Morgunblaðið - 07.02.2005, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 07.02.2005, Blaðsíða 32
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MÁNUDAGUR 7. FEBRÚAR 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. Í UNDIRBÚNINGI er stofnun Þristavina- félags á Íslandi, en slík félög er að finna á öllum hinum Norðurlöndunum. Aðspurður segir Tómas Dagur Helgason flugstjóri helsta mark- mið félagsins munu verða að veita fjárhags- legan stuðning til rekstrar og viðhalds íslensku DC-3 flugvélanna, þ.e, Páls Sveinssonar TF- NPK og TF-ISB sem eru og verða í eigu Land- græðslunnar. „Ennfremur er markmiðið að vernda og fljúga TF-NPK og stuðla að end- urbyggingu vélarinnar TF-ISB sem ekki er flughæf og verið hefur í skýli í mörg ár, þar sem hún liggur í raun undir skemmdum.“ Spurður hver hvatinn að stofnun félagsins sé segir Tómas að lengi hafi legið ljóst fyrir að verkefni fyrir Þristinn Pál Sveinsson fari minnkandi og að menn hafi verið að velta fyrir sér hvað um vélina verði. „Í þessu samhengi kviknaði sú hugmynd að stofna félag utan um Þristinn hérlendis, þegar Landgræðslan hættir að nota vélina, með það að markmiði að varðveita hana og halda henni fljúgandi eins og hægt er,“ segir Tómas og tek- ur fram að ekkert sé því til fyrirstöðu að Páll Sveinsson haldist flughæfur um ókomin ár. Að sögn Tómasar er nokkur munur á Þrist- unum tveimur því TF-ISB er í upprunalegri út- gáfu og enn með farþegasæti. „En Páli Sveins- syni var breytt, úr honum tekin öll innrétting og settur í hann áburðartankur til þess að hann gæti sinnt hlutverki sínu sem flugvél Land- græðslunnar,“ segir Tómas. Þristurinn ljúfur vorboði Aðspurður segir Tómas Þristinn skipa stóran sess í flugsögu Íslendinga, hann hafi verið not- aður við ýmsar aðstæður í farþega- og flutn- ingaflugi bæði innan lands og utan, í skíðaflugi í Grænlandi og við landhelgisgæslustörf. Að sögn Tómasar eru norrænu Þristavinafélögin afar áhugasöm um stofnun félagsins hérlendis. Ráðgert er að halda stofnfund á næstunni. Vonast hann til þess að sem flestir mæti og gangi í félagið, enda viti hann til þess að Þrist- urinn eigi sér marga velunnara sem fylgist ár- lega með er vélin hefur sig til flugs á vorin, en Tómas segir að í hugum margra sé hljóðið í Þristinum nokkurs konar vorboði. Vinafélag um Þristinn í undirbúningi ÞAÐ var handagangur í öskjunni hjá ferðaskrifstofum um helgina, enda bæklingar með sumarferðum að koma út hjá flestum ferðaskrif- stofunum, eins og venja er orðin fyrstu helgina í febrúar. Framboðið á ferðum er með mesta móti í ár, að mati Bjarna Hrafns Ingólfssonar, markaðs- stjóra Heimsferða og Terra Nova, og viðbrögð almennings í ár mun meiri og fyrr á ferðinni en í fyrra. „Við erum að fá alveg fantagóð við- brögð, búið að vera mikið um bók- anir, mun meira en í fyrra,“ segir Bjarni. /6 Morgunblaðið/Þorkell Margir lögðu leið sína til Heimsferða í gær til að skoða ferðamöguleika. Mikið bókað í sumarferðir FRAMKVÆMDIR við svokallaða millilausn á gatnamótum Miklu- brautar og Kringlumýrarbrautar eiga að hefjast með vorinu, og verða þá gatnamótin víkkuð út, akreinum fjölgað og beygjuljós sett upp fyrir allar vinstri beygjur yfir gatnamót- in. Nú er unnið í því að hanna ná- kvæma útfærslu gatnamótanna, en Ólafur Bjarnason, forstöðumaður verkfræðistofu framkvæmdasviðs Reykjavíkurborgar, segir að fram- kvæmdir geti trúlega hafist í maí eða júní, og verði þeim þá lokið með haustinu. Ekki er reiknað með um- ferðartöfum að ráði á þessum fjöl- förnu gatnamótum vegna fram- kvæmdanna, enda mun mestur hluti vinnunnar fara fram til hliðar við gatnamótin. Gert er ráð fyrir að eftir breyting- arnar muni bæði Kringlumýrar- braut og Miklabraut vera með þrem- ur akreinum í hvora akstursstefnu, auk þess sem tvær beygjuakreinar verða með beygjuljósum fyrir allar vinstri beygjur yfir gatnamótin. Ólafur segir að einnig verði gerð sérstök akrein fyrir strætisvagna í vesturátt á Miklubrautinni, og verða því akreinarnar fjórar í þá áttina. Breytingar á gatnamótum Miklu- brautar og Kringlumýrarbrautar Framkvæmdir við breikkun hefjast í vor UMFJÖLLUN fjölmiðla um málefni útlend- inga endurspeglar stefnuleysi stjórnvalda í málefnum þeirra. Líkt og stefna stjórnvalda fjallar eingöngu um komu útlendinga til landsins, fjalla fjölmiðlar aðallega um komu útlendinga hingað, annaðhvort sem hælisleit- endur eða flóttamenn. Fjölmiðlar þurfa að fjalla um fjölbreytileika innflytjenda hér á landi og leiða almenningsálitið frá þeirri fórnarlambsímynd sem útlendingar hafa. Þetta sagði Tatjana Latinovic, formaður Samtaka kvenna af erlendum uppruna á Ís- landi, á málþingi Fjölmiðlamiðstöðvar ReykjavíkurAkademíunnar, um umfjöllun fjölmiðla um innflytjendur sem haldið var á laugardag. Á sama málþingi gagnrýndi Georg Kr. Lárusson, fyrrverandi forstjóri Útlendinga- stofnunar og núverandi forstjóri Landhelg- isgæslunnar, stjórnvöld harðlega fyrir stefnuleysi í málefnum útlendinga. Hann sagði þau treysta á „Guð og lukkuna“ og ef ekkert yrði að gert stefndi í veruleg vand- bærileg og á Norðurlöndunum en þegar fjallað væri um málefni innflytjenda beindist athyglin hins vegar iðulega að ástandinu í gettóum í Kaupmannahöfn, Osló eða Stokk- hólmi. Það væri hins vegar ekki kannað hvernig ástandið væri hér á landi. Þetta gæti valdið fordómum. Tatjana sagði að í fjölmiðlum væri innflytj- endakonum yfirleitt lýst sem fórnarlömbum, annaðhvort aðstæðna í sínum menningar- heimi eða vandamála hér á landi. Þær væru sagðar í láglaunastörfum, giftar gömlum körlum o.s.frv. „Áherslur í jafnréttisstarfi hafa iðulega beinst að því að hjálpa þeim sem minna mega sín og sýna samstöðu. En með því að horfa á innflytjendakonur sem fórn- arlömb heimilisofbeldis, kerfisins eða al- þjóðavæðingar er verið að horfa framhjá heilum hópi innflytjendakvenna sem eru það alls ekki,“ sagði hún. Ekki mætti þó gera lít- ið úr vandamálum sem sumir glímdu við. ræði líkt og hefðu orðið í málefnum útlend- inga í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Það gæti orðið of seint að grípa inn í eftir 5, 10 eða 20 ár. Lýst sem fórnarlömbum Tatjana sagðist sammála Georg nema hvað hún væri öllu bjartsýnni. Ekki væri ástæða til að óttast ef markvisst yrði unnið að út- lendingamálum, en sú væri ekki raunin nú. Varðandi umfjöllun fjölmiðla sagði Tatjana að oft gleymdist að flestir útlendingar hér á landi væru hvorki flóttamenn né hælisleit- endur. Þá væri atvinnuþátttaka þeirra mjög mikil og mun meiri en á hinum Norðurlönd- unum. Staðan á Íslandi væri alls ekki sam- Segir umfjöllun fjölmiðla endurspegla stefnuleysi stjórnvalda Þarf að losa útlendinga við ímynd fórnarlambsins Stjórnvöld treysta á Guð og lukkuna, segir fyrrverandi forstjóri Útlendingastofnunar  Getum ekki/16 Íslandsmeistaramótið í dansi með frjálsri aðferð var haldið í Laugardalshöll í gær og heppnaðist það afar vel. Keppt var í suður-amerískum dönsum og standard-dönsum. Einnig var keppt í dansi með grunnaðferð. Í suður- amerískum og standard- dönsum er keppt í fimm döns- um í hvorri grein. Keppendur voru á ýmsum aldri, þeir yngstu 12 ára og þeir elstu á sextugsaldri. Fyrstu sporin voru tekin klukkan ellefu í gærmorgun og dansinum linnti ekki fyrr en á níunda tímanum um kvöldið. Á myndinni má sjá Þorleif Einarsson og Hönnu Rún Óla- dóttur, sem urðu Íslandsmeist- arar ungmenna í suður- amerískum dönsum, líða um gólfið. Morgunblaðið/Þorkell Dansinn dunaði frá morgni til kvölds FJÓRTÁN ökumenn að minnsta kosti voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Blönduósi um helgina og fór sá sem hraðas fór á 123 km hraða inn í radar lögreglunnar og má búast við sekt eins og hinir. Að sögn lögreglunnar má rekja ástæður þessa aksturslags til skánandi skilyrða á þjóðveginum eftir hálkuna það sem af er vetri. Fari það gjarnan saman að ökumenn auki hraðann þegar vegir séu orðnir auðir eins og raunin er nú. Blönduóslögreglan hefur jafnan haldið uppi öflugu umferðareftirliti í umdæmi sínu og segir þann fjölda ökumanna sem tekinn var um helgina ekki tiltakanlega mikinn þrátt yfir allt. Fjórtán teknir fyrir hraðakstur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.