24 stundir - 05.02.2008, Blaðsíða 42

24 stundir - 05.02.2008, Blaðsíða 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 2008 24stundir Hlíðasmára 14 sími 588 2122 www.eltak.is Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum mesta úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Hafðu samband líðas ára 14 Sí i 588 2122 .eltak.is ÍÞRÓTTIR ithrottir@24stundir.is a Var þetta fyrsta mótið af mörgum í vetur og fer hið næsta fram á Akureyri um næstu helgi. Er það sérstakt að því leyti að́ fyrsta sinni verður keppt að kvöldlagi og flóðljós notuð til að vísa veginn. Þrátt fyrir slefsigur ACMilan um helgina varhaldinn krísufundur strax daginn eftir enda slas- aðist nýstirnið Alexandro Pato í þeim leik eftir að hafa skorað sigurmarkið. Hinn skorari liðsins, Alberto Gil- ardino, er í banni og Ronaldo og Filippo Inzaghi enn að ná sér eftir meiðsli. Eru þá upp- taldir framherjar ítalska risans. Sannarlega stórveldi á brauð- fótum. Arsene Wenger gæti þurftað hafa fyrir því aðsann- færa Emm- anuel Adebay- or að vera áfram hjá Ars- enal. Juventus, Milan og Real Madrid sýna kappanum meiri og meiri áhuga eftir því sem mörkunum fjölgar en Adebayor er án efa einn besti framherjinn í Evrópu þessa vertíðina. Þykir spekingum sýnt að komi gott boð fyrir sumarið verði hann seldur og Wenger verði enn einu sinni að sætta sig við að missa stjörnu liðsins. Hvað er RomanAbramovich að gera íBarcelona? Þetta er það sem tugir blaðamanna þarlendra reyna að kom- ast að eftir að til hans sást yf- irgefa lúx- usnekkju sína í höfn borg- arinnar. Ekki er talið líklegt að Sagrada-kirkjan eða bygging- arlist Gaudí sé að heilla hann sérstaklega. Öllu frekar er hann að leggja lokahönd á tilboð til handa Ronaldinho enda kapp- inn ennþá órólegur hjá liði sínu og aðdáendur þess hafa ekki enn fyrirgefið honum marga dapra leiki í vetur og form hans oft verið betra. Fyrrum ólympíu- og heims- meistarinn í 100 metra hlaupi, Maurice Green, er formlega hættur keppni. Bandaríkja- maðurinn sem átti heims- metið í grein sinni um þriggja ára skeið hefur átt við meiðsli að stríða og taldi ekki annað fært í stöðunni en að pakka saman og snúa sér að öðru. Verður því spennan minni en ella í spretthlaupinu á Ólymp- íuleikunum í sumar. Grínlaust Það er stutt í kvikuna á Spán- verjunum og á því fær öku- þórinn Lewis Hamilton að kenna. Má hann vart stíga fæti á spænska grund án þess að fá yfir sig tonn af níði frá öllum sem að honum komast þar með talið á æfingasvæðum McLaren. Eru menn þar fúlir yfir leiðindum hans gagnvart helsta syni þjóðarinnar Fern- ando Alonso og vilja gjalda líku líkt. Alþjóða aksturs- sambandið hefur sent þeim spænsku hörð mótmæli vegna þessa. Óvinur númer eitt á Spáni Enginn verður ríkur af að veðja á sigur Tiger Woods á golfmótum. Hann tók Dubai Classic á endasprettinum og hefur farið stórkostlega af stað í vetur. Svo hefur kappinn gaman af öllu saman og furð- aði sig mikið á að Ian Poulter skyldi ekki ná ofar en 39. sæti eftir að Bretinn lýsti yfir að þeir tveir væru í sérflokki í golfheiminum. Hvar var Poulter? Bandaríkjamaðurinn Bode Miller tryggði sér fimmta sig- ur sinn á heimsbikarmótinu í skíðaíþróttum með sigri um helgina og það þrátt fyrir að vera sprautaður niður vegna verkja eftir fall á æfingu fyrir helgina. Miller er þar með efstur í stigakeppni heimsbik- arsins. Sár en sigraði Eftir Albert Örn Eyþórsson albert@24stundir.is Aðeins fimm dagar eru til stefnu áður en Íslandsmeistaramót barna í karate fer fram og það hvergi ann- ars staðar en í Smáralindinni sjálfri. Þar mætast börn frá sjö og átta ára aldri og upp úr og spreyta sig á þessari fornu sjálfsvarnarlist en enginn mætir á Íslandsmótið sem æft hefur skemur en eitt ár. Þessi voru á æfingum í Víkings- heimilinu fyrir mótið og nokk ljóst miðað við einbeitinguna að þau ætla sér langt. Og hananú! Ekki fer á milli mála hjá þessum að stórmót er framundan Stóra stundin framundan  Íslandsmót barna í karate fer fram um helgina  Ótrúleg ein- beiting barnanna á æfingum fyrir mótið tók efsta sætið í kvennaflokki, en þetta var í fyrsta sinn sem keppt var í þeim flokki. Í sportflokki sigraði Páll Snorrason, Hákon Gunnar Hákonarson vann flokk 35 ára og Fleiri hundruð manns, og allt að þúsund að mati sumra, létu fara vel um sig og fylgdust með fyrsta sno- crossmóti sem fram fór þetta árið í Bolöldu um helgina þrátt fyrir miklar frosthörkur á fjöllum. Var þetta aðeins fyrsta mótið af mörgum og fer hið næsta fram á Akureyri strax um næstu helgi. Verður það mót sérstakt að því leyti að þá verður fyrsta sinni keppt að kvöldlagi og notast við flóðljós. Keppt var í fimm flokkum á mótinu um helgina og voru kepp- endur um 30 talsins. Aðstæður all- ar gátu vart verið betri ef frá er tal- inn gaddurinn en milli 15 og 20 stiga frost var meðan mótið stóð yfir. Bjarki Sigurðsson sigraði í ung- lingaflokki, Vilborg Daníelsdóttir eldri en Steinþór Guðni Stefánsson sigraði í meistaraflokki karla nokk- uð örugglega enda leiddi hann all- an tímann. Mikill áhugi á fyrstu umferð Íslandsmeistaramótsins í snocrossi Þúsund manns í nístandi gaddi Mynd/Flickr/Dalli58 SKEYTIN INN Skólabókardæmi Enginn árangur næst í karate án aga. Það veit þessi Stórmót Óvíst er hversu mörg börn taka þátt í Íslandsmótinu í Smáralind um næstu helgi en íþróttin á vaxandi vinsældum að fagna um land allt. Rauða beltið Börnin sem æft hafa karate um árs skeið eða lengur hafa engar veru- legar áhyggjur af komandi móti um helgina. Þau hafa einfaldlega gaman af þessu. Árvakur/G.Rúnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.