Morgunblaðið - 06.05.2005, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 06.05.2005, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN SÓFADAGAR Seljum nokkra sýningasófa með allt að 25% afslætti. 15% afsláttur af öllum sérpöntuðum sófum. Grensásvegi 8 108 Reykjavík sími: 517 1020 Opið: mán. - föstud. 11-18 laugard. 11-15 OPIÐ SUNNUDAG 13-17 AGNES Bragadóttir á lof skilið fyrir hugmynd sína um kaup al- mennings á Símanum. Hún sam- einar krafta almennings og gerir einstaklingum þannig kleift að eign- ast hlut í þessu fyrirtæki sem gegn- um árin hefur skilað drjúgum arði í ríkissjóð. Jafn grát- broslegt og það er að almenningur kaupi eigið fyrirtæki af sjálf- um sér þá er ljóst að meðan fram fer sem horfir um sölu Símans og annars ríkisrekst- urs þá er framtak Agnesar og félaga hennar á sinn hátt til- raun til að bjarga því sem bjargað verður. Það sem ekki er þó minna virði: Þetta framtak vekur um- ræðu um réttmæti einkavæðingar yf- irleitt. Allt frá stofnun Símans snemma á síð- ustu öld höfum við – þjóðin öll – átt þetta „fyrirtæki“. Síminn, eða „Póst og síma- málastofnunin“ var sameign þjóðarinnar, byggð af þörf, bjart- sýni og fyrir almanna fé. Sama gilti um margt annað sem nauðsynlegt var, s.s. banka, heilbrigð- iskerfi, skóla og sam- göngumannvirki, svo eitthvað sé nefnt. Að selja þessar eigur okkar til að við getum síðan leigt af þeim af- not frá „fjárfestum“ – innlendum eða erlend- um – er í meira lagi vafasöm ráðstöfun. Ef raunveruleg ástæða er til að taka t.d. símann úr ríkisrekstri, væri þá ekki eðlilegra að senda hverjum Íslendingi hluta- bréf sem nemur hlutfallslegri eign hans, frekar en að falbjóða hana „utanaðkomandi“ aðilum? Er einkavæðingin þjóðarhagur? Stjórnvöld hafa undanfarin ár gengið hart fram í einkavæðingunni eða „einkavinavæðingunni“ eins og sumir kalla það – vonandi aðeins í gríni. Þannig hefur hverri stofn- uninni eftir aðra verið breytt í hlutafélög „til að undirbúa sölu“ eða „einfalda eignarhald“ – sem síðan hefur endað í sölu. Þannig hefur farið úr þjóðareign: Lyfjaverslun ríkisins, nokkrir bankar, verk- smiðjur o.fl. o.fl. Af einhverjum óút- skýranlegum ástæðum hafa þessi fyrirtæki eða stofnanir, innan mjög fárra ára, orðið margfalt meira virði en þær voru seldar á og mala gull fyrir hina nýju eigendur. Þetta hlýt- ur að kalla á þrjár spurningar: Hvernig var staðið að rekstrinum áður en selt var? Hvernig var staðið að sölunni? Og – hvernig á að bæta ríkissjóði þær tekjur sem hann áður hafði, en eftir sölu renna í vasa nýrra eigenda? Síminn er ekki það síðasta sem á að selja. Landsvirkjun er komin á blað, Ríkisútvarpið hefur verið nefnt og fleira mun finnast. Þar getur því miður komið, innan fárra ára, að Ísland verði nútíma lénsveldi. Flest sem gerir okkur að sjálfstæðri þjóð í eigin landi verður í eigu fjármálafyr- irtækja, íslenskra eða erlendra, sem hafa öll tögl og hagldir. Al- menningur á í besta falli íbúð og bíl – og skuldir. Þetta hentar fjármálafyrirtækjum og sumum stjórn- málamönnum vel. Okk- ur hinum, þorra þjóð- arinnar, hentar þessi þróun alls ekki. Hún verður hins vegar að- eins stöðvuð af okkur sjálfum. Undirritaður er ekki einn um að efast um gagnsemi og réttmæti einkavæðingar. Sífellt fjölgar þeim sem blöskrar hvernig fjár- magn og eignir þjóð- arinnar færast á færri og færri hendur. Dæmi um það er stutt grein eftir Albert Jensen – „Hver hefur það gott“ – sem birtist í Mbl hinn 30. mars sl. og einnig má finna í greinasafni á vefsetri undirritaðs; www.landsmenn.is Frestum sölunni – skoðum málið Ég geri það að tillögu minni að sölu Símans og annars ríkisreksturs verði frestað fram yfir næstu al- þingiskosningar. Tíminn þangað til verði notaður vel til að skoða þá einkavæðingu sem þegar hefur farið fram og það rannsakað af hlut- lausum aðilum hvort viðskiptalegra hagsmuna þjóðarinnar hafi verið gætt. Hvort það hafi yfirleitt verið þjóðarhagur að selja og hvernig að því var staðið í hverju tilfelli. Nið- urstöðurnar þarf að kynna vel og allir stjórnmálaflokkar að lýsa af- stöðu sinni til einkavæðingar af- dráttarlaust – eins og til annarra stórmála í þjóðfélaginu. Þá fyrst geta kjósendur ákveðið hverjum þeir gefa atkvæði sitt. Sala Símans Baldur Ágústsson fjallar um sölu Símans Baldur Ágústsson ’Ef raunveru-leg ástæða er til að taka t.d. Sím- ann úr rík- isrekstri, væri þá ekki eðlilegra að senda hverj- um Íslendingi hlutabréf sem nemur hlutfalls- legri eign hans, frekar en að fal- bjóða hana „ut- anaðkomandi“ aðilum? ‘ Höfundur er fyrrverandi forstjóri og frambjóðandi í forsetakosningum 2004. Baldur@landsmenn.is 2004. ÞEIR urðu til þegar mikil um- skipti voru í íslensku samfélagi. Fólk flykktist á mölina í stórum stíl og með því að bregða sér á námskeið í Námsflokkunum var hægt að krækja sér í þekkingu, vitneskju, grunninn að fagnámi eða bara kynnast nýju fólki. Þetta var árið 1939 og hinn merki hug- sjónamaður Ágúst Sigurðsson cand. mag. átti heiðurinn af stofnun þeirra. Nú er einnig mikil umbreyting í íslensku samfélagi. Það eru ekki íslenskir kot- bændur sem hrökkl- ast í bæinn heldur einstaklingar og fjölskyldur af fjarlægum slóð- um sem koma hingað norður á hjara veraldar til þess að leita að betra lífi. Hér er hægt að skúra og skúra langt fram á nótt og senda ættingjum hinum megin á hnettinum bróðurpart launa sinna. Hver hefði trúað því fyrir hundrað árum að hingað kæmu menn úr þeim löndum þar sem sólin ávallt skín, til að öðlast betra líf? Hjá Námsflokkum Reykjavíkur hafa útlendingar langt að komnir átt skjól. Þeir hafa stundað þar ís- lenskunám og eignast þar vini. Guðrún Halldórsdóttir skólastjóri Námsflokkanna hefur gegnt því starfi í 31 ár. Nú í vor átti hún sitt magíska sjötugsafmæli og fulltrú- ar Fræðslumiðstöðvar héldu henni hóf þar sem meðal annars var les- in upp strolla af öllum þeim orðum sem til eru á íslenskri tungu til þess að lýsa hversu óskaplega væn, stórkostleg og merkileg Guð- rún væri og starf hennar dásamað í hvívetna. En undir glampandi ljósakrónum í þeim sama sal og Kristján tíundi át hér lambasteik forðum glömruðu falskir tónar. Það var ekki búið að klára terturnar þegar skellurinn kom, loðin tilkynning um að það ætti að leggja niður Námsflokkana en samt ekki leggja þá niður bara búta þá niður og leggja niður það sem í raun og veru hafa verið Námsflokkarnir frá byrjun, nefnilega frístundanámið og svo auðvitað íslensku- kennslan fyrir útlend- ingana. Við sem störfum hjá Námsflokk- unum vorum svo sem ekkert hissa því það hefur jú verið ofarlega á stefnuskrá Gerðar Óskarsdóttur fræðslustjóra að koma Námsflokk- unum frá. Einkennileg afstaða til náms og fræðslu en svona er þetta nú orðið þegar umfjöllun um hlut- ina og hið eiginlega starf hefur öðlast meira vægi en innihaldið. Námsflokkar Reykjavíkur er sú stofnun sem lagði fyrst grunninn að fullorðinsfræðslu hér á landi. Þeir sem sitja við stjórnvölinn ættu að vera hreyknir af slíkri stofnun. Það var mjög umdeilt hér 1996 þegar Fræðslumiðstöð Reykjavíkur ruddist með allt sitt hafurtask inn í gamla Miðbæj- arskólann og elstu og bestu kennslustofum landsins var breytt í skrifstofur með persneskum mottum og allra handa fund- arsölum. Þetta gerðist um vetur og að páskafríi loknu komu tveir kennarar Námsflokkanna upp tröppurnar með stóra hópa af út- lendingum sem voru að fara í sína íslenskutíma (námskeiðið var rúm- lega hálfnað) en þá var búið að rífa kennslustofurnar sem þessir hópar höfðu áður verið í og smiðir á fullu gasi við að gera í stand enn fleiri skrifstofur. Gerður Óskarsdóttir hafði ekki fyrir því að koma skilaboðum um þessar aðgerðir sínar niður tröpp- urnar til skrifstofu Námsflokk- anna eða skólastjórans. Til þess að grímuklæða aðgerðir sínar núna og reyna að slá ryki í augu almennings hafa hirðsveinar Gerðar Óskarsdóttur sett á lagg- irnar Menntaráð sem hittist á menntasviði (er þetta ekki svolítið líkt Landspítalanum?) og í þeim sviðaveislum eru búnir til þjón- ustusamningar til hægri og vinstri, allt undir nafni Náms- flokkanna sem eiga áfram að vera til en í rauninni ekki vera til. Til þess að átta sig svolítið bet- ur á því hvað er að gerast skulum við líta á súkkulaðiverksmiðju. Þetta er súkkulaðiverksmiðja, það á að hætta að framleiða í henni súkkulaði en hún er samt ennþá súkkulaðiverksmiðja. Ágætu kjörnu fulltrúar fólksins í Reykja- vík, þið verðið að athuga það að þeir fjölmörgu (þúsundir) sem not- ið hafa þjónustu Námsflokkanna eru líka með kosningarétt. Námsflokkar Reykjavíkur hafa verið vígi þeirra sem hrakist hafa af ýmsum ástæðum úr venjulegum skólum, það hefði verið eðlilegra að byggja þá upp í stað þess að búta þá niður. Það veit sá sem allt veit að þessir þjónustufulltrúar út um öll hverfi sem nú á að ráða í nafni Námsflokkanna verða miklu dýrari og erfiðari kostur fyrir nemendur. En nemendur eru alls ekki á dagskrá í þessu breyting- arbrölti heldur fyrst og fremst einhver fínheit sem varpað er af tölvuskjám upp á veggi í teym- isvinnu skriffinna. Það er ekki svo ýkja margt sem er öðru vísi en 1939, nema ef vera skyldi að þeir sem sitja í stjórn- unarstöðum hafa fjarlægst fólkið. Það er enn til eitthvað sem heitir að vera fátækur. Það eru nefni- lega ekki allir sem fara í þægilega innivinnu á upphækkaða jeppanum sínum. Skrítið! Lifi minning Námsflokka Reykjavíkur. Námsflokkar Reykjavíkur 1939–2005 – In memoriam! Elísabet Brekkan fjallar um Námsflokka Reykjavíkur ’Námsflokkar Reykja-víkur er sú stofnun sem lagði fyrst grunninn að fullorðinsfræðslu hér á landi.‘ Elísabet Brekkan Höfundur starfar sem kennari og við blaðamennsku. ER NEFIÐ STÍFLAÐ? Fæst í apótekum og lyfjaverslunum STERIMAR Skemmir ekki slímhimnu er náttúrulegur nefúði sem losar stíflur og léttir öndun. Fyrir 0-99 ára. Vöggusæn gur vöggusett PÓSTSENDUM Skólavörðustíg 21 ● sími 551 4050 ● Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.