Morgunblaðið - 06.05.2005, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 06.05.2005, Blaðsíða 36
TIL AÐ ná í skottið á prestinum svo- kallaða, sem talaði í útvarpinu á sunnudaginn, sendi ég hér með opið bréf til Fríkirkjusafnaðarins, þar sem ég geng út frá, að hann sé ábyrgur fyrir prestinum, sem er svo andlit frí- kirkjunnar út á við. Ég vil lýsa vanþóknun minni á orð- um prests um Páfagarð og kaþólska trú. Heldur hann í alvöru að orð hans séu Kristi þóknanleg? Hann er greinilega svo upptekinn af flísinni í auga bróður síns, sem í þessu tilfelli er stærsti söfnuður krist- inna manna, að honum yfirsést bjálk- inn í eigin auga. Og hvaðan kemur honum yfirleitt vald til að gagnrýna og lítilsvirða aðr- ar kirkjudeildir? Hvað varð um boðorðið um að dæma ekki, svo þér verðið ekki dæmdir? Það er enginn einkauppfinning kaþólsku kirkjunnar að nota skírlífi til að komast í nánara samband við sjálf- an sig, sem er auðvitað forsenda fyrir því að komast betra samband við al- mættið. Þetta hefur verið notað frá aldaöðli, meðal mismunandi menning- arhópa, á öllum tímum. Ef guðfræðimenntaður maður veit þetta ekki, þá er það vegna þess að hann vill ekki vita það. Og Kristur bauð lærisveinum sín- um að yfirgefa fjölskyldur sínar og heimili, til að fylgja honum og þegar upp er staðið verður orðum ritning- arinnar ekki breytt. Á síðustu öld öðl- aðist Rómarkirkjan það sjálfstæði, sem tryggir að hún þarf hvorki að beygja sig undir kóng né prest, sem betur fer. Guði sé lof, fyrir að kaþ- ólska kirkjan heldur áfram að vera sá klettur, sem kristileg hugmyndafræði er byggð á og kaþólikkar viðurkenna og virða, lofa og prísa í síbreytilegum heimi ringulreiðar og óvissu, þar sem dansinn snýst um gullkálfinn og Mammon er í aðalhlutverki. Jafnrétti kynjanna er heldur ekki fólgið í að gera mannskepnuna kyn- lausa, því kona verður aldrei faðir, í hefðbundinni merkingu þess orðs og það er í kaþólskunni sem kveneðlið og móðurhlutverkið hefur fengið verð- skuldaðan sess. Og hvernig er kaþólska kirkjan ábyrg fyrir útbreiðslu alnæmis? Mað- ur, líttu þér nær! Þeir sem fylla alnæmis-áhættuhóp- inn eru ekki sérlega hallir undir kenn- ingar kaþólskunnar um kynlíf eða 6. boðorðið yfirleitt. Og guð gaf okkur jú, þennan margrómaða frjálsa vilja, svo að þegar á hólminn er komið er hver ábyrgur fyrir sínu kynlífi og fáránlegt af manni, sem aukinheldur vill kalla sig sálusorgara, að gera kaþólska trú að einhverjum syndasel og smokka- löggu í því máli. Fríkirkjuprestur ætti að hugleiða rót vandans og reyna að bæta ögn þennan heim í stað þess að ala á tor- tryggni og sundurlyndi. Sá sem talar um og túlkar trú ann- arra af viðlíka guðleysi og fríkirkju- prestur gerði á sunnudaginn, hefur enga sjálfur. En þar sem ég tel mér ekki endilega skylt að kristna fríkirkjuprestinn, ætla ég að láta þetta nægja að sinni. Og sem kristin manneskja skal ég fyrirgefa honum, á þeirri forsendu að hann viti ekki hvað hann geri. Í Guðs friði. ÁRNÝ BIRNA HILMARSDÓTTIR, Cedervej 6, Danmörku. „Sælir eru friðflytjendur“ Frá Árnýju Birnu Hilmarsdóttur: 36 FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is SEM áskrifendur að ADSL- þjónustu Og Vodafone í nokkur ár kynntumst við hjónin þeirri lélegu nettengingu sem fyrirtækið býður, slöku þjónustu og metnaðarleysi starfsmanna. Við höfum nú „brotist út“ og fengið nettengingu hjá öðru fyrirtæki sem lofar góðu! Þar sem samskiptin við Og Vodafone hafa verið okkur mjög lærdómsrík má ég til með að deila þeirri reynslu með lesendum. Sú skemmtilega tilviljun á sér stað að ég sit nú á vorönn námskeið við HÍ sem heitir Markaðsfærsla þjónustu. Það væri kannski ekki í frásögur færandi ef ég hefði ekki einnig á sama tíma upplifað jafn lélega þjónustu og hjá Og Voda- fone. Má segja að þessi reynsla mín komi til með að nýtast á tvennan hátt. Í fyrsta lagi mun ég ekki standa á gati í vorprófi nám- skeiðsins ef spurt verður í hverju léleg frammistaða þjónustufyr- irtækja felst og í öðru lagi mun ég aldrei aftur kaupa þjónustu Og Vodafone fái ég nokkru um það ráðið. Forsaga málsins er sú að við höfum verið með ADSL-tengingu hjá Og Vodafone í tæp þrjú ár en sl. sex mánuði hefur nettengingin verið mjög léleg og oft alls engin. Dag eftir dag höfum við lent í því að ná ekki nettengingu sem er mjög bagalegt þar sem ég þarf að nota netið daglega í námi mínu. Við hringdum dag eftir dag í net- hjálp Og Vodafone og fengum þar ágæta aðstoð svo langt sem hún náði hverju sinni en aldrei var málið leyst í eitt skipti fyrir öll. Okkur var ítrekað lofað að haft yrði samband við okkur og menn kæmu á staðinn til að finna út úr vandanum en aldrei var því fylgt eftir. Fyrir u.þ.b. tveimur mán- uðum fengum við annað „modem“ og „router“ í von um að ástandið myndi lagast en svo varð ekki. Eftir nokkrar vikur í viðbót við óbreytt ástand, endalausar sím- hringingar í nethjálpina og óskir um úrlausnir gáfumst við end- anlega upp og fórum fram á að losna frá samningi enda hann ekki uppfylltur af hálfu fyrirtækisins. Við vorum langþreytt á ástand- inu og hissa á metnaðarleysi og lé- legri þjónustu svo við brugðum á það ráð að skrifa bréf þar sem við fórum fram á riftun samnings auk þess sem við tókum fram ástæð- urnar fyrir því. Fórum við jafn- framt fram á endurgreiðslu á áskriftargjaldi sl. sex mánaða þar sem við höfðum engan veginn fengið þá þjónustu sem við borg- uðum fyrir, fyrir utan þau óþæg- indi, tímasóun og símakostnað sem ástandið hafði valdið okkur. Við áttum von á að bréfið myndi vekja einhvern ábyrgan til um- hugsunar enda eru þeir við- skiptavinir sem kvarta að gefa fyrirtækjum kost á að bæta ráð sitt. Þegar starfsmaður Og Vodafone tók á móti bréfinu sagði hann: „Viljiði að þessu sé svarað?“ Hálf- hlægileg spurning að okkar mati en því miður var okkur ekki hlát- ur í huga á þeirri stundu. Í fyrsta skipti í margar vikur stóð ekki á viðbrögðum því seinna sama dag var lokað á nettenginguna hjá okkur (án þess að haft væri sam- band við okkur að sjálfsögðu). Skýringin sem við fengum á því (þegar við höfðum samband við fyrirtækið) var sú að þar sem við óskuðum eftir að rifta samningi án frekari málalenginga var það gert á stundinni. Þar fengum við loks- ins það sem við báðum um, en fengum ekkert meira, hvorki end- urgreiðsluna sem við fórum fram á né afsökunarbeiðni. Af þessu tilefni langar mig að deila hluta af markaðsfræðinni sem ég hef lært í vetur með starfsfólki Og Vodafone. Nefni ég hér þrjú atriði sem Kotler vill meina að viðskiptavinir séu í raun að segja með kvörtunum sínum:  Ef þú sýnir að þér er ekki sama um mig þá er hægt að ná mér góðum aftur. Og jafnvel þótt ég sé að hóta að koma aldrei aftur, þá væri ég ekki að láta þig vita ef mér væri alveg sama. Þá myndi ég bara leita annað.  Ég er fulltrúi annarra við- skiptavina líka! Ef ég er óánægður máttu vera viss um að fleiri eru það. Þú ættir í raun að þakka mér fyrir að láta þig vita því þeir sem ekki hafa látið þig vita af óánægju sinni eru þegar farnir annað.  Ég er að benda á það sem er að í ferlinu hjá þér. Líttu á mig sem reykskynjara! Eitthvað slæmt er að gerast sem þarfn- ast endurskoðunar svo drífðu þig í að athuga málið. Talið er að 91% líkur séu á að óánægður viðskiptavinur versli ekki aftur við fyrirtæki ef ekkert er að gert. Þar sem ekkert var gert til að reyna að leysa úr okkar málum eru samkvæmt þessum fræðum aðeins 9% líkur á að við verslum aftur við Og Vodafone sem við teljum reyndar bjartsýni. Að lokum má geta þess að á þeim mánuði sem við höfum verið með þjónustu hjá öðru fyrirtæki höfum við aldrei misst nettenginguna. RAGNHEIÐUR K. JÓHANNESDÓTTIR, nemi í HÍ. Metnaðarleysi OgVodafone Frá Ragnheiði K. Jóhannesdóttur: AÐ GEFNU tilefni langar undirrit- aðan til að birta hér bréf sem hann sendi Tryggingastofnun Ríkisins þ. 10.12. 2004. „Ég undirritaður er alls ekki sáttur við þann bakreikning, sem við hjónin fengum frá T.R. Þessa skerðingu má eflaust rekja beint til ritlauna er ég fékk árið 2003, en sem venjulegur rík- isborgari krefst ég þess að fá að njóta sömu réttinda og fyrrverandi for- sætisráðherra Davíð Oddsson, en lög- um samkvæmt er hann undanþeginn öllum skattaálögum og hverskyns skerðingum vegna ritlauna. Eigum við ekki öll að vera jöfn gagnvart lög- um landsins?“ Í svarbréfi frá T.R. dagsett þ. 03.03.2005 stendur m.a. „Ekki var unnt að taka athugasemdirnar til greina“ og ennfremur þetta. „Trygg- ingastofnun er ekki heimilt að ganga gegn skýrum ákvæðum varðandi tekjuskerðingu bóta, hvað sem líður fríðindum sem einstaklingum eða hópum kunna að vera veitt með öðr- um lögum“. Sem hugsanlegan mótleik gegn þessum dræmu undirtektum T.R. hefur jafnvel hvarflað að mér að senda ríkinu eða réttara sagt fjár- málaráðherra, fyrir þess hönd, bak- reikning frá einkaskóla mínum, þ.e. Málaskóla Hall- dórs, er ég hef rekið áratugum saman án nokk- urra opinberra styrkja sem mér skilst að flestir ef ekki allir einka- skólar hér á landi séu nú aðnjót- andi. Vel á minnst, þeim sem hér heldur á penna hefur lengi verið það mikil ráð- gáta hvernig sjálfstæðir menn og væntanlega sómakærir, sem þykjast m.a. vera eldheitir fylgjendur ein- staklingsframtaks geti verið þekktir fyrir að vera svona mikið á ríkisspen- anum eða þá borgarspenanum, en svo margt er sinnið sem skinnið. Sumir myndu eflaust segja að full- seint sé í rassinn gripið og vonlaust sé fyrir mig að reyna að herja út fé úr ríkiskassanum eftir allan þennan tíma og hafa þeir sennilega eitthvað til síns máls og satt best að segja hef ég nú alveg skipt um skoðun og verð því að játa það að endingu að ég meinti eiginlega ekkert með þessum bakreikningi, enda stríðir það al- gjörlega gegn minni samvisku. Hins vegar langaði mig í rauninni aðeins til að leggja mitt litla lóð á vogarskálina varðandi rekstur einkaskóla. HALLDÓR ÞORSTEINSSON, Rauðalæk 7, Reykjavík. Bakreikningur og þó ekki Frá Halldóri Þorsteinssyni: Halldór Þorsteinsson NÚ ÞEGAR yfir stendur söluferli á Símanum koma upp í huga manns ýmsar minningar frá liðnum starfs- dögum, en undirritaður starfaði hjá Landssíma Íslands í yfir fjörutíu ár. Hver á Símann? Hvernig varð Síminn að því mikla verðmæti sem hann er í dag? Ég álít að það hafi fyrst og síðast verið starfsfólkið er skapaði það verðmæti sem hann er í dag, með þekkingu sinni og þeirri trúmennsku sem það sýndi þessari stofnun í gegnum tíðina. Það hafa vissulega orðið miklar breytingar á tækni- og þekking- arsviði í áratugastörfum þessa starfsfólks og þekkingarbrunni er starfsfólkið aflaði sér í gegnum árin. Já og hversu starfsmenn voru aldrei sérstaklega kröfuharðir í launum sér til handa, aldrei vorum við ofald- ir í launum, nema síður væri. Jú við áttum alltaf að sætta okkur við lægri laun en gerðist á almennum vinnu- markaði, af því við höfðum starfs- öryggi og svo góðan lífeyrissjóð. Þá skyldum við sætta okkur við lægri laun. Síðan er menn taka út sín eft- irlaun eru þau skattlögð í bak og fyr- ir, á ósvífnasta hátt er þekkist í skattlagningu hér á landi. Hvernig var svo farið með starfsöryggi fólks- ins? Þeir geta helst svarað því sem látið hafa af störfum undanfarin ár vegna allskonar hagræðinga að því sagt er af yfirmönnum Símans, eftir að hann var einkavæddur. Nú á að afhenda einhverjum út- völdum sem hugsanlega eru þókn- anlegir því ríkisvaldi sem stjórnar í dag þessi verðmæti sem eru að sumra mati um 60 milljarða virði. Er það ekki almenningur sem á Símann? Ég hefði haldið það. Hvers vegna má ekki nota hina gömlu hug- mynd ritstjóra Morgunblaðsins, Matthíasar Johannessen, að senda öllum landsmönnum eignarhlutabréf í þessu fyrirtæki? Eins og hann bryddaði á fyrir margt löngu gagn- vart fiskinum í sjónum í kringum okkar fallega land. Íslendingar allir eiga samkvæmt lögum fiskinn í sjón- um, en hann var síðan afhentur fáum útvöldum. Verður það þannig einnig með Símann, til að fáir einstaklingar geti grætt meira og meira? Er ekki mál að linni í þessari einkavinavæðingu ríkisvaldsins? Er ekki kominn tími til að lands- menn almennt veiti þessari rík- isstjórn rauða spjaldið eins og sagt er á íþróttamáli. Ég hefði haldið að löngu væri orðið tímabært að veita þeim rauða spjaldið og brottvikn- ingu frá kjötkötlum ríkisvaldsins. JÓN KR. ÓSKARSSON, varaþingmaður Samfylkingar. Hugleiðingar um sölu Símans Frá Jóni Kr. Óskarssyni: NÝLEGA flutti landbúnaðarráð- herra frumvarp á Alþingi um svo- kallaða Landbúnaðarstofnun, sem tekur yfir hlutverk ýmissa smærri embætta sem tengd eru landbúnaði. Gert er fyrir að allt að 50 starfsmenn verði við hina nýju stofnun. Í umræðum um málið hefur því verið fleygt, að hinni nýju stofnun verði fundinn staður á Suðurlandi. Því ber að fagna sérstaklega, enda rökrétt að henni verði fundinn staður í því kjördæmi sem fóstrar stærstu og öflugustu landbúnaðarhéruð landsins. Slík staðsetning yrði líka í fullu samræmi við stefnu ríkis- stjórnarinnar um fjölgun opinberra starfa á landsbyggðinni. Árangur stefnunnar má m.a. sjá í flutningi stofnana eins og Byggða- stofnunar, jafnréttisstofu, Land- mælinga ríkisins, Íbúðalánasjóð að hluta og nú síðast Fiskistofu út á land. Framsóknarmenn í Hveragerði bjóða slíka stofnun velkomna í Hveragerði og hér með er skorað á ríkisstjórnina að íhuga þann kost gaumgæfilega þegar staðsetning verður ákveðin. Í því ljósi er vert að nefna sér- staklega þá staðreynd að nú þegar er til staðar við bæjarmörkin stofnun á sviði landbúnaðar sem á margan hátt hefur átt undir högg að sækja und- anfarin ár. Eftir að Garðyrkjuskólinn að Reykjum varð hluti af Landbún- aðarháskóla Íslands hefur ríkt ákveðin óvissa um framtíð hans og þótt vissu- lega hafi verið gefin fögur fyrirheit um framtíð hans undanfarin ár, hafa efnd- ir látið á sér standa hingað til. Með staðsetningu nýrrar Land- búnaðarstofnunar á Reykjum í Ölfusi yrði staðnum sýnd sú virðing, sem honum ber sem öflugt þekkingar- og fræðasetur á sviði landbúnaðar. SVEINBJÖRN OTTESEN, formaður atvinnumálanefndar Hveragerðisbæjar. Landbúnaðarstofnun að Reykjum Frá Sveinbirni Ottesen: smáauglýsingar mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.