Eintak

Tölublað

Eintak - 24.03.1994, Blaðsíða 21

Eintak - 24.03.1994, Blaðsíða 21
hjá SÁÁ reykti hann mikið og var drykkfelldur þannig að hann hafði ekki heilsu til neinna íþróttaiðkana í menntaskóla. „Ég fór létt með að komast hjá því að stunda leikfimi því ég var óþekkur í skóla en hins vottorð vegna þess að þeir hefðu falfið á öllum hreyfíprófum. Þetta fólk hreyfði sig ekkert og var í lé- legu líkamlegu jafnvægi. Eg var það ekki sjálfur, enda búinn að hlaupa uppi leigubíla og stelpur um allan vegar held ég að flestum kennurum hafi fundist ég vera frekar skemmtilegur og leikfimiskennar- inn var þar engin undantekning. Hann gaf mér séns á að koma og taka próf og ég minnist þess að hann sagði, „það er synd að svona vel byggður maður skuli ekki vera í betri æfingu en þú ert.“ Ég gerði nokkrar æfingar fyrir hann og hann var harla glaður með það og sá að ég hafði alveg eðlilegan limaburð og var ekki klaufskur maður eða neitt þess háttar. Ég gat ekki farið sömu leið og þeir sem voru af- burðanemendur og kúristar því þeir fengu náttúrlega bara læknis- bæ og var í góðri æfingu með það. Ég sé ekki eftir að hafa fyrirgert leikfimisnáminu svona því ég fékk ágætis leiðsögn í íþróttum sem ungur drengur og hef getað rifjað það upp án hjápar menntaskóla. Ég held ekki að það hafi verið neinn ákveðinn hópur sem lét sér leikfimi litlu varða. Það voru að vísu einhverjir sem gengust upp í því að vera antísportistar og það þótti svolítið fínt en ég held að við bolsévikkarnir hafi ekki látið okkur nægja svo lítilvæga róttækni. Það hafa hins vegar alltaf verið lil menn sem halda að róttækni felist í því að vera á móti íþróttum, borða baunir SVALA ARNARDÓTTIR PULA „Mér finnst skorta á að listir og menningarmái hljóti verðuga viðurkenningu sem áhugamál. Það eru ekki siðri leiðir til að verða sér úti um almennan félagsþroska. “ SlGURÐUR LÍNDAL PRÓFESSOR VIÐ HÁSKÓLA ÍS- LANDS „Mér finnst keppnisíþróttirnar ganga út íöfgar og sumir piltanna sem ég kenni í háskólanum eru dálítið meiddir og laskaðir allir, og maður spyr sjálfan sig hvort þetta sé mannskepnunni eðlilegt. “ besti höfundurinn og sá gítarleikari sem spilar flestar nótur per tíma- einingu á að vera mesti tónlistar- snillingurinn. Þetta spillir mjög viðhorfi æskunnar til hinna æðri gilda enda eru þau öll á undanhaldi að því er mér sýnist.“ Vil frekar vera grá en fara í Ijós Andrea Jónsdóttir útvarps- kona á Rás z leggur ekki reglulega stund á íþróttir en þegar hún var yngri keppti hún í sundi. „Þetta var reyndar frekar stuttur ferill sem endaði með inngöngu rninni í MR. Ég var töluvert í handbolta og frjálsum en ég er frá Selfossi og úti á landi er ekki það mikið annað að gera svo maður fór út á íþróttavöll að leika sér. Vissulega var nokkur antísport mórall í MR en mér þyk- ir þessi andstaða menntamanna við íþróttir frekar skrýtin. Ég viðurkenni að mér fannst leik- fimin í menntaskóla ekki skemmtileg og í dag finnst mér þessi fegrunarsport ganga út í öfgar. Eg er til dæmis á móti því að fara í ljós, það myndi aldrei hvarfla að mér. Ég vil frekar vera hvít og grá heldur en að hanga í ljós- ' um. íþróttaiðkun er samt góð fyrir æskuna eins og maður segir svona á fullorðinsárum. I sund- Andrea Jónsdóttir útvarpskona, RÁS 2 „Það er einstaka sinnum sem ég nenni að taka skurk og hreyfa mig, og þá erþað helst með því að fara í sund. Ég nenni ekki að vera í eróbikk eða neinu svoleiðis, ég vil frekar dunda við þetta sjálf. " inu var það kannski fyrst og fremst félagsskapurinn sem maður sótti í en ekkert endilega að vera fýrstur í mark. Þegar ég sagði skilið við hóp- inn nennti ég enda ekkert að æfa með metnaðargjörnum Reykvíkingum. Það er einstaka sinn- g um sem ég nenni að taka skurk og hreyfa mig, og þá er það ■ Æ1 helst með því að fara í sund. Ég nenni ekki að vera í eróbikk eða neinu svoleiðis, ég vil frekar dunda við þetta sjálf. Ég fylgist með íþróttum með öðru aug- anu og finnst gaman að horfa á sund eða ffjálsar í sjónvarpi. Mér finnst f j ö 1 - miðlar e i n - blína svo- lítið mikið á fótbolta þótt það sé aðeins farið að lagast. Það er eitt sem fer óskaplega í taugarnar á mér en það er að nú er fólk hætt að fá vítakast. Harpa Björnsdóttir myndlistarkona „Hópíþróttir eru ágætis útrás fyrir ofvirka þráhyggjumenn þvíþeir geta orðið nýtir þjóðfélagsþegnar með þvi'að fara í sport." og geyma bækurnar sínar í ölköss- um. Við sem hugsuðum stíff um heimsbyltinguna, hugsuðum um merkilegri hluti en það. Með því að hætta að mæta í leikfimi var maður að neita því að labba í röð og í takt. Við létum það ekki nægja heldur börðum í gegn frjálsa mætingu á öðru námsári mínu í menntaskóla. Ég er á því að strákar eigi að stunda íþróttir en svo þegar þeir eru orðnir svona fjórtán ára held ég að flestir hætti sem eru með eitt- hvert vit í kollinum. Þá fer þetta bara út í vitleysu, enda er ekkert gaman að horfa á fótbolta hjá eldri mönnum. Þá fara menn að tuddast og leikurinn er farinn að ganga út á eitthvað annað en markmiðið var i fyrstu. Keppnisíþróttir eru að mörgu leyti mjög skaðlegar fyrir æskulýðinn og þjóna borgarastétt landsins. Alið er á því að sá sem er hraðastur, mestur, stærstur, bestur, skorar flest mörkin eða allt sem hægt er að vega og meta í magni, hljóti mesta upphefðina. Þetta er tóm vitleysa og þessi hugsunarhátt- ur smitast inn í alls konar listgrein- ar. Sá sem skrifar flestar síðurnar er Guðni Guðmundsson REKTOR MENNTASKÓLANS í REYKJAVÍK „Ég skal ekki meta það hvort það efli anda unga fólksins að íþróttir eru meira í tísku í dag en hins vegar er ég þess fullviss að þær gera gáfumönnum ekkert illt." FIMMTUDAGUR 24. MARS 1994 21

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.