24 stundir - 28.08.2008, Blaðsíða 24

24 stundir - 28.08.2008, Blaðsíða 24
Eftir Auði Alfífu Ketilsdóttur fifa@24stundir.is „Góður leiðsögumaður þarf að vera rólegur og útsjónarsamur og geta tekið stjórnina við erfiðar að- stæður. Hann á að vera rólegur, ekki segja margt en vita allt þegar hann er spurður. En ekki vera að gapa allan daginn, það eru ekki skemmtilegir menn sem það gera,“ segir Sigurður Aðalsteinsson, leið- sögumaður með hreindýraveiðum. Tæpur þriðjungur er eftir af hreindýraveiðitímabilinu en það stendur til 15. september. Óheimilt er að veiða hreindýr nema hafa veiðileyfi og vera í fylgd leiðsögu- manns. Afstýra stríðsástandi Sigurður segir leiðsögumennina flýta fyrir veiðunum þar sem þeir viti hvar dýrin haldi sig frá degi til dags auk þess að þekkja landið. Hann segir spennuna ekki fara úr veiðunum þó að leiðsögumaður sé með í för. „Veiðimenn eru misjafn- lega í stakk búnir til að stunda þessar veiðar. Við leiðsögumenn- irnir vitum líka hver af öðrum og höfum samband okkar á milli. Ef veiðimenn væru hér á eigin vegum væri hér bara stríðsástand og hætta,“ segir hann. Til þess að fá leyfi sem leiðsögu- maður með hreindýraveiðum þarf að ljúka námskeiði þar sem kennd eru veiðileiðsögn og veiðitækni og fláning og innanúrtaka og fleira. „Fláning og innanúrtaka er raunar einn stærsti þátturinn. Veiðimenn sem koma og skjóta dýr geta nánast undantekningarlaust ekki tekið innan úr dýri hjálpar- laust án þess að skemma það. Þá skera þeir gat á vömbina og það fer gor út um allt kjöt,“ segir Sigurður. „Það er rosalega skemmtilegt að fá að vinna við áhugamálið sitt,“ segir Sigurður en hann hefur stundað hreindýraveiðar í 35 ár. Undanfarin ár hefur hann fylgt um 75 veiðimönnum á veiðum en segir nokkra fjölgun í ár. Hann segir alls kyns veiðimenn sækja í hreindýraveiði. Þá segir hann aukast að konur sæki í hana. „Þær eru búnar að uppgötva að þær geta alveg gert þetta eins og aðrir. Konur eru að mörgu leyti betri veiðimenn en karlar, þær hlýða betur og hlusta betur á það sem er sagt heldur en karlar,“ segir Sigurður. Leiðsögumaður með hreindýraveiðum segir vinnuna áhugamálið Segir fátt en veit allt ef spurður Tæpur þriðjungur er eftir af hreindýraveiðitíma- bilinu þetta árið og enn á eftir að veiða nokkur hundruð dýr. Leið- sögumenn fylgja veiði- mönnunum og einn þeirra er Sigurður Að- alsteinsson sem segir ánægjulegt að vinna við áhugamál sitt. Veiðimeistarinn Hefur stundað hrein- dýraveiðar í 35 ár. ➤ Veiðitímabilið er frá 15. júlí til15. september. Kýr má þó að- eins veiða frá 1. ágúst. ➤ Í ár má veiða rúmlega 1300dýr. ➤ Umsóknir um veiðileyfi voruum 3000 og fjölgar þeim stöðugt. HREINDÝRAVEIÐAR 24 FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 2008 24stundir Nýjar vörur frá Pause Café Galakjólar frá France Mode Suðurlandsbraut 50 (Bláu húsunum Fákafeni) www.gala.is • S:588 9925 Opið 11-18 og 11-16 lau. Sérfræðingar í saltfiski 466 1016 - Útvatnaður saltfiskur án beina til suðu - Sérútv. saltfiskur án beina til steikingar - Ýsa, þorskur, gellur, kinnfiskur, rækjur - Einnig fjölbreytt úrval tilbúinna rétta www.ektafiskur.is pöntunarsími: frumkvöðlafyrirtæki ársins  - viðurkenning frá matur úr héraði - localfood Þó að sumarið sé nú senn á enda er engin þörf á að leggjast í híði og hætta að ferðast. Bæði Ferðafélag Íslands og Úti- vist bjóða til dæmis upp á fjölda vetrarferða auk dagsferða. Sunnudagar eru göngudagar hjá Útivist en þá er farið í dagsferðir frá BSÍ. Ekki er nauðsynlegt að skrá sig í þær ferðir heldur dugir að mæta á BSÍ og skrá sig þar. Sam- kvæmt upplýsingum frá Útivist kosta ferðirnar frá 3500 upp í 5000 krónur. Næsta sunnudag verður gengið á Hafnarfjall og er áætlað að ferðin taki um 5-6 tíma. Ferðafélag Íslands býður einnig upp á gönguferðir á sunnudögum undir nafninu Göngugleði. Lagt er upp í ferðirnar frá Mörk- inni 6 en ekið er á einkabílum á upphafsstað göngu þaðan sem gengið er í um 3-6 tíma eftir að- stæðum. Þátttaka í Göngugleðinni er ókeypis og öllum opin. Þá býður Útivist upp á útivist- arræktina. Það eru um það bil klukkutíma gönguferðir bæði í El- liðaárdal og Öskjuhlíð. Þátttaka í þeim gönguferðum er ókeypis og öllum opin. Ferðafélögin leggjast ekki í dvala á veturna Fjöldi vetrar- og dagsferða Ferðafélag Íslands leitar nú að nafni á gönguleið ofan Bláskóga- byggðar. Á heimasíðu félagsins seg- ir að gönguleiðin frá Bláfellshálsi, að Skjaldbreið og Laugarvatni njóti sívaxandi vinsælda göngufólks og bæta þurfti aukaferð við fyrirhug- aðar ferðir sumarsins vegna vin- sælda. Leiðin opnaðist fyrst fyrir tveim- ur árum þegar brú yfir ána Farið við Hagavatn var smíðuð. Fyrri brýr á þeim slóðum hafði jafnan tekið af. Ólafur Örn Haraldsson, forseti Ferðafélagsins, segir á heimasíðunni aðkallandi að finna leiðinni formlegt nafn. „Við mun- um að Laugavegsnafnið kom á sín- um tíma nánast sem gamanmál, en náði síðar flugi og festist við leið- ina. Ég leita því að góðu nafni og skora á alla með hugmyndir að koma þeim á framfæri.“ Tillögum að nafni skal skilað inn til Ferðafélags Íslands fyrir 1. sept- ember næstkomandi. Nafn á nýja gönguleið óskast Á Bláfellshálsi Varða á Bláfells- hálsi við Kjalveg. Ferðamenn leggja höfuð í bleyti Útivist þarf ekki alltaf að fela í sér mikla hreyfingu eða hasar. Stjörnuskoðun er mjög skemmti- leg og ekki síður rómantísk á síð- kvöldum. Á veraldarvefnum má auðveldlega finna stjörnukort og sums staðar reikna forrit sjálf- krafa út afstöðu stjarnanna eftir dagsetningu og staðsetningu. Þá eru starfandi stjörnuskoð- unarfélög sem bjóða bæði upp á námskeið og stjörnuskoð- unarkvöld fyrir þá sem vilja vita meira og sjá lengra. Stjörnuskoðun á vetrarkvöldum LÍFSSTÍLL lifsstill@24stundir.is a Konur eru að mörgu leyti betri veiðimenn en karlar, þær hlýða betur og hlusta betur á það sem er sagt heldur en karlar. útivist

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.