæðar mæður með börn á framfæri er á mið- vikudögum kl. 14–17 að Sólvallagötu 48. Svarað er í síma 551 4349 þri.–fim. kl. 12–16 og þá er einnig tekið við fatnaði, matvælum og öðrum gjöfum. Reykjavíkurdeild RKÍ | Aðstoð við börn inn- flytjenda við heimanám og málörvun. Kenn- arar á eftirlaunum og nemar við HÍ sinna að- stoðinni í sjálfboðavinnu. Aðstoðin er veitt í Alþjóðahúsinu á mánudögum kl. 15–16.30, og er fyrir börn á aldrinum 9–13 ára. Skrán- ing í s. 545 0400. Íslandsbanki í Hafnarfirði | 40 ára afmæl- isdagskrá útibús Íslandsbanka, Fjarðargötu 19. Boðið upp á veitingar. Georg sparibaukur og Sigga Beinteins skemmta kl. 10, 10.45, 14 og 14.45. Kór Flensborgarskóla syngur fyrir gesti kl. 14.30 og 15.30. Verslunin La Senza | La Senza tekur þátt í átaki til styrktar rannsóknum á brjósta- krabbameini. Brjóstamæling er ókeypis þjónusta sem La Senza býður uppá og fyrir þær konur sem koma í mælingu á tímabilinu 15. október til 15. nóvember greiðir La Senza 100 kr. til Krabbameinsfélagsins til styrktar rannsóknum á Íslandi. Fyrirlestrar Byggðasafn Árnesinga | Fyrirlestur verður í Húsinu á Eyrarbakka sunnudaginn 14. nóv- ember kl. 15. Fyrirlesari er Guðni Th. Jó- hannesson og fjallar hann um „Stóra dráp- ið“ – atlögu Hannesar Hafstein og Dýrfirðinga að breska togaranum Royalist árið 1899. Aðgangseyrir kr. 500, kaffi og meðlæti innifalið. Námskeið Boðunarkirkjan | Tekist á við hið ókomna með djörfung er inntak 7 erinda sem Þröst- ur Steinþórsson, prestur í Indiana-ríki í Bandaríkjunum, flytur í Boðunarkirkjunni. Erindi kvöldsins: Sársauki lífsins og barátta tilverunnar. www.ljosmyndari.is | Ljósmyndanámskeið fyrir byrjendur verður 28. nóvember kl. 13– 18 að Völuteigi 8 í Mosfellsbæ. Skráning á ljosmyndari.is eða í s. 898 3911 Leiðb. Pálmi Guðmundsson. Málþing Umferðarstofa | Umferðarþing Umferð- arstofu og Umferðarráðs verður haldið á Grand Hóteli, Reykjavík, dagana 25. og 26. nóvember nk. Skráning er hafin á www.us.is/page/umferdarfraedsla. Fundir Hallgrímskirkja | Opinn AA-fundur 14. nóv- ember, kl. 20.30. Útivist Ferðafélagið Útivist | Árviss aðventuferð jeppadeildar í Bása verður 4. til 5. desem- ber. Lagt verður af stað frá Hvolsvelli kl. 10 á laugardagsmorgun. Fararstjórar eru Guðrún Inga Bjarnadóttir og Guðmundur Eiríksson. Verð 2.400/2.900 kr. Börn Þjóðminjasafn Íslands | Á morgun verður Galdrastelpumót Hróksins og Eddu haldið í Þjóðminjasafninu. Mótið er fyrir allar stelp- ur á grunnskólaaldri. Tekið er við skrán- ingum í tölvupósti, hrokurinn@hrokurinn.is, til kl. 18 í dag. Sjá nánar heimasíðu Hróksins – www.hrokurinn.is. ÞRASTARLUNDUR í Grímsnesi heldur í kvöld áfram með tónleikaröðina Matur og músík, en þar er stefnan að láta tvær af uppáhaldslistum mannanna mætast, tón- list og matargerðarlist. Yfirskrift tónleika kvöldsins er „Blúsar og önnur mæða,“ en gestir Kristjönu Stef- ánsdóttur að þessu sinni eru Andrea Gylfadóttir söngkona ásamt þeim Eðvarð Lárussyni gítarleikara og Þórði Högnasyni bassaleikara. Einnig mun Kristjana syngja með þeim nokkur lög. Húsið verður opnað kl.19.30, borðhald hefst kl. 20 og tón- leikar kl. 21. Kristjana Stefánsdóttir, skipuleggjandi tónleikaraðarinnar, segir hana hafa heppnast afar vel hingað til. „Það hefur verið flott stemning og góð mæting og maturinn alveg frábær,“ segir Kristjana. „Þetta hefur heppnast vonum framar. Fólk hefur verið að koma úr Reykjavík og nærsveitunum og líka úr sumarbústöðum þarna í kring því fólk er þarna með heils- ársbústaði.“ Morgunblaðið/Golli Andrea Gylfadóttir syngur í Þrastarlundi Miðapantanir og nánari upplýs- ingar í síma 482-2010 eða á trastaskogur@simnet.is Úrslitin úr enska boltanum beint í símann þinn  MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi frétta- tilkynning frá stjórn Kvik- myndahátíðar í Reykjavík: „Fréttatilkynning frá stjórn Kvikmyndahátíðar í Reykjavík. Kvikmyndahátíð í Reykjavík var stofnuð 1978 og var fyrstu árin hluti af Listahátíð í Reykjavík. Árið 1996 var Kvik- myndahátíð í Reykjavík gerð að sjálfseignarstofnun í eigu Félags kvikmyndagerð- armanna, Félags íslenskra leikara, Framleiðendafélagsins og Samtaka kvikmyndaleik- stjóra. Hátíðin hélt árlega viða- mikla kvikmyndahátíð sem naut mikils álits og velvilja víða um lönd. Undanfarin þrjú ár hefur Kvikmyndahátíð í Reykjavík ekki verið haldin þar sem ekki hefur tekist að tryggja fjármagn til að halda hátíðina af þeim myndarskap sem nauðsynlegur er. Hefur stjórn félagsins unnið að því verkefni og standa vonir til að hátíðin verði haldin á næsta ári. Margir aðilar halda kvik- myndahátíðir á Íslandi á ári hverju og Kvikmyndahátíð í Reykjavík fagnar allri slíkri viðleitni til að byggja upp kvik- myndamenningu okkar. Á þessu ári var stofnað einkafyrirtæki um rekstur kvikmyndahátíðar sem ber heitið Alþjóðleg kvik- myndahátíð í Reykjavík (AKR). Þeir aðilar sem standa að AKR komu að máli við Kvik- myndahátíð í Reykjavík og óskuðu eftir samstarfi um rekstur kvikmyndahátíðar. Því erindi var vel tekið í fyrstu en þegar á reyndi kom í ljós að enginn grundvöllur var fyrir samstarfi okkar á milli. Skildu aðilar sáttir og hugðust vinna hvor að sinni hátíð. Nú hefur því miður komið í ljós að forsvarsmenn AKR hafa unnið að því leynt og ljóst að stela nafni og viðskiptavild Kvikmyndahátíðar í Reykjavík með því að beita blekkingum og ósannindum. Bréf sem framkvæmdastjóri Alþjóðlegrar kvikmyndahátíð- ar í Reykjavík (AKR) hefur sent frá sér hefst á þessa leið: „Kvikmyndahátíð í Reykjavík mun hefja starfsemi sína á ný í vetur, undir heitinu Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykja- vík …“ Í öðru bréfi frá fram- kvæmdastjóra AKR til er- lendra kvikmyndaframleiðenda segir: „I am the director of the Reykjavik International Film Festival, wich was first found- ed in 1978, and is currently beeing re-established.“ Á bréfhaus AKR kemur fram hið íslenska heiti fyr- irtækisins Alþjóðleg kvik- myndahátíð í Reykjavík og jafnframt enskt heiti hátíð- arinnar sem samkvæmt bréf- hausnum er Reykjavik Film Festival sem er hið enska heiti Kvikmyndahátíðar í Reykjavík og hefur verið það frá 1978. Ef slegið er upp í simaskra.is nafni Kvikmyndahátíðar í Reykjavík er búið að skrá þar nafn og síma AKR! Kvikmyndahátíð í Reykjavík harmar að AKR, sem er fyr- irtæki sem nýtur opinberra styrkja, skuli reyna með þess- um hætti að stela nafni og orð- spori Kvikmyndahátíðar í Reykjavík. Kvikmyndahátíð í Reykjavík íhugar nú að leita réttar síns fyrir dómstólum vegna þessa. Yfirlýsing frá Kvik- myndahátíð í Reykjavík Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður ogstund undir Fólkið á mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.