Morgunblaðið - 20.02.2005, Page 11

Morgunblaðið - 20.02.2005, Page 11
Anna. „Hér á landi höfum við ekki farið þá leið að taka land eignarnámi, og hvað snertir eign- arhald á landi innan þjóðgarðsins mælir ekkert á móti því að þar sé að finna land í einkaeigu, svo fremi sem samningar náist við landeigend- ur. Þar að auki eiga hefðbundnar nytjar og bú- skapur að geta farið fram innan þjóðgarðs- markanna, en að sjálfsögðu á forsendum sjálfbærrar nýtingar. Á þessu svæði hafa verið kvikfjárrækt og veiði, bæði á hreindýrum og fuglum, ásamt ferðaþjónustu og svo á að geta orðið áfram.“ Miklar gjaldeyristekjur Samkvæmt mati nefndarinnar ætti kostnað- ur við uppbyggingu þjónustumiðstöðva í þjóð- garðinum norðan Vatnajökuls að nema um 600 milljónum króna og rekstRarkostnaður að verða um 130 milljónir á ári. „Miðað er við að þrjár þjónustumiðstöðvar verði norðan til í þjóðgarðinum og aðrar þrjár fyrir sunnan. Þjónustumiðstöðvarnar verða opnar allt árið, en þeim til viðbótar munu rísa svæðismiðstöðv- ar og jaðarmiðstöðvar, sem verða opnar þann tíma sem flest fólk kemur í þjóðgarðinn. Vega- gerð er ekki inni í þessum tölum, enda heyrir hún undir samgönguráðuneytið, en sú upp- bygging er auðvitað mjög mikilvæg. Ekki hefur enn verið lagt mat á kostnað við uppbyggingu á þjónustumiðstöðvum á svæðinu sunnan jökuls- ins, en gera má ráð fyrir að hún verði með svip- uðum hætti og norðan hans.“ Áætlað er að tekjur af ferðaþjónustu í tengslum við Vatnajökulsþjóðgarð verði marg- faldar á við kostnaðinn. „Í greinargerð sem fylgir skýrslunni og unnin var af Rannsóknum og ráðgjöf ferðaþjónustunnar er áætlað að að- sókn erlendra ferðamanna til landsins geti auk- ist um 1,5–2% að lágmarki með stofnun Vatna- jökulsþjóðgarðs, sem myndi hafa í för með sér aukningu á gjaldeyristekjum um 1,2–1,5 millj- arða króna á ári. En með stofnun þjóðgarðs sem næði til alls jökulsins og svæðanna bæði norðan og sunnan hans er áætlað að ferða- mönnum muni fjölga um 5% til viðbótar, sem þýddi 4 milljarða króna aukningu á gjaldeyr- istekjum. Ég tel að þetta sé varlega áætlað og að ávinningurinn gæti jafnvel orðið enn meiri,“ segir Sigríður Anna. Mikil sátt um þjóðgarð Með stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs verður Jökulsá á Fjöllum og vatnasvæði hennar friðað, auk Eyjabakka, en hugmyndir um virkjanir á þessum svæðum hafa sem kunnugt er valdið miklum deilum á umliðnum árum. Spurð hvort stofnun þjóðgarðsins sé til þess fallin að frið- mælast við náttúruverndarsinna svarar Sigríð- ur Anna því að viðbrögð við tillögunum hafi ver- ið ákaflega jákvæð og öll á einn veg. Ljóst sé að mikil sátt sé um stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs meðal þjóðarinnar. „Segja má að verið sé að sýna í verki ríkan vilja til þess að gera nátt- úruvernd mjög hátt undir höfði hér á landi. Ég er mjög stolt af því að fá að taka þátt í þessu sem umhverfisráðherra og mun leggja metnað minn í að vel takist til. Ég er reiðubúin að leggja mikið á mig til þess að svo megi verða.“ Sigríður Anna bendir einnig á náttúruvernd- aráætlun sem samþykkt var á Alþingi síðast- liðið vor. „Þetta er fyrsta áætlun sinnar teg- undar hér á landi og samkvæmt henni er unnið að friðun fjórtán svæða, til dæmis vegna fjöl- skrúðugs fuglalífs eða merkilegra jarðmynd- ana. Þetta eru metnaðarfull áform og náttúru- verndarmál eru svo sannarlega í brennidepli í starfi ráðuneytisins.“ r á heimsvísu Morgunblaðið/Ragnar Axelsson Færunestindar í Skaftafellsfjöllum. Áætlað er að tekjur af ferðaþjónustu í tengslum við Vatnajökulsþjóðgarð verði margfaldar á við kostnaðinn.                                    !     "  !  ! #$ !   %   &   ' &   '        !    "        adalheidur@mbl.is Gert er ráð fyrir að Vatnajökulsþjóðgarður muni í endanlegri mynd ná frá strönd til strandar. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. FEBRÚAR 2005 11 ’Saddam Hussein hróflaði ekki við þeim,enda eiginkonan Sadía ein af forustukon- unum. Konur hafa yfirleitt haft hátt hlut- fall á þingi, oftast yfir 30% en fóru reynd- ar niður í 10% í stríðinu við Íran, en þá héldu írakskar konur þjóðfélaginu gang- andi.‘Rannveig Guðmundsdóttir , þingmaður Samfylking- arinnar, í umræðum um málefni Íraks á Alþingi. ’Kæruleysi hvað þetta varðar, ofbeldi ogkynlífssenur, er í raun ekkert annað en ill meðferð á börnum.‘Úr grein í læknatímaritinu Lancet um skaðleg áhrif ofbeldis í sjónvarpi, tölvuleikjum og myndböndum á börn. ’Ég fagna yfirlýsingu hæstvirts for-sætisráðherra … hæstvirts utanrík- isráðherra … Hann er ekki einn um það hæstvirtur ráðherra að ruglast í ríminu.‘Ögmundur Jónasson , þingmaður Vinstri grænna, eft- ir að Davíð Oddsson utanríkisráðherra settist óvart í gamla forsætisráðherrastólinn sinn. ’Þessi skýrsla sýnir, án nokkurs vafa aðsíðustu tvö árin hafa nánast verið sem helvíti á jörðu fyrir fólkið í Darfur.‘Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, á fundi öryggisráðsins um skýrslu nefndar á vegum SÞ þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að stjórn- arherinn í Súdan og arabískar vígasveitir, sem styðja stjórnina, hefðu að öllum líkindum framið stríðs- glæpi. ’Skilaboð okkar til fyrirtækja í okkareigu eru einföld: Ekki kvarta yfir sam- keppni. Hafið gaman af samkeppni og gerið betur.‘Úr athugasemd Jóns Ásgeirs Jóhannessonar , for- stjóra Baugs Group og stjórnarformanns Haga, við Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins. ’Beirút grætur píslarvott sinn. Beirútkveður Rafik Hariri.‘ Áletrun á borða eins syrgjendanna þegar fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons, sem beið bana í sprengju- tilræði, var borinn til grafar. ’Þetta var bara eins og í eldgamla daga.Við gengum um með kertaljós, fórum snemma að sofa og stigum ekki fram úr fyrr en birta tók.‘Sigþór Þorgrímsson , bóndi á Búastöðum í Vopnafirði, sem var án rafmagns í 27 tíma um helgina. ’Þessi undraverða flugvél mun getatengt nánast hvaða borgir í heiminum sem er án millilendingar.‘Alan Mulally , aðalframkvæmdastjóri farþegavéla- deildar Boeing, þegar ný þota var afhjúpuð í Everett í Washington-ríki í fyrradag. ’Ég held að þetta séu verulega þýðing-armikil tengsl á milli þjóðarinnar sem á þjóðarútvarpið og stofnunarinnar sjálfr- ar.‘Kolbrún Halldórsdóttir , þingmaður Vinstri grænna, í umræðum um afnotagjöld Ríkisútvarpsins á Alþingi. ’Við erum ekki njörvuð niður í launatöfluheldur fáum umbun fyrir dug og metn- að.“ Jenný Guðrún Jónsdóttir , trúnaðarmaður kennara við Ísaksskóla ’Þetta samkomulag er að mínu viti aðförað kennarastarfinu í landinu.‘Eiríkur Jónsson , formaður Kennarasambands Ís- lands. Skóli Ísaks Jónssonar og tíu af sextán kenn- urum skólans gerðu kjarasamning, þar sem gert er ráð fyrir að kennarar geri einstaklingssamninga við skólastjóra og hæfni kennarans ráði mestu um kjörin. Ummæli vikunnar Morgunblaðið/ÞÖK

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.