24 stundir - 05.02.2008, Blaðsíða 46

24 stundir - 05.02.2008, Blaðsíða 46
Má ekki vera með Skeifan 11d • 108 Reykjavík sími 517 6460 www.belladonna.is Opið mán.-fös. 11-18, lau. 11-15 Stærðir 42-56 Nýjar vörur 46 ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 2008 24stundir 24LÍFIÐ 24@24stundir.is a Það er að sjálfsögðu svo margt sem getur spilað inn í hraðatap, fjarlægð frá símstöð, ástand koparstrengs- ins, símatenglar og fleira þess háttar. Þar af leiðandi getur enginn ábyrgst hraða á ADSL-tengingum. NBA 08 er enn einn körfubolta- leikurinn sem kemur á markaðinn en það sem einkennir leikjatölv- urnar nú til dags er einmitt stans- laust flóð af skot- og boltaleikjum. NBA býður upp á allt þetta hefð- bundna sem menn ætlast til að finna í nútíma íþróttaleikjum. Menn geta tekið þátt í sýning- arleikjum, farið í gegnum heilt keppnistímabil með sínu uppá- haldsliði, búið til sinn eigin leik- mann og látið hann vaxa og dafna, endurlifað fræg afrek leikmanna frá síðasta tímabili eða þá spilað á netinu á móti öðrum boltaunn- endum. Útlitslega séð er NBA 08 stór- glæsilegur. Leikurinn skartar fullri háskerpugrafík, 1080p, og leik- mennirnir eru býsna líkir sínum oflaunuðu fyrirmyndum, bæði í útliti og hreyfingum. Hljóð leiksins samanstendur af ískri í strigaskóm, innihaldslausu hjali þulanna og hinu óhjákvæmi- lega leiðinda rappi sem er orðið samofnara körfuboltanum heldur en meðlagsgreiðslur stórstjarnanna. Eins og við er að búast hafa framleiðendur leiksins reynt að klína smá SIXAXIS stemmingu á leikinn en viss trikk og hreyfingar er hægt að gera með því að hrista til stýripinnann. Það er í sjálfu sér býsna kjánalegt og óþarft en á móti kemur að það skemmir ekkert fyrir spilun leiksins. Körfuboltaleikir eru ekki fyrir alla. Þeir sem sátu fremst í bekkn- um í grunnskóla og reyndu að ein- beita sér að margföldunartöflunni munu án efa líta þennan leik horn- auga. Þeir sem sátu hins vegar aft- ast, fjarri leitandi augum kenn- arans, og skiptust á körfuboltamyndum munu elska þennan leik, líkt og alla aðra körfu- boltaleiki. NBA 08 er stórgóður körfu- boltaleikur. Hann uppfyllir öll þau skilyrði sem körfuboltaleikir þurfa að uppfylla og gerir sig ekki sekan um neinar klaufavillur. Leikurinn gerir hinsvegar þau mistök að skera sig ekki nógu vel úr fjöldanum og þar af leiðandi er hann dæmdur til að verða einn af fjöldanum í stað þess að standa upp úr. Það er ekkert nýtt á þessum bænum NBA 08 Playstation 3 leyfður öllum Viggó Ingimar Jónasson viggo@24stundir.is 73%= SPILUN: 81% ENDING: 79% GRAFÍK: 86% HLJÓÐ: 47% Samkvæmt kvikmyndaritinu The Hollywood Reporter er gamla brýnið Sylvester Stallone síður en svo að slá af á efri árunum og nú nýverið undirritaði hann nýjan samning um að leika aðal- hlutverkið í tveimur nýjum has- armyndum. Ekki hefur enn verið tilkynnt um hvaða myndir þetta eru sem Stal- lone er að taka að sér en óstað- festar heimildir herma að verið sé meðal annars að skoða handrit fyrir bæði nýja Rambo-mynd sem og enn eina mynd um hnefaleika- kappann aldna og ástsæla Rocky Balboa. vij Stallone síður en svo hættur Nýjasta undrið í herbúðum leikjarisans Nintendo, hinn sér- staki tölvuleikur Wii Fit, er al- deilis að gera góða hluti í Japan. Leikurinn kom út þar í landi undir lok ársins en nú þegar hef- ur leikurinn selst í um 1,3 millj- ónum eintaka og hann hefur trónað á toppnum yfir mest seldu leikina síðastliðnar fjórar vikur. Leikurinn samanstendur af mörgum smáleikjum og litlu bretti sem leikmenn standa á og hrista skrokkinn. Brettið skynjar hvar jafnvægispunktur leik- mannsins er og stýrir fólk leikn- um á þann veg að það hallar sér fram og aftur. vij Japanar óðir í heilsuræktina Það verður ekki af leikkon- unni Jessicu Alba tekið að hún er eitt fegursta fljóðið í Holly- wood en henni er lífsins ómögu- legt að leika í vinsælli mynd. Nýjasta mynd hennar, The Eye, var frumsýnd um síðastliðna helgi og þó að engar formlegar tölur um aðsókn helgarinnar hafi verið birtar er ljóst að að- sóknin var dræm. Myndin var sýnd í 2436 kvik- myndasölum víða um Bandarík- in og áætlað er að myndin hafi þénað um 12 til 15 milljónir dollara yfir helgina, en það er mjög slakur árangur. Til sam- anburðar má nefna að ný mynd með Disney-barnastjörnunni Hönnuh Montana var frumsýnd í tæplega 700 kvikmyndasölum en áætlaður gróði hennar er á bilinu 25 til 30 milljónir dollara. vij Alba floppar enn aftur Eftir Viggó I. Jónasson viggo@24stundir.is Internetþjónustuaðilar geta ekki alltaf veitt viðskiptavinum sínum þann internethraða sem þeir greiða fyrir. Ástæðan fyrir þessu er fjöldi utanaðkomandi aðstæðna sem allar geta með einum eða öðr- um hætti hægt á hraða int- ernettengingar. Slæmt ástand símalagna innan- húss, fjarlægð heimilis frá símstöð og margt fleira getur valdið því að notendur fá jafnvel ekki nema brot af þeim internethraða sem þeir telja sig vera að fá. Þrátt fyrir það greiða þeir fullt verð fyrir áskrift- ina. Geta ekki ábyrgst neitt Samkvæmt bréfi sem fjarskipta- fyrirtækið Hive sendi til við- skiptavinar síns, og er birt á blogg- síðunni eddi.gauksas.is, þá getur ekkert íslenskt fjarskiptafyrirtæki ábyrgst að viðskiptavinir fái þann hraða sem þeir telja sig vera að borga fyrir. Í bréfinu frá Hive segir meðal annars: „Það er að sjálfsögðu svo margt sem getur spilað inn í hraðatap, fjarlægð frá símstöð, ástand kop- arstrengsins, símatenglar og fleira þess háttar. Þar af leiðandi getur enginn ábyrgst hraða á ADSL- tengingum.“ Kjöraðstæður nauðsynlegar Linda Waage, upplýsingafulltrúi Símans, segir að það sé vissulega vandamál að viðskiptavinir fái ekki þann hraða sem þeir greiða fyrir en hún telur að þeir séu mun færri heldur en þeir sem fá fullan hraða. „Flestir fá þann hraða sem þeir borga fyrir. Auðvitað eru frávik en það er yfirleitt vegna einhverra ytri ástæðna sem við getum ekki haft stjórn á. Og það mun alltaf vera þannig. Netsamband er alltaf háð því að þú sért með bestu mögulegu skilyrðin. Það er bara eðli tækn- innar.“ Fjarskiptafyrirtæki lofa upp í ermina á sér Ábyrgjast ekki fullan nethraða Hægfara net Stórnot- endur kvarta yfir því að fá ekki umsaminn hraða frá internetveitu sinni. ➤ Síminn og Vodafone bjóðaviðskiptavinum sínum upp á að framkvæma hraðaprófanir á internettengingu sinni á netinu. ➤ http://speed.c.is/ ➤ http://www.siminn.is/forsida/thjonustuver/netid/hradi/ HRAÐATEST Símafyrirtækin geta ekki ábyrgst að viðskiptavinir sínir fái þann internet- hraða sem þeir greiða fyrir. Utanaðkomandi að- stæður geta hægt á net- tengingu notenda. Misty, Laugavegi 178, Sími 551 3366 Góð þjónusta – fagleg ráðgjöf www.misty.is Mjög sexí og flottur í D,DD,E,F,FF,G skálum á kr. 4.990,- Mjúkt efni og styður vel í D,DD,E,F,FF,G skálum á kr. 4.990,- BARA flottur í D,DD,E,F,FF,G skálum á kr. 5.770,- HEILL HEIMUR AF SKEMMTUN Opið sunnudaga til fimmtudaga 11.00 -24.00 Opið föstudagaoglaugardaga 11.00 - 02.00 Í síðustu viku var greint frá því að endurgerð á hryll- ingsmyndinni Nightmare on Elmstreet væri í bígerð. Nú hefur verið greint frá því að leikarinn Robert Englund, sem hefur leikið Freddy í gegnum tíð- ina, muni ekki fara aftur í hlut- verk hins blóþyrsta Freddys. vij
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.