Morgunblaðið - 15.04.2005, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 15.04.2005, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Í ÁRSBYRJUN 2003 steig Samfylk- ingin það heillaspor að tilnefna Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur sem forsætisráð- herraefni flokksins. Jafnframt var henni raðað í 5. sæti á fram- boðslista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður fyrir alþing- iskosningarnar þá um vorið. Í kosningunum 10. maí vann Samfylk- ingin stórsigur í þessu kjördæmi og skaut meðal annars Sjálf- stæðisflokknum aftur fyrir sig með þeim af- leiðingum að formaður þess flokks og þáver- andi forsætisráðherra var ekki lengur fyrsti þingmaður síns kjör- dæmis. Engum gat dulist að sú ráðstöfun að velja Ingibjörgu Sólrúnu sem talsmann framboðsins og for- sætisráðherraefni, ásamt því að raða henni á framboðslista utan prófkjörs, var vottur um mikinn sam- hug og samstöðu um forystuhlutverk hennar og augljós fyrirboði þess að hún tæki við for- mennsku flokksins við fyrstu hent- ugleika. Ekki var skipt um formann haustið 2003, en Ingibjörg Sólrún boðaði að hún væri fús að taka við for- mennskunni 2005. Engan hef ég heyrt halda því fram að umræddar ákvarðanir í aðdraganda kosning- anna 2003 hafi verið misráðnar; eng- inn dregur í efa að þær hafi skilað glæsilegum árangri; engar raddir heyrast um að Ingibjörg Sólrún sé verr til for- ingja fallin nú en hún var vorið 2003. Eigi að síður eru þessi tilvon- andi formannsskipti, sem ég hygg að yfir- gnæfandi meirihluti kjósenda flokksins telji að fari fram vonum seinna, nú orðin að deiluefni, aðallega innan þingliðs Samfylking- arinnar. Þetta fólk situr í umboði allra þeirra al- þingiskjósenda, sem töldu sig vera að kjósa flokk undir forystu Ingi- bjargar Sólrúnar, og nú ber því að útskýra hvers vegna því virðist hafa snúist hugur. Heldur þetta góða fólk að mál- stað hinnar íslensku og alþjóðlegu jafnaðar- og velferðarhyggju verði best þjónað með því að hafna Ingibjörgu Sól- rúnu? Heldur það í al- vöru að það verði fylgi Samfylkingarinnar til framdráttar að afþakka Ingibjörgu Sólrúnu sem formann? Hefur þetta fólk aldrei rætt „for- mannsslaginn“ við kollega sína úr öðrum flokkum og séð blikið, sem kemur í augu þeirra við tilhugsunina um að Ingibjörg Sólrún verði ekki formaður? Hvað hefur hlaupið í fólkið? Þorbjörn Broddason fjallar um formannskjör Samfylk- ingarinnar Þorbjörn Broddason ’Hafa þing-menn í stuðn- ingsliði Össurar ekki séð blikið í augum and- stæðinganna, þegar þeir sjá fram á þann möguleika að fella Ingibjörgu Sólrúnu?‘ Höfundur er prófessor. 4. apríl 2005 samþykkti stjórn Landsvirkjunar samhljóða eft- irfarandi ályktun: „Stjórn Landsvirkjunar sam- þykkir að láta fara fram endur- skoðun á greiningu áhættuþátta og áhættumats (þ.e. lík- indamat á atburðum og verðmætum í húfi) í ljósi nýrra upplýs- inga um möguleg tengsl jarðhita og sprungna í lónstæði og stíflustæðum Kárahnjúkavirkjunar. Skilgreina skal áhættuþætti, svo sem hættu á eldgosum, jarðhræringum og gikkskjálftum og meta möguleg áhrif þeirra og fargsins af lóni og stífl- um, m.a. lekt vegna opnunar sprungna í lónstæði Hálslóns og/ eða stíflurof eða stíflubroti undir stíflum. Leggja skal mat á hugsanlegar afleiðingar áhættunnar fyrir starf- semi fyrirtækisins og við- skiptavina þess sem og aðra starf- semi á því landsvæði sem í húfi kann að vera. Jafnframt samþykkir stjórn Landsvirkjunar að endurskoða eldri viðbragðsáætlanir og aðlaga þær nýrri áhættugreiningu og áhættumati.“ Ekki er að efa að talsvert hefur gengið á í stjórninni og innan fyr- irtækisins í aðdraganda þessarar samþykktar. Með henni við- urkennir forysta Landsvirkjunar andvaraleysi og ótrúleg mistök sem gerð hafa verið í aðdraganda ákvarðana um þessa 100 milljarða króna framkvæmd. Alcoa sem samið hefur um raforkukaup frá Kárahnjúkavirkjun frá vori 2007 hlýtur að ókyrrast í þeirri stöðu sem nú blasir við. Erfitt er að finna orð við hæfi til að lýsa þeim af- glöpum og pólitísku gerræði sem ráðið hefur för í þessu stór- iðjumáli frá upphafi. Landsvirkjun átti engan kost annan en svipta hulu af þeirri stöðu sem nú blasir við. Samþykkt stjórn- arinnar gat ekki verið síðar á ferðinni en hún er ein og sér að- eins upphaf að löngu ferli þar sem komast verður til botns í því kviksyndi sem menn nú eru stadd- ir í. Draga verður fram und- anbragðalaust hverjir það eru sem bera ábyrgð á þeim hrikalegu mis- tökum sem við blasa, þó ekki væri nema til að læra af þeim til fram- tíðar. Ákvarðanir um stóriðjufram- kvæmdir á Austurlandi voru knúð- ar fram af pólitískri einsýni og með offorsi sem á engan sinn líka í seinni tíma sögu hérlendis. For- ysta Framsóknarflokksins setti sig að veði í þessu máli og allt varð þar undan að láta. Ráðherrar um- hverfis- og iðnaðarmála í rík- isstjórn gengu glaðir í verkin fyrir formann flokksins. Umhverf- isráðherrann sneri á haus efn- islegri niðurstöðu úr umhverfis- mati. Iðnaðarráðherrann þjónaði sem strengjabrúða á leiksýningum austanlands. Þó gerðist þetta ekki nema með eindregnum stuðningi Sjálfstæðisflokksins og uppáskrift Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur sem borgarstjóra Reykjavíkur. Hún tryggði í borgarstjórn meiri- hluta með Kárahnjúkaflokkunum fyrir ábyrgð borgarinnar á lántök- um Landsvirkjunar. Samfylkingin endaði síðan með því að ljá málinu yfirgnæfandi stuðning á Alþingi, jafnt við Kárahnjúkavirkjun og ál- ver Alcoa við Reyðarfjörð. Vinstri- hreyfingin – grænt framboð var eini flokkurinn sem stóð heill og óskiptur vaktina gegn öllum þess- um málatilbúnaði. Ekki vantaði aðvaranir um flesta þætti þessa ótrúlega máls. Þar hafa lagt sitt af mörkum jarð- vísindamenn, náttúrufræðingar, náttúruverndarsamtök og almenn- ingur af ótrúlegri þrautseigju. En einnig kom til gagnrýni frá mörg- um á viðskiptalegan bakgrunn þessa þungaiðnaðar og þá miklu áhættu sem með honum er tekin fyrir Ísland allt, aldna og óborna. Hverfi menn ekki frá mun óvissa fylgja sjálfum undirstöð- unum fyrir rekstri þessa tvíþætta áhættufyrirtækis Landsvirkjunar og Alcoa. Það er bágt fyrir heilan landshluta að vera festur upp á slíkan þráð um langa framtíð. Kárahnjúkar og áhætt- an sem við blasir Hjörleifur Guttormsson fjallar um Kárahnjúkavirkjun ’Ekki vantaði aðvaranirum flesta þætti þessa ótrúlega máls.‘ Hjörleifur Guttormsson Höfundur er fv. alþingismaður og ráðherra. Dr. Sigríður Halldórsdóttir: Skerum upp herör gegn heimilisofbeldi og kortleggj- um þennan falda glæp og ræðum vandamálið í hel. Svava Björnsdóttir: Til þess að minnka kynferðisofbeldi þurfa landsmenn að fyr- irbyggja að það gerist. For- varnir gerast með fræðslu al- mennings. Jóhann J. Ólafsson: „Lýð- ræðisþróun á Íslandi hefur, þrátt fyrir allt, verið til fyr- irmyndar og á að vera það áfram.“ Pétur Steinn Guðmunds- son: „Þær hömlur sem settar eru á bílaleigur eru ekki í neinu samræmi við áður gefnar yfirlýsingar fram- kvæmdavaldsins, um að skapa betra umhverfi fyrir bílaleigurnar.“ Guðmundur Hafsteinsson: „Langbesti kosturinn í stöð- unni er að láta TR ganga inn í LHÍ og þar verði höfuð- staður framhalds- og háskóla- náms í tónlist í landinu.“ Hjördís Ásgeirsdóttir: „Ég er ein af þeim sem heyrðu ekki bankið þegar vágest- urinn kom í heimsókn.“ Vilhjálmur Eyþórsson: „Forystumennirnir eru und- antekningarlítið menntamenn og af góðu fólki komnir eins og allir þeir, sem gerast fjöldamorðingjar af hugsjón. Afleiðingar þessarar auglýs- ingar gætu því komið á óvart.“ Jakob Björnsson: „Mann- kynið þarf fremur á leiðsögn að halda í þeirri list að þola góða daga en á helvítis- prédikunum á valdi óttans eins og á galdrabrennuöld- inni.“ Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar SÍÐASTLIÐIÐ sumar var mikið rætt og ritað um skattamál hér á landi, enda höfðu báðir stjórn- arflokkarnir lofað miklum skatta- lækkunum fyrir alþingiskosning- arnar 2003. Fyrsta árið eftir kosningarnar bólaði ekkert á skattalækkunum. En sjálfsagt hefur mikið verið rætt um fram- kvæmd þessara lof- orða, bak við tjöldin á stjórnarheimilinu. En loksins í júlímánuði reyndi einn frétta- maður að toga upp úr Halldóri Ásgrímssyni hvaða skattalækkanir væru helst til um- ræðu. Halldór var tregur að segja hon- um nokkuð sem hægt var að hafa eftir honum, en sagði þó að gert væri ráð fyr- ir að lækka tekju- skattinn um 1%. Þó væri þetta ekki fullfrágengið. Svo væri líka mikið rætt um að lækka veru- lega virðisaukaskatt- inn á innlendum landbúnaðarvörum, enda hefði hann mjög lengi verið mjög gagnrýndur, bæði hefðu neyt- endur, erlendir ferðamenn og að sjálfsögðu líka bændur, gagnrýnt hann mjög. Það er alveg furðulegt að leggja þennan skatt á með annarri hendinni en greiða bændum til baka ýmsa styrki með hinni hendinni. Svo fóru að heyrast háværar raddir um allskonar aðrar skattalækkanir, einkum frá sjálfstæðismönnum. Loksins þegar nær dró haustinu skýrði ríkisstjórnin frá því hvaða skattar skyldu verða lækkaðir, eða jafnvel afnumdir alveg. Þá kom í ljós að ekkert var hreyft við mat- arskattinum. Hann var ekki einn þeirra skatta sem voru í náðinni hjá ríkisstjórninni. En sumir þing- menn gáfu í skyn að kannski yrði hann lækkaður á þessu ári. Þess vegna vil ég hér með skora á alla alþingismenn að leggja fram frum- varp strax á yfirstandandi Alþingi um að afnema alveg þennan órétt- láta 14% skatt á innlendar land- búnaðarvörur sem framleiddar eru hér á landi og notaðar eru hér á landi, og skal ég nú færa rök fyrir þessari áskorun minni. 1. Íslenskar matvörur eru við- urkenndar í hæsta gæðaflokki sambærilegra matvara í heiminum. Þær eru nú í samkeppni við alls konar innfluttar matvörur. 2. Ef þessi skattur yrði alveg af- numinn þá mundu kaup á inn- lendum landbúnaðarvörum stór- aukast, enda mundi verð á þeim lækka um 14 til 20%, því ég geri ráð fyrir að smásöluálagningin sé að lágmarki 6%, en líklega er hún hærri. 3. Innflutningur á alls konar matvörum mundi minnka verulega enda standast margar þeirra alls ekki sömu gæði og íslenskar land- búnaðarvörur. Auk þess sparaði það þjóðinni verulegan gjaldeyri og við það minnkaði gjaldeyrishall- inn verulega. 4. Er það ekki furðulegt að land- búnaðarvörur skuli hafa verið skattlagðar 14% mörg, mörg ár, en á sama tíma hafa bændur fengið ýmiss konar styrki til að reyna að halda verði þeirra niðri? Sam- kvæmt opinberum tölum um kaup og kjör hér á landi voru tekjur sauðfjárbænda lægri en allra ann- arra stétta árið 2003. Meira að segja öryrkjar og ellilífeyrisþegar voru lítið eitt hærri og ég held að enginn þurfi að öfunda þá af kjör- um sínum. 5. Með því að fella alveg niður virðisaukaskattinn á umræddar vörur þá vinnst margt. Fyrst að kjör lægstlaunuðu manna í landinu mundu batna verulega. Annað, fólksflóttinn af lands- byggðinni mundi minnka verulega ef sauðfjárbændur fengju að búa við mannsæm- andi kjör. Og í þriðja lagi og ekki síst þá mundi verðlags- vísitalan lækka um 0,8% samkvæmt út- reikningum sérfræð- inga. Það eitt út af fyrir sig mundi þýða meira jafnvægi á vinnumarkaðnum og auka trú almennings á meiri stöðugleika í verðlags- og kaup- gjaldsmálum og af því veitir sannarlega ekki. 6. Afnám mat- arskattsins er öllum til hagsbóta því að allir þurfa að borða og hann kemur líka barnmörgum fjöl- skyldum sérstaklega vel. En að fara að lækka matarskattinn um nokkur % eða til dæmis um 7% eins og Samfylkingin lagði til, tel ég hreint kák, því þá gætu smásalarnir haldið óbreyttri álagningu og þá yrði ávinningurinn lítill, bæði fyrir neytendur og bændur. Ég segi því burt með þennan ósanngjarnasta skatt allra tíma. Skattalækkanirnar sem gerðar voru fyrir jólin í vetur voru eftir gamalli forskrift Sjálfstæðisflokks- ins enda hafa þeir haldið margar sigurhátíðir síðan um áramót. Sem dæmi má nefna tekjuskattinn, en hann á að lækka á þessu kjör- tímabili um hvorki meira eða minna en 15,53% á árunum 2004– 2007. (Heimild: Bændablaðið 3. tbl. 11. árg., Ketill A. Hannesson.) Finnst mönnum ekki rausnarlega skammtað? Lítum nánar á dæmið. Á árinu 2003 voru um 20 þúsund framteljendur skattlausir, það er þeir höfðu svo litlar tekjur. Auðvit- að þurfa þeir engan tekjuafslátt! Framteljandi sem hefur 100 þús- und kr. á mánuði fær lágmarks skattaafslátt, sá sem hefur 500 þúsund kr. á mánuði fær 5 sinnum meiri skattaafslátt og sá sem hefur 1 milljón á mánuði fær sjálfur 10 sinnum hærri skattaafslátt en skussinn sem hefur aðeins 100 þúsund kr. á mánuði. Margir hafa miklu hærri tekjur en ég eftirlæt ykkur, lesendur góðir,að reikna út skatta þeirra. Finnst ykkur nokk- uð athugavert við þetta? Afnám eignaskatts einstaklinga og lögaðila. Eignaskattur verður 0,6% árið 2004 og sami skattur ár- ið 2005 en fellur síðan alveg niður. Auðvitað eru í þessum skattalaga- bálki nokkur dæmi sem eru til bóta en ekkert dæmi sem kemst í námunda við þessa stóru gjafa- pakka sem ríkasta fólkinu eru rétt- ir. Ég er gamall maður en ég minn- ist þess ekki að ég hafi nokkru sinni heyrt getið um svona ölmusu til ríka fólksins og eins blygð- unarlausra afgreiðslu Alþingis á skattamálum. Hugleiðingar um skattamál Sigurður Lárusson fjallar um skattheimtu Sigurður Lárusson ’… ég minnistþess ekki að ég hafi nokkru sinni heyrt getið svona ölmusu til ríka fólksins og eins blygð- unarlausrar af- greiðslu Alþing- is á skatta- málum.‘ Höfundur er vistmaður á sjúkra- húsinu á Egilsstöðum og kennir sig við Gilsá.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.