Sunnudagsblaðið - 29.05.1966, Blaðsíða 8

Sunnudagsblaðið - 29.05.1966, Blaðsíða 8
Helgafell söna og Sturlu Sighvatssonar á Sauðafelli. Hallkell Magnásson er ábóti að Helgafelli 122G—44 og eru. engar heimildir um hann, þó stór at- burðir gerðust á þessum árum í nærliggjandi héruðum. Á árun- um 1244—58 er lítið vitað um fasta ábóta, er líklegt að klausturllfn- aður hafi verið lítill á Helgafelli þessi ár og ungum mönnum þótt fýsilegra að ráða sig i þjónustu og herflokka þeirra höfðingja sem fóru eins og logi yfir akur á Sturl- ungaöld; hefur mönnum verið tam ara að handleika sverðið, heldur en klerkleg viðfangsefni. Getið er í heimildum svonefnds lausábóta sem sumir telja að hafi setið á Helgafelli, Lambárs Þorgilssonar (d. 1249) tveir aðrir er hér nefnd- ir lausábótar og talið er að þeir hafi verið í Hítardalsklaustri. Er þvi eins líklegt að Lambkár hafi verið þar ábóti, þó hann kunní að hafa verið í Helgafellsklaustri. Gæti Hítardalsklaustur hafa verið Ágústínusarklaustur, þó . var einn ábóti þar komion úr Benedikts- klaustri. Guðmundur umboðsmað ur sem er getið í Sturlungu árið 1253 hefur staðið fyrir klaustr- inu einhvern tíma af áðurnefndu tímabili. Árið 1258 verður þar ábóti Ól- afur. Jíjöfleifsson Snæfellingur að ætt bróðir kappans Arons sem af er til sérstök saga í Sturlungasafni. Hann var ábóti lengi og lifir tim ana tvenna. Hann ér þar á- bóti þegar landsmenn ganga á hönd Noregskonungi og allt til ársins 1302 eða um 44 ár. Hans er getið að nokkru í staðamálum á seinnihluta 13. aldar. Þá er vigð- ur 1305 Guðmundur ábóti til Helgafells af Árna Skálholtsbisk- upi Helgasyni og deyr 1308. Næst verður þar ábóti Þórður Guð- mundsson áður kanoki í Viðey, ábóti 1308—24, er hann bað ár sviptur ábótadæmi. Ári síðar verð- ur ábótinn í Viðey einnig að sigla sinn sjó og er ekki vitað fyrir hverjar sakir, er þó líklegt að óreiða hafi verið hjá báðum í klausturstjórn eða Jón Halldórs- son Skálholtsbiskup 1322—39 hinn lærði og sögufróði biskup hafi verið of vandlætingasamur eða ráðríkur um of. Þorsteinn Þor valdsson er ábóti 1324—28 og varla nema nafnið eitt í sögunni. Þá er þar næst vígður til ábóta á Helga- felli Þorkell nokkur Einarsson, áður kanoki í Viðey og sviptur ábótasæti 1344 af Jóni Sigurðs- svni Skálholtsbiskup 1343—48 og sagt er að hann hafi verið fáum harmdauði. Var kosinn aftur til á bóta Þorsteinn böllóttur vígður síðar. , Má seigja .að kanokunum. úr Viðey haldist illa á ábótasætinu á Helgafelli og bcndir til mikils sjálfræðis. Þorsteinn ábóti var sonur Snorra Markússonar lög- manns á Melum í Borgarfirði, mikils fræðimanns. Er þeim feðg um Þorsteini og Snorra eignuð Melabók (Landnámugerð), Þor- steinn* er og orðaður við Sturl- ungu. En ætlað að hann hafi sáfnað til hennar. Ásgrímur Jóns- son var vígður til ábóta ásamt Bíitjí ábóta Auðunarsyni til Við- eyjar af Gyrði ívarssyni. Skál- holtsbisktipi. Var Ásgrímur ábóti á Helgafelli á því tímabili er margkyns óáran gengur yfir landið eldgos, sóttir og fjárfellir. Hann auðgaði klaustr ið mjög og gerði mikil jarðakaup í tíð sinni, mun það rakið hér eftir Fotnbréfasafninu. Þann 27. des. 1362 gerir hann kaupbréf í'yrir Botni og Þórustöðum gegn kennslu á pilti, hefur þá verið skóli á klaustrinu, samdægurs ger- ir Ásgrímur kaupbréf um Bakka (Staðarbakka) í Helgaféllsveit'. Árið 1364 þann 23. apr. er gerður sarnningur milli ábóta Og frú Hall- dóru Þorvaldsdóttur um jarðirnar, Hóla, Garða og Þæfustein og 23. júní sama ár er gert kaupbréf Helgafellsklausturs um Vatns- holt í Staðarsveit. Þá er þann 12. maí gert kaupbréf Helgafeils- klausturs um Akurey og sama ár Handlagningarbréf um Ingjalds- hól og Kjalveg til Helgafellskiaust- urs. Snorri nokkur Andrésson gef- ur Helgafellsklaustri jörðina Hamra í próventu 1367. 1370 er skrifað kaupbréf klaustursins um jarðirnar Grunnasundsnes og Hóla og 15. okt. 1377 kaupbréf um Saxahvol og Vatnsholt. í tíð Ás- gríms ábóta en hann dó 1378, komust undir klaustrið 14 jarðir. Dánarár Ásgríms var vígður ábóti til Heigafelis Guðmundur Arason af Jóni skalla Hólabiskupi Eiríks- syni og er þar 11 ár deyr 1390. Hann fékk Miðgarða og Súlunes undir klaustrið 1386. Á þessu tímabili varð landið að bráð Dana. Þorsteinn Snorrason þriðji þess nafns í klaustrinu varð ábóti 1390. * í tíð Þorsteins, er gert kaup- bréf um Hrútsholt f Eyjahreppi til handæ.HelgafellsklaustBi-ársett. 1360. 320 SUNNUDAGSfll AÐ - ALÞÝÐUBLAÐIÐ I

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.