24 stundir - 04.01.2008, Blaðsíða 38

24 stundir - 04.01.2008, Blaðsíða 38
38 FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 2008 24stundir Eftir Einar Elí Magnússon einareli@24stundir.is „Þó að tölfræðin fyrir banaslys sé auðvitað allt of há er hún það lág að lítið þarf til svo að hún rokki um tugi prósenta,“ segir Einar Magnús Magnússon hjá Umferðarstofu. „Eitt slys þar sem þrír látast getur þýtt tugprósenta mun frá árinu áð- ur. Það er því erfitt að segja hvort þessar tölur bera vott um aukinn árangur í umferðaröryggismálum fyrr en tölur yfir alvarleg umferð- arslys liggja fyrir.“ Árið 2007 létust 15 einstaklingar í umferðinni. Meðaltal síðustu fimm ára á undan er 24 einstak- lingar á ári en árið 2006 lést 31. Einar segir fækkunina gleðiefni en að ekki sé endilega útlit fyrir að töl- ur yfir alvarleg umferðarslys feli í sér jafnjákvæða þróun. Þær tölur munu liggja fyrir innan nokkurra vikna. Sé litið til þróunar síðustu ára sést að bifhjólaslysum hefur fjölgað verulega. „Það veldur okkur mikl- um áhyggjum og er samfara því að umferð bifhjóla hefur stóraukist. Á fáum árum hefur fjöldi þeirra tvö- faldast,“ segir Einar. „Banaslysin á síðasta ári, og stór hluti þeirra alvarlegu slysa þar sem bifhjól koma fyrir, urðu vegna þess að ökumaður sá ekki bifhjólið og ók í veg fyrir það. Hins vegar hefur slysum þar sem ekið er á gangandi vegfarendur fækkað stórlega. Það er ekki síst að þakka því að hámarkshraði hefur verið lækkaður í íbúðahverfum og við skóla. Ég held að við hljótum að sjá núna, og á næstu misserum, árang- ur af mjög markvissu átaki stjórn- valda, lögreglu, Umferðarstofu, Vegagerðarinnar og fleiri aðila sem hafa undanfarið tekið á umferðar- öryggismálum af meiri krafti en oft áður,“ segir Einar og nefnir meðal annars stóraukna löggæslu sem hann telur að beri mikinn árangur. Spurður um leiðir til að fækka slysum enn meira segist Einar telja tvennt mikilvægara en annað. „Ábyrgðin er alltaf okkar öku- manna. Við getum ekki kennt lé- legum vegi um þegar slys verður því ef vegurinn er slæmur verðum við bara að haga akstri eftir því. Það er því mikilvægt að ökumenn líti sér nær og axli ábyrgð. Á hinn bóginn er það mannlegt að gera mistök. Það er í raun ekki hægt að komst hjá því og við verð- um að búa vegina okkar þannig að þeir þyrmi okkur ef okkur verða á mistök. Vegirnir séu til dæmis með vegriðum og aðskilnaði umferðar úr gagnstæðum áttum. Þannig að ef ég geri mistök verði afleiðing- arnar ekki eins alvarlegar.“ BANASLYS Í UMFERÐINNI Banaslys 2007 Fjöldi látinna 2007 15 2006 31 2005 19 2004 23 2003 23 2002 29 2001 24 2000 32 Fimmtán einstaklingar létust í umferðinni árið 2007 Helmingsfækkun banaslysa milli ára Þrátt fyrir að færri hafi látist í umferðarslysum á síðasta ári en oft áður er ekki víst að þær tölur endurspegli heildar- slysatölur fyrir árið. ➤ Banaslys á síðasta ári voru 15og kostuðu jafnmarga lífið. ➤ Þar af voru 7 útafakstrar, 7framanákeyrslur og í einu til- felli var ekið á gangandi veg- faranda. BANASLYS Í UMFERÐINNI Við sögðum frá hugmyndabíln- um Mazda Furai fyrir skemmstu en bíllinn verður til sýnis á bílasýning- unni í Detroit sem hefst 13. janúar. Þrátt fyrir að orðið Furai þýði „hljóð vindsins“ er líklegt að vélin í bílnum, 450 hestafla hjámiðjuvél, muni minna meira á fellibyl en hafgolu. Bílnum er ætlað að brúa bilið á milli brautarbíla og götu- hæfra ofursportbíla á notenda- vænni hátt en áður hefur þekkst. Við vissum ekki einu sinni að það væri vandamál! Fleiri myndir birtar af Mazda Furai Vindgnauð til sýnis Tímaritið Car and Driver útnefn- ir á hverju ári tíu bíla sem bestu sportbíla heims. Ekki er raðað á listann eftir sætum en ritstjóri tímaritsins segir um Mazda MX-5 að hann sé draumabíllinn. „Þessi vélknúna ánægjusprauta er bíll við allra hæfi vegna þess hve verðið er gott. Mazda MX-5 fram- kallar ánægjusvip á sérhvern ein- stakling sem með honum ferðast,“ er haft eftir honum á brimborg.is MX-5 drauma- sportbíllinn Bæði Ford og indverski bílafram- leiðandinn Tata staðfestu í vik- unni að fyrirtækin hefðu hafið samningaviðræður um kaup Tata á Land Rover og Jaguar. Áhersla hefur verið lögð á að sem flestir af hinum 15.300 bresku starfs- mönnum deildanna haldi störf- um sínum og búist er við að Ford muni áfram sjá framleiðslunni fyrir vara- og íhlutum. Ford vill selja Tata tvö merki Ingvar Helgason býður nú kaup- endum Opel-bifreiða svokallaða Opel-vernd sem samkvæmt heimasíðu fyrirtækisins er nýj- ung á íslenskum bílamarkaði. Innifalið í verði bílsins eru allar þjónustuskoðanir og viðhald í þrjú ár eða upp að 60.000 km. Meðan á skoðun eða viðhaldi stendur fá eigendur bíl til afnota sér að kostnaðarlausu. Enn- fremur hafa kaupendur 30 daga skiptirétt á bílnum. Opel-vernd nýj- ung á Íslandi Fyrsta myndin af nýjum Ford Fo- cus RS hefur verið gerð opinber. Þótt ekki sjáist mikið af smáat- riðum á myndinni segir Ford að bíllinn verði „einstakur á sína vísu“ og „konungur veganna“. Þar lætur Ford við sitja og gefur ekki frekari upplýsingar í bili. Nýr Focus RS árið 2009 ÚR BÍLSKÚRNUM Hefur þú nýlokið há- skólanámi? Langar þig að prófa að vinna í bílaiðn- aðinum? Audi hefur tilkynnt að framleiðandinn ætli sér að ráða 800 nýliða á þessu ári, 200 fleiri en í fyrra. Þriðj- ungur nýliðanna verða verk- fræðingar sem koma til með að vinna við nýjungar í véla- framboði Audi. Hvernig er þýskan þín? Viltu vinna hjá Audi? Audi ræður 800 manns LÍFSSTÍLLBÍLAR bilar@24stundir.is a Eitt slys þar sem þrír látast getur þýtt tugprósenta mun frá árinu áður. Það er því erfitt að segja hvort þessar töl- ur bera vott um aukinn árangur í umferðaröryggismálum fyrr en tölur yfir alvarleg umferðarslys liggja fyrir. Láttu okkur sandblása og pólýhúða felgurnar í hvaða lit sem er með Epoxy grunn, Polyester lit og Acryl glæru. Þær verða eins og nýjar! Smiðjuvegi 1 • s. 544-5700 • www.polyhudun.is Eru felgurnar orðnar ljótar? SÍMAR: AX: Alhliða bi réttingar GRÆNUMÝRI 3 - SÍMI 587 7659 - WWW.BILAPARTAR.IS BÍLAPARTAR VIÐ HÖFUM ÞAÐ SEM ÞÚ LEITAR AÐ

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.