24 stundir - 28.08.2008, Blaðsíða 35

24 stundir - 28.08.2008, Blaðsíða 35
ástæðum skein Björk ekki eins skært og hún hefur gert áður. Ég geri mér ekki alveg grein fyrir út af hverju. Voru tengsl hennar við tón- listina rofin eftir langt tónleika- ferðalag eða fer það bara sumum lögum hennar síður að vera haldið uppi af blásturshljóðfærum? Fer það rödd hennar einfaldlega betur að syngja undir kór eða strengjum? Er nýja platan ekki nógu sterk eða var lagavalið kannski óþarflega þungt? Það er erfitt að segja. Eina vísbendingin var sú að einu lögin er náðu einhverjum blóma voru eldri lög er hún söng annaðhvort við undirleik orgels (frábær hryll- ingsmyndaútgáfa af Cover Me) eða kórs (eins og Oceania, Vökuró og Eftir Birgi Örn Steinarsson biggi@24stundir.is Eins og allt sem Björk Guðmunds- dóttir gerir voru tónleikar hennar í Langholtskirkju vandaðir og sér- lega epískir. Þrátt fyrir þetta var lít- ið um töfrastundir á þeim fjörutíu mínútum er söngkonan gaf af sér. Þó svo að ég hafi gengið nokkuð sáttur út úr kirkjunni þá get ég vel ímyndað mér að einhverjir gestir hafi ekki fengið nægan skammt af andagift eins og þeir vonuðust til fyrir hátt miðaverðið. Eftir allar þær dýrindis gjafir sem Björk hefur gefið okkur í gegnum tíðina er ekkert óeðlilegt að miða við þær. Af einhverjum Who is it? flutt með Schola Can- torum). Upphafsstefið úr Selma- songs, Anchor Song og lokasmell- urinn It́s Oh So Quiet smellpössuðu auðvitað fyrir brass- ið en mig grunar að Björk hafi ekki skemmt sér sérlega við að syngja það síðastnefnda. Stelpuskrækirnir er lífga upp á upprunalegu útgáf- una virkuðu aðeins of stærfræði- legir hér. Gott en gæsahúðarlaust. Vandað, epískt en gæsahúðarlaust 24stundir/G.Rúnar Björk Andrúmsloftið var þægilegt og þakklætið skein af Wonderbrass- stúlkunum er kvöddu söngkonuna eftir eins og hálfs árs ævintýri. 24stundir FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 2008 35 Lystigarðurinn í rökkurró að venju Draugagangan Minjasafnið og Leikfélag Akureyrar Sjónlistarverðlaunin 2008 opnun á verkum tilnefndra listamanna Dulmögn Djúpsins Anna Gunnarsdóttir bæjarlistakona Saga Dátans Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og Leikfélag Akureyrar Agora Sirkuz Iceland við Samkomuhúsið Hjaltalín í göngugötunni New Icelander Freya Olafsson Húsið - Rósenborg Tískusýning Christu í göngugötunni Bubbi Morthens útitónleikar í Gilinu Ástarkakan Bakaríið við Brúna ogMS Akureyri bjóða í kvöldkaffi Ástarsafnið opnar ást Akureyringa alls staðar Fljúgandi furðufugl Anna Richardsdóttir bæjarlistakona og Ragga Gísla Helgin 29. og 30. ágúst nánari upplýsingar á www.visitakureyri.is Dimension-kvikmyndafyrirtækið hyggst gera enn eina Halloween- myndina en þessi nýjasta verður framhald á mynd leikstjórans Rob Zombie sem kom út á síðasta ári. Zombie mun sjálfur verða fjarri góðu gamni en Dimension segir að á þeim bænum muni menn fylgja því fordæmi sem hann setti þegar hann endurlífg- aði þessa vinsælu hryllings- myndaseríu og geðsjúka fjölda- morðingjann Michael Myers. vij Enn önnur hrekkjavaka Senn hefjast upptökur á fyrstu myndinni af þremur um ævintýri belgíska blaðasnáðans Tinna. Leikstjórinn Steven Spielberg mun sitja við stjórnvölinn en Pet- er Jackson mun framleiða mynd- ina. Myndin mun verða byggð á tveimur þekktum Tinnabókum, Leyndardómum Einhyrningsins og Fjársjóði Rögnvaldar rauða sem komu út á árunum 1942 til 1944. vij Tinni stekkur fram á tjaldið Á meðan Íslendingar rúnta með hetjur sínar frá Ólympíuleik- unum um miðbæ höfuðborg- arinnar hafa Bandaríkjamenn annan hátt á. Sundmaðurinn Michael Phelps, sem vann átta gullverðlaun í Peking, mun taka þátt í MTV VMA-hátíðinni. Ekki er enn vitað hvaða verkefni hetj- an fær en talið er líklegt að hann fái að kynna Lil’Wayne, uppá- halds rapparann sinn, á sviði. vij Phelps á MTV- tónlistarhátíð TÓNLEIKAR BJÖRK í LANGHOLTSKIRKJU Meðleikarar: Wonderbrass, Jónas Sen, Mark Bell og Schola Cantorum. -b

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.