Morgunblaðið - 07.02.2005, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 07.02.2005, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. FEBRÚAR 2005 25 Miðasalan er opin: frá kl 10:00 alla virka daga. Netfang: midasala@borgarleikhus.is Miðasala í síma 568 8000 - og á netinu: www.borgarleikhus.is 2. sýning 13.feb. kl. 19.00 – ÖRFÁ SÆTI LAUS 3. sýning 18.feb. kl 20.00 - ÖRFÁ SÆTI LAUS 4. sýning 20. feb. kl. 19.00 – 5. sýning 25. febrúar kl. 20.00 – 6. sýning 27. febrúar kl. 19.00 – 7. sýning 4. mars kl. 20.00 8. sýning 6. mars kl. 19.00 – 9. sýning 12. mars kl. 19.00 Miðasala á netinu: www. opera.is Miðasalan er opin kl. 14-18 virka daga, kl. 13-18 lau. og sun. og fram að sýningu sýningardaga. Símasala frá kl. 10 virka daga. Frumsýning 11. febrúar kl. 20 – UPPSELT 4 600 200 leikfelag.is Miðasölusími „Glæsileg útkoma – frábær fjölskyldu- skemmtun” SS RÚV Óliver! Eftir Lionel Bart Fös. 11.2 kl 20 UPPSELT Lau. 12.2 kl 20 Örfá sæti Sun. 13.2 kl 14 aukasýn. Nokkur sæti Fös. 18.2 kl 20 Nokkur sæti Lau. 19.2 kl 20 Nokkur sæti Ath: Ósóttar pantanir seldar daglega! Tilboð til Visa-vildarkorthafa: Fljúgðu á Óliver á punktum til 6. feb Á FÖSTUDAGINN síðastliðinn var frumsýnt á nýja sviði Borgarleikhússins dansverkið „Við erum öll Marl- ene Dietrich FOR. Verkið er smíð Ernu Ómarsdóttur og Emils Hrvatins. Erna er íslenskum dansunnendum góð- kunn m.a. fyrir vinnu sína með Dansleikhúsi með Ekka svo og verk sitt, IBM 1401 sem sýnt var á Listahátíð 2004. Áður en Erna hélt erlendis til náms var hún nem- andi í Listdansskóla Íslands. Þar var hún í hópi dansara sem ekki þóttu uppfylla kröfur sem gerðar voru til klass- ískra listdansara. Myndaður var flokkur með þessum hóp dansara undir leiðsögn Silviu von Kospoth og Árna Pét- urs Guðjónssonar. Það er skemmtilegt frá því að segja að Erna ásamt fleirum úr þessum hópi hafa látið mikið að sér kveða í nútímadansi hérlendis sem og erlendis. Erna hefur undanfarin ár starfað með framsæknum evrópsk- um nútímadanshöfundum á borð við Jan Fabré og Pierre Coulibeuf. Nokkuð hefur verið fjallað um hana í evrópsk- um dansheimi og hefur hún meðal annars verið valin besti nútímadansarinn af Ballett Tanz-tímaritinu og er það nokkur heiður. Hinn höfundur verksins Slóveninn Emil Hvratin er menntaður í leik og leikhúsfræðum og er hugmyndafræðingur, dramatúrg og leikstjóri dansverks- ins. Á strengjum kringum sviðið drupu hvít hálfgagnsæ tjöld niður úr loftinu. Tveir dansarar fylgdust með áhorf- endum streyma inn í salinn, aðrir dansarar kútveltust um á gólfinu. Verkið fór af stað með látum. Áhorfendur voru skipaðir í hlutverk friðargæsluliða og fengu þeir upphitun hjá ofsakátum dönsurunum, léttar sveiflur og teygjur. Sjálfur var hópurinn á sviðinu í hlutverki listamanna eða skemmtikrafta á átakasvæði friðargæsluliða. Verkið tók á sig margar myndir þennan eina og hálfa klukkutíma sem flutningurinn tók. Það var í gjörningastíl og í því birtust margar stuttar uppákomur/„happenings“. Í verk- inu setja höfundar sig ekki í stellingar ádeilu og gagn- rýni, heldur setja sig í ýmsar aðstæður á stríðshrjáðum svæðum. Með því að fara ,,með stríði“ birtist engin ákveð- in skoðun heldur eru áhorfendur látnir um að mynda sér hana sjálfir og verða fyrir bragðið meiri þátttakendur í sýningunni. Ekki var allt sem sýndist. Innilegur hlátur og gleði eins kvendansarans virtist vera fölskvalaus en þeg- ar hún í taugaveiklun tönglaðist á hamingju sinni, runnu á tvær grímur. Þó að skírskotun verksins væri óljós á köflum og í verkinu talað undir rós, þá nægði að ímynda sér aðstæður á átakasvæðum til að tengja uppákomur á sviðinu við raunveruleikann. Innri líðan var túlkuð af dansara sem fór í háhælaðan skó, fullan af blóði. Hún setti upp nautnasvip og virtist í hamingjuvímu. Stuttu síðar var hún farin að kjökra og komin með báða fætur aftan við höfuðið. Stelling þessi gaf til kynna ósjálfbjarga, niðurbrotna manneskju. Sögumaðurinn í verkinu var eft- irminnilegur þar sem hann þuldi ljóðlínur úr lagi Johns Lennons „Imagine“. Karakter hans var óviðjafnanlegur, fölleitur í pelskápu talandi með slavneskum hreim. Hann var bæði kómískur og aumkunarverður og í textanum hljómaði samskonar uppgjöf og sorg sem birtist víðs- vegar í verkinu. Lifandi og pönkuð tónlistin var kröftugur bakhjarl verksins. Dansgerðin var aukaatriði en látbragð var notað til að kasta fram hugmyndum. Tíu reglum ætl- uðum friðargæsluliðum var varpað á vegg uppsviðs. Þar voru tíundaðar siðareglur eins og bann við sálrænni og kynferðislegri misnotkun á íbúum svæðisins, sér í lagi misnotkun á konum og börnum. Í veglegri dagskrá sem minnir á vegabréf eru jákvæðar og neikvæðar hliðar á friðargæslu taldar upp. Þar koma fram óhugnanlegar staðreyndir um breyskleika friðargæsluliða, sem við ókunnar og erfiðar aðstæður geta sýnt á sér aðra og nei- kvæðari hlið. Upplýsingarnar í vegabréfinu eru fengnar af heimasíðum eins og nato.int. Þar kemur meðal annars fram að listamenn sem fengnir eru til að skemmta frið- argæsluliðum, þurfa að uppfylla ákveðin skilyrði. Þeir verða t.d. að forðast að valda ágreiningi með list sinni og listin verður að vera „smekkleg“. Það er ekki hægt að segja að dansverkið á Nýja sviði Borgarleikhússins sé „smekklegt“ eða valdi engum ágreiningi, því verkið er bæði ágengt og „pönkað“. Það er frumkraftur í því og það endurspeglar raunveruleikann. Þar sem er stríð þar þrífst ótti, taugaspenna, depurð, skelfing og ótrúlegur óhugnaður. Allt þetta og meira til endurspeglar dans- verkið. Það er sannleikurinn í verkinu sem snertir. Það er vissulega fullt af ádeilu þó að það taki ekki afstöðu með eða á móti stríði eða leiti eftir svörum eða lausnum á vandanum. Þetta dansverk er það besta sem hér hefur lengi sést. Dansverkið er einlæg samtímalist þar sem tek- ist er á við kaldan raunveruleikann. Eins og góð list gerir þá bæði snart það og skildi eftir spurningar og vangavelt- ur um heiminn sem við lifum í. Samtímadansverk sem snertir DANSLIST Borgarleikhúsið Höfundar: Erna Ómarsdóttir, Emil Hrvatin. Dansarar og meðhöf- undar: Peter Anderson, Lieven Dousselaere, Alix Eynaudi, Alex- andra Gilbert, Katrín Ingvadóttir, Guðmundur Elías Knudsen, Erna Ómarsdóttir, Frank Pay, Diederik Peeters, Valgerður Rún- arsdóttir. Tónlist: PONI, Laiback. Búningar: Elena Fajt. Lýsing: Miran Sustlersic. Hljóð: Xavier van Wersch. Tæknistjórnun: Benedikt Axelsson. Aðstoðarleikstjóri: Mare Bulc. Ljósmyndir: Marcandrea, Golli. Videó: Jure Novak, Mare Bulc, Emil Hrvatin og fleiri. Frumsýning 4. febrúar 2005. Nýja sviðið Morgunblaðið/Golli Lilja Ívarsdóttir „Þetta dansverk er það besta sem hér hefur lengi sést,“ segir m.a. í umsögn um verkið „Við erum öll Marlene Dietrich FOR“. TVÆR gamlar konur sem sátu ná- lægt mér á tónleikum Geirs Draugsvoll harmóníkuleikara í Norræna húsinu virtust hissa þeg- ar hann byrjaði að spila tónsmíðina Søkk eftir Henrik Hellstenius. Tónlistin var líka langdregin og samanstóð af tilgangslausum óhljóðum, og þó GSM sími áheyr- anda á fremsta bekk spilaði Scott Joplin á tímabili var það skamm- góður vermir. Konurnar hrukku við í verstu dynkjunum í verkinu; kannski höfðu þær búist við að heyra Síldarvalsinn og annað í svipuðum dúr. Hvílík vonbrigði! Konurnar voru líka farnar eftir hlé. Satt best að segja var efnis- skráin á þessum tónleikum, sem voru haldnir á laugardaginn og voru hluti af Myrkum mús- íkdögum, dálítið misjöfn. Bæði tón- smíðin eftir Hellstenius og líka Cadenza eftir Klaus Ib Jørgensen voru óttalega þunnar; vissulega ágætlega samansettar, en úr svo ófrumlegum, jafnvel klisju- kenndum efniviði, að ég hefði sjálf- ur frekar viljað heyra Síldarvals- inn. Flashing eftir Arne Nordheim var mun betra, þar var a.m.k. skáldskapur á ferðinni; tónarnir höfðu merkingu og sköpuðu stemn- ingu sem erfitt er að skilgreina með orðum. Tears eftir Bent Lor- entzen var líka einlægt og þrungið dramatískum átökum, og Mid- summer Adventures eftir Staffan Mossenmark var heillandi mynd- rænt og kryddað skemmtilegum leiktilburðum harmóníkuleikarans. Tónleikarnir voru því ekki eins mikil vonbrigði og leit út fyrir í fyrstu. Draugsvoll er firnagóður harm- óníkuleikari, með öfluga tækni og öruggan, áreynslulausan leikmáta sem unaður var að hlýða á. Í það heila voru þetta því ágætis tón- leikar fyrir utan fyrstu tvö atriðin; kannski ekki eins skemmtilegir og dagskrá með Sjipp og hoj, en fyrir mig persónulega talsvert áhuga- verðari. Enginn sveitaballanikkari TÓNLIST Norræna húsið Geir Draugsvoll harmóníkuleikari flutti tónlist eftir Hellstenius, Jørgensen, Nord- heim, Lorentzen og Mossenmark. Laug- ardagur 5. febrúar. Myrkir músíkdagar Jónas Sen RAFTÓNVERK (eða kannski rétt- ara „-hljóðverk“) hafa löngum þótt afstraktasta kytran í þegar af- ströktum list- músíkheimi sam- tímans, og því hlutfallslega fárra yndi. Mæt- ingin í Salnum á föstudag var samsvarandi fá- menn og góð- menn, eða um 40 manns; flestir tónskáld og norrænir boðsgestir. Þrátt fyrir 20 mín. töf skiluðu ný- tilkomin aukatengsl greinarinnar við fylgismenn tölvurokksins sér ekki sem skyldi, líklega sakir tíma- setningar. Á boðstólum voru þrjú rafverk eftir jafnmarga höfunda, alla ókynnta í tónleikaskrá MM. Lengst var hið fyrsta, Þjóðlög 8 þættir (24’) eftir félagsformann ís- lenzkra tónskálda, Kjartan Ólafs- son. Það virtist að því leyti skylt Sólófóníu hans frá kvöldinu áður í Háskólabíói að bæði byggðu að sögn á íslenzkum þjóðlögum; að vísu á það langsóttan hátt að ekki þekktist aftur aukatekin stemma. Rafverk Kjartans bauð samt upp á ágætar hugmyndir er minntu fal- legast á tilhugalíf sjávarspendýra, þó að athygli manns tæki að dreif- ast eftir um það bil 16 mínútur. M.ö.o. þriðjungi of langt fyrir aðra en hörðustu rafkera. Ekki var tónleikaskrá fyrir að þakka, heldur munnlegri forkynn- ingu Gotlendings frá VICC (Visby International Centre for Compos- ers), að lettneskt þjóðerni Indru Rise varð uppvíst. Verk hennar, Protect the Environment (10’), nýtti í titilanda hljóð úr guðs- grænni náttúru, þ. á m. fjarlægt brimsog og sjófuglakvak, í boð- bærri andstöðu við ígildi vondra iðnaðarhljóða – raunar í formi rómantískra steðjuhöggva úr gam- aldags járnsmiðju. Vakti þar mesta athygli seiðandi víxlsöngsbrot tveggja kvenradda í víðœmu raf- gervi; óefað músíkalskasta augna- blik kvöldsins. Heilsteyptast var síðasta og elzta verkið, Angklung & Ice eftir Patrick Kosk, sem eftir að- og frá- blásturslitlu sænskumæli að dæma var frá Finnlandi. Því miður komst fátt til skila úr lágróma kynningu hans. Hins vegar stappaði verkið furðunærri skynjanlegu heildar- formi. Merkilegt fyrir nútíma raf- verk, er mörg virðast eigra áhyggjulaust úr einu í annað, án þess að virkja að ráði auðmun- anlegasta efnið í formrænar burð- arstoðir. Eins og endranær gat hver túlk- að huglægu áreitin að vild, og raunar kjörið sálarrannsóknarefni hvað sameinar eða skilur að hug- myndatengsl hlustenda í þeim efn- um. Ekki lét samt allt jafn- kliðmjúkt í eyrum; t.d. minnti ágengur miðkaflinn helzt á snún- ing kolryðgaðrar risaskilvindu. En eftir þær hringskruðningar leið manni þó sem heimkominn úr háskasömu ferðalagi, og verkið gekk því undravel upp í rest á íhugulum niðurlagshljóðum upp- hafsins. Rafseiddur víxlsöngur TÓNLIST Salurinn Rafverk eftir Kjartan Ólafsson (frumfl.), Indra Rise (frumfl.) og Patrick Kosk á vegum NOMUS / VICC. Föstudaginn 4. febrúar kl. 20. Myrkir músíkdagar Ríkarður Ö. Pálsson Kjartan Ólafsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.