Sunnudagsblaðið - 29.05.1966, Blaðsíða 5

Sunnudagsblaðið - 29.05.1966, Blaðsíða 5
Þessa mynd mál aði van Meegeren í stíl við myndina á móti. Hann stæl ir fyrirmyndina ekki út í æsar, heldur sækir sumt í aðrar mynd ir eftir de Hooch, en skyldleikinn leynir sér þó ekki. lausnir. Hvitan lit, sem var í klæði Lasarusar á frummyndinni og hann gat ckki náð burt, notaði liann áfram sem hluta af borðdúk í i'ölsuðu myndinni. Allur þessi undirbúningur og til- raunir tóku fjögur ár. Árið 1936 skrapp hann til Berlínar ásamt konu sinni og horfði á Olynlpíu- píuleikana þar, síðan tók hann til óspilltra málanna við sjálfa mynd- ina. Henni lauk hann á sex mán- uðum bak við luktar dyr í húsi sínu, og í vinnustofunni kom hann fyrir speglum, svo að hann gat notað sjálfan sig sem fyrirmynd. •Hins vegar vantaði hann fyrirmynd að andliti Krists, en þá var hann svo heppinn að ítalskur bcininga maður rakst að húsinu, og þessi beiningamaður hafði einmitt and- Ht, eins og van Meegeren vantaði. X þrjá daga sat hann fyrir í vinnu- stofu málarans og fékk fyrir það mat og fatnað. Vorið 1937 var myndinni lokið, cn þá var eftjr að koma' henni á framfæri. van Meegeren hafði samband við lögfræðing í París og tókst að sannfæra liann um, að myndin væri úr eigu aðalsfjöl- skyldu frá Suður-Frakklandi, sem hefði lent í efnahagserfiðleikum, en vildi ekki láta nafn síns getið. Sjálfur kvaðst van Meegeren/tkki vilja skipta beint við listfræðing- ana, sakir þess hve óvinsæll hann væri meðal þeirra. Lögfræðingur- inn tók að sér að selja málverk- ið, og þegar það var borið undir listfræðinginn dr. Bredius, lýsti liann þaö undir cins ekta. Málverk- ið var síðan selt Boymans Usta- safninu i Rotterdam. Listfræðingar og almenningur áttu naumast nógu sterk orð til að lýsa þessu „nýja meistaraverki eftir Vermeer,” en van Meegren notaði féð, sem honum hafði á- skotnazt til að kaupa sér hús í Nice og skreyta það listmunum. Konu sinni og vinum sagði hann, að liann hefði unnið í happdrætti. En þessi dýrð stóð skammt. í ág- úst 1939 flúði hann ásamt konu sinni tómhentur til Hollands til þess að eiga ekki á hættu að lok- ast inni í Frakklandi, ef til styrj- aldar kæmi. Ætlvin van Meegerens hafði verið að mála aðeins þessa einu mynd í nafni Vermeers og ljóstra síöan upp um svikin til að klekkja ALÞÝÐUBLAÐIÐ - SUNNUDAGSBLAÐ 317

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.