Eintak

Tölublað

Eintak - 24.03.1994, Blaðsíða 27

Eintak - 24.03.1994, Blaðsíða 27
þrófa og sjá eitthvað nýtt. Það er kannski orðið leitt á staðnum sem það hefur stundað og grípur því fegins hendi að færa sig á nýjan. Það fýndna er að þó skipt sé um húsnæði er yfirleitt ekkert nýtt að gerast, það er sama fólkið sem er að skemmta sér og tónlistin er oftast mjög svipuð. Meðal fyrsta merkis þess að stað- ur sé að dala er þegar fólk fer að koma seinna inn. Boðsmiðar á laugardögum er líka vísbending urn að eittthvað sé aðsóknin farin að daprast og vínkynningar og skemmtiatriði líka. Þessi atriði sem eiga að laða fólk aftur inn á staðinn virka einfaldlega ekki þegar komin er hreyfmg á fólkið, það er mjög erfitt að stöðva flóttann. Ég man til dæmis eftir því vorið 1988, þá var ég að vinna í Tunglinu og það var bú- ið að vera fullt hús hjá okkur helgi eftir helgi. Þá opnaði Sól og sandur á Brodway og á einni helgi datt að- sóknin að Tunglinu úr þúsund manns niður í tíu manns. Og Tunglið þufrkaðist hreinlega af kortinu í nokkra mánuði eftir þetta.“ Það hefur sýnt sig eftir að börum fjölgaði í Reykjavík að mjög svipuð lögmál gilda um þá og skemmti- staðina. Að vísu þynnast barirnir hægar út en skemmtistaðirnir en ferlið er það sama, tekur aðeins lengri tíma. Atli Geir Grétarsson söngv- ari, er einn af þeim mönnum sem hefur eytt drjúgum hluta ævinnar á reykmettuðum börum með viskí- glas við höndina. Hann bendir á að það er nauðsynlegt að fá smá til- breytingu við og við, en það hangir líka fleira á spýtunni. „Viskiið bragðast eins alls staðar, það vantar ekki, en maður verður að skipta um stól við og við. Þessir staðir eiga það til að sjúskast svo hressilega. En það eru fleiri ástæður fyrir þessari hreyfingu. Oft er það þannig að það er einn þéttur hópur sem byrjar að sækja einhvern stað og myndar góða stemmningu. í kjölfarið kemur hópur tvö til að njóta þessa og er það í góðu lagi. En þegar þriðji hópurinn kemur þarf maður að færa sig. Þá er ástandið kannski orðið þannig að þessi þriðji hópur er búinn að fylla staðinn og mynda röð fyrir utan hann vel fyrir miðnætti og fastagestirnir eru hreinlega tilneyddir til að finna sér nýtt aðsetur. Svona gengur þetta svo hring eftir hring.“ Ákveðinn hópur fólks lykillinn að vinsældum Arnór Björnsson þekkir skemmtanalífið bæði sem gestur og Vm skemmtanastjóri en hann stýrði Casablanca með góðum ár- angri fyrir nokkrum árum. Arnór er á því að það sé ákveðinn hópur fólks hverju sinni sem þarf að sækja stað til að hann nái vinsældum. „Það er ákveðið lið sem skiptir mjög rniklu máli að sæki stað ef hann á að ganga vel. Það er einfald- lega staðreynd að ákveðin andlit trekkja. Ég man til dæmis eftir því þegar ég sá um Casablanca þá fyllt- ist staðurinn fyrstu helgina sem ég tók við. Margir skýrðu þetta með því að það hefði verið komin ákveðin þreyta í annað sem var í gangi og þetta hefði því verið full- komlega eðlilegt. Það lá hins vegar á bak við þetta þriggja vikna hörku- vinna hjá mér þar sem ég hafði hringt í þennan lykilhóp og kynnt honum það sem ég var að fara af stað með. Þetta var urn það bil tutt- ugu til þrjátíu manna hópur sem hver um sig tók annað eins af mannskap með sér. Þegar þessi andlit hætta síðan að sjást eru dagar staðarins taldir. Þá er eitthvað ann- að fólk farið að sækja staðinn sem aldrei tekur þátt í að skapa stemmningu heldur eltir bara eins og fiskitorfa. Sá hópur stoppar aldrei lengur en um það bil tvo mánuði og er þá rokinn eitthvað annað. Rósenbergkjallarinn er dæmi um stað sem hefur náð að halda mjög jöfnum vinsældum svo til frá því að hann opnaði. Þar hefur gert gæfumuninn að ákveðinn, mjög góður kjarni hefur lengi hald- ið tryggð við staðinn og alltaf trekkt inn mikið af öðru fólki.“ Sólveig Grétarsdóttir hefur svipaða sýn og Arnór á þessi mál því hún hefur reynt bæði að vera fastagestur og svo hefur hún líka unnið á skemmtistað. I hennar huga er ástæðan fyrir fallandi gengi skemmtistaða ekki flókin. „Þetta er ósköp einfalt, fólk verð- ur leitt á því að vera alltaf á sama staðnum eftir ákveðinn tíma og þegar nýr staður opnar, eða lappað er upp á gamlan, fer það þangað í von um að eitthvað nýtt sé að ger- ast. Það er nú oftast misskilningur því þetta er gjarnan sami grautur- inn, bara í nýrri skál.“ Sólveig er sammála Arnóri urn að ákveðinn hópur skipti sköpum í rekstri skemmtistaða. „Þetta byrjar oft með því þegar sterk andlit hætta að sjást, síðan fer fólk að koma seinna inn og fer fyrr. Þegar húsið er orðið hálf tómt um hálf þrjú leytið er staðurinn búið spil.“ Landslagið er breytt Skemmtanalífið á íslandi hefur tekið miklum breytingum síðustu fimm árin eða svo. Aragrúi pöbba og kaffihúsa hefur skotið upp koll- inum og breytt landslaginu hressi- lega því þessir litlu staðir hafa vald- ið því að stærri skemmtistaðir eiga mun erfiðara uppdráttar en áður. Sólveig talar sérstaklega um þessar breytingar. „Þetta var mun einfaldara fyrir nokkrum árum. Þá voru bara örfáir staðir starfræktir miðað við í dag. Núna er fjölbreytnin orðin mun meiri. Fólk hefur úr mörgum, mjög ólíkum stöðum að velja og er fyrir vikið mikið á ferðinni, kemur jafn- vel við á nokkrum stöðum á einu kvöldi. Svo er það dálítíð skrýtið, þó það tengist þessu kannski ekki, að vinsældir sumra skemmtistaða virðist fara mikið eftir árstíðum, hvernig sem stendur á því. Borgin var til dæmis rnjög vinsæl nokkur sumur í röð en dalaði alltaf á haust- in og tími Ingólfscafé er vorin." Hlynur tekur undir að margt sé öðruvísi en áður. „Mér finnst þetta hafa breyst ntikið undanfarið. Þessar miklu að- sóknarsveiflur milli staða voru mun meira áberandi fyrir nokkrum árum. Núna er hver staður kominn með sinn hóp sem færir sig ekki svo glatt þaðan. Ef ég tek tvö dæmi um staði sem eru í gangi núna þá er alltaf sama tegund af fólki í Casa- blanca, það koma bara nýir árgang- ar og ný andlit í stað þeirra sem detta út. Sömu sögu má segja unt Rósenberg, þar hefur sami hópur- inn að grunni til verið í mjög lang- an tlma og þetta fólk vill helst ekki ver’a annars staðar. Og þessir tveir staðir eru gjörólíkir heimar. Það eru ekki allir skemmtistaða- eigendur búnir að átta sig á því að það er ekki lengur aðalmálið að vera með eitthvað rosa ljósashow og hljómkerfi og flottar innrétting- ar. Það skilar sér ekki í aukinni að- sókn. Það er stemmningin inni á staðnum sem skiptir máli og hana búa gestirnir að miklu leyti sjálfir til.“ © E Q BIÐ AÐ HEILSA Ólöglegur innflytjandi og ormétin húsmóðir 14.03.1994. EíNTAK WTNSSTI& -4 ?Q 1 - ££Y«fA» -í-Í-^LaníD fylSLAMDiA'' Randburg Suður-Afríku Sælinú frá landi mannlegra and- stæðna! Héðan er ýmislegt gott að frétta þó að óhætt sé að segja að sumar fréttir frá þessu landi gætu þótt miður góðar. Það hefur alla tíð mátt teljast fullmikið upp í sig tekið að segja að allt gott sé að frétta, hvort sem það er af þessum stað eða öðrum. Ætli við værum mikið að væflast um bundin í ónefndan kílóaljölda og háð ýmiss konar lög- málum ef ekki rúmaðist agnarlítil betrun á einhverjum sviðum okkar jarðneska lífs? En sem sagt, hér er- um við og sjáum bikar okkar hálf- fullan í landi kynþáttabaráttu og yf- irþyrmandi náttúrufegurðar, landi atvinnuleysis og tækifæra, landi hvítra og svartra. Þrátt fyrir mikla umfjöllun um atvinnuleysi hér í landi þá læðast hingað yfir landamærin frá öðrurn afríkuþjóðum hópar svertingja í leit að betra lífi. Margir þeirra fínna sér daglaunavinnu hér sem gefur ekki mikið í aðra hönd en það sem upp á vantar verða þeir sér úti um með ýmsum hætti. Ekki er þá alltaf við- urkenndum aðferðum beitt og sýn- ir það sig meðal annars í mjög hárri glæpatíðni, jafnt í þéttbýli sem í sveitum þessa undurfallega lands. Raunveruleiki þessa vandamáls hjó óhugnanlega nærri heimaslóðum nú á dögunum þegar varðhundarn- ir okkar þrír urðu skyndilega mjög æstir. Þetta var einn af þessum heitu dögum og húsbóndinn var í arfa- tínslu í garðinunt. Mér þótti vissara að athuga hvað angraði skepnurnar en þegar ég kom í dyrnar sá ég hvar minn ektamaður talaði í mjög ákveðnum tón við einhvern svert- ingja sem ég kannaðist hreint ekk- ert við á meðan hann hélt aftur af hundunum sem voru alls ekki sáttir við andrúmsloftið. Af tvennu vissi ég að ekki væri allt með felldu. Annars vegar var það að sá ókunn- ugi gat ekki hafa komist inn í miðj- an garðinn eftir neinurn hefð- bundnum leiðum án þess að ég yrði þess vör og hitt var að minn maður sýndi aðkomumanni ekki þá gest- risni sem honurn er annars svo töm þegar gest ber að garði. Hann var í þann veginn að fylgja þessum hor- aða og húfuklædda náunga út úr garðinunt þegar allt í einu söng í hjólbörðum bifreiðar sem snögg- hemlaði á götunni fyrir utan. Út úr bílnum stökk kraftalegur hvítur ná- ungi með hrópum og skipaði okkur að sleppa ekki manninunt. Hann náði heldur óblíðum tökum á „gestinum" og talaði eitthvað til hans sem greinilega var ekki ætlað til hughreystingar. Ég furðaði mig á því að sá handsamaði gerði ekki minnstu tilraun til að hlaupa þó að hann hefði tækifæri til að reyna, en ég skildi það betur þegar ég rak augun í stærri gerðina af skamm- byssu í buxnastreng kraftakarlsins. Á þessu stigi atburðarásarinnar fórum við furðu lostnir Islending- arnir að ná áttum og spurði ég hvað flóttamaðurinn hefði gert af sér. „Hann er ólöglegur innflytj- andi,"“svaraði aríinn. Með það rykkti hann sakborningnum með sér og skutlaði honum á hvolf inn um dyr aftan á bílnum. Það var þá sem við tókum eftir því að bíllinn var þéttpakkaður af „ólöglegum innflytjendum11. Ég velti fyrir mér hvað hrærðist innra með starfs- m a n n - inum sem sat undir stýri þessarar opinberu bifreiðar, en hann var jafn svartur og félagarnir sem hírðust aftur í eins og sardínur í dós. Þar sem við stóðum ringluð eftir atburðarásina fylgdumst við með þeim vopnaða koma sér fýrir í framsætinu við hlið bílstjórans. Þegar hann svo teygði sig til að skella bílhurðinni leit hann til okk- ar og kallaði: „Thank you very much“. Þar með voru þeir farnir. Mig langaði að hlaupa á eftir bíln- um og leiðrétta þetta, segja honum að vera ekki að þakka mér, ég gæti ekkert að þessu gert og þetta væri ekki mér að kenna. Af þessari reynslu lærði ég að köllun mín í líf- inu er ekki sú að vera meðlimur í suður-afrísku lögreglunni. Á mínu heimili eru annars allir hressir og heilsast vel. Að vísu mátti ég leita læknis ekki alls fyrir löngu þar sem ekki var allt með felldu í meltingarstarfseminni. Sú starf- semi fór að verða heldur hávaða- söm og í kjölfarið fylgdi svo það sem sérfróðir kalla steinsmugu. Ég sá mitt óvænna og hlýddi læknin- um þegar hann heimtaði sýni af til- tekinni afurð, þar sem hann var far- inn að tauta eithvað um salmonellu með alvöru í svip. Mikill var því léttir minn þegar orsökin reyndist vera „paracitic infection“, sem er barasta formlegra heiti heilbrigðis- stéttarinnar á ormum. Já, meðan húsmóðirin á heimilinu taldi sig takmarkaða við að fæða skráða fjöl- skyldumeðlimi reyndist hún hafa fóstrað og nært óhemju frjósama og hrausta þjóð þessarar tegundar dýraríkisins um þó nokkurt skeið án þess að hafa haft minnstu hug- mynd um það. Það var dálítið ónotaleg tilhugsun að vera ekki kona einsömul af svo órómantísk- um ástæðum, en allt er gott þá end- irinn allra bestur verður og nú er ég sem sagt hressari en nokkru sinni fyrr og reynslunni ríkari. Enginn er verri þótt örlítið ormétinn sé, en samt sem áður kaupi ég nú orðið allt ferskt grænmeti á viðurkennd- um mörkuðum frekar en við vegar- brúnina. Það fer að styttast í endinn á þessu bréfi þar sem Diana Mo- kopagkosi bíður eftir að ég fýlgi henni á nýja vinnustaðinn sinn. Hún er svört vinkona okkar og vinnukona að atvinnu, en hún var að fá vinnu hér í næsta nágrenni. Hana vantar bara aðstoð mína við að endurskipuleggja herbergið sem hún kemur til með að búa í. Vinnu- konan sem bjó þar áður óttaðist nefnilega hinn illræmda „Togkol- osi“, en samkvæmt trú svartra er hann andi sem ku stökkva upp f rúm þeirra meðan þeir sofa. Hún hafði því staflað málningardósum og múrsteinum undir rúmið til að sá svarti kæmist ekki upp í til henn- ar, en rúmið náði upp í eins og hálfs rnetra hæð frá gólft. Diana er af Xhosa ættbálki og aðhyllist ekki svona vitleysu, enda kona fylgin Kristi Jesú. Hún vill því hafa sitt rúm á gólfinu. Héðan sendum við íslenskættað- ar Afríkukveðjur og vonum að snjókoma, skuldir og skammdegi dragi ekki um of af sálartetri land- ans á bestu eyju í heimi. Skamrn- degið er jú á undanhaldi og vorið skammt undan. í einlægni hjartans, Erla Bolladóttir FIMMTUDAGUR 24. MARS 1994 27

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.