Morgunblaðið - 07.02.2005, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 07.02.2005, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. FEBRÚAR 2005 19 MINNINGAR ✝ Ingibjörg JónaGuðjónsdóttir fæddist í Hafnarfirði 30. júlí 1918. Hún lést á Hrafnistu í Hafnar- firði 1. febrúar síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Guðjón Benediktsson, f. 26.11. 1890, d. 5.2. 1988, og Margrét El- ínborg Jónsdóttir, f. 3.1. 1892, d. 22.2. 1968. Systkini Ingi- bjargar eru Ásgrím- ur Guðjónsson, f. 16.6. 1913, d. 7.7. 1977, Steinunn Guðjónsdóttir, f. 5.8. 1915, d. 8.2. 1997, Hulda Guðjónsdóttir, f. 13.8. Sigurbjörnsdóttir, f. 6.11. 1944, gift Reyni Kristjánssyni, f. 19.6. 1943, og eiga þau þrjú börn; Elías Már Sig- urbjörnsson, f. 28.12. 1948, kvæntur Jónínu Gyðu Ólafsdóttur, f. 27.8. 1953, og eiga þau tvö börn; Anna Björg Sigurbjörnsdóttir, f. 6.9. 1953, gift Birni Þorláki Björgvinssyni, f. 26.4. 1953, og eiga þau þrjú börn. Ingibjörg og Sigurbjörn héldu ávallt heimili í Hafnarfirði, lengst af í Bröttukinn 9. Sigurbjörn stundaði sjómennsku og síðar ýmis verka- mannastörf en Ingibjörg sá um heim- ilið auk nokkurra smærri starfa. Nokkru eftir að þau fluttu að Reykja- víkurvegi 50 lést Sigurbjörn og bjó Ingibjörg þar ein þar til hún fluttist á Hrafnistu árið 2000. Ingibjörg eða Imba eins og hún var gjarnan nefnd eignaðist átta barnabörn og á þrett- án barnabarnabörn. Ingibjörg verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. 1921, Guðrún Guðjóns- dóttir, f. 15.6. 1924, d. 20.1. 1996, Hera Guð- jónsdóttir, f. 2.4. 1926, Elsa Guðjónsdóttir, f. 25.3. 1928, Haukur Guð- jónsson, f. 23.2. 1932, og Óskar Guðjónsson, f. 10.6. 1936. Eiginmaður Ingi- bjargar var Sigurbjörn Annas Elíasson, f. 11.10. 1917, d. 12.2. 1981. Þau giftust hinn 30. maí 1941 og varð fjögurra barna auðið, en eitt þeirra, Guðjón Elías Sigurbjörnsson, f. 20.10. 1943, lést fljótlega eftir fæð- ingu. Hin eru: Elínborg Margrét Komið er að kveðjustund. Í dag kveðjum við stórkostlega ömmu sem við vorum svo einstaklega heppin að eiga. Hún amma var einstök að öllu leyti, hún tók ávallt á móti okkur með opinn faðminn, var okkur góður vinur sem og frábær amma. Það var nú ekki svo sjaldan er maður fór til hennar að spilin voru tekin fram og að sjálfsögðu spiluðum við rommý sem amma var búin að kenna okkur vel og vandlega. Maður kom nú aldrei að tómum kof- anum hjá henni ömmu því alltaf var nóg til í skúffunni hennar og aldrei fékk maður að fara svangur heim. Þær eru margar yndislegu stundirn- ar sem við höfum átt með henni og gætum við eytt mörgum bókum í að greina frá þeim. Hún amma var nú alltaf hrókur alls fagnaðar og eyddum við mörgum gamlárskvöldum saman þar sem hún var nú alltaf með þeim síðustu í rúmið og eigum við eftir að minnast þessa um ókomna tíð. Laugardagar hafa alltaf verið til- einkaðir ömmu að því leyti að þegar Ólafur var lítill ákvað hann að fara alltaf með DV til hennar og bættust sendiferðirnar við og hefur þetta ver- ið fastur punktur í mörg ár. Laug- ardagarnir munu án efa verða erfiðir án ömmu en í staðinn fáum við minn- ingar um stórkostlega hetju sem ákvað að gefa okkur síðustu stund- irnar sínar. Amma, þú varst einstök. Þín ömmubörn Guðbjörg og Ólafur Elíasbörn. Hún amma okkar er látin og skilur eftir sig stórt tómarúm í hjörtum okk- ar. En við erum þakklátar fyrir síð- ustu dagana sem við áttum með henni. Þessa síðustu daga gaf hún okkur svo mikið af sér og þær minn- ingar eru okkur mjög dýrmætar. Fyrstu minningarnar okkar um ömmu eru heimsóknir til hennar þar sem við fengum alltaf klatta og heitt kakó. Þegar vont var veður vissum við alltaf hvert átti að fara því að amma var tilbúin með klattana og kakóið. Amma var alltaf ánægð að hafa okkur í kringum sig og var glöðust þegar fullt af fólki var í heimsókn hjá henni. Við vorum ekki gamlar þegar hún kenndi okkur að spila, fyrst var það ólsen, ólsen svo tók rommýið við, síð- an kani, manni og bridge. Spila- mennskan var hálfgerð ástríða hjá ömmu og ekki líkaði henni illa að vinna. Það sem stendur upp úr hjá okkur hvað varðar spilamennskuna var að ömmu fannst hún alltaf vera að gefa og fylgdu oft ansi fjörugar rök- ræður í kjölfarið. Amma hafði mjög gaman af hannyrðum og bera heimili okkar þess vitni. Þó að hún væri orðin mjög veik þá hélt hún ótrauð áfram saumaskapnum. Amma hafði alltaf áhuga á því sem við höfðum fyrir stafni og tók virkan þátt í því sem við vorum að gera. Hin síðustu ár dvaldi amma á Hrafnistu í Hafnarfirði. Hún tók virk- an þátt í félagslífinu þar og eignaðist þar marga vini. Elsku amma, takk fyrir allt sem þú hefur gefið okkur. Minning þín mun lifa í hjörtum okkar. Þínar Kristín Laufey og Inga Rut. Elsku amma mín, nú ert þú búin að kveðja okkur. Auðvitað gerðir þú það einsog annað í þínu lífi, með einlægni, virðingu og glettni. Leið okkar hefur legið saman í rúm 37 ár en vegna ná- inna tengsla okkar virkar sá tími tvö- faldur fyrir mér. Í mínum huga er eins og skaparinn hafi ætlað þér það stóra hlutverk að vera amma, en ekki bara hvaða amma sem er heldur hún Imb’amma. Barnsminning mín færir mér þig í eldhúsi allsnægtanna í Bröttukinninni þó að oftast væri þröngt í búi, hvergi var betra að koma þreyttur og svangur eftir ærslaleiki dagsins, hjá þér áttu allir öruggt skjól. Unglings- og menntaskólaárin sýndu mér þig í allt öðru ljósi, þú varst amma gleðinnar og viskunnar, ég held að það hafi ekki margir ung- lingar fengið lánaða íbúð ömmu sinn- ar til áramóta- og júróvisionpartía einsog þú gerðir fyrir mig. Í afmæl- isveislum mínum varst þú alltaf hrók- ur alls fagnaðar og átt pláss í hjörtum vina minna. En svo leið nú tíminn og litli strákurinn þinn fann sér konu, hana Sóleyju og það var mér ólýsan- legur heiður, elsku amma, að fá að kynna þig fyrir stelpunum okkar, það hefur gefið þeim svo mikið að sjá þig svona lífsglaða og skemmtilega bæði á okkar heimili og þínu. Aldrei bar- lómur, bara endalaus hlýja og ást. Svo er það nú stubburinn okkar sem fór beina leið af fæðingardeildinni á elli- heimilið til að hitta þig, það verður okkar hlutverk að halda minningu þinni á lofti fyrir honum og passa upp á púðann glæsilega sem þú færðir honum nú um jólin. Elsku amma mín, það væri mín mesta lífsgæfa ef mér auðnaðist að gefa mínum ófæddu barnabörnum þó ekki væri nema helminginn af visku þeirri og hlýju sem þú hefur fært mér, fjölskyldu minni og vinum. Ástar- og saknaðarkveðja, elsku Imb’amma mín. Ingvar. Kæra systir. Mig langar í fáeinum orðum að þakka þér þá samleið sem við höfum átt í gegnum lífið. Í Hafn- arfirði ólumst við systkinin upp. Þar vorum við umvafin elsku í faðmi kær- leiksríkra foreldra. Gestagangur var ætíð mikill og því oft margmenni á heimilinu. Aldrei var þó talað um að ekki væri rúm fyrir alla sem til okkar komu, það varð bara að hliðra til og allir glaðir þótt oft hafi verið þröngt. Svo liðu árin og við stofnuðum eitt af öðru okkar eigin heimili. Þú fannst hann Bjössa þinn og börnin fæddust. Þið eignuðust fjögur börn, en misstuð eitt fljótt eftir fæðingu. Þau sem kveðja þig í dag eru Elínborg, Elías Már og Anna Björg. Allt mikið gæðafólk eins og þið foreldrarnir. Þegar börnin voru ung þurftu hús- bændurnir oft að vera frá heimilunum vegna vinnu, Bjössi úti á sjó og Helgi oft á tíðum við vinnu úti á landi. Á þessum árum leitaði ég oft til þín, Imba mín. Það má segja að ég og börnin mín höfum búið með annan fótinn heima hjá ykkur á meðan þeir voru ekki heima. Þá var oft glatt á hjalla hjá okkur systrum og börnum okkar. Mikið spilað og spjallað. Bjössi kvaddi okkur árið 1981 og veit ég, Imba mín, að það var þér mjög erfitt. En þú hélst ótrauð áfram veginn og tókst á við áfallið af æðruleysi. Nú seinni árin hefur þú svo dvalið á Hrafnistu í Hafnarfirði. Eftir að ég flutti á Hraunvanginn hef ég stundum labbað yfir til þín á kvöldin og við átt saman góðar stundir. Spjallað saman um liðnar stundir og fengið fréttir af börnum, barnabörnum og barna- barnabörnum. Þú geislaðir af góðmennsku og hafðir svo góða nærveru. Þú varst minn trúnaðarvinur og aldrei nokk- urn tíma hefur styggðaryrði fallið okkar á milli né skugga á borið á okk- ar vináttu. Þegar þú kvaddir okkur nú í byrjun febrúar veit ég að þú varst sátt við að fara. Þú varst búin að vera svo veik. Nú er þjáningum þínum lokið og þér líður vel hjá honum Bjössa þínum og þeim sem á undan eru farnir. Við kveðjum þig, Imba mín, með kærri þökk fyrir allt. Kæru Elma, Elli, Anna Björg og fjölskyldur, við Helgi og fjölskylda okkar vottum ykkur dýpstu samúð okkar. Minningin um elskulega móður, ömmu og langömmu lifir með ykkur öllum. Hera systir. INGIBJÖRG JÓNA GUÐJÓNSDÓTTIR  Fleiri minningargreinar um Ingi- björgu Guðjónsdóttur bíða birting- ar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Halldóra Ósk- arsdóttir og Sigrún Böðvarsdóttir. ✝ Oddur J. Hall-dórsson fæddist á Grund í Súðavík 23. október 1931. Hann lést á Landspítalan- um í Fossvogi að kvöldi 28. janúar síð- astliðins. Foreldrar hans voru Hallfríður Jóhannesdóttir, f. 10.9. 1903, d. 11.10. 1988, og Halldór Halldórsson, f. 1.6. 1869, d. 11.4. 1932. Fósturforeldrar hans voru Þorlákur Guð- mundsson, „Hrefnu- Láki“, og Margrét Sæmundsdóttir á Saurum í Súðavík. Albróðir Odds er Halldór Ingi, f. 6.3. 1930, og systkini Odds sammæðra eru Sverrir Sveinsson, f. 26.4. 1924, d. 12.11. 1996, Sóley Sveinsdóttir, f. 18.3. 1927, Birna Sigurðardóttir, f. 21.6. 1940, Jón Sigurðsson, f. 11.8. 1943, og Sigrún Sigurðardóttir, f. 1.7. 1944. Fóstursystkini Odds voru Margrét, Karl Lúðvík og Kristján Þorláksbörn. Oddur kvæntist Seinni kona Rafns er Gerður Jóels- dóttir, f. 27.7. 1963, dóttir þeirra er Svandís, f. 4.8. 2002. Fyrir á Gerður soninn Matthías Davíðsson, f. 22.6. 1992. 3) Halldór Örn, f. 3.7. 1964. Oddur fór fyrst til sjós með fóstra sínum og bræðrum og síðar á öðr- um bátum frá Súðavík. Frá 1950– 1969 var hann á bátum Hvals hf. undir skipsstjórn Kristjáns Þor- lákssonar og á vertíðum 1954–1969 frá Hafnarfirði á bátunum Vonar- stjörnu, Hafnfirðingi og Blíðfara, mestmegnis með vini sínum Sveini Sigurjónssyni. Árið 1969 slasast Oddur og voru það lok sjómennsku hans að frátalinni hvalatalningu á skipum Hafrannsóknastofnunar Ís- lands. Eftir að sjómennsku lauk vann hann í Hafnarfirði, við upp- byggingu álvers, hjá Vilhjálmi Sveinssyni en lengst af hjá Berki hf. Árið 1995 slasast Oddur aftur og varð þá óvinnufær. Oddur og Svana bjuggu allan sinn búskap í Hafnar- firði. Fyrst á Ölduslóð 1 og svo síðar á Smyrlahrauni 7. Eftir fráfall Svönu bjó Oddur ásamt syni sínum Halldóri á Smyrlahrauni 7 og síðar á Suðurbraut 28. Oddur bjó á dval- arheimili Hrafnistu frá árinu 2000 til dánardægurs. Útför Odds verður gerð frá Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. 27.11. 1954 Svanlaugu Unu Jóhönnu Jóns- dóttur frá Kleifum í Kaldbaksvík á Strönd- um, f. 27.10. 1930, d. 1.10. 1979. Hún var dóttir hjónanna Jóns Jósteins Guðmunds- sonar, bónda á Kleif- um, og Margrétar Sumarlínu Kristjáns- dóttur. Synir Odds og Svanlaugar eru: 1) Þorlákur, f. 9.8. 1955, kvæntur Jónu Birnu Harðardóttur, f. 15.3. 1955. Börn þeirra eru: Oddný Svana, f. 30.5. 1979, sonur hennar er Aron Leó Brynjólfsson, f. 23.1. 2002, og Anna Lovísa, f. 11.1. 1990. Fyrir á Jóna Hörð Svanlaugs- son, f. 9.8. 1976, kvæntur Elzbieta Sajkowska, f. 16.11. 1978, sonur þeirra er Daniel Þór Harðarson, f. 21.5. 2001. 2) Rafn Svanur, f. 31.3. 1959, kvæntist Ástu Eyjólfsdóttur, f. 20.6. 1961, synir þeirra eru: Atli, f. 15.7. 1982, Tryggvi, f. 10.11. 1983, og Ísak, f. 20.4. 1992. Þau skildu. Það kemur fyrir á lífsleið hverrar manneskju að staldra við og hugsa til baka, hversu gamall sem maður er, og þessa dagana hef ég gjört mikið af því við fráfall föður míns. Það koma ekk- ert nema ljúfar minningar um bernsku- og unglingsárin, pabbi á sjó sumar og vetur og mamma ein með okkur bræður. En alltaf þegar þú komst heim fannst okkur jafn skrítið að sjá mömmu knúsa og kyssa þenn- an skeggjaða mann, svo reyndi hann að faðma okkur en við snerum undan því við áttum fallegasta pabba í heimi, en ekki þennan skeggjaða kall. Mamma að kyssa og faðma kallinn, pabbi fengi sko að frétta þetta, því hann átti allan trúnað okkar, hann rakaði skeggið og sannleikurinn kom í ljós, þvílíkur léttir og málbeinið losn- aði og pabbi fangaði alla athyglisþörf strákanna sinna. Pabbi var í augum okkar ofurmaður því hann veiddi hvali á sumrin með Kristjáni Þorláks fósturbróður sínum á skipum Hvals en ekki bara fisk eins og feður annarra sjómannabarna. En hann veiddi líka mikið af fiski á veturna með Sveini Sigurjóns vini sínum, þá voru sjómenn frjálsir menn en ekki þrælar kvótaeigenda. Pabbi slasaðist 1968 og var klippt á sjómannsferil hans að undanskilinni hvalatalningu á veg- um Hafrannsóknar. Mamma fékk hann í land, þvílík hamingja og dreng- irnir nutu til fullnustu handleiðslu hans til framtíðar til gæfu og gjörvuleiks með tilstyrk móður okkar, mannúð og mildi að leiðarljósi þar sem allir væru jafnir til orðs og æðis. Við vorum minntir á að rætur okkar lægju fyrir vestan í Súðavík þar byggi bara gott fólk. Fósturfjölskylda pabba, þau báru hann á höndum sér að hans sögn. Stór- fjölskylda mömmu var af Ströndum. Mesta áfall pabba varð árið 1979 er mamma lést aðeins 48 ára hann varð aldrei samur á eftir. Þau voru ekki bara hjón, heldur bestu vinir hvort annars. Pabbi tók þátt í lífshlaupi og vænt- ingum drengja sinna, giftingum, fæð- ingum barnabarna, hann eignaðist 8 afabörn og langafastráka og tengda- dætur voru honum sem dætur. Hann eignaðist aldrei óvini, bara vini, tryggð hans við samferðamenn og vinnuveitendur var aldrei brugðið. Nú hefur þú lagt upp í þína hinstu ferð, þín er vænst á æðri stöðum þar sem góðvild er við völd, ástin þín eina tekur þig í faðm sinn, leggur höfuð sitt við brjóst þitt, sameinuð á ný um alla eilífð siglandi á himinfleyjum. Við Jóna Birna og börnin okkar þökkum þér fyrir að vera til. Þinn sonur Þorlákur. Ertu þá farin, ertu þá farin frá mér? Hvar ertu núna, hvert liggur mín leið? (Skítamórall.) Elsku pabbi, mér er spurn en þó ekki. Ég tel, veit og vil trúa að þú sért á leið yfir á annað tilverustig, þar sem mamma og annað gott fólk bíður þín og tekur vel á móti þér. Eitt er víst að þú þarft ekki að svara þar fyrir eitt né neitt í lifanda lífi, eins hjartahlýr og kær sem þú varst. Ég fullyrði það að lífið á þessari jörðu væri öðruvísi og betra ef allir væru eins og þú. Það hvað við vorum alltaf nánir og samrýndir kann að skýrast af því hvað mér lá mikið á að komast inn í líf ykkar mömmu. Ekki gafst tími til annars en þið, foreldrar góðir, yrðuð að klára þetta ferli tvö ein og pabbi, tókst þú á móti mér í þennan heim. Það að fá að alast upp við ástríki ykkar og umhyggju er ómetanlegt. Þið mamma voruð einstök. Kærleikur ykk- ar á milli var svo mikill, að það var auð- séð að þið dáðuð andardrátt hvort ann- ars. Ég veit að ég get mælt fyrir munn okkar bræðra að þið voruð okkur ekki bara góðir foreldrar, heldur líka okkar bestu trúnaðarvinir. Það var oft margt um manninn heima hjá okkur, þótt plássið væri ekki mikið. Fólk hafði á orði að alltaf væri pláss hjá Oddi og Svönu. Er þetta lýsandi fyrir ykkur, kæru foreldrar. Pabbi, það er margs að minnast þegar maður lítur yfir farinn veg. Samræður og sögustundir yfir kaffibolla í eldhúsinu heima á Smyrla- hrauninu. Þar fóruð þið Sverrir bróðir þinn sálugi oft á kostum. Eru það mér ógleymanlegar stundir. Það var oft merkilegt, gott og gam- an að fylgjast með tilraunum þínum við matargerð. Eins og þegar þú sett- ir á borð fyrir okkur hinar ýmsu lita- tegundir af skyri. Þá hafðir þú farið á flug með matarliti. Skrítið, en við bræðurnir töldum okkur finna annað og betra bragð af skyrinu. Mér eru ofarlega í huga gönguferð- ir okkar niður á höfn. Sérstaklega er mér minnisstætt eitt skiptið þegar þú fylltir vasa þína af pokum. Mér var spurn í huga. Viti menn, þetta var upphafið að einni af þínum mörgu til- raunum í matargerð. Þegar niður að höfn var komið, þá var stokkið um borð í einn loðnubátinn, þar sem við fengum að tína loðnu í poka. Ekki vissi ég hvað í vændum var. Jú, eftir spjall við skipverja var farið heim í eldhús. Þú tókst til við að útbúa þessa fínu máltíð, án þess að hafa nokkra uppskrift til að styðjast við. Vonandi dett ég einhvern tímann í þennan gír. Ef mér tekst eitthvað í líkingu við þig, þá yrði ég stoltur af. En elsku pabbi, nú er tilvist þinni og leiðsögn lokið hérna megin. Mamma bíður þín með útbreiddan faðm og bros á vör. Nú er það okkar bræðra að hafa ljós, kærleika og tilsögn ykkar að leið- arljósi. Megir þú, pabbi minn, fá góðan byr yfir alheimshaf. Bið að heilsa mömmu. Hafið þið ekki áhyggjur af Halldóri, því við bræður munum fylgj- ast vel hver með öðrum. Við sjáumst síðar, kæru vinir og foreldrar. Ykkar sonur Rafn Svanur. ODDUR J. HALLDÓRSSON  Fleiri minningargreinar um Odd J. Halldórsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Ásta, Oddný Svana, Atli, Tryggvi og Svana, Aron Leó, Anna Lovísa og Sveinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.