24 stundir - 28.08.2008, Blaðsíða 38

24 stundir - 28.08.2008, Blaðsíða 38
Eftir Birgi Örn Steinarsson biggi@24stundir.is Það byrjaði með því að Hr. Örlyg- ur dró saman segl sín í byrjun árs vegna fjárhagsörðugleika. Fyr- irtækið náði að bjarga Iceland Airwaves-hátíðinni og hefur nú engin áform um að flytja inn er- lendar sveitir utan hátíðarinnar. Næst kúplaði Einar Bárðarson sig úr bransanum með því að selja hlut sinn í fyrirtækinu Concert, svo tilkynnti Grímur Atlason að hann ætlaði sér að hætta innflutn- ingi á erlendum sveitum að Tind- ersticks-tónleikum loknum. Helsta ástæða þess var að hann rétt náði upp í kostnað á Eric Clapton þrátt fyrir að hafa selt 13 þúsund miða. Blaðamaður hringdi í alla helstu tónleikahaldara landsins og komst að því að allir hafa þeir ákveðið að fara sér hægt á næstu mánuðum. Það er því óhætt að fullyrða að það sé lægð yfirvofandi í tónleika- haldi erlendra listamanna á Ís- landi. Ekkert fyrr en næsta sumar? „Það er alveg ljóst að við flytj- um ekki inn neina erlenda tónlist- armenn út þetta ár og ekki á fyrri hluta næsta árs heldur,“ segir Ís- leifur Þórhallsson hjá Bravó (áður Concert), er einbeitir sér aðallega að íslensku tónleikahaldi. „Ef eitt- hvað gerist, þá verður það ekki fyrr en næsta sumar. Forsendurnar eru svo breyttar að við getum ekki staðið í þessu. Það gekk t.d. vel að selja á James Blunt og Bob Dylan en við gerðum samningana korteri áður en gengið hrundi.“ Guðbjartur Finnbjörnsson, er flutti síðast inn Paul Simon, hefur svipaða sögu að segja. „Að krónan hafi lækkað þýðir líka að við get- um ekki boðið eins vel og tón- leikahaldarar í öðrum löndum. Listamennirnir afþakka og fara annað,“ segir hann. Eini tónleikahaldarinn sem seg- ir fall krónunnar ekki skipta öllu máli, hefur ekki heldur neitt á prjónunum. „Hluti af ástæðunni er sá að mér hefur ekki fundist umhverfið eins heillandi og áður,“ segir Kári Sturluson er flutti síðast inn Damien Rice. „Það hefur verið eitthvað um yfirboð og kjánaskap sem ég hef ekki viljað taka þátt í. Þessi bransi er bara eins og hjá fólki sem vinnur með hlutabréf, maður verður að treysta eðlisávís- uninni í þessu.“ Ólíklegt að stórir erlendir tónlistarmenn heimsæki landið á næstunni Kreppan lamar tónleikahaldara Tónleikahaldarar lands- ins hafa allir lagt árar í bát og ætla að bíða eftir betra efnahagsástandi. Engir erlendir stór- tónleikar á kortinu á næstu mánuðum. James Blunt Full höll, lítill gróði. Eric Clapton Þrátt fyrir 13 þúsund selda miða var lítill gróði. 24stundir/hag 38 FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 2008 24stundir „Þegar Mark Bell leikur á tölvu- búnaðinn koma oft fram ummæli sem gagnrýnandi viðhafði um fyrstu plötu Bjarkar. „Þetta eru nú bara tölvurnar.“ Þá hrökk út úr henni; „Þessi maður reiknar greinilega með að rithöfundar séu búnir að vera þar sem búið er að finna upp Word-forritið.“ Guðmundur Guðmundsson gudmundur.eyjan.is „Ætla að mæta á Arnarhól og hylla þá, enda full ástæða til. Ég get þó ekki séð nauðsyn þess að fljúga frá Keflavík til Reykjavíkur, og enn síður að allar tiltækar þyrlur þurfi að sveima í kring. [...] Strákarnir okkar brutu blað sem fulltrúar fámennrar þjóðar. Fögnum sem slík.“ Sóley Tómasdóttir soley.blog.is „Að undanförnu hefur verið í gangi á bloggsíðu minni skoð- anakönnun þar sem spurt er: „Bubbi gagnrýnir Björk fyrir að vilja vernda náttúru landsins í stað þess að vekja athygli á vax- andi fátækt. Ertu sammála Bubba?“ Niðurstaðan er þessi í % talið: Já 46.9%. Nei 53.1%.“ Jens Guð jensgud.blog.is BLOGGARINN HEYRST HEFUR … Rússneski auðkýfingurinn Roman Abramovich sást lauma sér inn rétt áður en Björk hóf tónleika sína í Langholtskirkju á þriðjudaginn. Kári Sturlu- son umboðsmaður reddaði honum miða og beið eftir honum fyrir utan. Roman er víst mikill aðdá- andi Bjarkar og var upp með sér að fá að upplifa stjörnuna í jafnmikilli nánd. Hann yfirgaf landið eftir tónleikana án efa með bros á vör. bös Fréttadeild Stöðvar 2 hefur fundið fyrir kaldri krumlu kreppunnar en á næstunni fækkar nokkuð í liði fréttamanna. Á meðal þeirra fréttamanna sem hverfa af skjánum er sumarafleysingafólkið Katrín Pálsdóttir og Ómar Valdimarsson en einnig mun borgfirska prúðmennið Magnús Geir Eyjólfsson leita á önnur mið. Í þeirra stað var Guðný Helga Herbertsdóttir sótt af Markaðnum. vij Og enn af sparnaðaraðgerðum 365 því það er ekki bara í stöðugildum fréttastofunnar sem kreppir að. Smekkfólk innan 365 hefur haft orð á því að mötu- neytið á staðnum hafi versnað mikið á síðastliðnum mánuðum og telur það vera merki um sparnaðar- aðgerðir fyrirtækisins. Þá er spurning hvort senn verði ekki boðið upp á fiskisúpu í öll mál, í boði Loga Bergmanns og Svanhildar. vij „Okkur finnst þetta bara vera sjálfsögð þjónusta. Alveg eins og þú vilt geta keypt kalt kók úti í búð þá viltu geta keypt kaldan bjór eða kalt hvítvín ef þér dettur það í hug,“ segir Hjördís Þráinsdóttir en hún er í forsvari fyrir hóp Ísfirð- inga sem hafa sett á laggirnar sam- tök á samfélagsvefnum Facebook- .com þar sem barist er fyrir því að Ísfirðingar geti keypt kalt ölt í vín- búð staðarins. Viðtökurnar hafa ekki látið á sér standa en alls hafa um 130 manns skráð sig í hópinn á örfáum dögum. Hjördís segir að hópurinn hafi haft samband við ÁTVR og komið óskum sínum á framfæri og fengið ágætis viðbrögð. „Þeir sögðu að það væri á þeirra stefnuskrá að setja kæla í allar vín- búðir en vínbúðin á Ísafirði hent- aði ekki sökum plássleysis. Þeir tala um 30 til 50 fermetra kæla. Ég hef búið í 50 fermetra íbúð og ég er ekkert viss um að það sé nauðsyn- legt að hafa svo stóran kæli hér á Ísafirði. Við yrðum örugglega mjög glöð ef við fengjum bara þrjá ísskápa,“ segir Hjördís. Snorri Grímsson, verslunarstjóri vínbúðarinnar á Ísafirði, segist hafa orðið vel var við þessar óskir fólks um að geta keypt kaldan bjór í búðinni. Hann segir að sér finnist þessi krafa ósköp eðlileg en að sök- um plássleysis sé erfitt að verða við óskum neytenda. „Málið er bara með þetta eins og annað að þegar við eigum í vand- ræðum með að koma því fyrir sem við höfum til sölu þá batnar það ekki ef það á að taka meira pláss undir svona kæla.“ viggo@24stundir.is Ísfirðingar vilja kæli í vínbúðina Kaldur bjór er lágmarksþjónusta Eigið þið ekki að vera kaldir? Það þykir lágmarksþjónusta að fá ölið kalt. Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. Su doku 4 7 5 2 9 6 3 1 8 6 8 9 1 3 5 7 4 2 1 2 3 7 4 8 5 9 6 7 1 8 9 5 3 2 6 4 9 3 2 6 1 4 8 7 5 5 4 6 8 7 2 9 3 1 2 9 4 3 8 1 6 5 7 3 6 1 5 2 7 4 8 9 8 5 7 4 6 9 1 2 3 Klæðistu enn þessari húfu? Ég er búin að henda henni þrisvar í ruslið. Er hægt að rækta eitthvað í hrauninu? Auður I. Ottesen, ritstjóri Sumarhússins og garðsins, vinnur hörðum höndum að því að safna peningum til að reisa gróðurhús fyrir fangana á Litla-Hrauni. FÓLK 24@24stundir.is a Það er alls staðar hægt að rækta og ná árangri með réttu hug- arfari, líka á Hrauninu. fréttir Eigum gríðalegt úrval af rafmagnspottum!

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.