24 stundir - 22.01.2008, Blaðsíða 34

24 stundir - 22.01.2008, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 2008 24stundir Fullbúin máltíð á innan við 5 mínútum Má bjóð a þér upp á ljú ffengan grænme tisrétt í kvöld? Efalex eflir einbeitingu og sjón og stuðlar þannig að betri námsárangri. Vönduð blanda fiski- og kvöldvorrósarolíu sem eflir og styrkir: • Hugsun • Einbeitingu • Sjón • Hormónajafnvægi Einstakt gegn lesblindu og ofvirkni. Hentar fólki á öllum aldri. Fæst í fljótandi formi og hylkjum í lyfja- og heilsuverslunum. Efalex er einstök samsetning úr hreinni kvöldvorrósarolíu og fiskiolíu sem innihalda þrjár mikilvægar fitusýrur, DHA, AA og GLA ásamt tveimur öflugum andoxunarefnum, E-vítamíni og tímían olíu sem vinna saman að viðhaldi lífsnauðsynlegra fitusýra í líkamanum. Nægt magn þessarra olía í líkamanum stuðla að skarpari hugsun og betri einbeitingu sem eykur færni okkar til þess að læra.                        !"#$"  % &     ' ("                       !! "         #$$%&'('   )))!   6. - 9. mars Upledger stofnunin á Íslandi heldur fyrsta áfangann í námi í höfuðbeina og spjaldhryggjarmeðferð, CSTI, 6. - 9. mars næstkomandi í Reykjavík. LÍFSSTÍLLMENNTUN menntun@24stundir.is a Ég vil ekki sjá Byko, Húsa- smiðjuna eða Bónus utan á kennslubókunum. Eftir Einar Jónsson einarj@24stundir.is Framboð á námsefni í iðn- og starfsgreinum er misjafnt eftir greinum hér á landi, sérstaklega í fámennum greinum þar sem kostnaður við hverja bók er hár. Þá eru sumar kennslubækur illfá- anlegar eða úreltar. Sumir kenn- arar reyna að mæta vandanum með því að búa til eigið námsefni og prenta út. Búa sjálfir til námsefni „Það er ósköp einfaldlega þannig að það er ekki farið full- komlega eftir áfangalýsingum í hverjum áfanga fyrir sig. Flestallir skólar hafa ákveðið svigrúm inn- an áfangalýsinga. Þegar kennslu- gögn vantar miðað við ákveðna áfanga eru menn að gera þetta sjálfir innan skólanna,“ segir Hrafnkell Marinósson, formaður Félags fagkennara í tré- og bygg- ingagreinum. Ríkið styrki námsefnisgerð Hann vill að menntamálaráðu- neytið komi meira til móts við þá sem eru tilbúnir að semja nýtt námsefni. „Samtök iðnaðarins styrkja klárlega námsefnisgerð og hafa lagt til umtalsverða upphæð á hverju ári síðastliðin tvö ár. Ég tel að menntamálaráðuneytið ætti að koma með jafnmikið á móti, ef ekki meira,“ segir hann. Hrafnkell bendir á að nýtt námsefni þurfi ekki endilega að vera á prentuðu formi heldur megi gefa það út á tölvutæku formi sem geri uppfærslu og breytingar auðveldari. „Það þarf engu að síður að búa til gögnin og ég tel að styrkur og hvati til þess þurfi að koma frá menntamálaráðuneytinu,“ segir Hrafnkell. „Ég vil ekki sjá Byko, Húsasmiðjuna eða Bónus utan á kennslubókunum,“ segir hann. Hrafnkell flytur erindi á ráð- stefnu um námsefnisgerð fyrir iðn- og starfsnám í Íþrótta- og sýningarhöllinni í Laugardal á menntadegi iðnaðarins miðviku- daginn 23. janúar. Misjafnt úrval Úrval námsefnis er misjafnt í iðn- og starfsnámi, einkum í fámennari greinum. Efla þarf námsefnisgerð fyrir iðn- og starfsnám Bækurnar úreltar og illfáanlegar Framboð á námsefni í iðn- og starfsgreinum er ekki nægilega gott hér á landi, sérstaklega í fá- mennari greinum. Sumar kennslubækur eru illfá- anlegar eða úreltar. ➤ Samtök iðnaðarins ákváðu ár-ið 2005 að veita 10 milljónir króna árlega til námsefn- isgerðar í iðnnámi. ➤ Sautján titlar hafa verið eðaverða gefnir út með tilstyrk samtakanna. NÁMSEFNI FYRIR IÐNNÁM Árvakur/Sverrir Nema hvað? Spurningakeppni Íþrótta- og tómstundasviðs Reykjavíkur (ÍTR) fyrir grunn- skóla borgarinnar stendur sem hæst um þessar mundir. Í þessari viku fara fram hverfismeist- arakeppnir. Hverfismeistararnir fjórir keppa síðan til úrslita í næstu viku og verður úrslitavið- ureignin send út í beinni útsend- ingu á Rás 2. Viðureignirnar fara fram í félagsmiðstöðvum og geta nemendur hvatt sína menn. „Það er erfiðast að fá marga áhorf- endur í fyrstu umferðunum en svo fjölgar þeim alltaf eftir því sem skólarnir komast lengra í keppninni,“ segir Eygló Rúnars- dóttir hjá ÍTR. Keppnin er nú haldin í sjötta sinn og voru upphaflega 23 skólar skráðir til leiks. „Það var gamalt MR-lið úr Gettu betur sem kom með hugmyndina að keppninni á sínum tíma. Þeir miðuðu fyr- irkomulag og uppbyggingu á keppninni við Gettu betur en ein- földuðu hana svolítið auk þess sem keppnin hefur tekið breyt- ingum í gegnum árin,“ segir Eygló. „Margir keppendur í Nema hvað hafa síðan skilað sér í Gettu betur þannig að framhalds- skólarnir græða á því,“ segir hún. Nánari upplýsingar um keppn- ina má nálgast á vefsíðunni itr.is. Spurningakeppni grunnskólanemenda Með svörin á hreinu Spurningakeppni grunnskóla Að þessu sinni taka 23 grunn- skólar þátt í Nema hvað. Árvakur/Árni Sæberg Helga Rut Guðmundsdóttir, lektor við Kennaraháskóla Íslands, fjallar um hvernig tónlist getur varpað ljósi á vitsmunaþroska barna í Kennaraháskóla Íslands miðvikudaginn 23. janúar. Í fyr- irlestrinum mun Helga kynna er- lendar rannsóknir á ungbörnum með sérstaka áherslu á þær sem hafa tónlist að viðfangsefni. Fyr- irlesturinn fer fram í Bratta og hefst kl. 16. Vitsmunaþroski barna

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.