24 stundir - 05.02.2008, Blaðsíða 11

24 stundir - 05.02.2008, Blaðsíða 11
24stundir ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 2008 11 Das Auto. ALVÖRU 6 ÞREPA SJÁLF- SKIPTING SVEIGJAN- LEGIR SÖLUMENN KOLEFNIS- JAFNAÐUR Í EITT ÁR MINNI LOSUN ÚT Í UMHVERFIÐ HAGKVÆMUR Í REKSTRI OG VIÐHALDI EYÐIR AÐEINS FRÁ 5.8 l/100 KM HEKLA Laugavegi 172-174 · sími 590 5000 · www.hekla.is · hekla@hekla.is Umboðsmenn HEKLU um land allt: Akureyri · Akranesi · Ísafirði · Reyðarfirði · Reykjanesbæ · Selfossi Komdu og finndu hvað sparneytinn bíll getur verið kraftmikill Sparneytni er dyggð í umferðinni og á því sviði hefur Polo ótvírætt forskot. Svo vekur Polo líka athygli með sportlegu útliti og miklu innanrými. Komdu og prófaðu og finndu alla hina kostina sem gera líf þitt ánægjulegra. Sölumenn Volkswagen eru sveigjanlegir í samningum þessa daganna. Polo Comfortline kostar aðeins frá 1.750.000 kr. Eða 19.928 kr. á mánuði miðað við bílasamning 84 mánaða og 20% útborgun. Árleg hlutfallstala kostnaðar er 6,44%. Aukabúnaður á mynd: Álfelgur. Verð miðast við Polo Comfortline beinskiptan. austurhluta landsins til höfuð- borgarinnar. Friðargæslu frestað Evrópusambandið hefur ákveðið að fresta för friðargæsluliða til Tsjads meðan ástandið í landinu er ótryggt. Var þeim ætlað að sinna hundruð- um þúsunda flóttamanna sem haf- ast við í austurhluta landsins eftir að hafa flúið átökin í Darfúrhéraði. Saka tsajdnesk yfirvöld upp- reisnarmenn um að vilja með að- gerðum sínum koma í veg fyrir að hjálparliðið komi á svæðið, og njóti við það aðstoðar Súdanstjórnar. Áhrif Darfúrhéraðs Ásakanir ganga á víxl á milli stjórnvalda í Tsjad og grannríkinu Súdan. Deby forseti tilheyrir sama þjóðernishópi og uppreisnarmenn í Darfúrhéraði í Súdan. Er talið að hann styðji þá og leyfi þeim að at- hafna sig óáreittir innan Tsjads. Stjórnin í Súdan er talin hafa séð tsjadneskum uppreisnarmönnum fyrir vopnum og farartækjum, í þeirri von að þeir hjálpi þeim í átökunum í Darfúr. AFP Breyttar neysluvenjur hafa vald- ið því að norskir bændur senda þrjár milljónir varpfugla í gasklefa ár hvert og henda hræjunum. Áður fyrr máttu eggjabændur eiga von á því að geta selt kjöt af fuglum sem skilað höfðu lífsverkinu, en þurfa nú að greiða fyrir förgun þeirra. Kjúklingi sem sér matgæðingum fyrir kjöti er slátrað 30 dögum eftir að hann klekst úr eggi, en líftími varpfugla er eitt ár. Kjöt ársgamalla fugla, sem er dekkra en kjúklinga- kjötið, er ekki lengur eftirsótt til matargerðar. Spurn eftir hvítu kjöti hefur stóraukist á undanförnum árum og er síst í rénun. Þar munar mest um kjúklingabringur, en sala á þeim óx um 38% í Noregi á síðasta ári. aij Norðmenn vilja ekki borða ársgamlar hænur Milljónir í gasklefa á hverju ári Boris Tadic var endurkjörinn í embætti forseta Serbíu í seinni um- ferð kosninga á sunnudag. Úrslit- unum var fagnað af framkvæmda- stjórn Evrópusambandsins. Forsetaembættinu fylgja ekki mikil völd, en litið var á kosning- arnar sem tækifæri þjóðarinnar að sýna hvort hún vildi að landið stefndi í átt að Evrópu eða Rúss- landi. Sagði José Manuel Barroso, for- seti framkvæmdastjórnar ESB úr- slitin vera „sigur fyrir lýðræði í Serbíu og fyrir þau evrópsku lífs- gildi sem við höldum í heiðri“ og tilkynnti að framkvæmdastjórnin væri tilbúin að flýta aðildarviðræð- um landsins. Minntist Barroso ekki á yfirvofandi sjálfstæðisyfirlýsingu Kósóvóhéraðs. „Í dag sýnum við félögum okkar í Kósóvó stuðning og sýnum að við munum ekki bregðast þeim,“ sagði Tadic þegar úrslitin voru ljós. „Við viljum ekki að slæmt hendi nokk- urn mann. Við viljum frið, sam- vinnu við öll lönd á svæðinu, en krefjumst þess að borin sé virðing fyrir Serbíu.“ aij Forsetakosningar í Serbíu Tadic hrósar sigri STUTT ● Enga fjölmenningu Danir eru þjóða neikvæðastir í garð blöndunar menningarheima í samfélaginu. Þetta kemur fram í rannsókn vísinda- manna við Álaborgarháskóla sem könnuðu afstöðu fólks frá 27 löndum. Þótt and- staðan við framandi menn- ingu hafi verið mest meðal eldri Dana var hún líka ríkjandi hjá yngri kynslóðum, sem er þvert á niðurstöður annars staðar á Norð- urlöndum. ● Austur-Tímor Sameinuðu þjóðirnar hafa byrjað að færa stjórn öryggismála í hendur heimamanna á Aust- ur-Tímor. Tvö ár eru liðin síðan friðargæsla SÞ tók um taumana í landinu. Jafnaðarflokkurinn, Þjóðveld- isflokkurinn og Miðflokkurinn hafa myndað landstjórn í Fær- eyjum. Stefnir stjórnin á að þoka landinu í sjálfstæðisátt. Jóannes Eidesgaard, formaður Jafnaðarflokksins, gegnir stöðu lögmanns. Mun Høgni Hoydal, formaður Þjóðveldisflokksins, skipa nýtt embætti umsjón- armanns utanríkismála eyjanna. Stendur til að fjölga sendistofum eyjanna í öðrum löndum. aij Ný stjórn í Færeyjum Ný stefna Sjálfsmorðsárásarmaður sprengdi sig í loft upp í verslunarmiðstöð í ísraelska bænum Dimona í gær. Ein kona féll í árásinni. Segist lög- regla hafa komið í veg fyrir aðra árás í bænum á sama tíma. Þetta var fyrsta sjálfsmorðsárásin í Ísrael í rúmt ár. Er óttast að öfga- menn hafi nýtt sér skarð á landa- mærum Gasasvæðisins og Egypta- lands til að laumast inn í Ísrael. aij Tilræði í Ísrael Einn látinn Íran hefur skotið flaug út í geim, eftir því sem ríkisrekin sjónvarps- stöð landsins seg- ir. Mun stefnt að því að senda gervitungl út í himinhvolfið í mars á næsta ári. „Við þurfum að hafa mjög virka og áhrifamikla nær- veru í geimnum,“ sagði Mahmoud Ahmadinejad þegar hann skýrði þjóð sinni frá geimáætluninni. „Íran tók fyrstu skref sín af styrk, nákvæmni og skynsemi. Að byggja gervitungl og skjóta því á loft er afar mikilvægt afrek.“ aij Íran stefnir hátt Út í geim
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.