Morgunblaðið - 29.11.2004, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 29.11.2004, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. NÓVEMBER 2004 19 UMRÆÐAN ÉG ER 23 ára gamall. Ég hef glímt við tvo erfiða sjúkdóma mest- allt mitt líf, offitu og þunglyndi. Þessir sjúkdómar hafa að vissu leyti gert mér lífið erfiðara, þ.e. ég hef ekki verið jafnvirkur í þjóðfélaginu og hver annar. Samt er ég mjög heppinn hvað mín veikindi varðar því ég hef getað unnið með þeim. En það sem mig langar að koma að hér í þessari frásögn er það að ég hef fengið bætur frá Trygg- ingastofnun ríkisins. Ég er búinn að fá bæt- ur frá þeim í bráðum fimm ár. Í þessi fimm ár, sextíu mánuði, hef ég verið á lúsarbótum. Bæturnar hafa hækk- að eitthvað, en það er bara smáræði. Við sem yngst erum höfum ekki ráðrúm til að gera eitt eða neitt. Við getum ekki lifað lífinu eins og jafnaldrar okkar. Við höfum ekki efni á að borga í skemmtanir eða neitt annað er viðkemur skemmtun og leik. Allir okkar peningar fara í að borga húsaleiguna, bílinn, símann og svo margt annað sem við þurfum að borga til að standast hið daglega líf. Mig langar að segja ykkur hvern- ig mínar tekjur skiptast á mánuði hverjum. Laun: 92.500 kr. Húsaleiga: 40.000 kr. Bílalán: 12.000 kr. Tryggingar: 8.000 kr. Sími og ADSL: 9.900 kr. Skuldabréf: 8.550 kr. Tölvulán: 4.000 kr. Lyf, vítamín: 4.000 kr. Samanlagt: 86.450 kr. Afgangur: 6.050 kr. Þá á ég eftir að kaupa mat fyrir mig. Þá á ég eftir að kaupa smáræðis bensín á bílinn minn, þá á ég eftir að kaupa mér föt, þá ég eftir að fara í bíó, þá á ég eftir að borga söngskól- ann minn, þá á ég eftir að … Ég á nákvæmlega ekkert eftir handa sjálfum mér. Svo ef ég reyni að fá mér ein- hverja smávinnu meðfram því að vera á vonlausum bótum frá Trygg- ingastofnun þá eru öll launin mín frá þeim vinnustað tekin í skatta. Ég meina það, er verið að refsa mér fyrir að vinna. ÞAÐ ER VERIÐ AÐ REFSA MÉR FYRIR AÐ REYNA AÐ VINNA. Ég geri aldrei neitt fyrir sjálfan mig. Ég fer aldrei neitt, ég fer aldr- ei í bíó með vinum mín- um, ég fer aldrei í leik- hús o.s.frv. Finnst ykkur þetta hægt kæru Íslendingar? Mér er spurn? Ég er ósköp venjulegur 23 ára drengur. Mér finnst ég órétti beittur. Ég leigi mér íbúð á frjálsum markaði. Ég borga ofurskatta. Ég endurtek. ÉG BORGA OF- URSKATTA. Mér finnst þessi sitj- andi ríkisstjórn ekki hugsa um neitt annað en hvítflibbana í þjóðfélaginu. Menn með milljón og meira í mán- aðarlaun njóta sín vel meðan rík- isstjórn Halldórs Ásgrímssonar er við völd. Við unga fólkið í landinu, sem vegna sjúkdóma eða slysa get- um ekki séð fyrir okkur, við erum látin sitja í skítnum. Ykkur er ná- kvæmlega sama um okkur. Það snertir ykkur ekki spönn að sjá minningargreinarnar í blöðunum um ungt fólk sem hefur tekið líf sitt m.a. vegna lágra bóta. En það er stað- reynd. Staðreynd sem ég veit, og svo margir aðrir. Bankarnir á Íslandi. Þeir hindra öryrkja í að taka bankalán. Þeir treysta okkur ekki. Okkur er ekki treystandi vegna þess að við erum á örorkubótum. Lán sem eru yfir 100.000 í bönkunum eru ekki veitt okkur sem erum öryrkjar. Sumt fólk í þessu landi lítur á okk- ur sem eitthvert óþverralið. Þá er ég ekki að tala bara um stjórn- málamennina, sem stjórna þessu landi, ég er líka að tala um hinn al- menna borgara. Við megum ekki labba niðri í bæ, þá erum við litin hornauga. Af hverju erum við bara ekki drepin? Það væri hægt að út- rýma okkur á einni viku. Þetta er ömurlegt. Mér finnst þetta bara til háborinnar skammar. Svona í lokin langar mig að tala aðeins um Tryggingastofnun. Ég er orðinn hundleiður á því að eiga sam- skipti við þessa stofnun. Framkoma starfsfólksins þarna niðri á Lauga- vegi er til háborinnar skammar fyrir íslensku þjóðina. Það býður fólki ekki góðan dag. Fólk þarf endalaust að fara þarna niðureftir og sækja um hitt og þetta. Endalaust að sækja um það sem það telur sig eiga inni, ýmis fríðindi og sporslur sem eru svo fáránlega lágar að það er fárán- legt. Við erum að tala um upphæðir sem geta verið allt frá fimmtíu kr. upp í nokkur þúsund krónur. Maður þarf endalaust að bíða, endalaus bið. Endalausar synjanir sendar heim í pósti. „Því miður, beiðni þinni var synjað.“ Og svo fyrir neðan það er neðanmálsgrein þar sem stendur. „Bent er á að þú getur skotið synjun þessari til úrskurðarnefndar.“ Þetta er bara svo asnalegt. Af hverju er þetta apparat ekki lagt niður? Ég er hættur að fara þarna niðureftir. Ég geri mig ekki að því fífli að standa þarna í þessum þjón- ustusal þarna niðurfrá og bíða eftir dónalegu starfsfólki sem er búið að vinna þarna alltof lengi. Ég veit að ég fæ ekki réttar bætur frá þessari ömurlegu stofnun, ég segi ömurlegu, því hún er ömurleg. Ég hef aldrei fengið réttar bætur. Ég veit aldrei hver réttur minn er og hann er alltaf brotinn. Maður telur sig eiga rétt á einhverjum peningum en það er allt- af reynt að komast hjá því að virða réttinn. Hvers eigum við að gjalda? Hvað er að? Valgeir Matthías Pálsson fjallar um offitu og þunglyndi Valgeir Matthías Pálsson ’Það er alltafverið að brjóta á okkur.‘ Höfundur er nemandi og er að undirbúa stofnfund samtaka þeirra sem glíma við offitu. ANDLEGT ofbeldi er eitt af þeim hugtökum sem er oft farið frjálslega með án þess að skilningur fylgi. Andlegt ofbeldi karla gagnvart kon- um er stjórntæki ekki síður en líkamlegt of- beldi og lýsir sér í því að sjálfsmynd kon- unnar brotnar niður. Maðurinn hefur þá meiri áhrif á líðan hennar, hegðun og skoðanir heldur en hún sjálf. Fleiri konur leita stuðnings hjá Kvenna- athvarfinu vegna and- legs ofbeldis en lík- amlegs og er það til marks um hversu al- varlegt það getur ver- ið. Þó að hugtakið sé notað frjálslega í dag- legu tali eru til skil- greiningar á birting- armyndum andlegs ofbeldis. Andlegt ofbeldi get- ur birst í einangrun þar sem komið er í veg fyrir að konan hitti vini og fjölskyldu, jafnvel að hún stundi vinnu eða nám og stjórnað er með afbrýðisemi sem oft er mistúlkuð sem ást. Efnahagsleg stjórnun lýsir sér í því að aðgangur konunnar að peningum er tak- markaður og hún hefur ekki áhrif á hvernig fjármálum heimilisins er hagað. Hótanir og ógnanir geta sömuleiðis verið áhrifaríkt stjórn- tæki þar sem stjórnað er með svip- brigðum og bendingum, hlutir eyði- lagðir og vopn munduð sem ógn. Tilfinningaleg kúgun verður þegar kona er brotin niður með háði og uppnefnum, hún stöðugt gagnrýnd og látin finna fyrir vanmetakennd. Andlegt of- beldi getur verið mjög lúmskt og ferlið tekið mörg ár án þess að nokkurn tímann séu lagðar hendur á kon- una. Án þess að fólk átti sig á því getur of- beldið verið orðið mjög gróft en viðmiðin hafa færst til og það sem eru óeðlileg samskipti þykja hversdagsleg. Þegar kona er farin að breyta hegðan sinni og lífi sínu þannig að mað- urinn þurfi ekki að hafa ástæðu til af- brýðisemi, til dæmis að forðast að tala við aðra karlmenn, er maðurinn farinn að stjórna kon- unni og ástandið orðið óeðlilegt. Sömuleiðis ef konunni er sagt hvað hún eigi að segja og hugsa, í hverju hún eigi að vera og svo framvegis. Andlegt of- beldi karla gegn kon- um er kynbundið of- beldi ekki síður en líkamlegt. Samtök um kvenna- athvarf boða til opins félagsfundar í kvöld á Vesturgötu 7 þar sem Sigríður Halldórsdóttir prófessor fjallar um afleiðingar of- beldis gegn konum. Ef andlegt ofbeldi sæ- ist myndum við mörg hver líta okkur nær Drífa Snædal fjallar um andlegt ofbeldi gegn konum ’Fleiri konurleita stuðnings hjá Kvenna- athvarfinu vegna andlegs ofbeldis en lík- amlegs og er það til marks um hversu al- varlegt það get- ur verið. ‘ Drífa Snædal Höfundur er fræðslu- og framkvæmdastýra Samtaka um kvennaathvarf. NEVER TURN YOUR MATTRESS AGAIN Technology so advanced, it´s TURN-FREE Amerískar lúxus heilsudýnur á tilboði TURN-FREE Queen 153x203 cm Verð frá 89.900.- Skipholt 35 Sími 588 1955 www.rekkjan.is Heitir & fallegir www.ofn.is // ofnasmidjan@ofn.is Háteigsvegi 7 Sími: 511 1100 Ofnar Ofnlokar Handklæðaofnar Sérpantanir afsláttur af öllum ofnum til jóla 25% HÚS & HEIMILI AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.