24 stundir - 28.08.2008, Blaðsíða 4

24 stundir - 28.08.2008, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 2008 24stundir „Munnlegar umsagnir í gegnum síma geta varla talist ásættanleg aðferð við að uppfylla umsagnarskyldu. Það er meginsjónarmið í op- inberri stjórnsýslu að skrifleg gögn eigi – eftir því sem við verður komið – að liggja fyrir um af- greiðslu af þessu tagi,“ segir Gunnar Helgi Krist- insson, prófessor stjórnsýslufræðum við Há- skóla Íslands, um þá ákvörðun Umhverfisstofnunar að styðjast við munnlega umsögn í síma frá Surtseyjarfélaginu þegar hún veitti leyfi fyrir að sæstrengur yrði lagður í gegn- um friðlandið við Surtsey. Umsögn félagsins er samkvæmt reglugerð forsenda þess að hægt sé að veita leyfið. „Ella er hætta á að upp geti kom- ið ágreiningur, eins og í þessu tilviki, um hvað raunverulega fór fram,“ bætir Gunnar Helgi við en í 24 stundum á þriðjudag kom fram að for- maður Surtseyjarfélagsins telur sig ekki hafa veitt umsögn í samræmi við reglugerðina. Dæmir ekki um lögmæti leyfisveitingar Gunnar Helgi segist ekki treysta sér til að segja til um það hvort leyfisveitingin er ógild af þessum sökum. „Stjórnvöld eiga auðvitað að vera upplýst þegar þau taka ákvarðanir og í þessu tilviki er í reglugerð sérstaklega tekið fram hvað í því felst, það er að segja meðal annars að þessi umsögn liggi fyrir. Á hinn bóginn veitir umsagnarréttur auðvitað ekki vald til að stöðva mál – hann er bara liður í því að tryggja að stjórnvöld hafi í sínum höndum helstu upplýs- ingar og sjónarmið þegar þau taka ákvörðun. Þannig að Surtseyjarfélagið þyrfti þá að geta fært rök fyrir því að einhverjar upplýsingar eða sjón- armið hefðu ekki legið fyrir vegna þess að málið var afgreitt með þeim hætti sem gert var,“ segir hann. Gunnar Helgi segir það góða reglu í stjórnsýslu að skrifleg gögn liggi frammi til að tryggja gegnsæi og að hægt sé að skoða þau sam- skipti sem eru undanfari ákvarðana. elias@24stundir.is Stjórnsýslufræðingur um veitingu leyfis fyrir sæstreng gegnum friðlandið við Surtsey Gunnar Helgi Kristinsson Munnlegar umsagnir vart viðunandi Eftir Björgu Evu Erlendsdóttur beva@24stundir.is „Efnahagsástandið hlýtur að verða stóra málið, um leið og þing kem- ur saman að nýju, “ segja þing- menn stjórnarandstöðuflokka í að- draganda Alþingis. Þá sé óhjákvæmilegt fyrir formenn rík- isstjórnarflokkanna að ljúka eftir- launamálinu, hvernig sem það verði gert. Harka í eftirlaunamáli Siv Friðleifsdóttir, þingflokks- formaður Framsóknar, segir Ingi- björgu Sólrúnu Gísladóttur hafa stillt málinu þannig upp í vor, að ríkisstjórnin verði að ljúka því. „Hún hvítþvoði sjálfa sig, stillti öðrum flokkum upp við vegg, en samt virðist ekkert samráð í mál- inu,“ segir Siv. Ögmundur Jónas- son, þingflokksformaður VG, segir ekkert samráð þurfa. „Það er ekk- ert að semja um, annaðhvort verða sérréttindin afnumin og það styð ég, eða að fram kemur mála- myndasamráð eftir ógeðfellt bak- tjaldamakk sem formenn flokk- anna hafa reynt að koma á,“ segir Ögmundur, sem lofar breytingatil- lögum og nafnakalli svo þjóðin geti fylgst með því hvaða þingmenn vilja halda sérréttindum sínum og æðstu ráðamanna og hverjir vilja afnema þau. Sumarþingi lýkur með tveggja vikna törn sem hefst á þriðjudag. Sjálfstæðisflokkurinn telur stjórnarfrumvörp ganga fyrir og að haldið verði áfram þar sem þingi sleppti í vor, eins og ný þing- skapalög gera ráð fyrir. „Ég reikna með því að frumvarp um sjúkra- tryggingar fari í gegn, í því hefur verið unnið í sumar,“ segir Arn- björg Sveinsdóttir, þingflokksfor- maður Sjálfstæðisflokksins. Nálg- unarbann dómsmálaráðherra verður væntanlega á dagskrá. Enn óvíst um hráa kjötið Arnbjörg segir enn verið að leita álits sérfræðinga á matvælafrum- varpinu og veit ekki hvort það fer í gegn. Ásta R. Jóhannesdóttir kom í gær heim frá Svíþjóð eftir kynn- ingu á sjúkratryggingum með heil- brigðisnefnd. Hún telur að sjúkra- tryggingum og þorra annarra mála sem út af stóðu í vor verði lokið, þar með matvælafrumvarpinu. Ásta býst ekki við að eftirlaunalög verði rædd í september, enda önn- ur mál mun brýnni á stuttum þingtíma. Efnahagsmál og eftirlaun  Þingmenn vilja ræða efnahagsmál  Eftirlaunalög, Sjúkratrygg- ingastofnun, matvælafrumvarp og nálgunarbann í brennidepli Alþingi Þingstörfin byrja snemma í haust ➤ Tvær þingnefndir voru er-lendis að kynna sér hvernig hægt er að taka á málum. ➤ Umhverfisnefnd var í Skot-landi og heilbrigðisnefnd er að koma frá Svíþjóð. FRAMHALDSÞING Gefið hefur verið út neyð- arkort ætlað konum í nánum samböndum sem sæta ofbeldi og þurfa að leita sér hjálpar. Að útgáfu kortsins stendur samráðsnefnd Jafnréttisstofu, Sambands íslenskra sveitarfé- laga og nokkurra ráðuneyta. Upplýsingar á kortinu eru á fimm tungumálum. Á kortinu eru símanúmer Neyðarlínu, Kvennaathvarfs- ins, Stígamóta, neyð- armóttöku vegna nauðgunar og Hjálparsíma Rauða kross Íslands. ibs Aðgerð vegna ofbeldis Neyðarkort fyrir konur ● Ákærður Ríkissaksóknari hef- ur gefið út ákæru á hendur Ágústi Fylkissyni fyrir árás á lögregluþjón á Kirkjusandi í apríl. Atvinnubílstjórar höfðu efnt til mótmæla við Rauðavatn og fjarlægði lögregla nokkra bíla og geymdi við Kirkjusand. Þegar bílstjórarnir voru að sækja bíla sína sauð upp úr og réðst Ágúst þá að lögreglu- manninum og nefbraut hann m.a. Ákæran verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á miðvikudag. ● Fíkniefni Tæplega 200 grömm af fíkniefnum fundust við húsleit á höfuðborg- arsvæðinu í fyrrakvöld, að- allega kókaín og einnig nokk- uð af amfetamíni. Karl á fimmtugsaldri var handtekinn vegna málsins. Neytendasamtökin eru frjáls félagasamtök: stofnuð árið 1953. Þau verja hag félagsmanna og berjast fyrir hagsmunum neytenda. Sjá www.ns.is - netfang:ns@ns.is Gerð var könnun á verði á dansnámskeiðum fyrir fjög- urra ára gömul börn. Hjá DÍH er hver tími 50 mínútur og stendur námskeiðið í 15 vikur en hinir skólarnir bjóða upp á 14 vikna námskeið og er hver tími 40 mín- útur. Ekki er tekið tillit til gæða og könnunin er ekki tæm- andi en talsvert framboð er á frístundanámskeiðum fyrir svo ung börn. Foreldrar eru svo hvattir til að kynna sér endurgreiðslureglur sveitarfélaganna, en t.a.m. í Reykjavík miðast styrkur við að barn hafi náð sex ára aldri. 35% munur á dansnámi Hildigunnur Hafsteinsdóttir NEYTENDAVAKTIN Dansnámskeið fyrir fjögurra ára Dansskóli Verð Verðmunur Dansskóli Sigurðar Hákonarsonar 12.500 Dansskóli Ragnars Sverrissonar 14.900 19,2 % Dansíþróttafélag Hafnarfjarðar (DÍH) 15.900 27,2 % Dansskóli Jóns Péturs og Köru 16.900 35,2 % STUTT „Mig langar til að fá gott stóð í vetrarbeit og vera með hestaleigu alla daga yfir sumarið,“ segir Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir, verkefnisstjóri Viðeyjar, sem kannar nú möguleikana á slíku. „Þeir sem til þekkja segja að eyjan þoli 100 hross í vetrarbeit. Þeir segja eyjuna mjög skjólsæla og að ekki festi mikla snjóa á henni. En haustbeit væri ef til vill betri kostur fyrir okkur,“ tekur Guðlaug fram og bendir um leið á að það taki ekki nema 5 mín- útur að sigla út í Viðey frá Skarfa- bakka. „Við viljum hafa fjölbreytta af- þreyingu úti í eyjunni. Það væri ofboðslega gaman að geta boðið upp á reiðtúra. Eyjan er stærri en menn gera sér ef til vill í hug- arlund þegar þeir horfa á hana úr landi. Ef það væri hestaleiga hér væri hægt að fara um allt á hest- baki.“ ibs Vill hross í vetrarbeit í Viðey

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.