24 stundir - 22.01.2008, Blaðsíða 2

24 stundir - 22.01.2008, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 2008 24stundir Útför skákmeistarans Bobby Fischers fór fram í gærmorgun í kyrrþey samkvæmt ósk hans. Samkvæmt heimildum mbl.is fór útförin fram í Laugardæla- kirkjugarði í Hraungerðishreppi. Miyoko Watai, unnusta Fischers, var viðstödd útförina en hún kom til landsins seint í fyrrakvöld frá Japan. Einar S. Einarsson, sem hef- ur farið fyrir stuðningsmannahópi Fischers, var ekki viðstaddur útför- ina. Hann staðfesti hins vegar að auk Watai hefðu tvö systrabörn Fisc- hers komið til landsins frá Banda- ríkjunum. mbl.is Skákmeistarinn Fischer jarðsunginn Jarðsettur í kyrrþey Skeifunni17 • Smáralind • Akureyri • Ísafirði • Egilsstöðum • Vestmannaeyjum • Selfossi • Hafnarfirði (Bókabúð Böðvars) Allt fyrir skrifstofuna undir 1 þaki SA-átt 20-28 m/s og talsverð slydda eða rigning, en dálítil slydda eða snjókoma N- lands. Snýst í SV 18-23 með skúrum og síðar éljum eftir hádegi SV-lands. Hægari og þurrt að mestu NA-lands síðdegis. Hiti 0 til 6 stig. VEÐRIÐ Í DAG 4 3 2 4 6 Slydda eða rigning Suðvestan 8-13 m/s og él, en þurrt og bjart veður um landið norðaustanvert. Frost 0 til 5 stig. VEÐRIÐ Á MORGUN 3 0 2 1 1 Kólnandi veður Sé götusalt blandað til helminga með sykri minnkar ryð á á sink- húðuðum flötum bíla um helming. Þungmálmar úr götusaltinu fara einnig síður út í náttúruna sé saltið blandað sykri. Þetta sýna niður- stöður rannsókna sem sænska stofnunin Vägverket hefur látið gera í þrjú ár á ákveðnum þjóðvegi og greint er frá á fréttavef Svenska Dagbladet. Auk þess sem blandan dregur úr hættu á ryði og losun þungmálma endist hún lengur og vegurinn þornar fyrr. Þess vegna þarf ekki að salta jafnoft, að því er haft er eftir Göran Gabrielsson sem stýrir verk- efninu. Vandinn er hins vegar sá að syk- ur er um það bil sex sinnum dýrari en salt, að því er greint er frá frétta- vefnum. Evrópusambandið hefur bannað Vägverket að flytja inn iðn- aðarsykur og þess vegna hefur venjulegur sykur verið notaður við tilraunirnar. Guðbjartur Sigfússon, verkfræð- ingur hjá framkvæmdasviði Reykjavíkurborgar, kveðst ekki hafa heyrt af ofangreindri tilraun. „Maður þarf að fá marktækar skýrslur til að geta metið þetta,“ segir Guðbjartur sem útilokar ekki að slík blanda verði notuð hér verði áhrifin verulega góð. Á götur Reykjavíkur eru borin 4 til 5 þús- und tonn af salti yfir veturinn og kostar saltið, gróft áætlað, 30 til 40 milljónir, að sögn Guðbjarts. ingibjorg@24stundir.is Sykri blandað saman við götusalt í Svíþjóð með góðum árangri Minnkar bílaryð um helming Snjór á götunum Saltið getur farið illa með bílana. Öllum starfsmönnum í bolfisk- vinnslu HB Granda á Akranesi, 59 talsins, verður sagt upp störfum 1. febrúar næskomandi. Stjórnendur HB Granda tilkynntu uppsagnirnar á fundi með starfs- mönnum fyrirtækisins á Akranesi í gærmorgun. Þann 1. júní verða 20 starfsmenn endurráðnir í jafnmörg stöðu- gildi. Að sögn stjórnenda HB Granda eru uppsagnirnar við- brögð við skerðingu aflamarks þorsks á núlíðandi fiskveiðiári. Uppsagnirnar séu alvarleg tíðindi fyrir fjölda fólks, sem starfað hef- ur lengi hjá félaginu, og harma að til þeirra skuli þurfa að koma. Stjórnendur segja rekstr- arumhverfi landvinnslunnar þess eðlis að breytingar séu óhjá- kvæmilegar með tilheyrandi fækkun starfsfólks. ejg HB Grandi segir 39 upp Eftir Björgu Evu Erlendsdóttur beva@24stundir.is Ólafur F. Magnússon, verðandi borgarstjóri, kynnti málefnasamning nýrrar borgarstjórnar á Kjarvalsstöð- um í gærkvöld. Hann lofaði því að borgarfulltrúar F-lista og Sjálfstæð- ismanna myndu starfa saman til loka kjörtímabilsins. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson sagð- ist ánægður með nýjan góðan og traustan meirihluta. Vilhjálmur telur að auðvelt verði að vinna að fram- gangi góðra mála, koma ró á borg- armálin, málefnastefnan sé skýr. „Af- hverju gerðu þeir ekki málefnasamning?“ spurði Vilhjálm- ur, um fráfarandi meirihluta. Spurningu um hvort Vilhjálmur nyti trausts eftir Orkuveitumálin sem felldu meirihluta Sjálfstæðis- flokks og Framsóknar í haust, svar- aði hann játandi, þótt mistök hefðu verið gerð í REI málinu og farið of geyst þar. Vilhjálmur sagði að athug- un á REI-málinu yrði haldið áfram. „Við munum setja allt upp á borð, hvert einasta atriði,“ sagði hann. Styðja Ólaf ekki Hvorki Margrét Sverrisdóttir né Guðrún Ásmundsdóttir styðja nýja meirihlutann en forystu Frjálslyndra líst vel á og hrósaði Guðjón Arnar Kristjánsson formaður Frjálslyndra Ólafi í sjónvarpsviðtali. Oddvitar fráfarandi meirihluta og Margrét Sverrisdóttir, óháður borg- arfulltrúi Íslandshreyfingarinnar sögðust þrumu lostin í beinni út- sendingu úr Ráðhúsinu. Dagur B. Eggertsson sagði Ólaf hafa vísað fréttinni á bug oft í gær, en Ólafur meðgengur ekki að hafa sagt ósatt. Margrét segir þetta koma óþægi- lega á óvart og ekki hafi verið samráð við aðra í gamla meirihlutanum. „Ég myndi halda að þetta væri tiltölulega veikur meirihluti.“ Svandís Svavars- dóttir benti á að stýrihópur um REI og OR færi að skila skýrslu. Traust á stjórnmálum „Ég velti fyrir mér tengslum nýja meirihlutans við það mál og hvort fólkið sem talar um traust og heil- indi ætlar að svæfa málið,“ sagði Svandís. Björn Ingi Hrafnsson borg- arfulltrúi Framsóknar sagði: „Ég hefði haldið að menn gerðu þetta ekki eins og að skipta um skó. Þetta er ekki til að auka traust almennings á stjórnmálunum.“ Ólafur F. er nýr borgarstjóri  Nýr borgarstjórnarmeirihluti í Reykjavík var kynntur á Kjarvals- stöðum í gærkvöld  Hangir á einum fulltrúa F-lista Tveir borgarstjórar Dagur B. Eggertsson frá- farandi og Ólafur F. Magn- ússon verðandi. ➤ Dagur B. Eggertsson varðborgarstjóri 12. október 2007 í meirihlutastjórn Samfylkingar, Vinstri grænna, Framsóknar og F-lista. ➤ Borgarstjóratíð Dags endaði21 janúar 2008. Nýr meirihluti Sjálfstæðisflokks og Ólafs Magnússonar af F-lista nýtur ekki stuðnings næstu fulltrúa á listanum. SKAMMDEGISSTJÓRNIN Leiðrétt Ritstjórn 24 stunda vill leiðrétta hvaðeina, sem kann að vera missagt í blaðinu. Leiðréttingar birtast að jafnaði á síðu 2. VÍÐA UM HEIM Algarve 19 Amsterdam 11 Ankara 5 Barcelona 13 Berlín 8 Chicago -8 Dublin 7 Frankfurt 10 Glasgow 3 Halifax 1 Hamborg 5 Helsinki 2 Kaupmannahöfn 5 London 11 Madrid 17 Mílanó 6 Montreal -20 München 6 New York -8 Nuuk -2 Orlando 7 Osló 1 Palma 21 París 11 Prag 5 Stokkhólmur 3 Þórshöfn 3 Veðurstofan sendi í gær frá sér stormviðvörun en búist var við stormi á landinu í nótt og fram eftir degi. Spáð er hlýnandi veðri og tals- verðri rigningu. Samhæfing- armiðstöðin í Skógarhlíð var virkjuð í gærkvöld og voru björgunarsveitir, slökkvilið og lögregla í viðbragðsstöðu. Varað við óveðri ● Flugvöllurinn Reykjavík- urflugvöllur verður sýndur óbreyttur á aðalskipulagi á meðan önnur flugvallarstæði eru könnuð. Ekki verður tekin ákvörðun um flutning hans á kjörtímabilinu. ● Orkuveitan OR og orkulind- ir hennar verða áfram í eigu al- mennings. ● Skattar Fasteignaskattar verða lækkaðir á árinu. ● Laugavegur Varðveita á 19. aldar götumynd Laugavegar og miðborgarinnar eins og kostur er. ● Sundabraut Staðarvali og undirbúningi ljúki sem fyrst svo framkvæmdir geti hafist. ● Umferðin Framkvæmdir hefjist sem fyrst við mislæg gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar. Áhersla verður lögð á öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda í um- ferðinni. ● Strætó Strætófargjöld barna að 18 ára aldri, aldraðra og ör- yrkja verða felld niður. Bæta á leiðakerfið og þjónustu við far- þega. ● Aldraðir Hjúkrunarrýmum og þjónustuíbúðum verður fjölgað. Efla á og samþætta heimaþjónustu og heima- hjúkrun. Tekjumörk vegna nið- urfellingar fasteignaskatta hjá öldruðum og öryrkjum verða hækkuð verulega. ● Félagsaðstoð Félagslegum leiguíbúðum verður fjölgað um 300 það sem eftir lifir kjör- tímabils. ● Lóðir Framboð lóða fyrir fjölskyldur og atvinnurekstur verður tryggt. ● Menntun Þjónusta leikskóla og grunnskóla verður aukin og faglegt og fjárhagslegt sjálfstæði þeirra styrkt. ● Öryggismál Auka á öryggi í miðborginni í samvinnu við lögreglu, íbúa og fyrirtæki. ● Menningararfur Átak verð- ur gert í merkingu og varð- veislu sögufrægra staða. ● Mengun Draga á úr mengun í borginni. Málefni nýs meirihluta

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.