Morgunblaðið - 15.04.2005, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 15.04.2005, Blaðsíða 38
38 FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN JÆJA, þá er páfi fallinn frá eftir töluverð veikindi og sjálfur er ég ekki vel góður yfir höfðinu en hvað sem því líður sendi ég ykkur fyrir hönd Alþýðuflokksins í Eyjafirði fram kveðju Guðs og manna og vona jafnframt að ég geri ekki mikið rusk. Sannleikurinn er sá að ég er í nokkrum vanda. Nú stendur fyr- ir dyrum að velja, ekki bara nýjan páfa, held- ur og formann Sam- fylkingar og má varla greina hvort efiðara sé. Munurinn er máski sá að meðan vegur kaþólsku kirkjunnnar sem hinnar lútersku er heldur á undanhaldi í heiminum hefur fylgi Samfylkingarinnar vaxið nokkuð. Annar greinanlegur munur er að þegar höfuð hinnar kaþólsku kirkju er þrotið að kröftum og viti er valið nýtt höfuð. Því er öfugt farið í Sam- fylkingunni. Þar á bæ ætla menn að henda tiltölulega ágætum haus og brúklegum enn um sinn. Ekki vil ég samt gera upp á milli kandídata því ugglaust munu báðir draga vagninn af þrótti. Hinn þriðji munur er auð- vitað sá að ég fæ ekki að taka þátt í vali á páfa en hugsanlega að kjósa til formanns í téðri Samfylkingu. Til þess að geta það þarf ég auðvitað að afla mér réttinda. En áður en af því verður langar mig að gera grein fyrir at- kvæði mínu þótt eng- um komi það við í sjálfu sér. Ég hef aldr- ei verið sérstaklega hreppapólitískur en er að eðli og upplagi sósíaldemókrat sem er auðvitað ekki trú- aratriði í mínum huga heldur, að mér finnst, eðlileg framlenging af því að vera kristinn. Um þetta geta menn svo deilt fram og aftur. Sagan virðist segja mér að hin sósíal- demókratísku viðhorf séu sprottin upp af kristinni siðfræði. Um þetta atriði nenni ég hins vegar ekki að deila við neinn. Sagan segir okkur líka að á þeim bæ fóru menn snemma að huga að ýmiss konar réttinda- og réttlætismálum til handa alþýðu manna en ekki útvöld- um (almannatryggingar, skólamál, heilbrigðismál, mannsæmandi laun etc. etc.). Nú virðist aftur stefna í óefni í samfélaginu. Ég vona og trúi að hinir bestu menn og konur verði aftur valin til forystu í sveitarstjórn- arkosningum 2006 en þegar kemur að alþingiskosningum ætla ég að kjósa flokk sem lítur á landið í heild sinni. Ég ætla að kjósa flokk sem viðheldur góðum gildum – gott ef ekki kristnum – í samfélaginu. Ég ætla að kjósa flokk sem stefnir að því að laga veginn milli Reykjavíkur og Akureyrar áður en fleiri göng verði boruð svo sem eins og t.d. við Héðinsfjörð. Téður vegur er ónýtur og hættulegur allt frá Öxnadalsheiði niður í Borgarfjörð og menn hljóta því að taka tillit til umferðarþunga. Ég ætla að kjósa flokk sem stefnir að því að auka strandsiglingar á kostnað landflutninga sem eru í vax- andi mæli hættulegir meðan vegir eru svo mjóir og lélegir sem raun ber vitni á þjóðvegi nr. 1. Ég ætla að kjósa flokk sem leggst gegn ál- veri við Eyjafjörð, ekki bara meng- unarinnar vegna heldur og sjón- mengunar af loftlínum. (Bendi á svona hreppapólitískt að bláskelja- kaðlana í Eyjafirði sjá engir nema hugsanlega fiskar og selir og/eða kafarar. Bláskeljadæmið er máski ekki nógu fínt og flottræfilslegt.) Það er komið nóg af álverum. Mig hryllir og við rafskautadæminu við Hvalfjörð sem fróðir segja að mengi fjórfalt á við álver. Við fengum und- anþágu frá Kyoto. Það er hneisa og skömm. Ég ætla að velja flokk sem stendur gegn því að leggja 800 milljónir í kosningabáráttu þess efn- is að gerast fulltrúar í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna þar sem við verðum aldrei annað en aftaníossar Amríkana. Ég ætla að kjósa flokk sem stöðvar hugsanleg kaup á húsi og lóð undir sendiráð í Berlín upp á aðrar 800 milljónir og, ef búið er að ganga frá kaupum, selur það eins og skot. Slíkur fjáraustur er siðlaus meðan örorkuþegar þurfa ár eftir ár að berjast fyrir réttindum sínum upp á nokkrar krónur hverju sinni. Ég ætla að kjósa flokk sem vinnur af alefli að málum aldraðra og ellilíf- eyrisþega því við verðum öll álíka gömul og jafndauð í restina. Ég ætla að kjósa flokk sem vill hag fjöl- skyldunnar sem mestan. Ég heyri til dæmis æ fleiri dæmi af ungu fólki sem ekki vill skrá sig í sambúð vegna þess að það borgar sig ekki. Ég ætla að kjósa flokk sem vill stöðva hvalveiðar. Ég ætla að kjósa flokk sem leggur áherslu á djúpbor- anir fremur en virkjun vatnasvæða ef við þurfum endilega að virkja. Ég ætla að kjósa flokk sem tekur alvar- lega þá mynd sem var dregin upp og sýnd á „Ísland örum skorið“- kortinu. Ég ætla að kjósa flokk sem leggur áherslu á umhverfisvernd og stendur vörð um Langasjó og Fögrufjöll svo eitthvað sé nefnt. Og ég ætla að kjósa flokk sem skamm- ast sín ekki fyrir fjallkonuna, sem klæðist skautbúningi og flytur hug- næm ljóð ekki bara á tyllidögum heldur alla daga. Það stefnir nefni- lega í það að seytjánda-júní- fjallkonan verði afklædd skautbún- ingi sínum og komi fram sem klámdrottning í hlekkjum og vírum vafin. Þá ætla ég ekki að vera við- staddur. Ágætu væntanlegu formenn. Er þetta okkar flokkur? Með vinsemd og virðingu. PS. Hvert ætti ég að senda sam- ráðsbensínnóturnar mínar? Eitt opið bréf til væntanlegs formanns Samfylkingarinnar Hannes Blandon fjallar um val á formanni Samfylkingarinnar ’Ég ætla að kjósaflokk sem viðheldur góðum gildum – gott ef ekki kristnum – í samfélaginu.‘ Hannes Blandon Höfundur er prestur. Í ÁGÚST sl. kom út skýrsla menntamálaráðuneytisins: „Breytt námsskipan til stúdentsprófs – auk- in samfella í skóla- starfi (http:// bella.mrn.stjr.is/ utgafuskra/)“. Mark- mið breytinganna er að stytta námstímann til stúdentsprófs og auka gæði námsins. Mörgum kemur þetta spánskt fyrir sjónir. Geta gæðin aukist samfara styttingu námstímans? Flestir eru sammála um að æskilegt er að nemendur eigi kost á að flýta námi sínu. Í skýrslu menntamálaráðuneytisins frá ágúst 2003 um styttingu námstíma til stúdentsprófs kemur fram að grunn- og framhaldsskólanám er 12 til 13 ár í Svíþjóð og Danmörku en 14 ár á Íslandi. Fáir halda því þó fram að nám í þessum löndum sé miklu lakara en hér. Það er inni- haldið sem skiptir máli, ekki náms- tíminn. Ef mögulegt er að veita ís- lenskum unglingum góða menntun á styttri tíma er eðlilegt að slíkt sé skoðað. Í framhaldsskólum, sem byggjast á áfangakerfi, geta nemendur stýrt námshraðanum. Sumir ljúka stúd- entsprófi á þremur árum meðan aðrir eru fimm ár. Meginskýringin á þessum mun er breiddin í nem- endahópnum. Áfangaskólarnir búa yfir sveigjanleika sem mætir mis- munandi þörfum nemenda. Ekki er síður þörf á slíkum sveigjanleika í grunnskólanum. Námið þarf að vera við hæfi hvers og eins. Stór hluti nemenda sem útskrifast úr 10. bekk grunnskólans er ekki með nægilega góðar einkunnir til að hefja nám á bóknáms- brautum framhalds- skólanna. Margir nem- endur grunnskólanna flytjast á milli bekkja án þess að hafa for- sendur til þess. Það þarf að breyta skipu- laginu þannig að grunnskólinn geti mætt þörfum allra. Það er óraunhæft að ætlast til þess að einn kennari geti sinnt 25 nemendum með mjög ólíkan bakgrunn. Mjög erfitt er að mæta þörfum allra nemenda í blönduðu bekkjarkerfi. Getur það verið að stór hópur íslenskra barna og unglinga fái ekki nám við hæfi? Í Garðabæ er verið að vinna brautryðjendastarf. Margrét Pála Ólafsdóttir, eigandi Hjallastefn- unnar ehf., rekur leikskóla og grunnskóla þar sem beitt er mjög framsæknum kennsluaðferðum. Einnig eru hugmyndir um verulega breyttar kennsluaðferðir í Sjálands- skóla. Í ágætri grein sem Ásdís Halla Bragadóttir, bæjarstjóri í Garðabæ, skrifaði í Morgunblaðið 2/2 2004 segir hún m.a.: „það á að gefa miklu meiri sveigjanleika en svo að ein rétt námslengd til stúd- entsprófs sé ákveðin. Einstakling- arnir eiga að fá að laga námsferilinn að eigin þörfum sem eru ólík- ar … Aðalmálið er að allir komist á leiðarenda.“ Í núverandi náms- skipan er töluvert svigrúm til að breyta skólunum líkt og Garðbæing- ar og ýmsir fleiri eru að gera en með endurskoðun á námsskipan allra þriggja skólastiganna verða slíkar breytingar markvissari. Ásdís Halla sagði réttilega: „aðal- málið er að allir komist á leið- arenda“. Til þess þurfa leiðirnar í gegnum skólakerfið að vera vel skil- greindar og öllum færar. Bóknáms- stúdentspróf er ofmetið í íslensku skólakerfi. Bóknámsbrautir henta alls ekki öllum nemendum og eru fráleitt eina námsleiðin sem tryggir góða menntun. Við þurfum að auka veg starfs- og listnáms með því að meta slíkt nám til jafns við almennt bóknám. Háskólarnir verða að opna dyr sínar fyrir nemendum sem ljúka starfs- og listnámi. Háskóladeildir geta síðan skilgreint lágmarks- kröfur um undirbúning í einstökum námsgreinum. Skólastarf þarf að vera í sífelldri mótun og breytast í takt við þjóðfélagið. Breyting á námsskipan til stúdentsprófs felst í að endurskoða námsskrár grunn- og framhaldsskóla. Ef vel tekst til get- ur sú endurskoðun opnað fyrir ný og spennandi tækifæri fyrir íslensk ungmenni. En til þess að svo megi verða þarf að auka veg starfs- og listnáms samhliða breytingum á bóknámsbrautum. Breytt námsskipan til stúdentsprófs Gísli Ragnarsson fjallar um styttingu námstíma til stúdentsprófs ’Ef mögulegt er aðveita íslenskum ungling- um góða menntun á styttri tíma er eðlilegt að slíkt sé skoðað.‘ Gísli Ragnarsson Höfundur er skólameistari í Fjölbrautaskólanum við Ármúla. EITT heitasta hugtak á síðustu missera í íslenskum stjórnmálum er „beint lýðræði“. Oftast er vísað til hugtaksins á þann hátt að bein- ar, almennar kosn- ingar um tiltekin mál þýði að lýðræði sé beinna en kosningar á fulltrúum sem síð- an taka ákvarðanir. Flugvallarkosning Reykvíkinga hefur verið nefnd sem dæmi um beint lýð- ræði. Kosningafyr- irkomulag Svisslend- inga sömuleiðis. Hins vegar gleymist eitt yfirleitt í um- ræðunni: Beinar, al- mennar kosningar um tiltekin mál eru ekkert annað en kúgun meirihlutans á minnihlutanum. Óþekktu dæmin Sjaldnefnd dæmi um beint lýðræði eru þær kosningar sem fóru fram í mörgum ríkjum Bandaríkjanna sam- hliða forsetakosn- ingum þar í landi nýlega. Í 11 ríkjum var ákveðið, með fyrirkomulagi hins svokallaða beina lýðræðis, að hjónabönd sam- kynhneigðra skyldu áfram vera ólögleg. Einnig er sjaldan nefnt að beina lýðræði Svisslendinga hefur viðhaldið einni ströngustu innflytj- endalöggjöf hins þróaða heims. Beint lýðræði í formi almennra kosninga um tiltekin mál er slæmt fyrir þá sem tilheyra 49% hluta kjósenda með einhverja afstöðu. Hið sanna beina lýðræði Í hvert skipti sem eitthvað er látið af hendi rakna í frjálsum við- skiptum, hvort sem það er í formi vöruskipta, frjálsra framlaga eða almennra innkaupa, er verið að kjósa. Einhver eða eitthvað er val- ið umfram eitthvað annað af ein- hverjum ástæðum. Margir kjósa að versla í Bónus, og aðrir kjósa að versla í Krónunni. Einhver kýs að styrkja Rauða krossinn á meðan ein- hver annar gefur í sjóði til styrktar lang- veikum börnum. Þegar stjórnmálamaðurinn kemur sér inn á milli tveggja aðila með þvinguðum peninga- tilfærslum, misnauð- synlegum reglugerðum og ýmsum ákvæðum er valið orðið óbeint. Hið frjálsa val, þ.e. kosn- ingin, breytist í óbeint val, og beint lýðræði verður óbeint. Vissulega eru sum mál sem ákveða þarf í sameiningu hvernig staðið er að. Meinið er bara að vegna þess að beina lýðræðið á að vera svo gott er það notað til að ákveða hluti þar sem ákvörð- uninni er best fyrir komið í höndum okkar sjálfra. Eðlilegt er t.d. að við ákveðum sjálf af hvaða kyni maki okkar er, svo dæmið hér að ofan sé notað, og óeðlilegt að lýðræðiskosningu þurfi til að taka eina ákvörðun fyr- ir alla. Besta leiðin til að koma á beinu lýðræði er að fækka þeim verk- efnum sem hið opinbera og aðrir ákvörðunartakar hafa á sinni könnu. Um það geta allir sann- færst með því einu að draga fram debetkortið og kjósa vöru eða þjónustu oft á dag. Aðrir verða að láta sér nægja að kjósa stjórn- málamenn á fjögurra ára fresti. Beint lýðræði án stjórn- málamanna Geir Ágústsson fjallar um lýðræði Geir Ágústsson ’Besta leiðin tilað koma á beinu lýðræði er að fækka þeim verkefnum sem hið opinbera og aðrir ákvörð- unartakar hafa á sinni könnu.‘ Höfundur er verkfræðinemi og félagi í frjálshyggjufélaginu. Úrslitin í enska boltanum beint í símann þinn❖ Opið virka daga 10-18❖ Laugardaga 10-16 Nýbýlavegi 12 Kópavogi s. 554 4433 Föt fyrir allar konur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.