24 stundir - 04.01.2008, Blaðsíða 11

24 stundir - 04.01.2008, Blaðsíða 11
24stundir FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 2008 11 Íslenskir sjónvarpsþáttastjórn-endur eru ekki rannsókn-arblaðamenn. Þeir spyrja ekki gagnrýninna spurn- inga heldur spjalla við gesti eins og bestu vini sína. Þannig verða flestir slíkir pólitískir þættir líkari létt- um spjallþáttum hér á landi held- ur en alvöru pólitískum umræðu- þáttum. Það dregur auk þess mjög úr alvöru umræðunnar þeg- ar stjórnandi þáttarins hefur ný- lokið við að skrifa ævisögu eins gestsins, eins og var í Kryddsíld Stöðvar 2, þar sem Sigmundur Ernir Rúnarsson sat við stjórn- völinn og einn gestanna var Guðni Ágústsson. Einhvers stað- ar hefði það ekki þótt viðeigandi. Menn eru ekki á eitt sáttirhvort þeir vilji að Ólaf-ur Ragnar Grímsson sitji eitt kjörtímabil enn. Stein- grímur J. Sigfússon hefur t.d. bent á þá leið að binda setu forseta við tvö sex ára tímabil. Svo eru margir þeirrar skoðunar að emb- ættið sé úr sér gengið og best að leggja það niður. Enginn hefur hins vegar bent á hversu dýrt það er að skipta um forseta en þá er ekki verið að tala um kostnað samfara kosningum. Forseti Ís- lands fær 80% af forsetalaunum eftir að hann hverfur úr embætti og allt til dauðadags og greiðir þjóðin því nú þegar tveimur for- setum laun, sem eru hátt á aðra milljón á mánuði á mann. Þá fær maki látins forseta drjúgan lífeyri. Í kjölfar yfirlýsingar forsetansdregur ritstjóri Morg-unblaðsins upp ummæli hans frá árinu 1996 þar sem hann lét þau orð falla að kjörtímabil hvers forseta ætti að vera tvö í mesta lagi þrjú kjörtímabil. Andrés Magnússon, blaða- maður og álitsgjafi, gerir þessi orð einnig að umtals- efni í ítarlegri grein um forsetann á bloggsíðu sinni. Vel má skynja hjá báðum þessum aðilum að þeir séu ekki sáttir við áframhaldandi setu forseta og segir Andrés t.d.: „Þvert á móti hefur hirðvæðing embættisins náð nýjum hæðum og engu er líkara en forsetanum þyki á stundum nánast óþægilegt að þurfa að umgangast ótínda al- þýðuna.“ Skyldu fleiri vera sam- mála? elin@24stundir.is KLIPPT OG SKORIÐ Árið 2008 verður um margt at- hyglisvert ár í íslenskum stjórnmál- um en langt frá því að vera átaka- laust. Á þessu ári verður ríkisstjórn Ís- lands að ákveða af fullum heilind- um hvort hún hyggst stuðla að áframhaldandi byggð út um allt land – ekki bara sumstaðar. Þróun atvinnu á landsbyggðinni hefur verið með þeim hætti að æ minna hlutfall starfandi fólks fæst við sjávarútveg sem löngum var ein helsta atvinnugrein Íslendinga. Við höfum sofnað á verðinum. Hlutfall þorsks í tekjum þjóðarinnar minnkaði stöðugt án þess að við brygðumst við. Við höfum gleymt að finna okkur aðra lífsbjörg. Við höfum byggt upp gríðarlega nú- tímalegt og um margt spennandi þjóðfélag á suðvesturhorni lands- ins en látið vera að stuðla að svip- aðri uppbyggingu á landsbyggð- inni. Nú kann margur að segja að þar geti heimamenn sjálfum sér um kennt, en það er ekki svo. Það þarf að styðja grunngerðina. Það hefur svo sannarlega verið gert á suðvesturhorninu, nú er komið að öðrum stöðum. Í stað þess að gera eitthvað til framtíðaruppbyggingar lands- byggðarinnar þegar ljóst var hvert stefndi samþykktu stjórnvöld að senda ofurinnspýtingu inn í aust- firskt samfélag. Glæst stund hjá sveitarfélögunum í nánasta um- hverfi orkusugunnar á meðan önn- ur nálæg sveitarfélög lásu um upp- bygginguna í blöðunum. Tilheyrandi timburmenn og frá- hvörf eru að birtast okkur á svæð- inu. Samgöngu- og fjarskiptanetið grotnaði niður, rafmagnið er enn það stopult á sumum svæðum að ekki samræmist nútímaþörfum. Fjölmörg svæði standa eftir með annars og þriðja flokks grunnnet. Og nú á aftur að leika sama leik- inn. Stjórnvöld, sem segjast vinir landsbyggðar, ætla aftur að láta reisa hér stóriðju, og nú á Vest- fjörðum. Það dylst engum að Vest- firðingar eiga svo sannarlega inni fyrir því að eitthvað sé aðhafst til uppbyggingar svæðisins, en er þetta svarið? Nú á að koma fyrir ol- íuhreinsunarstöð á einu fallegasta svæði landsins. Til bjargar byggðum landsins. Stjórnvöld aðhafast ekkert. Þau horfa þögul á meðan milljónum á milljónir ofan er eytt í rannsóknir vegna væntanlegrar olíuhreinsun- arstöðvar, þau leyfa smælingjunum að deila um olíuhreinsunarstöð og annað fær að bíða. Hin raunveru- lega byggðaþróun bíður átekta. Hvar eru störf án staðsetningar – frábær tillaga Samfylkingar sem samþykkt var á haustþingi 2006? Hefur eitt einasta starf hjá hinu op- inbera verið auglýst sem starf án staðsetningar? Hvernig er með tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga? Sveitarfélög- in greiða meira og meira á meðan tekjurnar streyma ríkiskassann. Hvenær ætla stjórnvöld t.d. að hætta að sitja ein að fjármagns- tekjuskattinum og leyfa þeim sveit- arfélögum sem hýsa greiðendurna að njóta ávaxtanna? Nú heyri ég að rætt er um upp- byggingu frumgreinaskóla á Vest- fjörðum. Frábært alveg hreint, en ætlum við ekki örugglega að byggja upp háskóla? Þorgerður Katrín vill reisa iðnháskóla. Á Vestfjörðum getur hann verið. Fólk ferðast út um allan heim í leit að menntun, hvers vegna ekki til Vestfjarða? Há- skólabæir og borgir laða ekki ein- göngu til sín þá námsmenn og starfsfólk sem þar starfar heldur menningarstofnanir hvers konar sem og ferðamenn. Við verðum að hætta að líta á landsbyggðina sem vandamál. Við þurfum að snúa þeirri hugsun við og fara að líta á landsbyggðina sem tækifæri. Ef við færum raunveru- lega að líta á ferðamannaiðnaðinn sem atvinnugrein sem þyrfti að byggja upp um land allt, með til- heyrandi innspýtingu í markaðs- setningu, gæfum við þessari at- vinnugrein tækifæri. Við verðum, til þess að af þessu megi verða, að styrkja grunnnetið, vegi, rafmagn og fjarskipti. Ekki á næstu áratug- um heldur árum. Við verðum að ákveða hvaða vöru við viljum selja. Viljum við selja stóriðjuskreytta eyju í Norð- ur-Evrópu eða stórkostlega fram- sækið land með ósnortinni náttúru og menntuðu fólki? Okkar er valið – en við verðum að velja strax. Höfundur er laganemi Land tækifæranna VIÐHORF aHelga Vala Helgadóttir Við verðum, til þess að af þessu megi verða, að styrkja grunnnetið, vegi, raf- magn og fjarskipti. Vegna fréttar í 24 stundum í morgun, fimmtudaginn 3. janúar 2008, vill embætti forseta Íslands koma á framfæri eftirfarandi upp- lýsingum. Í frétt blaðsins segir að kostn- aður við embætti forseta Íslands á árabilinu 1995-2007 hafi hækkað um 142% að raunvirði síðan Ólaf- ur Ragnar Grímsson tók við emb- ættinu. Vitnað er til ríkisreiknings fyrir árið 1995 þar sem kostnaður við embættið hafi verið 50 millj- ónir króna að verðgildi þess árs sem jafngildir 81 milljón á núver- andi verðlagi. Á fjárlögum fyrir ár- ið í ár er kostnaðurinn áætlaður 196,4 milljónir króna. Þessi samanburður er bæði rangur og villandi. Hann er rangur vegna þess að sú tala sem tilgreind er fyrir árið 2008 tekur bæði til útgjalda embættisins og kostnaðar við opinberar heim- sóknir en talan sem vitnað er til fyr- ir árið 1995 tekur aðeins til útgjalda embættisins þar sem kostnaður vegna opinberra heimsókna var hluti af framlögum til annarra liða æðstu stjórnar fram til fjárlagagerð- ar fyrir árið 1998. Þessi kostnaður var 16 mkr. 1995 og heildarkostn- aður embættis forseta það ár því 66 milljónir króna eða 107,4 mkr. á núverandi verðlagi en ekki 81 mkr. eins og blaðið staðhæfir. Samanburðurinn er jafnframt villandi vegna þess að útgjöld hafa aukist við embætti forseta á um- liðnum árum vegna ákvarðana sem embættið hefur ekki haft áhrif á. Þar ber þetta hæst: Húsnæðiskostnaður embættis- ins hefur vaxið umtalsvert þar sem ríkisstjórnin ákvað árið 1996 að færa skrifstofu forseta úr Stjórnar- ráðshúsinu í Staðastað við Sóleyj- argötu 1, en áður hafði rekstrar- kostnaður skrifstofuhúsnæðisins verið hluti af rekstrarkostnaði Stjórnarráðshússins. Fasteignagjöld hafa hækkað verulega í kjölfar endurbóta og uppbyggingar á Bessastöðum og flutnings skrifstofu forseta á Staða- stað; þannig voru þau 755 þúsund krónur árið 1996 en voru árið 2007 sjö milljónum hærri samkvæmt álagningarseðlum eða 7,7 mkr. Alþingi breytti árið 2000 lögum um launakjör forseta og hinna þriggja handhafa forsetavalds á þann veg að afnema skattfrelsi og hafði sú ákvörðun í för með sér um- talsverða hækkun á þessum liðum. Samanburður milli ára hvað heildarkostnað við embætti forseta varðar er erfiður þar sem hann sveiflast nokkuð, m.a. vegna fjölda og umfangs opinberra heimsókna og vinnuferða til og frá landinu. Því til staðfestingar má nefna fáein- ar niðurstöðutölur úr ríkisreikn- ingum (sem allar eru framreikn- aðar miðað við vísitölu neysluverðs í desember 2007). Þannig var kostnaður embættisins 135,2 mkr. árið 1990, en 160,6 mkr. fjórum ár- um seinna, afmælisárið 1994. Á því ári sem 24 stundir völdu sem sam- anburðarár, árið 1995, er kostnað- urinn 107,4 mkr., ríflega 50 mkr. lægri en árið á undan. Á öðru af- mælisári, árið 2000, er kostnaður- inn 183 mkr. en lækkar um 27 mkr. árið eftir. Árin 2002 og 2003 var kostnaðurinn ríflega 192 mkr. og undanfarin ár hafa útgjöld staðið nokkurn veginn í stað. Loks má nefna að sami starfs- mannafjöldi hefur verið við emb- ætti forseta Íslands í hartnær tvo áratugi. Höfundur er forsetaritari Kostnaður við embætti forseta UMRÆÐAN aÖrnólfur Thorsson Árin 2002 og 2003 var kostnaðurinn ríflega 192 mkr. og undanfarin ár hafa útgjöld staðið nokk- urn veginn í stað. Upplýsingar veita Gísli í síma 894-2865 og Svavar í síma 896-7085 KKR, SVFR og SVH STANGAVEIÐIMENN ATHUGIÐI I I Okkar árvissa flugukastkennsla í T.B.R. húsinu Gnoðavogi 1 hefst 6.janúar kl 20:00. Kennt verður 6., 13., 20. og 27. janúar. Við leggjum til stangir. Skráning á staðnum gegn greiðslu (ekki kort). Verð kr 9.000 en kr 8.000 til félagsmanna, gegn framvísun gilds félagsskírteinis. Mætið tímanlega. Munið eftir inniskóm. 5514700 og midi.is Sýnt í Silfurtunglinu Sýningar 4 . janúar, 5 janúar, 11 janúar, 12 janúar "Sveinn Ólafur Gunnarsson er trúverðurgur Eddie. Hann hefur hljómmikla og sterka rödd... Þóra Karítas er innblásin í leik sínum í gegnum allt verkið, Magnús Guðmundsson sýnir frábæran leik sem Martin. KK kemur fyrir sem reyndur atvinnumaður á þessu sviði" Morgunblaðið 3. janúar 2008, Martin Regal "Fátt sem geislar jafnmikilli ástríðu á sviði núna" 11.januar 2008 upplysingar Kolbrun S.510 3722 Kolla@24stundir.is Kata@24stundir.is Katrin s.510 3727 Serblad 24 stunda namskeid

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.