Morgunblaðið - 20.02.2005, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 20.02.2005, Qupperneq 4
4 SUNNUDAGUR 20. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR STÝRIVEXTIR Seðlabankans eru orðnir það háir að frekari vaxtahækkanir ættu ekki að vera nauðsynlegar, að mati Halldórs Ásgríms- sonar forsætisráðherra. Seðlabanki Íslands sendi ríkisstjórninni greinargerð sl. föstudag í tilefni af því að verðbólgan fór yfir þolmörkin. Halldóri finnst greinargerðin geyma bæði góð tíðindi og slæm. „Vondu tíðindin eru að verðbólgan hefur far- ið yfir þessi þolmörk. Það er ljóst að þær að- gerðir sem farið er í reyna mjög á efnahagslífið og skapa tímabundna erfiðleika fyrir útflutn- ingsatvinnuvegina. Hins vegar er það svo að af þeirri verðbólgu sem er mæld 4,5% eru 2,5% vegna húsnæðis.“ Ýmsar breytingar á lánamarkaði hafa verið til hagsbóta fyrir almenning Halldór bendir á að ýmsar breytingar á lána- markaði hafi verið til hagsbóta fyrir almenning. Lánin séu ódýrari og greiðslubyrðin léttari þannig að þessi verðbólga hafi ekki haft sömu áhrif á ráðstöfunartekjur og oft áður. Í ýmsum löndum taki húsnæðisliður verðbólgumælinga mið af húsaleigu en hér af fasteignaverði. Hall- dór sagðist vona að jafnvægi kæmist á fast- eignamarkaðinn. Þær hækkanir sem hafi orðið megi síður rekja til hækkunar á byggingarkostnaði en hækkunar á lóðum og landi auk mikillar eftirspurnar. „Þrátt fyrir þessa spennu er mikil tiltrú á ís- lenskt efnahagslíf eins og kom skýrt fram í áliti Standard & Poor’s fyrir nokkru. Seðlabankinn hefur tekið þessa ákvörðun og við verðum að virða hana. Hins vegar hefði ég talið að vextir þeirra væru komnir það hátt að frekari vaxta- hækkanir ættu ekki að vera nauð- synlegar. En ég sé að Seðlabank- inn lætur í það skína að til þeirra kunni að koma.“ Vísbendingar komnar fram um betri afkomu ríkissjóðs Halldór segir vísbendingar um að afkoma ríkissjóðs verði betri en fjárlög gera ráð fyrir. M.a. sé ljóst að tekjuskattur fyrirtækja verði meiri og arðgreiðsla frá Símanum mun hærri en gert var ráð fyrir við undirbúning fjárlaga. En hvað skipta vaxtabreytingar Seðlabank- ans miklu máli, þegar lánsfé streymir inn í landið á kjörum sem bankinn ræður engu um? „Þær skipta allavega ekki mjög miklu máli til skemmri tíma litið. Það er megin markmið ríkisstjórn- arinnar og Seðlabankans að það dragi úr verðbólgunni á nýjan leik. Eins og allir vita þá kemur til end- urskoðunar kjarasamninga í haust. Seðlabankinn er að spá því að verðbólgan á þeim tíma sé líkleg að vera um 3%. Þegar menn meta verðbólguna verður að taka tillit til þess hve mikill hluti af þessu er vegna húsnæðismálanna. Bankarn- ir hafa verið að lána 12.500 ein- staklingum á undanförnum mán- uðum 138 milljarða. Það er ljóst að sú lánastarfsemi hefur veruleg áhrif á þá þenslu sem nú er í þjóðfélaginu. Þar er ekki um kjara- rýrnun að ræða, heldur kjarabót. Það er kjara- bót fyrir fólk að fá hagstæðari lán. Síðan hafa eignir fólks verið að hækka í verði. Það er hin jákvæða hlið húsnæðismarkaðarins,“ segir Halldór Ásgrímsson. Halldór Ásgrímsson Bæði góð tíðindi og slæm Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra um greinargerð Seðlabankans REYKJAVÍKURBORG er ekki hvítþveginn eng- ill þegar kemur að stóriðjumálum,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður flokksráðs og varaformað- ur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, við setningu flokkráðsfundar VG á Grand hóteli Reykjavík í gær. Katrín hóf setningarræðu sína á umfjöllun um orkumál og stóriðju, söluna á eignarhlut Reykja- víkur í Landsvirkjun og virkjanaáform Orkuveitu Reykjavíkur. Hún ræddi einnig fyrirhugaða sölu Símans og styttingu náms til stúdentsprófs. Ekki framtíðarsýn fulltrúa VG Katrín minnti á að þegar greidd voru atkvæði í borgarstjórn um hvort Reykjavíkurborg ætti að ábyrgjast lántökur Landsvirkjunar, til að fjár- magna Kárahnjúkavirkjun, hefði Reykjavíkurlist- inn haft tækifæri til að hafna því. „Raunin varð hins vegar sú að þrír borgarfulltrúar Reykjavík- urlistans greiddu málinu atkvæði sitt og það hlaut þannig níu manna meirihluta í borgarstjórn,“ sagði Katrín. „Að sama skapi hefur Orkuveita Reykjavíkur daðrað nokkuð við virkjanaáform í þágu stóriðju. Þar hafa þó einungis verið reistar jarðvarmavirkj- anir þó að ýmis teikn hafi verið á lofti um að Orku- veitan hyggist færa sig inn á sama svið og Lands- virkjun og fara að reisa stórar vatnsaflsvirkjanir með uppistöðulónum. Þetta er ekki sú framtíð- arsýn sem fulltrúar Vinstri-grænna í borgarstjórn aðhyllast.“ Katrín sagði borgarfulltrúa VG ekki hafa verið því andvíga að teknar yrðu upp viðræður um sölu á hlut Reykjavíkur í Landsvirkjun. Undirritun viljayfirlýsingar sl. fimmtudag um söluna á hlut borgarinnar hefði borið brátt að. Borgarfulltrúar VG hefðu viljað fá meiri umræðu um málið. Taldi Katrín skipta miklu máli að samningsdrög, sem koma út úr viðræðum og eiga að liggja fyrir í haust, yrðu vandlega rædd. „Enda er hreint ekki gefið að við munum sam- þykkja sölu eignarhluta Reykjavíkur í Lands- virkjun,“ sagði Katrín. Gamaldags hugsunarháttur Katrín gagnrýndi áform um styttingu náms til stúdentsprófs. Hún sagði nýja skýrslu mennta- málaráðurneytisins bera annars vegar vott um af- ar gamaldags hugsunarhátt í skólamálum og hins vegar mjög eindreginn vilja til að spara í fram- haldsskólakerfinu með því að velta einingum yfir á grunnskólana, sem reknir eru af sveitarfélögun- um. „Þessi sparnaðarhugmynd hefur að sama skapi gert það að verkum að það hefur ekki einu sinni komið til umræðu að stytta fremur grunnskólann úr tíu árum í níu, ef menn vilja lækka stúdents- prófsaldurinn, þó að skólaár grunnskólanna hafi lengst verulega á undanförnum árum,“ sagði Katrín. Óvíst að borgarfulltrúar VG samþykki sölu Landsvirkjunar Morgunblaðið/Árni Sæberg Katrín Jakobsdóttir fjallaði m.a. um orkumál, sölu á Landsvirkjun og Símanum og styttingu náms til stúdentsprófs í setningarræðu flokksráðsfundar VG í gær. LÖGREGLAN í Hafnarfirði hand- tók fimm manns í þremur fíkniefna- málum aðfararnótt föstudags. Í einu málinu fundust 50 grömm af amfetamíni við húsleit í Hafnarfirði og voru tveir aðilar handteknir. Lögregla hafði fylgst með húsinu um nokkurt skeið. Í öðru málinu var grunsamlegur ökumaður stöðv- aður í Garðabæ og fannst talsvert magn af amfetamíni og marijúana í bíl hans. Teknir vegna fíkniefna TVEIR ungir menn frömdu vopnað rán Apóteki Árbæjar um hádegið í gær. Tveir ung- ir menn í bláum samfesting- um með grímu á höfði komu inn í apótekið vopnaðir hníf- um og ógnuðu starfsfólki með þeim. Skipuðu þeir starfsfólki að sýna sér hvar rítalín væri geymt og stálu skömmtum af því auk peninga sem þeir tóku úr peningakassa. Ekki er talið að þeir hafi haft mik- inn ránsfeng með sér. Af- greiðslufólki var mjög brugð- ið eftir atvikið en allir voru ómeiddir. Tveir viðskiptavinir voru innandyra þegar ránið var framið og tókst öðrum þeirra að laumast út til að hringja á lögregluna. Kom hún á stað- inn fljótlega og hóf leit að ræningjunum. Ekki var ljóst hvort þeir hefðu flúið á bif- reið eða á hlaupum. Vopnað rán í apóteki STEINUNN Valdís Óskarsdóttir, borgarstjóri Reykja- víkur, undirritaði samstarfssamning milli Reykjavík- urborgar og Food and Fun-hátíðarinnar í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi í gær, en framkvæmdastjór- ar Food and Fun eru þeir Sigurður L. Hall, Baldvin I. Jónsson og Steinn Lárusson. Að því loknu hófst kokka- keppni Food and Fun í listasafninu. Samningur Reykjavíkurborgar og Food and Fun gildir til þriggja ára og með honum er innsiglað sam- komulag milli Reykjavíkurborgar, Icelandair og Main Course um öflugt samstarf Vetrarhátíðar og Food and Fun í því skyni að efla báðar hátíðirnar. Það er von beggja aðila að þetta samstarf muni festa báðar hátíðir enn frekar í sessi og efla þannig veg mannlífs, menn- ingar og matarlystar í Reykjavík. „Með öflugri tengingu menningar og matreiðslu á heimsmælikvarða – list með lyst – er verið að efla ímynd Reykjavíkurborgar sem borgar menningar, lífs- gæða og lífsnautna á öllum árstímum og styrkja þann- ig mannlíf í Reykjavík, ferðaþjónustuna og veitinga- húsaflóruna,“ segir í tilkynningu frá Ráðhúsi Reykjavíkur. Ætla að efla list og lyst ALÞJÓÐLEGI skákmeistarinn Stefán Kristjánsson (2.438) gerði jafntefli við alþjóðlega meistarann Mihajlo Zlatic (2.451) frá Serbíu og Svartfallalandi í lokaumferð First Saturdays-mótsins í Búdapest sem lauk á föstudag. Stefán hlaut sjö vinninga í tólf skákum og hafnaði í fjórða sæti. Árangur Stefáns sam- svarar 2.476 skákstigum og hækk- ar hann um átta stig fyrir frammi- stöðu sína á mótinu. Hannes Hlífar Stefánsson stór- meistari (2.561) gerði jafntefli á föstudag við enska stórmeistarann Mark Hebden (2.521) í áttundu og næstsíðustu umferð Cappelle La Grande-mótsins í Frakklandi. Hannes hefur sex vinninga og er í 5.–21. sæti. Stórmeistarinn Þröstur Þórhallsson (2.455) sigraði Frakk- ann Xavier Montheard (2.247) og hefur fimm og hálfan vinning. Magnús Kristinsson (1.430) tap- aði fyrir Frakkanum Laurent Riq- uier (2.068) og hefur þrjá og hálfan vinning. Stefán hafnaði í fjórða sæti í Búdapest

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.