Eintak

Tölublað

Eintak - 24.03.1994, Blaðsíða 22

Eintak - 24.03.1994, Blaðsíða 22
eru íþróttir hollar og góðar en það er svo margt sem er það líka sem ekki er fjallað um að neinu marki. Þetta er voðalega ferköntuð afstaða, eins og allir eigi bara að vera í þessu. Mér finnst skorta á að listir og menningarmál hljóti verðuga viðurkenningu sem áhugamál. Það eru ekki síðri leiðir til að verða sér út um almennan félagsþroska. Mér finnst þessi samkeppnisþáttur orð- inn frekar neikvæður og hann hef- ur smitast út í svo margt annað. Það er alltaf verið að ýta undir sam- keppni í skólum í stað þess að efla samvinnuna á milli nemendanna. Það er verið að búa til einhver númer til að láta hina horfa upp á og um leið er sköpuð ákveðin van- máttarkennd hjá þeim.“ Hestamenn að drepast í rassgatinu Heiðar Jónsson snyrtir ber ekki mikla virðingu fyrir íþróttum. „Ég er hlynntur heilbrigðu líferni en íþróttir hafa aldrei höfðað til mín,“ segir hann. „Mér finnst dálít- ið furðulegt að allir smástrákar byrja á að sparka boltum og það endar með því að þeir reyna að finna sér stóran völl og eyðileggja hann með því að sparka bolta á milli tveggja spýtna þar sem að maður stendur og reynir að koma í veg fyrir að boltinn komist inn fyr- ir. Þegar ekki viðrar til þess, fremja þeir sama leikinn innanhúss í vondu lofti og fótbrjóta sig trekk í trekk. Ef þeir hafa ekki aðstöðu til þess hoppa þeir upp í loftið og troða boltanum í einhverja körfu. Þegar menn eldast hossast þeir tím- unum saman blindfullir á íslensku truntunni og eru að drepast í rass- gatinu. Ekki er látið þar við sitja heldur farið út í fallega náttúruna og gerðar holur. Menn standa síðan eins og hálfvitar að munda ein- hverjar stangir, lemjandi kúlur ofan í holurnar. Þetta er afstaða mín til íþrótta en verð að taka það fram að mér finnst gaman að horfa á frjálsar íþróttir og stundaði sund þegar ég var strákur. Ég var í sveitaskóla og þar var engin leikfimi en maður fékk næga hreyfingu við almenn bústörf.“ Skrópað í gelgjunni Gunnar Bjarni Ragnarsson gítarleikari í Jet Black Joe hefur ekki gert mikið af því að stunda íþróttir að eigin sögn. „Maður stundaði leikfimi í skólanum til að byrja með en þegar gelgjan færðist yfir fór ég að skrópa. Eg var ekkert í því að verða mér út um vottorð heldur mætti bara ekki ef ég nennti ekki. Ég held að þetta hafi verið almennt en ekki bundið rokkurum eða öðr- um hópum. Ég fylgist ekkert með íþróttum en fer stundum í sund og þá helst eftir lokun. Mér finnst gott að fara í Álftaneslaugina og Bláa lónið en það er búið að setja upp þjófavarnarkerfi í Hafnarfjarðar- lauginni. Þegar við erum með tón- leika úti á landi þá leitum við fýrst uppi laugina í plássinu og skellum okkur ofan í eftir gigg og höldum partí.“ Hópíþróttir eru fyrir ofvirka þráhyggjumenn Myndlist og íþróttir virðast eiga vonda samleið og Harpa Björns- dóttir mynlistarkona segist hafa af- skaplega lítinn áhuga á hópíþrótt- um en gaman að fara með sjálfri sér á fjöll. „Það sem höfðar til mín er eitthvað sem er fallegt og göfugt eins og skautadans en ég hef ekki tilfmningu fýrir tveimur liðum sem eru að keppa. Ég hafði sömu af- stöðu til leikfimi og sunds í skóla og fannst skipta meira máli hversu vel maður synti en hraðinn. Hóp- íþróttir eru ágætis útrás fyrir of- virka þráhyggjumenn því þeir geta orðið nýtir þjóðfélagsþegnar með því að fara í sport.“ íþróttaiðkun komin ut í hégóma „Ég er ekki beinlínis á móti keppnisíþróttum en því fer fjarri að ég sé áhangandi þeirra,“ segir Sig- uður Líndal prófessor við HÍ. „Fram að þrítugsaldri vann ég erfiðisvinnu en þá var miklu minna af vélum og maður fékk ágætis hreyfingu út úr því. Ég tók þátt í leikfimi á menntaskólaárunum af skyldurækni og var góður í köðlun- um en lélegur í stökkum. Ég var Elísabet Jökulsdóttir rithöfundur „I barnaskóla og gagnfræðaskóla skrópaði ég miskunnarlaust íleikfimi og varð mér úti um tilheyrandi vottorð ef með þurfti. Það hefur sennilega verið af því mér fannst ég aldrei geta neitt, ég gat ekki farið hástökk eða flikk flakk og si/o ríkti heragi sem ég þoldi ekki. “ markmaður í handbolta en var svo nærsýnn að ég sá ekki heilvítis tuðruna og varð að hætta því. Þeir sem stunduðu íþróttir þóttu ekki stíga í vitið en það voru náttúrlega bara fordómar í sjálfu sér. Ég hef alltaf verið á móti íþróttadjöful- gangi en hef stundað sund frá blautu barnsbeini þó ég sé ekki góður sundmaður. Ég er ekki að keppa við neinn en set mér mark- mið sjálfur. Mér fmnst keppnis- íþróttirnar ganga út í öfgar og sum- ir piltanna sem ég kenni í háskólan- um eru dálítið meiddir og laskaðir allir, og maður spyr sjálfan sig hvort þetta sé mannskepnunni eðlilegt. Iþróttaiðkun er komin út í algjöran hégóma þegar spurningin um árangur stendur um brot úr sekúndum. Ég lærði leikfimi í há- skólanum og við vorum á móti því að hún væri skyldugrein. Kennar- inn okkar var Alexander Jó- hannsson en hann var lærður í Þýskalandi og vildi hafa okkur sem hálfgerða hermenn. Ég horfi með hryllingi til áranna í kringum '68 þegar líkamsrækt var sem minnst í tísku. Nemendur mínir þrifu sig varla og manni fannst vera fýla af strákunum. Ég var mest hræddur um að þegar þeir gengu framhjá hryndu af þeim lýs á mann. Ég klæði mig aldrei í íþróttaföt til að fara út að hlaupa og geri það ekki nema þegar ég er að verða of seinn. Ef ég er þreyttur þá hleyp ég stundum tvo stutta hringi í hverf- inu og yfirleitt í myrkri. Eg er samt frekar léttur á fæti enda hljóp mað- ur á eftir búfénaði til sveita í gamla daga, eins konar torfæruhlaup." © PÉTUR Tyrfingsson deildarstjóri hjá sáá „Það hafa hins vegaralltaf verið til menn sem halda að róttækni felist íþvíað vera á móti íþróttum, borða baunir og geyma bækurnar sinar í ölkössum. Við sem hugsuðum stíft um heimsbyitinguna, hugsuðum um merkilegri hluti en það. “ GUtLi BETRI Þess í stað fiskar það alltaf vítakast, það er eins og allt gangi út á svindl. Um leið og þú fiskar eitthvað ertu að reyna að láta brjóta á þér. Auð- vitað gerist það stundum en þulirn- ir segja þetta samt alltaf. Mér finnst eins og íþróttaandi meðal áhorf- enda hafi hrakað. Áður fýrr var klappað fyrir því alveg eins ef and- stæðingurinn gerði eitthvað flott. Núna er bara haldið með sínu liði og helst á að fiska sem flest víta- köst.“ prófið fyrr en árið 1987 frá Kvenna- skólanum. Ég losnaði við að mæta í leikfimi en í stað þess var mér gert að læra bak-skriðsund. Ég lærði seint að synda en syndi mjög fallega að því að mér er sagt. I mennta- skóla var ákveðið bil á milli þeirra sem höfðu áhuga á íþróttum og bókmenntum. Það gaf mér mikinn styrk í stöðunni að lesa að Samuel Beckett sem var uppáhalds leik- ritaskáld mitt var mikill íþrótta- áhugamaður í skóla. I dag hef ég Gunnar Bjarni Ragnarsson gítarleikari í JET BLACK JOE „Þegar við erum með tónleika úti á landi þá leitum við fyrst uppi laugina í plássinu og skellum okkur ofan í eftir gigg og höldum partí. “ Gat ekki faríð flikk fíakk Elísabet Jökulsdóttir rithöf- undur kveðst örugglega hafa getað orðið skautadrottning því það sé í ættinni. „I barnaskóla og gagnfræðaskóla skrópaði ég miskunnarlaust í leik- fimi og varð mé út um tilheyrandi vottorð ef með þurfti. Það hefur sennilega verið af því mér fannst ég aldrei geta neitt, ég gat ekki farið hástökk eða flikk flakk og svo ríkti heragi sem ég þoldi ekki. Síðan þá hefur íþróttaáhugi minn verið stöðugt vaxandi. Skólaganga mín var nokkuð skrykkjótt því ég hætti um tíma og kláraði ekki stúdents- mjög jákvætt viðhorf til íþrótta og er á leiðinni að fara að stunda... hvað heitir það aftur... skokk.“ Ferköntuð afstaða „Ég er lítil íþróttamanneskja en tók þó þátt í frjálsum íþróttum sem barn,“ segir Svala Arnardóttir þula. „1 Flensborg í Hafnarfirði þar sem ég sótti skóla var mikill hand- boltaáhugi og lítill antísport mór- all. Ég sótti leikfimi eins og til var ætlast en fylgist ekkert með því sem er að gerast í íþróttum. Þótt íþróttir séu áhugamál margra fmnst mér þeim oft vera gert full hátt undir höfði miðað við annað. Vissulega 22 FIMMTUDAGUR 24. MARé 1994

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.