Morgunblaðið - 06.05.2005, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 06.05.2005, Blaðsíða 55
400 kr. í bíó!* * Gildir á allar sýningarmerktar með rauðu - BARA LÚXUS553 2075☎ Sýnd kl. 4 m. ísl. tali Sýnd kl. 4 m. íslensku tali Nýr og betri Hverfisgötu ☎ 551 9000 Miðasala opnar kl. 15.007 3 Sýnd kl. 8 og 10.15 b.i. 12. Frá leikstjóra Die Another Day Frá lei jóra Sýnd kl. 6  HJ. MBL Nýjasta mynd eins allra virtasti leikstjóri heims Pedro Almódavar sem hefur fengið lof gagnrýnenda og verðlaun um allan heim. „Sterkasta mynd Almódavar í tvo áratugi.“ (Village Voice). Ó.H.T. Rás 2 Sýnd kl. 5.50 og 8 House of the Flying Daggers Sýnd kl. 10.15 SV. MBL Sýnd kl. 6 og 9. Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. B.I 12 ÁRA Magnaður spennutryllir kl. 5.45, 8 og 10.15. B.I 16 ÁRA T H E INTERPRETER Forsetinn er í lífshættu og hún er sú eina sem getur fundið morðingjann  Orlando Bloom, Liam Neeson og Jeremy Irons fara á kostum í epískri stórmynd. Missið ekki af þessari KINGDOM OF HEAVEN ORLANDO BLOOM Ridley Scott, leikstjóri Gladiator, færir okkur eina mögnuðustu mynd ársins!  KINGDOM OF HEAVEN ORLANDO BLOOM Ridley Scott, leikstjóri Gladiator, færir okkur eina mögnuðustu mynd ársins! Orlando Bloom, Liam Neeson og Jeremy Irons fara á kostum í epískri stórmynd. Missið ekki af þessari Sýnd kl. 6 og 9. B.i. 16. Sýnd kl. 5, 8 og 10.45. B.I 16 ÁRA Heimsfrumsýning Heimsfrumsýning Frá leikstjóra Die Another Day Frá leiks óra other Day MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 2005 55 GLEÐIN lá svo sannarlega í loftinu í fyrrakvöld þegar starfsfólk Þjóðleikhússins hélt sína árshátíð. Komu þar saman leikarar, förðunar- og bún- ingameistarar, leikmynda- og leikmunasmiðir, hljóð- og ljósa- menn, sviðsmenn, skrifstofu- og miðasölufólk auk fleiri sem koma að starfi leikhússins. Gerðu viðstaddir sér glaðan dag við undirleik tónlistar- manna og gerðu sér margt til skemmtunar. Án efa voru þau ófá skemmtiatriðin sem starfs- fólkið hefur tekið upp á, enda mikið úrval hæfileikafólks sem starfar innan veggja Þjóðleik- hússins. Glæsileg árshátíð Þjóðleikhússins Morgunblaðið/Árni Torfason Hjónin Brynja Benediktsdóttir og Erlingur Gíslason voru glæsileg að vanda. Tinna Gunnlaugsdóttir þjóðleik- hússtjóri var tíguleg. Hér er hún ásamt eiginmanni sínum, Agli Ólafssyni hljómlistarmanni. Þessir kátu söngvasveinar fluttu hátíðartónlist fyrir gesti. TÓNLEIKARÖÐIN Kvöld í Hveró hefur vakið nokkra athygli und- anfarið, en þar koma fram margir af helstu dægursöngvurum þjóð- arinnar og syngja í Hveragerð- iskirkju. Í kvöld munu systkinin KK og Ellen, koma fram en þau eiga bæði langan og blómlegan feril að baki. Ellen hefur gefið út tvær sólóplöt- ur, tvær með Kombóinu og þrjár með Borgardætrum. Nýjasta plata hennar, Sálmar, var söluhæst á árinu 2004 og hlaut Íslensku tón- listarverðlaunin sem plata ársins. KK (Kristján Kristjánsson) hefur sent frá sér sjö einherjaplötur, en einnig starfað með fjölda annara listamanna. KK hefur samið tónlist fyrir leikhús og kvikmyndir og hef- ur auk þess hlotnast margvísleg verðlaun bæði fyrir lagasmíðar og hljóðfæraleik. „Við erum að fara að spila lög af sálmaplötunni hennar Ellenar og lög sem við höfum verið að syngja saman gegnum árin, nokkur djass- lög sem Ellen hefur gert og nokkur blúslög sem við syngjum saman. Þá verða nokkur lög frá mínum ferli,“ segir Kristján, sem kveðst spennt- ur fyrir þessum samtónleikum, enda séu þau systkinin rétt nýbyrj- uð að syngja saman fyrir alvöru og kynnast hvort öðru á þeim nótum. Aðspurður hvort einhverjar vangaveltur hafi verið uppi um plötu frá þeim systkinum segir Kristján þau bæði langa til að gefa út slíka plötu. „Við erum alltaf á leiðinni að fara að gefa út plötu, það hefur ekki orðið neitt úr því ennþá,“ segir Kristján. „Við þurf- um bara að finna einhvern farveg, eitthvað sem er eðlilegt og skemmtilegt. Ekki bara af því við séum systkin og bæði í þessum bransa. Það eru margir sem hafa beðið okkur um að gera þetta og bíða í eftirvæntingu og við bíðum sjálf í eftirvæntingu. Við þurfum bara að gera þetta þannig að þetta sé eðlilegt og flott. Við erum aðeins byrjuð að þreifa fyrir okkur og finna flott lög sem við gætum sung- ið saman, sem gætu komið vel út raddað.“ Yfirlýst markmið Kvölds í Hveró er að auka fjölbreytni í menningu á svæðinu, opna augu almennings fyrir þeim möguleika að íslensk popptónlist eigi ekki síður heima í kirkju en klassíkin og gefa ungu og hæfileikaríku tónlistarfólki af Suð- urlandi tækifæri til að að hita upp fyrir þá listamenn sem fram koma. Hljómburður í Hveragerðiskirkju þykir einstaklega góður. Tónlist | Ellen og Kristján syngja í Hveragerðiskirkju í kvöld Sálmar, djass og blús Frekari upplýsingar má finna á www.kvoldihvero.go.is, www.ton- list.is og í síma 692 8531. Sala á miðum fer fram í Hljóðhúsinu á Selfossi og við kirkjudyr. Systkinin Kristján og Ellen Krist- jánsbörn hafa heillað landann með söng sínum hvort í sínu lagi, en leiða saman raddir sínar í Hvera- gerðiskirkju í kvöld. ÞJÓÐHÁTÍÐARNEFND Vestmannaeyja hefur samið við hljómsveitina Skítamóral um að leika á Þjóðhátíð í sumar. Skítamórall hefur á sínum fimmtán ára ferli leikið á ófáum þjóðhátíðum og tekið þátt í hljóðritun nokkurra þjóðhátíðarlaga. Ásamt Skítamóral mun hljómsveitin Í svörtum fötum leika á aðalsviðinu öll kvöldin. Að sögn Einars Bárðarsonar, umboðs- manns Skítamórals, hefur sveitin verið að undirbúa nýja breiðskífu sem væntanlega mun koma út í sumar. Sveitin hefur verið í hljóðveri með jöfnu millibili frá því í haust og sú vinna hefur að sögn gengið mjög vel. Skítamórall leikur á þjóðhátíð Skítamórall 2005: Addi Fannar gítarleikari og Gunnar Ólason, söngvari og gítarleikari, í forgrunni, Herbert Viðarsson bassaleikari og Jóhann Bachmann yfirtrommari í bakgrunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.