Morgunblaðið - 15.04.2005, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 15.04.2005, Blaðsíða 60
60 FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ HILMAR Jensson gítarleikari er lands- kunnur fyrir djassgítarleik og starfsemi með Tilraunaeldhúsinu sem starfsemi þess er helg- uð ýmsum tilraunum í tónlist. Í kvöld bætir hann enn skrautfjöður í hatt sinn, en þá verð- ur fluttur eftir hann í Langholtskirkju konsert fyrir rafgítar og blásarasveit sem hann kýs að kalla „Líðan eftir atvikum …“ Flytjendur verða Blásarasveit Reykjavíkur, en Hilmar leikur á gítar. Stjórnandi er Tryggvi M. Bald- vinsson. Þetta er í fyrsta sinn sem Hilmar semur fyrir svo stóra hljómsveit þótt hann hafi samið grúa laga og lengri verka fyrir smærri hljóm- sveitir. Hann segir verkið þannig tilkomið að Blásarasveitin leitaði til hans um að semja fyr- ir sig verk, en til þess fékk hún styrk frá Menningarborgarsjóði. „Það er ákveðin til- hneiging að líta á Blásarasveitina sem eins- konar lúðrasveit, en það er gríðarlegur metn- aður í hljómsveitinni og menn hafa verið iðnir við að panta verk. Mér þykir það ekki síst virðingarvert að þeir skuli ekki leita á hefð- bundin mið þegar þeir hafa pantað verk, eins og sést á því að þeir leita til manns eins og mín að semja fyrir sig tónverk.“ Hilmar hófst handa við tónsmíðarnar síð- asta vor, en hann segir að vinnan hafi verið mun meiri en hann áttaði sig á í fyrstu. Síðasta sem ég var að semja. Fyrir vikið má segja að á köflum sé gítarhlutinn millimetra frá því að vera óspilandi,“ segir Hilmar. Hilmar segir ekki ljóst fyrr en á hólminn er komið hversu langt verkið sé, það fari eftir því hve menn treysti sér að spila það hratt, en á þeim hraða sem það er skrifað er það um fimmtán mínútur. „Það teygist kannski eitt- hvað úr því, enda á það eflaust eftir að breyt- ast eitthvað nú þegar við erum að æfa það, maður nær aldrei fullkominni yfirsýn yfir verk fyrr en maður heyrir það með hljóm- sveit.“ Eins og fram kemur segist Hilmar gjarnan vilja semja fleiri verk fyrir stærri hljóm- sveitir. Hann segist líka hafa gengið með það í maganum lengi að semja tónverk fyrir ólík hljóðfæri en þau sem hann fæst við alla daga, til að mynda verk fyrir strengjakvartett eða álíka. „Ég er ekki að verða tónskáld, ef svo má segja, en mér fannst þetta afskaplega skemmtileg vinna og ég á örugglega eftir að semja meira í þessa veru.“ Eins og getið er verða tónleikarnir í kvöld í Langholtskirkju og hefjast kl. 20:00. Auk verks Hilmars eru á efnisskránni verkið Sowetan Spring eftir skoska tónskáldið James MacMillan og Sinfónía í B-dúr eftir Paul Hindemith. sumar fór þannig meira eða minna í að semja verkið og síðan bjó hann það til flutnings í vet- ur. Þrátt fyrir hina miklu vinnu segist hann gjarnan vilja semja fleiri hljómsveitarverk; „þetta var gríðarlega skemmtilegt þótt það hafi verið óheyrileg vinna“. Hilmar segir að hann hafi ekki sett sér nein- ar reglur þegar hann hófst handa, hann byrj- aði einfaldlega að semja og lét eyrun ráða för. Helsta glíman í tónsmíðinni sjálfri var við gít- arinn, hvernig hann gæti látið hann passa inn í verk þar sem svo ólík gerð hljóðfæra væri í að- alhlutverki. „Ég átti erfitt með að heyra fyrir mér hvernig ég átti að passa sjálfur inn í þetta, hvernig ég gæti nýtt gítarinn í verkinu, enda er mjög erfitt að eiga við gítarhljóm eftir að búið er að slá hann ólíkt til dæmis hljóm í blásturshljóðfærum. Á endanum ákvað ég að spila með mjög bjagaðan gítarhljóm allan tím- ann,“ segir Hilmar og bætir við að hann hafi verið nánast í sömu stöðu og aðrir hljóðfæra- leikarar verksins þegar kom að því að læra að spila sinn hluta, hann hafi samið svo erfiðan part fyrir sig að hann hafi þurft að leggja hart að sér við æfingar til að ráða við hann. „Minn hluti er hræðilega erfiður og ég get engum um kennt nema sjálfum mér. Ég samdi verkið án þess að vera með hljóðfæri við höndina og spáði því aldrei í það hvernig væri að spila það Morgunblaðið/Sverrir Hilmar Jensson gítarleikari. Tónlist | Blásarasveit Reykjavíkur flytur tónlist eftir Hilmar Jensson í Langholtskirkju í kvöld Millimetra frá því að vera óspilandi Ný breiðskífa Trabant, Emotional, kemur út í dagen margur tónlistar- áhugamaðurinn hefur beðið spennt- ur eftir þeim grip. Verður honum enda fagnað innilega með útgáfu- tónleikum í kvöld á NASA og má fastlega búast við miklu húllumhæi og stuði. Fyrsta plata Trabant, Moment of Truth, kom út árið 2001 og vakti mikla athygli innanlands sem utan. M.a. líkti raftónlist- arbiblían Muzik plötunni við fyrstu plötu Pink Floyd, Piper at the Gates of Dawn (’67) og sagði hana jafn mikið tímamótaverk og sú skífa var á sínum tíma! Hljómsveitin Trabant varð síðan fljótlega að veruleika, en á Moment of Truth var Trabant dúett þeirra Viðars Hákons Gíslasonar og Þor- valdar H. Gröndal. Sem fullskipuð hljómsveit hefur Trabant vakið mikla athygli sem tónleikasveit, en tónleikarnir eru jafnan mikil flug- eldasýning og þannig hefur eftir- vænting eftir nýju efni aukist jafnt og þétt undanfarin misseri.    Umslag Moment of Truth varskemmtileg endurvinnsla á gömlu íslensku plötuumslagi með Upplyftingu og umslag plötunnar nýju fetar svipaða vegu. Þar blasa við meðlimir sveitarinnar, naktir og olíubornir með einkennilega drama- tískan, næsta líflausan svip. Algjör snilld. Ragnar Kjartansson, söngvari sveitarinnar, segir blaðamanni að hér sé vísað í ýmis umslög sem séu í uppáhaldi hjá meðlimum, m.a. með D.A.F. (Deutsch Amerikanische Freundschaft) og Hall & Oates. Plat- an er í eigulegu pappaboxi og hopp- ar diskurinn bókstaflega framan í mann þegar það er opnað þar sem hann hvílir á einslags pappa- harmonikku. „Það er ánægjuleg þróun,“ segir Ragnar, „að á þessum tíma nið- urhals og brennslu er orðið afar brýnt að umbúðirnar séu fallegar og eigulegar. Geisladiskaumbúðir eru að verða eins og flott vínylumslög voru.“ Þegar Moment of Truth var í vinnslu var mikill samgangur á milli Trabant og hljómsveitarinnar Kan- ada að sögn Ragnars en þar sá hann um söng. Þorvaldur lék á trommur með Kanada t.d. og Úlfur Eldjárn úr Kanada lék einnig með Trabant. Þegar Kanada hætti gekk Ragnar til liðs við Trabant en hann hafði sung- ið lagið „Superman“ á Moment of Truth. „Bandið var svo sett saman til að fylgja þeirri plötu eftir,“ segir hann en ásamt honum, Þorvaldi og Viðari eru þeir Gísli Galdur Þorgeirsson og Hlynur Aðils Vilmarsson í sveitinni. „Hlynur hafði unnið mikið með Dodda (Þorvaldi) og Vidda á Moment of Truth og kom af fullum krafti inn í þetta,“ rifjar Ragnar upp. „Eins gekk Gísli Galdur til liðs við sveitina eftir að hafa spilað óvænt með okkur í afmælisveislu Sigur Rósar sem haldin var á efstu hæð Hótel Borgar.“ Á fyrstu tónleikum sveitarinnar var notast við undirspil af bandi samfara hljóðfæraleik en smátt og smátt þróaðist sveitin í algjörlega „lifandi“ sveit. „Okkur langaði að búa til hljóm- sveit sem spilaði raftónlist á full- komlega lífrænan hátt ef svo má segja. Trabant hefur þróast frá því að vera hljóðversverkefni í það að vera fimm manna hljómsveit. Platan varð þess vegna til á tónleikum og á æfingum.“ Moment of Truth býr yfir vel sýrð- um köflum og við fyrstu hlustanir hljómar Emotional sem giska að- gengileg plata. Ragnar segir að vegna þessa sé hún í raun súrari en síðasta verk. „Á Emotional erum við nefnilega að fikta með okkar hætti við popp, þá algerlega ólöglegu tónlist,“ segir hann og hlær við.    Grunnar að plötunni – söngur ogundirspil – voru teknir upp meira og minna beint í Geimsteini. Slípivinna fór svo fram í hljóðveri Trabant í Klink og Bank. „Við erum með fínustu aðstöðu hérna og þessi nánd við aðra lista- menn hefur mikil áhrif. Gus Gus og Ghostigital eru t.d. að vinna hérna rétt hjá og hljómar frá þeim leka yfir í hljóðverið okkar.“ Trabant skreppur til Bandaríkj- anna eftir helgi og mun spila á þrem- ur tónleikum í New York og á tveim- ur í San Francisco. Lagið „Nasty Boy“ verður svo gefið út á smáskífu í Bretlandi bráðlega á vegum South- ern Fried Records og Pineapple Re- cords sem er útgáfa Gus Gus. Aðgangseyrir að tónleikunum eru sléttar 500 krónur og miða er hægt að nálgast í 12 tónum. Um upphitun sér hin rafræna kvennasveit Donna Mess en einnig mun listakonan Ásdís Sif Gunnarsdóttir sýna mynd- bandverk. Það eru 12 tónar sem gefa plötuna út. ’Okkur langaði að búatil hljómsveit sem spilaði raftónlist á fullkomlega lífrænan hátt ef svo má segja.‘ AF LISTUM Arnar Eggert Thoroddsen Ný breiðskífa Trabant, Emotional, kemur út í dag. Tilfinningaríkur Trabant arnart@mbl.is EIN athyglisverðasta mynd sem sýnd hefur verið á árinu er Hotel Rwanda, nú býðst tækifæri á raunverulegri innsýn í atburðarásina í borgarastríð- inu í Rúanda í heimildarmyndinni Shake Hands with the Devil. Undirtit- ill hennar er Ferðalag Roméo Dall- aire, hann er hershöfðinginn sem er til grundvallar persónunni sem Nick Nolte leikur í Hollywood-myndinni. Dallaire er kanadískur eins og heimildarmyndin, þar sem fylgst er með ferð þessa hrjáða stríðsmanns til Rúanda á ráðstefnu sem haldin var í landinu á síðasta ári í tilefni 10 ára af- mælis þjóðarmorðsins. Dallaire, sem var æðsti maður friðarsveita SÞ, þeg- ar hörmungarnar skullu á, er þjáður maður af samviskubiti. Hann ásakar sig fyrir að hafa ekki getað náð eyrum alþjóðasamfélagsins þegar hann reyndi mánuðum saman að koma um- heiminum í skilning um blóðbaðið í landinu árið 1994. Myndin færir hins vegar áhorfand- anum heim sanninn um að Dallaire var ærlegasti útlendingurinn sem kom við sögu, heiðarlegur og ábyrgð- arfullur maður sem mátti horfa upp á vestrænu stórveldin hverfa á braut, hvert af öðru, án þess að lyfta litla fingri til að stöðva þjóðarmorðið. Hann var skipstjórinn sem yfirgefur ekki sitt sökkvandi skip fyrr en á síð- ustu stundu. Dallaire skellir skuldinni á Belga, Frakka, Ítali og ekki síst kirkjunnar menn, er fullviss um að all- ir hefðu þeir verið þess megnugir að koma að mestu í veg fyrir atburðina sem kostuðu 800.000 Rúandabúa lífið, langflesta af Tútsi-ættbálknum. Lífsreynslan fór illa með hershöfð- ingjann líkt og landið sem hann átti að gæta. Kvalinn af samviskubiti og þunglyndi leitaði Dallaire skjóls hjá Bakkusi en náði sér svo á strik að nýju. Hann hefur skrifað bók um reynslu sína og ber hún sama nafn og heimildarmyndin og reyndar hefur mest af tíma hans síðari árin farið í að greina heimsbyggðinni frá því hvað raunverulega gerðist á blóðvellinum í Rúanda og bak við tjöldin. Shake Hands With the Devil (nafn- ið er dregið af sýn hershöfðingjans á morðóðan her Hútú-manna) lætur engan ósnortinn – hvort sem það er afdráttarlaus upprifjun Dallaires á at- burðarásinni, hroðalegir bútar úr fréttamyndum af blóðbaðinu þar sem saklaust fólk er drepið með köldu blóði og líkin hrannast upp á legi og láði, eða ógleymanleg heimsóknin í minnismerkið um þjóðarmorðið. Það er sláandi, óteljandi raðir af sködd- uðum hauskúpum sem minna skó- staflana í Auschwitz. Pólitískir lýðskrumarar og þjóð- arleiðtogar vestrænna ríkja fá einnig á baukinn, en hafa þeir frekar en aðrir nokkuð lært af hörmungunum í Rú- anda? Myndirnar tvær minna okkur þó um sinn á þessa svívirðilegu at- burði sem lutu í lægra haldi í fjöl- miðlum á sínum tíma fyrir mun gal- vaskari fréttaflutningi af O.J. Simpson og öðrum slíkum ómissandi stórmálum. Með köldu blóði KVIKMYNDIR Háskólabíó: IIFF Heimildarmynd. Leikstjóri: Peter Ray- mont. Fram kemur m.a. Roméo Dallaire hershöfðingi. 90 mín. Kanada. 2005. Krumlan á Kölska (Shake Hands with the Devil: The Journey of Roméo Dallaire)  Sæbjörn Valdimarsson SHELBY er 15 ára stelpa alin upp á góðu kristnu og íhaldssömu heimili í Texas. Henni blöskrar hversu margir krakkar í skólanum hennar fá kyn- sjúkdóm eða verða óléttir svo hún ákveður að berjast með samtökum um kynfræðslu í skólum, en þau mæta eintómum mótbyr í þessu íhaldssama bæ. Og ekki skánar við- mótið þegar hún fer að berjast með samkynhneigðu krökkunum. Myndin gefur góða sýn á þá þröng- sýni sem viðgengst á þessum aft- urhaldsslóðum og um leið oft hræsni. Í raun blöskrar manni. En myndin er samt ekki beint um þessa baráttu krakkanna fyrir fræðslu og frelsi í kynferðismálum, heldur um óvenju viljasterka og góðhjartaða stelpu sem berst fyrir því sem henni finnst rétt. Um leið reynir hún að vera góð krist- in stúlka og fara eftir því sem fyrir henni hefur verið haft, en samúðin með öðrum og réttlætiskenndin ná alltaf yfirhöndinni. Maður sér líka glitta í athyglissjúku hliðina á henni, en það er kannski ekki verra að búa yfir henni ef maður vill ná fram og umbylta hlutum í lífinu. Myndin er vel unnin og margt myndefnið frábært. Sérstaklega ein- lægar stundir sem hún á með for- eldrum sínum sem sýna stelpunni sinni undraverða virðingu, án þess að vera alltaf sammála því sem hún er að gera. Þetta er marghliða mynd, skemmtileg saga úr hversdagslífinu um hetju á uppleið. Stelpa verður stór HEIMILDAMYNDIR Háskólabíó – IFF Leikstjórar: Marion Lipschutz og Rose Rosenblatt. 87 mín. Bandaríkin 2005. The Education of Shelby Knox  Hildur Loftsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.