Eintak

Tölublað

Eintak - 24.03.1994, Blaðsíða 4

Eintak - 24.03.1994, Blaðsíða 4
Fimmtudagurinn 24• mars Ég pakkaði niður um miðjan dag þótt ég eigi ekki að fljúga fyrr en á laugardag- inn. Ég er að fara til Rómar. í voriö. Og þangað sem fólk skilur alvörumenn. Menn eins og Berlesconi, Baggio og Davíð. Fara héðan þar sem fólk gengur slefandi á eftir Hemma Gunn, Ingibjörgu Sólrúnu og Óla grís. Ég strengdi þess heit að pakka engu af vandræðum síðustu vikna niöur og skilja þau öll eftir. Föstudagurinn 25. mars Hitti Svan á ganginum í Háskólanum. Þótt hann segði ekkert þá gat ég lesið út úr svipnum á honum að hann var að velta því fyrir sér hver styrkti mig til ut- anfarar í þetta sinn. Hvað kemur honum þaö við? Ég hugsaði á móti að ekki vissi ég til þess að neinn hefði lyst á að styrkja hann. Ekki þá nema aðra leiðina. Þegar ég hugsaði þetta síðasta mætt- umst við og ég gat ekki stillt mig um aö hlæja. Ég fann það með hnakkanum að hann fór inn til Þorbjarnar að segja honum að ég væri orðinn skrýtinn. Laugardagurinn 26. mars Fór út á flugvöll og lenti í einhverjum Landsbankamönnum á barnum sem höfðu séð mynd af mér við heimilisbar- inn í einhverju blaði. Annar sagði barinn tíkarlegan en hinn spurði hvort ég ætti við drykkjuvandamál aö stríða. Ég vissi ekkí hvort ég ætti að kaupa mér rain- bow-kokteil eða panta vatn til að þagga niður í þeim. Fékk mér hvítvín. Sunnudagurinn 28. mars Ég vaknaði í Rómarborg að morgni. Þaö var heiðríkur vormorgun. Fékk mér lystilegan morgunmat og las fréttir af kosningunum á Ítalíu í Harald Tribune en hafði ítalskt blað utan yfir. Mér blöskraði aðförin að stjórnmálamönnun- um og um leið sökk ég ofan í hyldýpið að heiman. Fór að hugsa um þær ósanngjörnu árásir sem Davíð og fleiri hafa mátt þola. Ákvað að hressa mig við með því að skrifa póstkort til Davíðs. Minntist ekkert á spillinguna eða árás- irnar heldur skrifaði bara hlýjar kveðjur. Vona að ítalskt vor geri honum betra en mér. Mánudagurinn 2p. mars Fékk fréttir að heiman að Efst á baugi væri í eínhverjum hnút og enginn vissi lengur hvenær eða jafnvel hvort mars- heftið kæmi út. Settist niður og skrifaði grein um forsögu R-lisfans í Reykjavík og sýndi á glúrinn hátt að Ólafur Grímsson er sá sorgarþráöur sem rekur sig í gegnum allar sameiningartíl- raunir vinstrimanna. Sendi greinina heim á faxi. Fór á bæjarrölt um kvöldið og komst að því að það eru mörg góð diskótek í Róm. Þriðjudagurínn 30. mars Var á labbi í bænum þegar ég sá bak- svip á manni sem mér sýndist vera Davíð hverfa inn í mannþröngina. Tók á rás á eftir honum og náði honum loks eftir nokkur hlaup. Greip í öxlina á hon- um en dauðbrá þegar hann sneri sér við því þetta var miðaldra kona með hliðar- tösku. Skammaðist mín fyrir að rugla Davíð saman við konu en minnti mig á að margir góðir stjórnmálamenn hefðu verið konur. Til dæmis Thatcher. Miðvikudagurinn ^l. mars Mér er farið að leiöast í Róm. Þótt ítalir virðist alltaf vera að rífast þá gerir eng- inn sig líklegan til að rífast í mér. Kannski er ég orðinn háður því að hitta Svan og Þorbjörn í Háskólanum, ungkomma á börunum og illgjarna menn á kaffihúsum. Mérfinnst eins og ég sé að missa af einhverju. Er kominn með þrá eftir því sem ég var feginn að vera laus við fyrir svo skömmu síðan. QTommi ogFriðrik Weisshappel með næturklúbb á Borginni QÁrni Sam. meðfærri Óskarsverðlaun í ár Q Yfirlögregluþjónninn er aðstoðaryfirlögregluþjónn egar TÓMAS |A. TÓMAS- SON keypti Borgina fyrir tveimur árum lét hann ein- hvers staðar þau orð falla að það samræmdist illa að reka hótel og skemmtistað undir sama þaki. Eitt- hvað hefur hann breytt um skoðun því í mai er fyrirhugað að opna næturklúbb í rýminu sem liggur eins og L utan um gyllta salinn. Tómas stendur ekki einn í þessu því hann hefur fengið til liðs við sig FRIÐFSIK WEISSHAPPELog DÝRLEIFI ÖRLYGSDÓTTUR sem stýra Kaffibarnum. Hafa þau meðal annars farið á vegum Tómasar til London og New York að skoða nýjustu trendin í næturklúbbakúl- túrnum... ARNI SAMUELSSON hefur síðustu ár verið duglegastur allra kvikmyndahúsaeigenda við að bjóða upp á bestu myndirnar hverju sinni. Eitthvað virðist honum vera að fatast flugið, að minnsta kosti er útlitið á þá leið ef það er skoðað hvað af þeim myndum sem hlutu Óskarsverðlaunin og tilnefn- ingar til þeirra voru sýndar í bíóhús- um hans. Aðeins ein mynd af þeim sjö sem hlutu flestar Óskarstilnefn- ingar var sýnd í Sambíói, en það var Flóttamaðurinn. Stjörnubíó er aftur á móti í mikilli uppsveiflu því af þessum sjö myndum átti það þrjár: Philadelphia, Dreggjar dags- ins og Öld sakleysisins. Svo listan- um sé lokað þá átti Háskólabíó tvær myndir: ( nafni föðurins og sigurvegara ársins, Lista Schindlers og Regnboginn eina: Píanóið... H eyrst hefur að ARNAR GUÐ- MUNDSSON, skólastjóri Lögregluskóla ríkisins, hafi verið settur í að rannsaka mál GUÐMUNDAR JÓNSSONAR, að- stoðaryfirlögregluþjóns í Kópavogi, sem beðinn var um að fara I fri þegar hann ætlaði að mæta til vinnu síðastliðið haust vegna þess að yfirmenn hans hótuðu að ganga út annnars. Guðmundur var titlaður yfirlögregluþjónn í EINTAKI í síð- ustu viku en hann er sem sagt að- stoðaryfirlögregluþjónn... Jakob Magnússon í bobba Sendiherrann eyddi helm- ingnum af menningar- framlaginu Bauðkómum sem sonur hans syngur meðtil London Sextíu og þriggja manna kór Menntaskólans við Hamrahlíð kom úr viku söng- för um England síðastliðinn sunnudag. Stjórnandi kórsins er Þor- gerður Ingólfsdóttír og segir hún að kostnaðurinn við ferð- ina hafi numið um fjórum milljónum króna. Að hennar sögn á Helgi Ágústsson, sendiherra íslands, veg og virðingu að heimsókn kórsins og lagði sendiráðið fram eina og hálfa milljón króna til stuðnings við þetta verkefni. Sendiráðið í London er eina sendiráðið sem hefur á að skipa menningarfulltrúa í fullu starfi en fjárveitingin til menningarmála á af- mælisári lýðveldisins er sam- tals þrjár milljónir króna, að því er Jakob Magnússon menningarfulltrúi segir. f samtali við EINTAK sagði Jakob að koma kórsins hafi verið hjartans mál fyrir sendi- herrann og að hans mati hafi það átt að hafa forgang um- fram önnur verkefni. Er ekkert einkennilegt að sendiherra standi í þessu á meðan við höfum menning- arfulltrúa í fullu starfi í sendiráðinu? „Nei í sjálfu sér ekki, þetta var metnaðarmál fyrir hann og Helgi var farinn að skipu- leggja heimsókn kórsins löngu áður en ég kom í NAFNSPJALD VIKWNNAR Gunnar Árnason vinnur dags daglega sem hljóðmaður hjá Ríkissjónvarpinu. Hann er líka einn af stórtækari verktökum innan hljómsveitabransans því hann á helj- arinnar hljóðkerfi sem hann leigir hljómsveitum. Yfir- leitt sér hann sjálfur um að setja kerfið upp og stilla það svo hljómurinn verði í góðu lagi. Sem dæmi um hljómsveitir sem hann hefur starfað með má nefna Sálina hans Jóns míns og Nýdönsk. Nafnspjald Gunnars lítur við fyrstu sýn út fyrir að vera komið frá kranabílstjóra en þegar betur er að gáð sést að það sem maður heldur að sé kranabóma er míkrafónstöng. Það er skemmtilega hallærislegt hvemig ð-ið er notað sem standur fyrir stöngina og eins hitt að iðja Gunnars, að taka upp tónlist, er notuð sem tilefni í orðaleik sem aftur gæti allt eins átt við kranabílstjóra. sendiráðið.“ En voru ekki mörg mál í vinnslu sem þú tókst við þeg- ar þú komst til starfa sem heyra undir menningargeir- ann? „Jú, það má segja að það hafi verið allt nema þetta.“ Er sendiherrann tengdur kór Menntaskólans við Hamrahlíð einhverjum tryggðarböndum? „Ekki að öðru leyti en því að sonur hans syngur í kórn- um.“ Ert þú ekkert hvekktur yfir að helmingurinn af þeim peningum sem þið hafið tij ráð- stöfunar skuli vera eytt í þetta verkefhi? „Það var neyðar- ástand sem kom upp því búið var að bóka kórinn og viku fyrir komu hans var gripið til þessarar fjárveitingar. Ég verð að klára aðrar skuld- bindingar mínar einhvern veginn og þegar heimsókn- in var yfirstaðin fór ég til Is- lands í tvo daga og fúndaði með ýmsum aðilum til að leysa þann fjárhagsvanda sem menningarmálin eru komin í. Þrátt fýrir að þrjár milljónir fari til menningarmála á árinu get ég ekld eignað mér þær. Ég finn bara aukafjármagn ann- ars staðar þótt það þýði meiri vinnu fýrir mig. Undanfarin tvö ár hef ég oft hjólað í ýmis fyrirtæki og einstaldinga í leit að stuðningi þó vissulega sé það óheföbundið að embætt- ismenn standi í svoleiðis að- gerðum.“ Ertu hrifinn af kórsöng? „Já, ég er afar hrifinn af honum. Á góðum degi er Hamrahlíðarkórinn ágætur.“ Helgi Ágústsson sendiherra segir að fjárveitingin vegna komu kórsins hefði ekkert með það að gera að Jakob „hafi verið búinn að skipu- leggja eitt eða annað“. „Það er ekkert óeðlilegt við þessa fjár- veitingu og aukaatriði að son- ur minn syngur með kórn- um,“ segir Helgi.© UNDARLEQ VERÖLD HILMARS ARNAR Afglötuðu sakleysi Ef ég ætti að skilgreina lífshlaup mitt og finna eitt- hvað viðvarandi tema sem gæti varpað ljósi á eðli mitt og upplag yrði niðurstaðan án efa eitt orð: sakleysi. Ég hef aldrei á ævinni hitt saklausari manneskju en sjálfan mig. Þessu fylgdu margir kostir í æsku, því með- an jafnaldrar mínir voru uppteknir við að verða andlega bæklaðir fyrir lífstíð út af alls konar trámum sem um- hverfið tróð upp á var ég alltaf jafn bláeygur og bjartur eins og ég væri aðalstjarnan á Candide Camera og sá ekkert, heyrði ekkert og sagði ekkert nema gott. Þegar gamlir siðleysingjar tóku mig og vini mína afsíðis í Loft- leiðalauginni og vildu kenna okkur hvernig ætti að þurrka sér almennilega og skutu síðan inn fræðsluer- indum um sjálfsffóun hélt ég í allri einlægni að þetta væri átak eldri borgara til þess að bæta upp skammar- lega heilsufræðikennslu í skólakerfinu. Vinir mínir sem voru með mér urðu hins vegar ógæfumenn fljótt upp úr þessu og núna þegar ég hitti þá er það milli meðferða hjá þeim í alka- og lúnabatteríinu þar sem þeir eru af veikum mætti að reyna að gera upp áföll æskunnar. Gelgjuskeiðið flaut framhjá í einhverri þoku þar sem ást, hlýja og losti sameinuðust í unaðslegri fiðrildafylk- ingu í brjóstholinu, en vegna þess hvað ég var saklaus var ég líka væntingarlaus og upplifði hnjástellinguna sem trúarathöfti og alla gerðuþaðmáégbænirnar sem ritningarlestur og áhrifamiklar möntrur og ég óx upp úr þessu skeiði jafn óskaddaður og ég hafði verið fyrir. Vinahópurinn var hins vegar á fullu að upplifa hafiian- ir, vonbrigði, öfúnd, afbrýðisemi og allt það sem getur litað og lagt í rúst samskiptamunstur fyrir lífstíð, sagði og gerði hluti sem engin sálgreining eða áfengisþoka fá útmáð og þarna sat ég og gladdist yfir því að bráðum gæti ég séð bíómyndir bannaðar innan sextán. Síðan kynntist ég öðru og öllu eldra fólki, útförnu í biturð og heiskju, sem sat með mér heilu og hálfú helg- arnar og reyndi að sverta heiminn fyrir mér, — en ég labbaði út eftir skemmtilegar og áhugaverðar rökræður og sagði halló blóm, halló tré, halló yndislega veröld og hjálpaði gamalli og þakldátri konu yfir götu. Allt varð mér að gleði og þegar mér var sagt að ég væri óþolandi brosti ég þakklátur yfir því að ég skipti einhvern máli. Tíminn leið og enn stökk ég á fætur glaður og effir- væntingarfullur, ákafur í að upplifa eithvað nýtt og spennandi og þannig var ég daginn sem ég hitti hið gangandi Svarthol. Auðvitað hafði ég upplifað minn skammt af þöglu og fyldu fólki sem fékk athygli út á skapgerðarbrestina og mér fannst svona fólk ósköp sætt og var yfirleitt himinlifandi ef ég gat náð að kalla ffam háðsglott hjá því. En Svartholið var öðru vísi. Á yfir- borðinu virtist hann filédrægur útlendingur, að vísu óvenjulegur að því leyti að hann kom beint af flugvellin- um heim til vinafólks míns sem hann settist upp hjá eft- ir að hafa skilað kveðjum frá öðrum útlendingi sem enginn mundi eftir, geispaði yfir Gullfossi og Geysi og Ferðafélagstúrunum sem við reyndum að troða upp á hann og fór ekki út úr stofúnni þeirra svo vitað sé þessa tvo mánuði sem hann dvaldi hér á landi. Svartholið var átorítet í óréttlæti heimsins, hafði óskeikult nef fyrir orðinni, verandi og verðandi ógæfu, gat á svipstundu séð út sambönd, tengsl og fortíð fólks í þessum sifja- spillta vinahópi og átti síðast en ekki síst auðvelt með að draga óþægilega hluti upp á yfirborðið á þann hátt að þessu líbó liði fór að finnast það vera hræsnarar og meistarastykkið var að hann gat fengið ólíklegasta fólk til þess að játa að það væri á beinni og breiðri braut með að verða eins og foreldrar sínir. Ég fékk sérstaka með- höndlun, — hann tók hetjurnar mínar fyrir. Axel Munthe og Errol Flynn: lygalaupar og nasistar. Tues- day Weld og Rita Tushingham, báðar alkar, pillusjúk- lingar og með Herpes. Ib Henrik Cavling, anórexískur fjársvikari á leiðinni að drekka sig í hel. Wilhelm Reich, gúrúinn minn í geðheilbrigði og kynferðismálum, sál- sjúkur framhjáhaldari sem barði lagskonur sínar ef þær yrtu á annan mann. Jiddu Krishnamurti, Rólex- skrýddur blaðrari sem fer með sætar stelpur í kosmísk- an læknisleik. Chögyam Trungpa hin háheilaga tíbeska endurholdgun, maðurinn sem gaf laginu Whama I.ama Ding Dong nýja merkingu. Donatien Alphonse Francois Marquis de Sade, ástríkur eiginmaður og umbótasinni í félagsmálum sem fékk slæma pressu fyrir atbeina tengdamúttu. Hilmar, how stupid can you get, sagði Svartholið og það átti aldeilis eftir að sýna sig.© 4 FIMMTUDAGUR 14. MARS 1994

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.