Morgunblaðið - 12.11.2004, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 12.11.2004, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2004 39 UMRÆÐAN Velkomin í Eignamiðlun, elstu starfandi fasteignasölu á landinu. Velkomin í trausta og ábyrga þjónustu hjá fólki sem er með áratuga reynslu af fasteignaviðskiptum. Velkomin í pottþétt fasteignaviðskipti, -við sjáum um allt fyrir þig, -nema flutningana. Velkomin heim! ÍSLEN SKA A U G LÝSIN G A STO FA N /SIA .IS EIG 26088 LJÓ SM YN D : SILJA M A G G Síðumúla 21 sími 588 90 90 www.eignamidlun.is FYRIR liggur að það eina sem vantar nú til þess að ljúka samn- ingum við kennara eru peningar. Sveitarfélögin sam- þykktu miðl- unartillöguna. Í Fréttablaðinu 10. nóv. sl. segir Birgir Björn miðlunartillög- una kosta „rúmlega 29%“. Ný tillaga frá KÍ, lögð fram 8. nóv. kostar tæp 35%. Verkfall það sem nú er nýhafið – og getur staðið mjög lengi – strandar sum sé á u.þ.b. 500 millj- ónum, sem sveit- arfélögin þurfa að bæta í samninginn og málið er leyst. Menntamálaráð- herra stendur á önd- inni af æsingi á Al- þingi og segir að enga peninga sé að hafa hjá ríkinu, á sama tíma og hún heldur 200 millj. króna sam- kvæmi í París fyrir íslenskar menningar- elítusnobbfígúrur. Vinstri grænir Hinn október sl. lögðu vinstri grænir fram frumvarp á Alþingi, sem fel- ur í sér heimild sveitarfélaga til þess að hækka útsvarsálagningu um 1% frá 1. jan. 2005. Á sama tíma lækkar tekjuskatt- ur um 1%, þannig að í raun yrði ekki um neina skattheimtuhækkun að ræða, einungis tilfærslu. Sveitarfélög landsins fengju til sín u.þ.b. 5–6 milljarða í tekjuauka árlega, með því að fullnýta heim- ildina, sem að sjálfsögðu hvert og eitt sveitarfélag hefur algjört sjálfræði um. Lykillinn Í ofangreindu frumvarpi VG felst í raun og veru lykillinn að lausn deilu launanefndar og kennara. Miðað við samþykkt þess gætu sveitarfélög samið sómasamlega – ekki bara við kennara – heldur allt sitt starfsfólk og samt átt töluverðan afgang til niðurgreiðslu skulda, eða annarra brýnni verkefna. Þetta frumvarp þarfnast skjótrar af- greiðslu og stuðnings allra flokka. Borgarstjórn Reykjavíkurborgar samþykkti fyrir skömmu tillögu sem styður anda þessa frumvarps með 15 at- kvæðum – þ.e. sam- hljóða. Slíkt gerist nánast einu sinni á öld að menn séu sammála á þeim bæ. Nefnd um skiptingu tekjustofna sveitarfé- laga getur svo – þrátt fyrir afgreiðslu frum- varpsins haldið áfram sínum hæglátu störf- um í kyrrþey. Höggvum á hnútinn Almenningur getur myndað mjög sterkan þrýsting á að frum- varp þetta verði sam- þykkt sem fyrst með því að senda þing- mönnum stjórnarinnar stuttan og kurteislegan tölvupóst með ósk um að frumvarpið verði tekið strax á dagskrá, afgreitt með afbrigðum og hraði, og sam- þykkt. Hvort vill fólk flytja grunn- skólann til ríkisins, eins og menntamálaráðherra hefur velt upp, eða fjármuni frá ríki til sveit- arfélaga? Gunnar heitinn Thoroddsen sagði í stjórnmálaumræðu: „Vilji er allt sem þarf.“ Hversu mikinn vilja hefur Hall- dór Ásgrímsson? Lykillinn að lausn verkfalls kennara Teitur Bergþórsson fjallar um kennaraverkfallið Teitur Bergþórsson ’Hvort vill fólkflytja grunn- skólann til rík- isins, eins og menntamála- ráðherra hefur velt upp, eða fjármuni frá ríki til sveitarfé- laga?‘ Höfundur er grunnskólakennari. Fáðu úrslitin send í símann þinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.