Sunnudagsblaðið - 29.05.1966, Blaðsíða 10

Sunnudagsblaðið - 29.05.1966, Blaðsíða 10
Hann var sonur Snorra kyngis prests og officialis Þorleífssonar Markússonar Mela-Snorrasonar, írændí Þorfeteins böllótts. Þot- steinn var officiales í Skálholts- biskupsdæmi sem faðir hans og einn af háklerkum landsins um sína daga. í tíð hans var gert kaup- bréf 2. apríl 1397 um fjórðung í Hrísum og árið 1399 var gjört próventubréf Kristínar Guðmunds dóttur um Kálfavelli og vitnisburð arbrél' um sölu Bláfelda í Staðar- sveit og Böðvarsholtsreka til klaustui’sins. Þá var gerður mái- dagi klaustursins 1397 í tíð Þor- steins ábóta. Manndauða árið mikla á íslandi dó herra Þorsteinn ábóti á Helgafelli. Öreyða af mann fólki varð. Vermundur Örnólfsson er ábóti á Helgafelli 1403—16. Hann var sonur hjónanna Örnólfs á Staðar- felli Jónssonar, sem af er komin sú merka ætt er þar bjó fram á 16. öld mann fram af manni. Vermundur var áður prestur £ Selárdal og Hjarðarhólti í Dölum. Vilkin Skálholtsbiskup skipaði Vermund ábóta officiales yfir Vestfirðingafjórðungi 1405 við ut- anför sína. Þá var gert 23. maí 1407 oróventubréf Jóns Auðunar sonar og Jóreiðar Þórðardóttur við Helgafellsklaustur á dögum Ver- mundar ábóta. Árni Ólafsson biskup samþykkti 1416 í Skálholti próventugjöf Árna Helgasonar til Helgafellsklausturs, jörð að Látr- um í Aðalvík og að Höfða í Grunnavíkurþingum gjörða við Vermund ábóta. Þá var gert ann- að kaunbréf um Arney til handa T^’ol•ancft'i 14"* 7. Tlér pr- virðist ábótalaust um hríð, en frgmundan er stór atburður í sögu klaustursins. Verð- ur hér Lögmannsannáll til frá- sagnar, þar sem segir svo: „Saurg- að klaustrið á Helgafelli og svo kirkjan með, fyrst brotið klaustr- ið, þar næst kii-kjan, síðan spillt með öfundarblóði. Skotinn maður í hel í sjálfum kirkjugarðinum. Gerðu bað sveinar herra Hannis Pnlccionar. bót.i bað mikil börmung- artíðindi að frétta. Var kirkjan síðan sönglaus um næstu fjögur ár síðan og nokkru betur. Voru þeir fangaðir í Vestmannaeyjum Balthasar og herra Hannis og voru fluttir til Englands. Hörmuðu það fáir. Sigldi í burt liéðan it stóra skipið er Mattheus var skipherra á. Voru þar á margir farþegar síra Jón Pálsson og margir menn Hannisar, þeir er spilltu klaustr- inu á Helgafelli.” Síðar segir árið 1429: „Útkoma herra Jóns bisk- ups Jónssonar (Heinreksson sbr. Fornbréfasafn) til HáHabiskup^ af Englandi. Litlu síðar reið hann vestur til Helgafells og hreins- aði þá kirkjuna klaustrið og kirkju- garðinn og vígði kirkjuna á dag þann sem nú ,er haldinn kirkju dagur síðan. Vígður bróðir Njáll ábótj tíl HelgafeUs. Balthasar ván Ðammin og herra Hannes Pálsson voru hér hirðstjór- ar, komu þeir hingað til lands 1422 í Vestmannaeyjum og gengu þar á land með sveinum sínttm, voru þeir lltið samþykkir sín á millum. Getið er útkomu Bslthas- ar 1426 og samþykktur hirðstjöri af öllum. Sigldi hann sama sumar til Englands.” Njáll Bárðarson var ábóti á Helgafell 1429 — 48. Getið er kaup bréfs Njáls ábóta 19. maí 1431 um Hraunsmúla. Goðvin Skálholts- biskup skipaði 1438 prófast sinn Þorstein Svarthöfðason til að dæma í millum Njáls ábóta á HelgafeUi og séra Páls prests Bjarnasonar í Miklholti um hval er prestur hafði tekið sér hálfan í Keflavík, .dæmdist prestur skyld- ugur að skila aftur hálfu verði. Njáll ábóti fékk Kamb hvoru tveggja í Breiðuvík undir klaustr- ið, bréf 28. júlí 1448. Hefur klaustrið verið ábótalaust þar til ú+kom bréf Nikulásar Páfa V. '°rit ‘I1 ^tefnjnððar ábóta Viðey bess efnis að setja Jón Þorkelsson ábóta á 'Helgafelli. tTm Jór. þenn- an er lítið vitað, en hann hefur verið enn ábóti 1453. Vitað er um tvo nafngreinda bræður í klaustr- inu um þetta leyti. 1 Skarðsannál 1450 segir eftirfarandi: „Lýsir biskup Gottskálk að Hólnm (Ken- eksson), umboðsmaður Skálholts- stiftis og visitor yfir allt ísland, bonni ne forboði vfir bróður Páli ötnfssvni að Heleafelli fvrir barn- eisnir, er hann hafði i fallið, eftir því sem ábóti Njáll hefði áður gert, en tekur aftur þau vilmælí, er biskupinn segist hafa á gert áður fyrir hón bóndans Björns Þorleifsonar og býður bróður Sveinbirni, sama klausturs Helga fells conventubróður, að lesa sitt bréf yfir bróður Páli og senda sér innsiglað af tveimur mönnum til staðfestu þess.” Bréfið er dag- sett 12. febr. 1450. Ekki hafa þeir ■ bræður alveg verið heilagir á þess- um tímum. Sumir nefna ábóta á Helgafelli Ásgrím um 1460. Páfabréf Calistusar III., dagsett 28. febr. 1458, skipaði Jón prest Pálsson ábóta að Helgafelli. Jón er talinn austfirzkur að ætt og hefur átt jarðirnar Horn í Horna- firði og Höskuidstaði í Breiðdal. Var prestur á Valþjófsstöðum f Fljótsdal, hafði fengið páfavéit- ingu fyrir staðnum, mim því sjálf- sagt hafa verið einn af meirihátt- ar klerkum landsins. Er nú komið að mefkum áböta é Helgafelll Magnúsi Eyjólfssynl sem hefur tekið við af Jóni ábóta 1470 og þar til 1477, er hann verður Skal- holtsbiskup. Foreldrar hans voru Eyjólfur mókollur eldri í Haga ú Bai-ðaströnd Magnússonar af al- kunnri ætt og Helga Þórðardóttir. Ekki er að efa að stjóm klaust- ursins hefur farið Magnúsi skör- uglega úr hendi; hann reyndist mætasti biskup og er frægur fyrir páfaleyfi er hann fékk, sem leyfði landsmönnum selakjötsát á föst- unni. Magnús biskup dó á Brúar- árbökkum 1490 og var fluttur með viðhöfn heim í Skálhölt. Er hann eini ábótinn frá Helgafelli er hef ur orðið biskup. Eftirmaður hans var Haíldór Ormason ábðti! ,:'á Helgafelli 1480—1513. Hann var Wrki„riro«tiir f Skálholtl réðsmaður þar þrívegis, þess á miUi kirkjuprestur tenn nefndur £ skjali 1476), officiales um hríð og hefur fetað upp all- an hinn klerklega metorðastig á þeim tímum áður en hann varð ábóti sem var næst því að verða biskup það hæsta sem komizt varð, og fvlgdi titillinn herra með. Börn Halldórs voru: Eiríkur á Alft.anesi. sem stóð fvrir drápi Piíls Jónssonar s'ésluma.nns frá cVoi-sv dnttnrmann Björns rfka hirðstióra Þorleifssonar, á Hall- bjarnareyri 1496 og er sá merkisat burður alkunnur úr annálum, sýn Frh. á bls. 334. 322 SUNNUDAGSBLAÐ - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.