24 stundir - 04.01.2008, Blaðsíða 1

24 stundir - 04.01.2008, Blaðsíða 1
Örtröð myndaðist í Kringlunni í gær þegar margar verslanir opnuðu útsölur. Sigríður Gröndal, innkaupastjóri sérvöru hjá Hagkaupum, segir mjög mikið að gera á útsölum þessa dagana, jafnvel þótt jólaverslun hafi verið mikil. „Fólk er mest að kaupa fatnað og skó, jafnvel á alla fjölskylduna.“ Að sögn Önnu Ingu Grímsdóttur, fjár- málastjóra Valitors, verja margir miklu fé í útsöluvarning í janúar, en febrúar og mars eru yfirleitt ró- legustu mánuðirnir í verslun. Þá jafnar fólk sig eftir jólin og fer að huga að sumarfríum. Örtröð á útsölunum 24stundir/Golli„Kaupa mest föt og skó, jafnvel á alla fjölskylduna“ »2 Ekki gott að fasta Birna Ásgeirsdóttir, hómópati og næringarþerapisti, ræður fólki frá því að fasta enda sé það ekki heilsu- samlegt. Ýmsir föstukúrar eru vinsæl- ir um þessar mundir en þeir eru ekki hættulausir. Jólin kvödd Víða verða brennur og þrett- ándagleði á sunnudag. Í Graf- arvogi er búist við yfir fimm þús- und manns þar sem verður álfa- dans og blysför og jólasveinar kveðja krakkana. HELGIN»34 24stundirföstudagur4. janúar 20082. tölublað 4. árgangur HEILSA»26 Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@24stundir.is Nokkrir skólameistarar framhaldsskólanna eru orðnir þreyttir á ástandinu á skemmtunum á vegum skólanna sem haldnar eru úti í bæ og hafa þeir rætt um að fjölga viðburðum í skól- unum sjálfum, að sögn Þorsteins Þorsteinsson- ar, skólameistara Fjölbrautaskólans í Garðabæ. Áfengisneysla er bönnuð á skólaböllum þótt þau séu haldin utan skólanna en ástæða hefur þótt til að fá sjálfboðaliða frá Rauða krossinum til að gæta ofurölvi nemenda. Eru þeir fluttir í sérstakt sjúkraherbergi, svokallað „dauðaher- bergi“ þangað sem foreldrar sækja þá. „Þetta ástand fer í taugarnar á okkur. Það er mikil vitleysa í kringum þetta og tvískinnungur í samfélaginu öllu,“ segir Þorsteinn sem þegar hefur snúið vörn í sókn. „Við ákváðum að bíða ekki eftir neinu og fluttum svokallað busaball í haust inn í skólann sjálfan. Þar skemmtu um 200 nemendur sér afar vel en fyrir utan voru ein- hverjir sem ekki komust inn vegna þess að þeir voru undir áhrifum áfengis. Við ætlum að halda áfram að fjölga viðburðum í skólanum sjálfum.“ Þorsteinn segir það tvískinnung þegar for- eldrar og aðrir „hundskammi“ skólana vegna ölvunar nemenda á skólaskemmtunum. „Krakkarnir fá hins vegar að halda partí heima hjá sér fyrir böllin og þar drekka þeir áfengi. Þar að auki er unglingum selt áfengi hvað eftir ann- að á sömu veitingastöðunum. Svo virðist sem allir loki augunum fyrir þessu en svona er ástandið. Á meðan það er svona er erfitt að vera í krossferð og berjast fyrir breyttu ástandi en maður verður að gera það sem hægt er.“ Þorsteinn kveðst hafa heyrt að foreldrar hafi orðið reiðir þegar börnum þeirra, sem voru bú- in að kaupa miða á busaballið, hafi ekki verið hleypt inn vegna ölvunar. „Ég hef ekki kannað það nánar,“ segir hann. Þreyttir á drykkju nemenda sinna  Skólameistarar snúa vörn í sókn gegn unglingadrykkju  Vilja böllin inn í skólana sjálfa ➤ Rauði krossinn hefur ásamt fleirum séð umsjúkragæslu á skólaböllum utan skólanna frá 1995. ➤ Nemendur fara oft í heimahús að loknuborðhaldi á skemmtistað þar sem árshátíð er haldin. Eftir drykkju í heimahúsi halda þeir aftur á skemmtistaðinn. DRYKKJA Á SKÓLABÖLLUM Lögreglan rannsakar nú stærsta bókastuld sem framinn hefur verið á Íslandi. Hjörleifur Kvaran, sonur bókasafnarans sem stolið var frá, segir þýfið hafa lent í höndum fornbókasala. Sakar bóksala um að selja þýfi »6 Störfum í fiskvinnslu hefur fækkað um 200-300 síðan kvótinn var skertur. Óttast er um fleiri störf. Krækir á Dalvík sagði upp 32 á miðvikudag. Hundruð starfa þegar glötuð »4 5 4 8 5 7 GENGI GJALDMIÐLA GENGISVÍSITALA 119,34 ÚRVALSVÍSITALA 6.144 SALA % USD 62,01 -0,91 GBP 122,47 -2,39 DKK 12,18 -0,85 JPY 0,56 1,34 EUR 91,31 -0,93 -0,95 -2,75 NÁNAR 4 VEÐRIÐ Í DAG 10 Þriðjungsmunur á ýsunni NEYTENDAVAKTIN Vökul augu eftirlitsmyndavéla og háar girðingar öftruðu ekki þjófunum sem brutu sér leið inn í Verdal-fangelsið í Noregi yfir hátíðirnar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem fangelsið verður fyrir barðinu á þjófum, en brotist var inn í það í mars á síðasta ári. „Aðfarirnar voru þær sömu þá og nú,“ segir Per Kristian Au- net fangelsisstjóri. Í mars höfðu þjófarnir tölvu á brott með sér en nú um jólin bættist forláta skjávarpi í safnið. aij Brotist inn í fangelsi fitnesskort TILBOÐ Brautarholti 20 • 105 Rvk • Sími 561 5100 • www.badhusid.is Mikið úrval notaðra bíla á góðum kjörum!

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.