Vikublaðið


Vikublaðið - 08.12.1995, Blaðsíða 3

Vikublaðið - 08.12.1995, Blaðsíða 3
VTKUBLAÐIÐ 8. DESEMBER 1995 Þriðja siðan ANDSKOTAR „Almenna bókafélagið sem er nýkomið úr hremmingum nauðasamninga með hótun um gjaldþrot vofandi yfir höfði sér otar harðsnúnum símaflokkum á hrekklausan almúgann. Tin- andi gamalmenni reika óstyrkum fótxun þegar kvöldverðargrið eru rofin með síbylju símans og aðgangshörð og ýtin ung- menni knúin af gróðahyggju ftjálsa framtaks- ins suða í ellimóðum og langlúnum kennitölu- númerum sem fálma eftir símtóhnu og eru of- urseld þrautþjálfuðxun lærisveinum Hannesar Hólmsteins og Marðar í flóðmælsku og sókn- arþunga." Pétur Pétursson þulur í Morgúnblaösgrein I bakspeglinum „Flutt í ríkissjóð... Fríhöfii á Keflavíkurflugvelli, 550 inillj- ónir króna... Póst- og síma- málastofnunin, 850 milljónir króna, Afengis- og tóbaksversl- un ríkisins, 6.600 milljónir króna, Rafinagnsv'eitur ríkisins, 80 miíljónir króna...“ - Ur rikisreíkningi 1994, rifjað upp í tilefni af umræðu um einkavæðingu og nýskipan i rik- isrekstri. Úr alfaraleið Drasl Stöðvar 2 á Sýn „Nokkuð ffóðlegt hefur ver- ið [...] að fylgjast með stríði hinna tveggja nýju sjónvarps- stöðva. Þegar virðist hægt að slá því föstu að meðaltalsgæði þess sjónvarpsefhis sem boðið er upp á hérlendis hafa ekki aukist með tilkomu þessara stöðva. Sér- staklega kemur Sýn illa út í samanburðinum, enda virðist efni hennar samanstanda af draslinu sem Stöð 2 var búin að henda.“ Viðskiptablaðið, Reykjavik Fjölskyldumar fjórtán í Fríhöfhina „Nú hafa tveir þingmenn (Guðmundur Flallvarðsson og Kristján Pálsson) lagt ffam til- lögu til þingsályktunar um einkavæðingu Fríhafnar [...] Um 100 fjölskyldur á Suður- nesjum byggja afkomu sína á störfuin í Fríhöfhinni. Nú er störfum þeirra ógnað. Miðað við atvinnuástand á Suðumesj- um finnst mér það skjóta heldur skökku við. Fríhöínin veitir góða þjónustu, þjónustu sem byggir fyrst og freinst á ffam- Iagi starfsfólksins. Það skyldu þó ekki verða 14 fjölskyldur sem ná rekstri Fríhafharinnar ef tillagan verður samþykkt.?“ Fijálmar Ámason þingmaður í Víkurfréttum, Keflavík Leyniskjöl Sverris „Áður en Sverrir Hermanns- son menntamálaráðherra [nú- verandi bankastjóri Landsbank- ans] ákvað að leggja Hús- mæðraskóla Suðurlands niður vorið 1986 sendi hann sérstakan erindreka sinn á Laugarvatn til að fylgjast með skólastarfinu þar og gefa sér skýrslu um það. Við rannsókn á sögu skólans var Eyrúnu Ingadóttur neitað um heimild til að Ijósrita sum gögn um skólann sem liggja í ráðu- neytinu, e.t.v. þau sömu og sér- stakur erindreki setti saman undir stjóm Sverris og Iögð vom til gmndvallar þegar skyndilega var tekin ákvörðun um að leggja skólann niður.“ Sunnlenska fréttablaðið, Sel- fossi Kaþólski söfiiuðurinn „Nú þegar nýr biskup hefur Vikublaðstölur Árið 1993 fékk ríkissjóður smá búbót fríi byssuglöðum þcgn- um þcssa lands, en það árið voru tckjur ríkisins vegna út- gáfú skotvopnaleyfa kr. 1.266.000 - tæplega 1,3 miUj- ónir. Það cr ckki ýkja mikið og því hlýtur Ijármálaráðhcrra að bafa orðið glaður næsta ár eða 1994 þegar tckjur hans af skot- vopnaleyfunum fóm upp í kr. 2.410.000 eða yfir 2,4 milljón- ir. Þetta er 90% hækkun milli ára. Iin ólíkt mcira fckk Eriðrik í sjóð sinn vcgna lieiðna um tjániám og nauðungarsölu eða yfir 390 núlljónir. 'Eckjur af bæði skotvopnaleyfum og „liamarshöggum" lara hækk- andi og spuming hvtirt eitt- hvert samhcngi sé þar á mflU? hafið störf hér er ff óðlegt að líta á starfsaðstöðu hans. Fær hann samhentan og skipulagðan söfnuð til að leiða? Eða sundraða hjörð sem jafnvel berst leynt og ljóst gegn honum ef hann er ekki nákvæmlega eins og við höfðum hugsað okk- ur hann? Líti nú hver í sinn barm.“ Sæmundur C. Sigurþórsson í Kaþólska kirkjublaðinu, Selfossi 55 Ofbeldið á skjánum hefur aukist bæði hvað varðar magn og „styrk- leika“. Og skjáunum hefur fjölgað. Það er löngu sannað að ofbeldi á skjánum hefur nei- kvæða verkan á þann sem horfir, þó í mis- miklum mæli sé. Verst verða þó bömin úti, einkum þau sem eru á einhvem máta illa stödd fyrir. Þessi illa verkan, skaðsemi, er margþætt. I fýrsta lagi telst sannað að það sé um bein tengsl að ræða á mill á- rásarhneigðar einstak- lings og „skjáofbeldis“ sem hann „neytdr“ í bemsku. I öðru lagi er ofbeldi oft sýnt sem ár- angursrík leið til að leysa vandamál. Góðu hetjumar mega beita andstæðinga sína, vondu mennina, ofbeldi í nafni réttlætisins. Böm samsama sig hetju myndarinnar og um leið verða gjörðir henn- ar fyrirmynd. Bergþóra Gísladóttir í Borgfirðingi, Borgarnesi U Umræða að utan Þrátt fyrir aukið ffamboð af störfum hefur banda- ríska hagkerfið lítið gert fyrir atvinnulaust fólk sem lengi hefúr verið án atvinnu. Hjá atvinnuleys- ingjum hefur hlutfall þeirra sem hafa ekki verið í vinnu í eitt ár eða lengur meira en tvöfaldast frá ár- inu 1990, úr 5,6% í 12,2%. Fjöldi starfa hefur aukist jafnt og þétt síðan um mitt ár 1992 og at- vinnulausum hefúr fækkað úr 7,7% niður í 5,5%. Störfin hafa farið til þeirra sem höfðu misst vinnuna á undangengnu samdráttar- skeiði og til manna og kvenna sem nýlega eru komin á vinnumarkaðinn. Ofaglært fólk hefur í minna mæli gengið í þau störf sem bjóðast og þessi hópur fer ört stækkandi. Samkvæmt skýrslu OECD er þetta langtíma- þróun. Samfélagshópurinn sem stríðir við langtíma- atvinnuleysi, hefur verið án atvinnu í 15 vikur eða lengur, hefur stækkað jafnt og þétt frá árinu 1980. - The Economist XAÞil N0NNI! MÍN KWKKA FFT AHTAn&T P ó I i t ís kt I e s m á I Páll Skúlason: í skjóli heim- spekinnar Háskólaútgáfan 1995 „Spurningin er þá þessi: í hverju felst þessi notkun skynseminnar (rökvitsins) á hin- um opinbera vettvangi? Hér er að tvennu að hyggja: annars veg- ar hvað felist í því að hugsa á gagnrýninn hátt, hins vegar hvað telist í hinum opinbera vettvangi. Að beita skynseminni og hugsa á gagnrýninn hátt er skjótt frá að segja þetta: Að fallast ekki á neina skoðun eða staðhæfingu nema skilja hvað í henni felst og vita hvaða rök liggja henni dl grund- vallar. Þetta er kjami hinnar fræðilegu, gagnrýnu hugsunar. Og henni tengist frumlögmál hins fræðilega samfélags: Hver sem er má halda ffarn hverju sem er svo fremi sem hann sé fús tíl að leggja það ffarn til opinberrar skoðunar og umræðu.“ Páll Skúlason heimspekiprófessor hefur um árabil velt fyrir sér vanda skynsamlegrar opinberrar orðræðu. Hann lét einu sinni svo um mælt að það væri undarlegt með háskólakennara sem yrðu stjórnmálamenn að þótt þeir væra þjálfaðir í vísindalegri rök- ræðu virtust þeir gleyma henni um leið og á vettvang stjórnmál- anna væri komið. 1 þessari bók er að finna fimmtán erindi og greinar sem sumar hafa _ birst á strjáli en aðrar ekki. I fimm greinum og erindum er íjallað um menninguna, sex taka til samskipta okkar, einingar og sundurlyndis og fjórar tíl afstöðu okkar til veruleika náttúrunnar. Hér er komin jólabókin fyrir vit- undina. í lokin aðvörun til þeirra sem vilja fá Pál Skúlason í for- setaframboð: Hann er alltof dýr- mætur sem heimspekingur. Dissent Haust 1995 Dissent er sem fyrri daginn smekkfullt af áhugaverðu efni. I haustheftinu skrifar Johan Gray grein um hnignun Ihaldsflokks- ins í Bretlandi. Gray hefur komið við sögu á síðum Vikublaðsins en hann var á síðasta áratug kenn- ingasmiður frjálshyggjunnar og tók m.a. Hannes Hólmstein Gissurarson í læri í Oxford. Þeg- ar leið á valdatíma Margrétar Thatchers fyllist Gray efasemd- um og síðan vantrú á hugmynda- ffæði frjálshyggjunnar. Greinin í Dissent, „The Strange Death of OiSgnll $7.50/Fall 1995 tasocawðí The Formatlon o! a Chlnese Feminist UHCMW The Sttanse Death ol Tory England The Wondertul Mid-Lite Woman Oscar Wilde s Soclalism ARGUMENTS: Lani Guinicr and Oavid Piotke disag'ee about raöal politics FredericK Crews and Eugene Goodhean disagree aoout Sigmund Freud Stolt norskt ESB - nei eins árs Rúmt ár er síðan að Norð- menn höfnuðu í þjóðarat- kvæðagreiðslu aðild að Evr- ópusambandinu. Þrátt fyrir hrakspár Evrópusambands- sinna stendur norskt efha- hagslíf betur en nokkru sinni áður. - Ef norska þjóðin segir nei 28. nóvember mun efnahags- leg hnignun hefjast daginn eftír, sagði Karl Glad formað- ur samtaka norskra atvinnu- rekenda, NHO, í fyrra. Reyndin hefur orðið önnur. Vextir hafa lækkað, iðnaðar- framleiðslan aukist, útflutn- ingur er meiri og vísitala hlutabréfamarkaðarins hefur hækkað. Þá stefnir í að fjár- festingar í Noregi aukist um þrjátíu prósent, - og imi í þeirri tölu er olíuiðnaðurinn ekki talinn með. Fyrir þjóðaratkvæðagreiðsl- TEMA NORGE SA NEI 28. NOVEMBER -ETT ÁR ETTER Súr Gro daginn efrir að Norðmenn höfiiuðu aðild að Evrópusambandinu. una sagði Gro Harlem Brandtland forsætisráðherra að matvöraverð yrði til muna lægri í Evrópusambandsríkinu Svíþjóð, færi svo að Norð- menn höfúuðu aðild. Aðrir stjómmálamenn bættu um betur og sögðu að ef þjóðin hafnaði aðild wðu landamær- in milli SvTþjóðar og Noregs eitt risastórt búðarborð þar sem Norðmenn þyrptust úl að kaupa fnatvöra á ESB-verði ffemur en að borga miklu hærra verð heima fyrir. Þetta gekki ekki eftír. Matvöraverð í Svíþjóð er svipað og það var fyrir ESB-aðild Svía og landamæraverslunin jókst ekki við norskt nei. Hvað gerðist? Jú, eindregn- ustu Evrópusambandssinn- amir í Noregi, þ.e. ríkisstjóm- in og atvinnurekendur, fóra einfaldlega með rangt mál. Spumingin er hvort logið var að þjóðinni vitandi vits eða hvort sambandssinnar töluðu af bamslegri sannfæringu um kostí ESB-aðildar. I norska vikuritinu Ny tid var nýlega farið yfir röksemdir ESB-siima í ljósi reyslunnar og niðurstaða blaðsins er sú að sambandssinnar féllu á eigin bragði. Norska þjóðin sá í gegnum áróðurinn og það hefur komið á daginn að þjóð- in hafði rétt fyrir sér en yfir- völd og atvinnurekendur rangt. Tory England,“ er skörp grein- ing á eðli frjálshyggjunnar og hvernig hún heíúr grafið undan þeim gildum sem eru forsenda fyrir ítökum Ihaldsflokksins. Gray bendir á að fyrsta verkefni Thatcher hafi ekki verið að ráð- ast velferðarkerfið eða mark- aðsvæða opinberar stofnanir heldur að víkja ffá efnahags- stefnu sem fól í sér markmið um að allir hefðu atvinnu. Þetta var gert tíl að .brjóta á bak aftur verkalýðshreyfinguna og tryggja stöðugleika í ríkisfjármálum. Næsta verk var að færa opinbera stefnumótun frá embættis- mannakerfinu og láta í hendur stofhunum og Kugmyndabönk- um hægrimanna. Til grundvallar stefnumótuninni var mannskiln- ingur sérstakrar tegundar. „Homo economicus11 reynir að hámarka gróða sinn, er sérgóður, hlynntur markaðs- og neyslu- þjóðfélagi og vill takmarka sein mest umfang ríkisins. Þessi mannskilningur er evrópskri í- haldssteffiu framandi og á miklu meira skylt með bandarískri hægristeffiu. Ameríkuvæðing breska íhaldsflokksins hefur leitt tíl þess að stuðningur við flokk- inn hefur jafnt og pétt minnkað. Ihaldsflokkurinn hefúr ekki meirihluta í einni einustu stór- borg og um langa hríð hafa skoð- anakannanir mælt fylgi hans í sögulegu lágmarki. Gray telur útséð um að gamli íhaldsflokkur- inn, sem var varðveisluflokkur, muni í fyrirsjáanlegri ffamtíð rétta úr kutnum. Ekkert annað en löng eyðimerkurganga blasi við. Mark Levinson skrifar um byltingu repúblíkana í Bandaríkj- unum og veltir fyrir sér varanleg- um breytingum á bandarísku þjóðfélagi í kjölfarið. Chantal Mouffe fjallar um aukið fylgi við hægri öfgastefnu í Evrópu og leggur drög að nýjum skilningi á pólitískum ágreiningi. Tvær einar eru um umhverfismál og emað í þessu hefti, jákvæð mis- munun, er full amerískt til að vekja áhuga hjá þeim sem þetta skrifar. Áskrift að Dissent kostar 27 dollara og fjögur heffi koma út á ár. (Dissent, 521 Fifth Avenue, New York, NY 10017, USA) -A, c

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.