Morgunblaðið - 29.11.2004, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 29.11.2004, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. NÓVEMBER 2004 17 LISTIR TTT auglýsingastofa/Ljósm .S S J Mark skrifstofustólar Ótrúlegt verð! Mark er ný og glæsileg lína skrifstofustóla frá Á. Guðmundssyni ehf. fyrir vinnustaði og heimili. Stólarnir eru hannaðir af Pétri B. Lútherssyni. Hægt er að velja um fjölda lita á áklæði. Nú bjóðum við þessa stóla á frábæru kynningarverði. Hæðarstilling á baki Pumpa til að stilla stuðning við mjóhrygg Hæðarstillanlegir armar Hallastilling á baki Sleði til að færa setu fram og aftur Mjúk hjól Hæðarstilling á setu og baki Hægt er að stilla stífleika setu og baks eftir þyngd notanda Veltustilling á setu og baki KYNNINGAR AFSLÁTTUR! 30% Mark 20 Kr.25.340 Mark 10 Kr.13.930 Mark 30 Kr.38.570 Bæjarlind 8-10 • Sími 510 7300 • www.ag.isHeildarlausnir í skrifstofuhúsgögnum BRENNAN er önnur bókin í myndasöguröðinni upp úr Njálu, sú fyrsta var Blóðregn sem hlaut afar góðar viðtökur. Ekki er ástæða til að ætla annað með þessa bók, en hér er spenn- andi og lifandi teiknimyndasaga á ferðinni með litríkum per- sónum og svaka- legum endalok- um. Höfundar bókanna hafa tekið þá stefnu að velja ákveðna þætti úr Njálssögu í bækur sínar og virðist það ganga vel upp. Hér eru það brennan og aðdragandi hennar sem eru til umfjöllunar og það tekst mjög vel að búa til ein- faldan og skýran söguþráð og teikna upp sterkar persónur. Skarphéðinn er í brennidepli, sá mikli ólánsmaður, og persóna hans er bæði fyndin, hræðileg og trag- ísk. Yfirhöfuð eru persónur trú- verðugar og útlit þeirra hæfilega gróft en um leið mannlegt. Glott Skarphéðins bregst ekki og Njáll er eftirminnilegur. Rétt eins og oft í myndasögum minnir framsetning sögunnar nokkuð á framvind- umöppu bíómyndar. Sjónarhorn er skýrt afmarkað, stundum í nær- mynd og stundum vítt, margar myndraðir eru mjög vel heppnaðar. Eftirminnilegt er t.d. þegar litlum fugli bregður við mannaferðir, kyrrðin er skyndilega rofin áþreif- anlega. Textinn er mátulega nú- tímalegur og afslappaður en inn á milli eru síðan beinar tilvitnanir í krassandi tilsvör úr upprunalegu sögunni. Spennan í myndasögunni er mikil, ég er viss um að hún verður lesin í einum rykk og mun án efa vekja áhuga einhverra á upprunalegu sögunni þótt ekki verði fyrr en síðar á ævinni. Efni Njálu er síðan sígilt og ekki síst í brennidepli í dag þegar hörmungar trúarbragðastríða eru svo sýni- legar. Höfundar hafa lofað fleiri bókum og mun það án efa ganga eftir, svo vel hefur tekist hér til. Grautardalls saga Salka gefur út fallega bók byggða á íslenskri þjóðsögu, skreytta af Sigurborgu Stef- ánsdóttur myndlistarkonu. Texti Grautardalls sögu er birtur styttur en annars nokkuð nálægt upp- runalegri mynd, hann er ekki ein- faldaður um of eða gerður sér- staklega barnvænn. Sigurborg hefur sama háttinn á við myndir sínar sem ekki eru sérlega barn- vænar, þær gera ákveðnar kröfur til lesandans. Hún notfærir sér reynslu sína í myndlistinni við myndgerðina og vinnur myndirnar á mjög fjölbreyttan hátt, klippir ljósmyndir, mynstur og taubúta, notar málverk og pensilför sem bakgrunn málar og teiknar persón- ur og hluti og klippir út, þrykkir mynstur, notar pressuð blóm og fleira, myndgerðin er sannarlega fjölbreytt og hver opna er á við skemmtilegt myndverk sem myndi sóma sér ágætlega í ramma uppi á vegg. Ævintýrið er síðan nokkuð skemmtilegt aflestrar. Þar með ætti því að vera komin afar vel heppnuð bók og það er hún líka að flestu leyti, en ég er þó ekki viss um að hún höfði sérstaklega til barna. Til þess eru myndirnar ekki nógu líflegar, krassandi eða for- vitnilegar, persónur sögunnar lifna ekki við og börn ná ekki sambandi við myndgerðina. Engu að síður er fengur í svona fallegri og vel unn- inni bók og hún er ef til vill einmitt góð vegna þeirra annmarka sem ég nefndi, af því að myndirnar eru öðruvísi en þær sem börnin eiga að venjast geta þær verið leið til þess að sýna börnum eitthvað nýtt og kannski verða til ýmsar hugmyndir að listsköpun barna heima fyrir við skoðun þeirra. Í fullkomnum heimi gæti það verið og hver veit nema hinn fullkomni heimur sé á fleiri stöðum en við höldum. Það er ánægjulegt að sjá af hversu mikilli alúð bókin er unnin og virðing- arvert að standa að útgáfu hennar, að öllum líkindum verður framhald á útgáfu af þessu tagi hjá Sölku og er það vel en útgáfan hefur þegar sýnt áhuga sinn á að halda þjóð- sögum og þjóðlegum fróðleik á lofti, skemmst er að minnast skemmtilegrar bókar um furðudýr á Íslandi. Jólasveinarnir í Hamrahlíð og Jólabaðið Hér eru á ferð tvær sögur í einni bók en Bryndís Víglunds- dóttir gerir tilraun til að færa Grýlu og jólasveinana í nútímalegt samhengi. Kristín Arngrímsdóttir myndskreytir sögurnar mjög lip- urlega, leikur sér með staðsetningu og stærð mynda á síðum og skapar þannig vissa fjölbreytni, hún vinn- ur einnig skemmtilega með smáat- riði. Bryndís leitast við að tengja samtímann við sögur af álfum og jólasveinum en er það ekki á mörk- um klisjunnar að afi og amma fari aldrei í Kringluna heldur tali bara um álfa og tröll og gefi krumma uppi við Rauðavatn? Þessi afmörk- un tveggja heima í sögunum, tog- streitan milli kauphyggju samtím- ans og sagna fortíðar, virðist mér óþarflega skýr og jafnvel spurning hvort togstreitan liggi raunveru- lega þarna en ekki annars staðar. Hvað er það í samtímanum sem gerir það að verkum að börnin hafa síður áhuga á álfum en áður – er það tilkoma verslunarmið- stöðva? Þrátt fyrir þessar spurn- ingar bera sögurnar vitni um ríkt ímyndunarafl og margar skemmti- legar hugmyndir koma fram í þeim báðum, sérstaklega er sagan um jólabaðið farsakenndari og heil- steyptari en sagan um álfastúlkuna í Hamrahlíð. Þar saknaði ég þess líka að lokið væri við þráðinn sem byrjað var á í upphafi sögunnar, um vinkonurnar sem ætluðu að gera tilraun. Það getur verið vandasamt að flétta saman tvo heima svo vel sé, að sumu leyti gengur það ágætlega upp en ann- ars staðar verða sögurnar næstum því þvingaðar, sbr. ofnotkun á orð- inu smáralind. Bryndís hefur engu að síðar góða burði til sögusmíða og sögur hennar höfða ágætlega til ungra lesenda. Sögur gamlar sem nýjar Ragna Sigurðardóttir BÆKUR Börn Sögur úr Njálu, Brennan Embla Ýr Bárudóttir, Ingólfur Örn Björg- vinsson. Mál og menning 2004. Grautardalls saga Íslensk þjóðsaga, Sigurborg Stef- ánsdóttir myndskreytti Salka 2004 Jólaveinarnir í Hamrahlíð og Jólabaðið Eftir Bryndísi Víglundsdóttur, Kristín Arn- grímsdóttir myndskreytir Salka 2004

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.