Vikublaðið


Vikublaðið - 08.12.1995, Blaðsíða 1

Vikublaðið - 08.12.1995, Blaðsíða 1
Til varnar Davíð: „í afstöðu sinni til Evrópusambandsins túlkar forsætisráð- herra íslenska hagsmuni og hefur haldið þannig á málum að full ástæða er að til að þakka honum fyrir skelegga frammistöðu. í fyrirsjáanlegri framtíð á ísland ekki heima í Evrópu- sambandinu. Saga okkar og menning markast af þeirri sérstöðu að við erum eyþjóð á miðju Atlantshafi, milli tveggja meginlandsálfa. Innganga í Evrópusambandið er okkur álíka nærtækt og að sækja um aðild að Bandaríkjum Norður-Ameríku.“ Leiðari á bls. 2 SÓUHUVG l.íctut hjóiin múm Ögmundarlman (og óhugnanlegar grunsemdir um framtíð Alþýðubandalagsins) - Fundur ABR um sameiningu vinstrimanna og ýmsar pælingar í leiðara og Tilsjá á bls. 2% myndir og texti á bls. 4 og 11. Utlegging formanns Verðandi á bls. 9. Drífandi á Fógetanum Drífandifólk hittist á veitinga- staðnum Fóget- anum til að ræða um aldurstak- mörk til áfengiskaupa og gera sér daga- mun. Bls.9 100 áhrifamestu bækurnar Við birtum lista yfir 100 áhrifa- mestu bækurnar frá lokum seinni heimsstyrjaldar. Jóhanna K. Eyj- ólfsdóttir, Sigurður A. Magnússon, Þorgeir Þorgeirson og Svanur Kristjánsson segja álit sitt. Bls. 6-7 Dulda skatta- hækkunin Ríkisstjómin ædar að koma á innritunar- gjöldum á sjúkrahúsum landsins og er petta enn emn áfanginn í eyðileggingu vel- Ferðarkerfisins og aulbúinni skattahækkun síðustu tveggja mdsstjóma með Friðrik Sophusson í stóh fiármálaráðherrra. Ríkis- reikningar sýna ao Friðrik hefur stórhækk- að skattneimtu meðal annars með álagn- ingu ýmiss konar þjónustu- gjaída, ekki síst á sviði mennta- og heilbrigðismála og hefiir ekki látið staðar numið. Ingibjörg Páhnadóttir heilbrigðisráðherra ædar að láta upptöku innrit- unargjalda við- gangast þótt hún hafi ítrekað lýst því yfir að hún telji nef- skatt skárri kost en þjón- ustugjöld. Sjá grein bls. 5. Hugur í Suðurnesjamönnum „Það er hugur í okkur Suðumesja- mönnum, enda emm við hérna góð- ur hópur af góðu fólki. Eg er eins og aðrir í stjóm ABKN tilbúinn til góðra verka, á heimaslóðum eins og á landsvísu. Við emm sérlega tdlbúin til að hjálpa nýrri forystu flokksins og emm mjög ánægð með Margréti formannogsvo varaformanninn Jó- hann Geirdal, sem er okkar maður eins og alþjóð veit og gerir sitthvað fleira en að eltast við skattsvikara,“ segir Eysteinn Eyjólfsson, sem á að- alfundi Alþýðubandalagsfélags Keflavíkur og Njarðvíkur (ABKN) 27. nóvember sl. var kjörinn formað- ur félagsins. Eysteinn tok við formennskunni af Oddbergi Eiríkssyni, sem gegnt hafði stöðunni í þrjú ár við góðan orðstír. Einnig lét Alda Jensdóttir af störfúm, en hún var gjaldkeri félags- ins í 11 ár samfleytt með miklum á- gætum. Aðrir í nýkjörinni stjórn em Ragnhildur Guðmundsdóttir, Agnar Sigurbjömsson, Sigríður Jóhannes- dóttir og Ægir Sigurðsson. Sérstakur gestur fundarins var Guðrún Helgadóttir og ræddi hún um stjórnmálaástandið og stöðu Al- þýðubandalagsins. Upp úr því spunnust miklar og fjömgar umræð- ur. Olafur Ragnar Grímsson, þing- maður kjördæmisins, sótti fundinn einnig og hafði ýmislegt til málanna að leggja eins og hans er von og vísa. „Ég sé áhugaverða tíma framund- an, sérstaklega vegna hugmynda um samvinnu, samstarf og sameirúngu félagshyggjufólks,“ segir Eysteinn. „Suðumesjamenn em mjög áhuga- samir um þetta og ég nefni fyrir mitt leyti t.d. sameiginlega þingflokks- fundi og myndun skuggaráðuneytis. Allt þarfhast þetta núkillar vinnu, en ef menn vilja þetta þá er það hægt og með því getur mikið áunnist." ABKN er með höfuðstöðvar í Ás- bergi að Hafnargötu 26 og er með fasta fundi á mánudögum (bæjar- málafundi) og laugardögum (ýmis mál). Eysteinn Eyjólfsson fommður ABKN: „Eg sé áhugaverða tíma framundan, sérstaklega vegna hugmynda um samvinnu, samstarf og sameiningu félagshyggjufólks

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.