24 stundir - 04.01.2008, Blaðsíða 4

24 stundir - 04.01.2008, Blaðsíða 4
Hundruð starfa hafa þegar tapast Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@24stundir.is „Frá því að ákvörðun var tekin um að skera niður þorskkvótann hefur þegar komið fram fækkun upp á 200 til 300 störf í fiskvinnslu,“ segir Arnar Sigmundsson, stjórnarfor- maður samtaka fiskvinnslustöðva (SF). Á miðvikudag var tilkynnt að öllum starfsmönnum hjá Kræki fiskverkun á Dalvík hefði verið sagt upp störfum á meðan verið væri að skoða breytt rekstrarform eða þátt- töku annarra fyrirtækja í rekstrin- um. Um er að ræða 32 stöðugildi. Óttast um allt að 600 störf Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegs- ráðherra tilkynnti í byrjun júlí í fyrra að þorskkvótinn yrði skorinn niður um þriðjung. Arnar spáði á þeim tíma að 500 til 600 störf myndu tapast í fiskvinnslunni einni saman næstu tólf mánuðina. Hann óttast að þær spár muni ganga eftir. „Þá erum við ein- göngu að tala um störf í fiskvinnslu en ekki þau sem tapast á sjónum. Þar er því spáð að fækkunin geti orðið svip- uð þegar veiðiheimildir fara að sam- einast á færri skip.“ Starfsmannaveltan notuð SF kannaði horfur næstu sex mánuðina hjá 22 fiskvinnslufyr- irtækjum í nóvember síðastliðn- um. Niðurstöður þeirrar könn- unar sýndu að áform voru uppi hjá þeim fyrirtækjum um að fækka starfsfólki um sex prósent, eða 62 störf. Arnar segir þó að takmarkaður fjöldi fyrirtækja með minni sveiflur í starfs- mannamálum hafi verið kannað- ur. „Þá má ekki gleyma því að hjá sumum fyrirtækjum voru áhrifin þegar komin fram þegar við gerð- um okkar könnun. Samdrátturinn verður því meiri. Ég sé þetta gerast með tvennum hætti; annars vegar að fyrirtæki hætti starfsemi vegna hás hráefnisverðs eða gengis krón- unar. Hins vegar held ég að starfs- mannavelta verði notuð til að draga saman seglin, sérstaklega í stórum fyrirtækjum.“  Störfum í fiskvinnslu hefur fækkað um 200 til 300 síðan kvótinn var skertur, að sögn for- manns Samtaka fiskvinnslustöðva  Krækir á Dalvík sagði upp 32 á miðvikudag Þorskveiði Samtök fisk- vinnslustöðva telja að allt að 600 störf geti tapast vegna skerðingar á aflaheimildum. ➤ Ríkisstjórn Íslands hefur heit-ið 10,5 milljörðum króna í mótvægisaðgerðir vegna nið- urskurðar þorskveiðiheim- ilda. ➤ Á fimmta þúsund heils-ársstörf eru í fiskvinnslu á Ís- landi. SKERÐING AFLAHEIMILDA STUTT ● Fíkniefni Þrír karlar á þrí- tugsaldri voru handteknir í Smáralind í gærkvöld en í fór- um tveggja þeirra fundust e- töflur. Ýmislegt fleira höfðu þremenningarnir meðferðis sem grunur leikur á að sé þýfi. Þá fannst tölva í bíl mann- anna og voru þeir margsaga um tilurð hennar. ● Innbrot Nokkur innbrot voru tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gær. Kæliskáp var stolið úr geymslu í Kópavogi og skipti- mynt úr söluturni í Breið- holti. Á Völlunum í Hafn- arfirði var brotist inn í nýbyggingu en ekki er ljóst hverju var stolið. Þá var farið inn í tvo bíla í Norðlingahol- tiog verkfærum og geislaspil- ara stolið. NEYTENDAVAKTIN Ófryst ýsuflök, roð- og beinlaus 1 Kg. Verslun Verð Verðmunur Fiskbúð Einars 980 Samkaup-Úrval 998 1,8 % Þín verslun Seljabraut 1.198 22,2 % Hagkaup 1.289 31,5 % Fiskisaga 1.290 31,6 % Gallerí fiskur 1.298 32,4 % Nóatún 1.298 32,4 % 4 FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 2008 24stundir Forystumenn verkalýðshreyfing- arinnar búast við að kjaraviðræður fari á fullt eftir helgi og hafa vinnu- hópar Alþýðusambands Íslands, ASÍ, verið að störfum undanfarna daga, að því er Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ, greinir frá. Verkalýðshreyfingin hefur hins vegar beðið eftir skýrari svörum en þeim sem bárust frá ríkisstjórninni þann 19. desember síðastliðinn um hvernig hún ætli að greiða fyrir kjarasamningum á almennum markaði. Að sögn Gylfa hafa for- ystumenn verkalýðshreyfingarinn- ar ekki treyst sér í frekari útfærslu á launaliðum á meðan óljóst hefur verið hvernig stjórnvöld ætli að halda á málum. Ríkisstjórnin fund- ar í dag og velta menn því fyrir sér hvort vænta megi útspils þegar í kjölfar þess fundar en í gær hafði ekki verið boðaður formlegur fundur verkalýðshreyfingarinnar og ríkisstjórnarinnar. Hins vegar mun einn vinnuhóp- ur af fimm vinnuhópum ASÍ og Samtaka atvinnulífsins, SA, hittast í dag og fjalla um einn kröfulið, að sögn Ragnars Árnasonar, forstöðu- manns vinnumarkaðssviðs SA. Haft hefur verið eftir Vilhjálmi Egilssyni, framkvæmdastjóra SA, að á þessu stigi málsins sé of snemmt að fá útspil ríkisins. Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, er ósam- mála því mati. „Það er afstaða ASÍ og okkar sem erum á þessari vakt að það sé grundvallaratriði að rík- isstjórnin komi strax að málinu.“ ingibjorg@24stundir.is Vinnuhópar að störfum undanfarna daga til að undirbúa viðræður um kjarasamninga Búist við að kjaraviðræður fari á fullt eftir helgi ➤ Meðal atriða í áherslum ASÍ áhendur SA eru kröfur um að allar uppsagnir verði hér eftir rökstuddar, að liðkað verði fyrir greiðslu launa í erlendri mynt og að áhersla verði lögð á að uppræta launamun kynjanna. ÁHERSLUR ASÍ Í kröfugöngu Verkalýðs- hreyfingin minnir á mis- skipt kjör. Allt fóður hjá Fóðurblöndunni hækkar um 5-7% vegna mikilla hækkana á innfluttum hráefnum til fóðurgerðar. Töluvert hefur ver- ið fjallað um yfirvofandi verð- hækkanir á korni og áburði, en á Naut.is, heimasíðu Landssam- bands kúabænda, segir að aðeins hluti nauðsynlegra hækkana sé kominn fram. Búast megi við að fljótlega verði nauðsynlegt að hækka aftur. Ekki er þess getið hve mikilli hækkun er búist við næst, eða hvort sú hækk- un verði aðeins ein í röð fleiri verð- hækkana. Heimsmarkaðsverð á korni hef- ur hækkað og útlit er fyrir áfram- haldandi hækkanir. bee Verð hækkar fljótlega aftur Dýrara fóður Í júlí síðastliðnum tilkynnti Einar K. Guðfinnsson sjáv- arútvegsráðherra að þorskafli yfirstandandi fiskveiðiárs yrði skorinn niður úr 193 þúsund tonnum í 130 þúsund tonn. Niðurskurðurinn var í sam- ræmi við tillögur Hafrann- sóknastofnunar. Leyfilegur hámarksafli var því skorinn niður um þriðjung og hefur ekki verið minni frá árinu 1937. Þá var tilkynnt að aflamarksreglan yrði tekin aft- ur upp á fiskveiðiárinu 2008 til 2009. Skerðing aflaheimilda Ekki minni afli síðan 1937 Í skýrslu hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um áhrif afla- samdráttar í þorski á tekjur sveitarfélaga kemur fram að launagreiðslur í landshlutum utan höfuðborgarsvæðisins muni dragast saman um 3.500 milljónir króna á fyrsta árinu eftir skerðinguna. Árið eftir muni þær síðan dragast sam- an um 1.860 milljónir króna en síðan rétta sig við á nýjan leik. Áhrif aflasamdráttar Samdráttur í launagreiðslum Neytendasamtökin eru frjáls félagasamtök: stofnuð árið 1953. Þau verja hag félagsmanna og berjast fyrir hagsmunum neytenda. Sjá www.ns.is - netfang:ns@ns.is Neytendasamtökin könnuðu verð að þessu sinni á ófrystum ýsuflökum (roð- og beinlaus) enda margir sem kaupa fisk nú að afloknum hátíðum. Hæsta verð er 32,4% hærra en lægsta verð eða 318 króna verðmunur. Þriðjungsmunur á ýsunni Jóhannes Gunnarsson

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.