24 stundir - 22.01.2008, Blaðsíða 26

24 stundir - 22.01.2008, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 2008 24stundir Talið er að húsamúsin hafi upp- haflega komið frá Norður-Indlandi og í tímans rás borist um allan heim með manninum. Tal- ið er að undirtegundir húsamúsa í Evrópu séu tvær, annars vegar M.m. musculus sem lifir í Skandin- avíu, nyrst á Jótlandsskaga og um alla austanverða Evrópu, og hins vegar M.m. domesticus sem lifir á Bretlandseyjum og víðar um Vest- ur- og Suður- Evrópu. Nýlega var uppgötvað að hún væri líka á Ís- landi. Liturinn á henni minnir fremur á M.m. musculus. Nokkrar mikilvægar upplýs- ingar: Got : 25 daga meðganga. Lengd: 6-12 cm án hala, halinn er styttri en á hagamúsinni eða 5- 10 cm langur. Þyngd: Fullvaxin dýr eru 10 -25 gr. Heiti á latínu: M.m. musculus og M.m. domesticus. Heiti á ensku: House mouse. Hljóð: Tíst. Fjöldi unga í goti: 4-13 ungar. Þyngd unga: 1-2 gr. Ætt: Músaætt. Spenar: 6. Lífstími: 6-8 mánuðir en geta orðið allt að ársgamlar í nátt- úrunni. Kynþroska: Kvendýr geta orðið kynþroska við 14 gr þyngd en karl- dýr þurfa að vera nokkru þyngri. Fæða: Alæta. Litur: Gráleit á baki en ljósari á kviði og litaskil ekki eins glögg og hjá hagamúsinni. Þetta á við nor- rænu tegundina. Vestræna húsa- músin er öll dekkri yfirlitum. Hún er dökkgrá á baki og grá á kviði. Þær tísta á hátíðni, 40.000 HZ Hagamýs eru með ljósari kvið, stærri augu, lengri eyru og fram- mjórra trýni. Ungar hagamýs eru dekkri og er þeim stundum ruglað saman við húsamýs. Til að vera alveg öruggur er best að greina dýrin á tönnunum. Húsamúsin er með hak upp í slit- flöt á framtönnum í efri kjálka en hagamúsin ekki. Rætur fremsta jaxls eru fjórar eða fimm hjá haga- mús en þrjár hjá húsamús. Það er sterkari lykt af húsamúsunum. Fáar rannsóknir hafa verið gerð- ar hér á landi vegna sjúkdóma- hættu frá húsamúsinni. Þó hafa 24 tegundir sníkjudýra fundist í húsa- músum hér á landi. Er um að ræða einfrumunga, bandorm, þráð- orma, sníkjumaura, naglús og flær. Flærnar leggjast á menn og band- ormurinn getur lifað í fólki. Í Kóreustríðinu 1950-1953 varð vestrænum læknum fyrst kunnugt um nýjan sjúkdóm sem lagðist á menn. Sjúkdómurinn fékk nafnið kóresk blæðandi hitasótt (Korean hemorrhagic fever) fjöldi manns veiktist og dó. Þrátt fyrir ýtarlegar rannsóknir færustu manna tókst ekki að greina orsakavaldinn fyrr en 1976, en hann reyndist vera veira sem var einangruð úr haga- mús af þessu svæði og var skírð Hantaan í höfuðið á fljóti nálægt landamærum Norður- og Suður- Kóreu en þar var sóttin landlæg. Ef veiran berst í menn skemmir hún æðaveggi sem leiðir til þess að æðar verða lekar. Til eru fleiri skyldar veirur af svonefndri Bunayaveiru- tegund og eru nagdýr náttúrulegir hýslar þeirra víða um veröldina. Ekki hefur greinst hantavírus svo vitað sé á Íslandi og ekki er vitað hvort veiran smitast milli haga- músa og húsamúsa. Enn og aftur er það vistkerfi Vestmannaeyja sem er öðruvísi en vistkerfi á fasta landinu en aðeins finnast húsamýs í Vestmannaeyjum en engar hagamýs. Það finnast eng- ar heimildir um að hagamýs hafi verið í Vestmannaeyjum. Þó væri gaman ef gamlir Vestmannaeyingar hefðu samband við greinarhöfund ef þeir vita betur. Það er mjög ótrú- legt miðað við allan flutning á vörum til og frá Eyjunum að ekki hafi slæðst með ein og ein haga- mús. Húsamýs í Vestmannaeyjum eru líka upp um fjöll og firnindi þar. Meindýraeyðar sem þurfa að eitra fyrir músum ættu að hafa all- an varann á til að verja sig fyrir biti. Þegar eitrað er fyrir músum á alltaf að eitra fyrir utan húsin. Þetta á við um bæði hagamús og húsamús. Setja skal eitur í beitu- stöðvar til að verjast því að fá dýrin inn í húsin en vera með músafellur, músagildrur eða músahótel sem geta veitt allt að 15 mýs í einu. Það á aldrei að eitra inni í húsum. Allan forvarnarbúnað er hægt að fá hjá meindýraeyðum og einnig ráðleggingar við vandamálum sem upp koma. Það er hægt að fá músa- kítti til að fylla í göt og sprungur en kíttið hefur þann eiginleika að vera alltaf stamt og mjúkt og klístrast því í tennur dýranna. Kíttið hefur bæði lykt og bragð og dýrin koma ekki nálægt því nema einu sinni. Ein af ástæðum þess að þjófa- bjalla (tínusbjalla) fer á kreik er oft sú að mús hefur drepist í holrými inni í vegg. Margir meindýraeyðar eru með holsjár til að sjá inn í hol- rými og sparar það fyrirhöfn og peninga að fá fagmann á staðinn til að meta málin ef grunur leikur á slíku. Það er nauðsynlegt að láta greina mýs séu menn ekki vissir, því það er ekki sama hvort um hagamús eða húsamús er að ræða þegar fanga á þessi dýr. Menn hafa líka ruglast á músum og rottuungum. Músaungar geta komist í gegnum allt að 4 mm gat og rottuungar í gegnum allt að 8 mm göt. Látið fagmenn greina dýrið, t.d. Náttúrufræðistofnun og Rannsóknarstofnun HÍ að Keldum. Þegar fólk þarf að fá til sín mein- dýraeyði eða garðúðara þá skal allt- af óska eftir að fá að sjá starfs- skírteini útgefið af Umhverfisstofnun og eiturefnaleyfi gefið út af lögreglustjóra/sýslu- manni og það mikilvægasta er að viðkomandi hafi starfsleyfi frá við- komandi sveitarfélagi. Ein og sér hafa starfsréttindi meindýraeyða og garðúðara ekkert gildi. Athugaðu hvort öll skírteini séu í gildi. Fé- lagar í Félagi meindýraeyða eru með félagsskírteini á sér. Fáðu alltaf nótu vegna við- skiptanna. Réttindi meindýraeyða og garð- úðara frá erlendum ríkjum og fé- lagasamtökum gilda ekki á Íslandi. Lesendum 24 stunda er velkom- ið að að senda fyrirspurn á net- fangið: gudmunduroli@simnet.is. Heimildir: Upplýsingar og fróðleikur um meindýr og varnir 2004, Upplýsingar og fróðleikur um meindýr og varnir – Húsamús Talið er að húsamúsin hafi borist til landsins með landnámsmönnum. Á stríðsárunum báru breskir hermenn með sér hingað dökkt litaraf- brigði af mús, oft nefnd „bretamús“ eða svarta- mús. Mikki og Mína Frægasta músapar sögunnar. Guðmundur Óli Scheving skrifar Húsamús getur verið hættuleg mönnum MEINDÝR OG VARNIR

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.