24 stundir - 22.01.2008, Blaðsíða 16

24 stundir - 22.01.2008, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 2008 24stundir ð Kolbeinn Sigþórsson ................................................................ ................................................................ Námskeiðið var mjög skemmtilegt, öðruvísi en ég hélt að það yrði. Það sem ég fékk aðallega út úr þessu námskeiði var aukið sjálfstraust og ég hef núna trú á sjálfum mér, ég er orðin lífsglaðari og kann að meta miklu meira það sem ég hef. Þetta mun nýtast mér um alla framtíð. Æskilegt að foreldrar mæti á kynningarfundinn með unglingum sem fara á námskeið 14 - 17 ára Hafðu samband við skrifstofu Dale Carnegieí síma 555 7080 og fáðu nánari upplýsingar um Næstu kynslóð 14 -17 ára og 18-22 ára www.naestakynslod.is Vilt þú... ...vera einbeittari í námi? ...geta staðið þig vel í vinnu? ...vera jákvæðari? ...eiga auðveldara með að eignast vini? ...vera sáttari við sjálfan þig DALE CARNEGIE FYRIR UNGLINGA Kíktu á naestakynslod.is og sjáðu hvað aðrir þátttakendur höfðu að segja um þjálfunina Kynningarfundur verður: miðvikudaginn 23. janúar kl. 20.00, Ármúla 11, 3. hæð Næstu námskeið hefjast föstudaginn 25. janúar og fimmtudaginn 31. janúar Nóatúni 4 • Sími 520 3000 www.sminor.is Þvottavél frá Siemens sem lætur blettina hverfa. • 8 kg • Fjórtán blettakerfi • Hraðkerfi • Kraftþvottakerfi • Snertihnappar • Orkuflokkur A+ Þetta er vél sem hefur algera sérstöðu. A T A R N A – K M I / F ÍT Okurvextir og hungurlaun UMRÆÐAN aSigurður T. Sigurðsson Afsakanir um peningaleysi verða ekki teknar til greina, því nú er komið að því að lág- launafólkið lætur ekki bjóða sér það lengur að hálfsvelta til þess að aðrir geti lifað í vellystingum! Neikvæð umræða Það er því mjög eftirtektarvert að það skuli vekja nei- kvæða umræðu hjá stjórnvöldum og atvinnurekendum þegar þetta sama fólk krefst kauphækkunar. þeirra sem er á lægstu laununum eigi fjárhagslega möguleika á að búa í mannsæmandi húsnæði og svelti ekki. Kaup og kjör Það er almennt viðurkennt af ábyrgum aðilum hérlendis að laun þurfi að vera um 170 þúsund krón- ur á mánuði til þess að teljast mannsæmandi og duga einstak- lingi fyrir eðlilegri framfærslu. Þó eru slík laun, ein og sér, ekki nóg ef núverandi skattheimta verður óbreytt. Þess vegna gerir verkafólk kröfu um að skattar verði lækkaðir allverulega, sérstaklega á þeim sem lægstu launin hafa. Fólk vill fá það bætt að alþingismenn hafa á und- anförnum 18 til 20 árum haldið skattleysismörkunum niðri með þeim afleiðingum að í dag eru þau aðeins rúmlega 95 þúsund krónur á mánuði en væru 140 þúsund ef þau hefðu fylgt launaþróuninni í landinu. Hér er um að ræða mis- mun upp á tæplega 45 þúsund krónur á mánuði og það munar um minna. Fyrir nokkrum árum breytti meirihluti alþingismanna skattalögunum sjálfum sér og öðru hálaunafólki í vil með því að af- nema 7 prósenta hátekjuskatt og lækka tekjuskattinn um fjögur pró- sentustig. Þá hafa þingmenn fengið tugum prósenta meiri kauphækk- anir síðustu tíu árin umfram lág- launafólkið og síðast en ekki síst búa þeir við allt önnur og betri líf- eyrisréttindi eins og þekkt er, sam- anber eftirlaunalögin hans Davíðs Oddssonar frá árinu 2004. Fólk í félögum innan Flóa- bandalagsins og Starfsgreinasam- bandsins krefst kjarabóta. Það heldur þessu þjóðfélagi uppi og vill fá að njóta sannmælis í kaupi og kjörum miðað við aðra launahópa. Verðbólgan og þenslan sem er í þjóðfélaginu í dag er ekki vegna of hárra launa verkafólks, heldur vegna rangra ákvarðana stjórn- valda, græðgisvæðingar bankanna og stórkostlegs flutnings á fjár- munum út úr landinu. Afsakanir um peningaleysi verða ekki teknar til greina, því nú er komið að því að láglaunafólkið lætur ekki bjóða sér það lengur að hálfsvelta til þess að aðrir geti lifað í vellystingum! Höfundur er fyrrverandi formaður Verkalýðsfélagsins Hlífar Allur ávinningur sem almenn- ingur hafði af breytingunni árið 2004 með einkavæðingu bank- anna, lægri vöxtum og hærra láns- hlutfalli er nú horfinn og meira en það. Á skömmum tíma hafa vextir hækkað um og yfir 60 prósent, verðsprenging orðið á íbúðaverði og húsaleiga hækkað gífurlega mikið. Fyrrgreindar vaxtalækkanir bankanna voru því miður ekki vegna áhuga þeirra á að veita við- skiptavinum sínum góð og hag- stæð lán heldur vegna þess að þeir vildu fyrst og fremst koma Íbúða- lánasjóði út af markaðnum. Sem betur fer tókst þeim það ekki, því ef Íbúðalánasjóður hefði farið af markaðnum hefði hækkun vaxta á húsnæðislánum komið mun fyrr fram og örugglega orðið verulega meiri. Hækkun húsnæðislána Í framhaldi af þeirri ákvörðun Seðlabanka Íslands síðastliðið haust að hækka stýrivexti um 0,45 prósent tók Glitnir ákvörðun um samsvarandi hækkun á óverð- tryggðum inn- og útlánsvöxtum sínum. Hækkunin tók gildi 11. nóvember sl. Jafnframt hækkaði Glitnir vexti af nýjum húsnæðis- lánum 6. nóvember sl. úr 5,80 pró- sentum í 6,35 prósent. Um svipað leyti hækkaði Kaupþing sína vexti og eru vextir nýrra húsnæðislána 6,4 prósent. Sem dæmi um hækk- unina má nefna að maður sem tók 15 milljóna króna lán á 4,15 vöxt- um greiddi kr. 64.587 á mánuði í afborgun. Taki sami maður nú jafnstórt lán á 6,4 prósenta vöxt- um, þarf hann að öðru jöfnu að greiða kr. 87.242 á mánuði. Hækk- unin er 35 prósent. Í kjölfarið á þessari hækkun hjá einkavæddu bönkunum má búast við hækkun vaxta hjá Íbúðalánasjóði. Að þessu sögðu hlýtur sú spurning að vakna: Hve lengi getur almenningur stað- ið undir þessu vaxtaokri ? Húsnæðislán og laun Til samanburðar við fyrrnefnda greiðslubyrði húsnæðislána má geta þess að umsamin lágmarks- laun verkalýðsfélaga fyrir ófaglært fólk í almennum framleiðslu- og þjónustustörfum eru kr. 125 þús- und á mánuði ef sérstök láglauna- uppbót er talin með. Þegar búið er að taka tekjuskatt og iðgjöld til líf- eyrissjóðs af þessum hungurlaun- um eru eftir um 108 þúsund krón- ur. Það sjá allir, sem eru með bæði augun opin, að á slíkum launum er ekki hægt að lifa mannsæmandi lífi. Það er því mjög eftirtektarvert að það skuli vekja neikvæða um- ræðu hjá stjórnvöldum og atvinnu- rekendum þegar þetta sama fólk, sem er á taxtakaupi allt niður í 119 þúsund krónur á mánuði, krefst kauphækkunar. Og alþingismenn þurfa ekki að vera undrandi að fram komi krafa um umtalsverða hækkun skattleysismarka við slík skilyrði. Þingmennirnir ættu frekar að sjá sóma sinn í því að taka undir kröfurnar og hækka skattleysis- mörkin þannig að sá hluti kjósenda Árvakur/Kristján

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.