Morgunblaðið - 27.05.2005, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 27.05.2005, Blaðsíða 33
Skæðasti heimsfaraldurinná síðustu öld var Spænskaveikin sem geisaði á ár-unum 1918–1919 en þá létust á milli 40 og 50 milljónir manna, nánast helmingur þeirra ungt og hraust fólk. Hérlendis sýktust um tíu þúsund af fimmtán þúsund íbúum Reykjavíkur og um fimm hundruð manns létust á landinu öllu. Talið er að Spænska veikin hafi borist hingað til lands hinn 19. október 1918 með tveimur skipum sem komu hvort úr sinni áttinni, Botníu frá Kaupmannahöfn og Willemoes frá Bandaríkjunum. Þegar ljóst var að um borð voru sýktir einstaklingar spurðist hér- aðslæknir í Reykjavík, Jón Hjal- talín Sigurðsson, fyrir um hvernig bregðast skyldi við, en Jón Magn- ússon forsætisráðherra ákvað í samráði við Guðmund Björnsson landlækni að hafast ekki að, þar sem veikin hefði þegar komið til landsins og ekki reynst alvarleg. Framan af virtist veikin ekki vera bráðdrepandi en almenningur var þó hvattur til að fara sér hægt ef hann veiktist þar sem mikil hætta væri á að fá lungnabólgu í kjölfar veikindanna. Í Morg- unblaðinu sunnudaginn 3. nóv- ember lýsti landlæknir algengum gangi flensunnar: „Maður legst í inflúenzu, liggur í nokkra daga, losnar við sótthitann, fer á fætur – og fer strax að fara út, fer að reyna á sig: en eftir 2–3 daga legst hann aftur, hálfu verri en áður, og fær nú – lungnabólgu.“ Veikindin færast í aukana Í byrjun nóvember fóru veikindin hins vegar að færast stórlega í aukana og á fáeinum dögum lagð- ist stór hluti Reykvíkinga í rúmið. unblað út, frekar en annað dagblað hérlendis, sökum veikinda starfs- manna. Á forsíðu Morgunblaðsins sunnudaginn 17. nóvember stóð m.a.: „Um síðustu helgi má ýkju- laust telja að tæpur þriðjungur bæjarbúa hafi verið á uppréttum fótum. Þá dagana var því líkast sem alt líf væri að fjara út í bæn- um. Göturnar voru að kalla mátti auðar af fólki, og ætíð voru það sömu andlitin sem sáust, flest eldra fólk. Í byrjun þessarar viku fóru að sjást ný andlit, sjúklingar, sem gengnir voru úr greipum sótt- arinnar. En um sama leyti fór hinn hryggilegi förunautur Inflúenz- unnar, lungnabólgan, að færast í aukana, og með henni fjölgaði mannslátum.“ Reykjavík eins og draugabær Um miðjan nóvember var skipuð sérstök hjúkrunarnefnd í Reykja- vík til að liðsinna bæði sjúklingum og öðrum bágstöddum. Reyndi nefndin eftir megni að koma fólki til aðstoðar en gekk illa fyrstu dag- ana. Þegar verst lét var Reykjavík eins og draugabær, fáir eða engir á ferli nema þeir sem áttu brýn er- indi. Öll venjuleg vinna féll niður, verslanir voru flestallar lokaðar og talsamband við útlönd var ekkert sökum veikinda starfsmanna á Landssímastöðinni. Illa gekk að flytja lík úr heimahúsum, enda fáir til að sinna því starfi, og líkhús spítalanna fylltust fljótt og var því gripið til þess ráðs að nýta vega- vinnuskúr sem líkhús meðan það versta gekk yfir. Eftir að blöðin fóru aftur að koma út voru þau full af dánartilkynningum og hófust jarðarfarir í kjölfarið. Samfélagið varð ekki samt á eftir. Aðalheimild: Ísland í aldanna rás 1900–2000, eftir Illuga Jökulsson. Spænska veikin felldi um 500 Íslendinga MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 2005 33 Á NÆSTU dögum fara fram tvísýnar þjóðaratkvæðagreiðslur í Frakklandi og Hollandi um drög að stjórnarskrá Evr- ópusambandsins. Engu skal spáð um úr- slit. Drög þessi eru um 480 bls. að lengd í A4-broti en til samanburður má nefna að íslenska stjórnarskráin fyllir fjóra og hálfa blaðsíðu í lagasafninu. Lengdin ein segir kannski ýmislegt um það kerfisbákn sem ESB er orðið. Margt er að finna í þessum stjórnarskrár- drögum sem athyglisvert er frá sjónarhól Íslend- inga. Hér skal bent á fjög- ur atriði: 1. Stjórnarskrárdrögin, ef samþykkt verða, eru stórt skref í þá átt að gera ESB að form- legu stórríki. 2. Íslendingar fengju við aðild 0,8% þing- mannafjöldans. 3. Atkvæðavægi smærri ríkja minnkar og dregið er úr áhrifum þeirra með aukinni viðmiðun við íbúa- fjölda. 4. Þriðjungur aðild- arríkja fær ekki full- trúa í framkvæmda- stjórn. 5. Yfirráð ESB yfir fisk- veiðilögsögu aðild- arríkja eru sérstaklega staðfest í stjórnarskránni. 1. Það eðli ESB að svipta aðildarríkin sjálfstæði sínu og gera þau að eins konar fylkjum í nýju evrópsku stórríki hefur lengi verið hálfgert feimnismál sem ákafir aðildarsinnar í Evrópu hafa sem minnst viljað ræða og lengi gert lítið úr. En sumir eru hreinskilnari en aðrir. Evrópumálaráðherra Þýskalands orðaði það svo 25. febr. sl. í Die Welt: „Stjórn- arskrá ESB er fæðingarvottorð Banda- ríkja Evrópu.“ Það er illmögulegt að neita því að ESB er smám saman að fá öll helstu einkenni þjóðríkja. Flest þess- ara einkenna eru reyndar þegar fyrir hendi en mörg þeirra eru nú útfærð á skýrari hátt í stjórnarskrárdrögunum. Auk þings og ráðherraráðs sem setja lög, æðri lögum aðildarríkja, og fram- kvæmdastjórn sem samsvarar rík- isstjórn þjóðríkis verður nú kjörinn for- seti sem kjósa má tvívegis til tveggja og hálfs árs eða alls til fimm ára. Jafnframt kýs leiðtogaráðið utanríkisráðherra sem stjórna mun utanríkisþjónustu ESB og sendiráðum víðs vegar um heim. Þrengt verður enn frekar að svigrúmi aðild- arríkja til að fylgja sjálfstæðri utanrík- isstefnu. ESB er því ótvírætt að umskap- ast í nýtt stórríki þótt áfram muni ýmsir gera sem minnst úr því. En sá feluleikur er á undanhaldi. 2. Á þingi ESB eiga skv. stjórn- arskrárdrögunum að sitja 750 þingmenn og eru minnstu aðildarríkjunum ætlaðir 6 þingmenn en þær fjölmennustu geta fengið allt að 96. Samkvæmt því fengi Ís- land sex þingmenn eða 0,8% þing- mannafjöldans ef til aðildar kæmi. 3. Í ráðherraráðinu sem er ótvírætt valdameira en þingið verður einn ráð- herra frá hverju aðildarríki og geta 15 þeirra myndað meirihluta í flestum málaflokkum en þeir verða að hafa 65% íbúafjöldans á bak við sig. Á fyrri stigum í þróun ESB höfðu einstök ríki neit- unarvald í flestum málaflokkum en neit- unarvaldið er nú á hröðu undanhaldi og í staðinn verður aukinn meirihluti látinn gilda á æ fleiri sviðum. Aðildarríkin fara með mismunandi mörg atkvæði en stefnt er að því að íbúafjöldinn ráði úrslitum þegar til ágreinings kemur. Hlutfall íbúafjölda Íslands af heildaríbúafjölda ESB er 0,06%. Það liggur í eðli þessa nýja kerfis að vægi smáríkja fer minnk- andi og þau fá litlu sem engu áorkað nema í samvinnu við fjölmennustu ríkin. Samskipti aðildarríkja á jafnrétt- isgrundvelli eru hverfandi þáttur í stofn- anakerfi ESB og það kemur varla nein- um á óvart. 4. Framkvæmdastjórnin verður ekki skipuð fulltrúum allra aðildarríkjanna eins og hingað til hefur verið heldur ein- ungis að tveimur þriðju hlutum og var reyndar þegar stefnt í þessa átt í NICE- sáttmálanum árið 2000. Þegar Norð- menn greiddu atkvæði um aðild að ESB var þó reynt að lokka þá til aðildar með yfirlýsingum um að sjávarútvegsstjórinn í framkvæmdastjórninni yrði framvegis norskur. Sama gerði Samfylkingin hér heima árið 2001 í úttekt sinni sem nefnd- ist Ísland í Evrópu og var undanfari at- kvæðagreiðslu í flokknum um hugsanlega aðild. Þar var látið að því liggja að Ís- lendingar fengju vafalaust að tilnefna sjávarútvegs- stjórann. En nú er að því stefnt að á hverju fimmtán ára tímabili líði fimm ár án þess að aðildarríki eigi full- trúa í framkvæmdastjórn- inni. 5. Fyrir Íslendinga er það sérstaklega athygl- isvert að í upptalningu í stjórnarskrárdrögunum á þeim málaflokkum sem heyra alfarið undir lög- gjafarsvið Evrópusam- bandsins eru sjávarútvegs- málin sérstaklega tiltekin og er það eini atvinnuveg- urinn sem fær þá meðferð. Þar segir að ESB hafi úr- slitayfirráð yfir lífríki sjáv- ar við strendur aðild- arríkja í samræmi við sameiginlega fisk- veiðistefnu. („The Union shall have exclusive competence to establish competition rules within the internal market, and in the following areas … the conservation of marine bio- logical resources under the common fis- heries policy. I-13.“) Þetta er reyndar staðfesting á eldri reglum ESB allt frá Rómarsáttmálanum. Ákvæðið felur því ekki í sér efnisbreytingu sem máli skiptir frá lagalegu sjónarmiði en sú áminning sem í því felst að yfirráð ESB yfir fisk- veiðilögsögu aðildarríkjanna innan 200 mílna lögsögu er berum orðum staðfest í stjórnarskrárdrögunum sem ein af grundvallarreglum ESB mun hafa veru- lega pólitíska þýðingu og draga mjög úr líkum á því að undanþága frá meginregl- unni verði veitt, ef svo færi að Norðmenn og Íslendingar sæktust síðar eftir aðild. Jafnframt má minna á það sem upp- lýst var í fyrra af einum þeirra sem sat í stjórnarskrárnefndinni að ekkert aðild- arríki hreyfði ágreiningi um þetta atriði, t.d. hvorki Danir né Svíar þótt for- ystumenn þeirra hafi óspart látið í það skína í seinni tíð að þeir vildu gæta hags- muna Íslendinga og Norðmanna í þess- um efnum. Það er því augljósara en nokkru sinni fyrr að sú von margra ís- lenskra aðildarsinna að Íslendingar gætu fengið allsherjarundanþágu frá þessari meginreglu varðandi fiskveiðiauðlind okkar undan ströndum landsins er lítið annað en tálsýn. Ýmis voldug sjáv- arútvegsríki myndu vafalaust beita sér af fullri hörku gegn því að undanþága frá meginreglunni yrði veitt enda myndi það skapa fordæmi sem bryti niður sameig- inlegu sjávarútvegsstefnuna. Að sjálfsögðu stafar andúðin í Frakk- landi á löggildingu stjórnarskrárinnar alls ekki af þeim ástæðum sem hér hafa verið nefndar. Þvert á móti geta Frakka glaðst yfir auknu atkvæðavægi stórþjóð- anna. Andstaðan stafar hins vegar af megnri óánægju með fjöldamargt sem ekki stendur í stjórnarskránni en varðar þó ESB beint eða óbeint. Í augum margra er Evrópusambandið fjarlægt, lokað og illskiljanlegt kerfisbákn sem veikir lýðræði og eftirlitsvald fólksins og stuðlar að áhugaleysi meðal almennings á stjórnmálum. Jafnframt skynja fransk- ir kjósendur að í evrulöndum ríkir efna- hagsleg lægð sem jaðrar við stöðnun. Þessi árin er þar óvenjumikið atvinnu- leysi (um 9%) og er því engin furða þótt þeir velti því alvarlega fyrir sér hvort ESB sé á réttri leið með stöðugri útvíkk- un sambandsins og miðstýrðri stjórn peningamála sem fylgt hefur upptöku evrunnar. Drög að stjórnar- skrá ESB minnka áhrif smáríkja Eftir Ragnar Arnalds Ragnar Arnalds ’Margt er aðfinna í þessum stjórnarskrár- drögum sem at- hyglisvert er frá sjónarhól Ís- lendinga.‘ Höfundur er formaður Heimssýnar, hreyfingar sjálfstæðissinna í Evrópumálum. því að bóluefni verði til stað- rfi að halda og gagnrýnir að ð á neinum siðferðilegum um það hver eigi t.d. að hafa kmörkuðu upplagi bóluefn- terholms er næg framleiðsla jört lykilatriði. Í greininni lýsir hann hins vegar áhyggjum sínum yf- ir vangetu manna til að framleiða bólu- efni við fuglaflensunni í tíma og bendir á að framleiðslugeta lyfjaiðnaðarins sé hreint ekki nægilega öflug né fljótvirk til þess að framleiða nægilegt bóluefni ef til heimsfaraldrar kæmi. Bendir hann auk þess á að framleiðslugetan sé það lítil að aðeins væri nægt bólefni til þess að bólu- setja 14% íbúa heimsins. Osterholms gerir efnahagslífið einnig að umtalsefni í grein sinni og varar við þeim miklu neikvæðu áhrifum sem far- aldur á borð við fuglaflensu gæti haft á efnahagslíf heimsins. Segir hann ljóst að heimsfaraldur myndi kalla á lokun landa- mæra sem aftur myndu hafa afar nei- kvæð áhrif á fjárhag heimsins og líklegt væri að alþjóðaviðskipti myndu í kjölfarið stöðvast. Þannig mætti búast við tilfinn- anlegum skori á vörum á borð við mat- væli og lyf sem sett gætu verulega strik í reikninginn og jafnvel ógnað lífi og heilsu almennings. Að mati Osterholms er þeirri spurningu enn ósvarað hvernig heiminum muni ganga að koma hjóli efnahagslífsins aftur í gagn að heimsfaraldri loknum. Kalla eftir alþjóðlegum vinnuhópi sérfræðinga Í grein eftir vísindamennina Ron Fouchier, Thijs Kuiken, Guus Rimm- elzwaan og Albert Osterhaus, sem allir starfa við Erasmus rannsóknarmiðstöð- ina í Rotterdam, rifja greinarhöfundar upp að nýlega hafi WHO áætlað að brjót- ist fuglaflensufaraldur út gætu allt að 30 milljónir manns sýkst og allt að 7,5 millj- ónir manns dáið. Benda greinarhöfundar á að þessar tölur séu afar varlega áætl- aðar og jaðri við óhóflega bjartsýni. Kalla höfundar eftir markvissari aðgerðum og hvetja til þess að WHO komi sér upp al- þjóðlegum vinnuhópi sérfræðinga á sviði m.a. mann- og dýrasjúkdóma, landbún- aðar- og vistfræðinga sem hefði það að markmiði að vinna að rannsóknum á fuglaflensunni. Að þeirra mati myndi slíkur vinnuhópur kosta um 1,5 milljónir Bandaríkjadala árlega eða sem svarar 97,5 milljónum íslenskra króna. Þyki ein- hverjum það óhóflega dýrt benda þeir til samanburðar á að þegar fuglaflensa kom upp í Hollandi, Taílandi og Víetnam árið 2003 hafi kostnaður einungis tengdur landbúnaði viðkomandi landa numið sam- tals 1,35 milljónum Bandaríkjadala. Inni í þeim tölum séu hins vegar ekki kostnaður vegna veikinda manna og dauðsfalla né heldur fjárhagslegt tap sem rekja má til skaðans sem t.d. ferðaþjónustan varð fyr- ir. hliða að- uglaflensu Reuters kin til kjúklinga, í ætt við þá sem hér eru til sölu á markaði í Hanoi. silja@mbl.is þjóðir a utan ðin er an og annig ri fyr- þyrfti Har- r að málið ð, því staða iðslu- pen- m bent að allt i líða væri ð far- og að st allt purð- punkt ð far- skaða ar vit- m að annig ánska bylgja yggð- ylgja, r afar ur og i tím- koma rndað ættu- f við r, þó eiðast n fara num,“ ð rætt fram- allt að u- ÞEGAR Morgunblaðið kom út að nýju 17. nóvember árið 1918 eftir nokkurra daga hlé sökum spænsku veikinnar birtist sam- eiginleg dánartilkynning yfir 82 manns. Inngangur að tilkynning- unum hófst með þessum orðum: „Engill dauðans hefir fylgt sótt- inni miklu og varpað skugga dýpstu sorgar yfir fjölda heimila. Hrifnir eru á burt menn og konur á ýmsum aldri og af ýmsum stétt- um.“ „Engill dauðans hefir fylgt sótt- inni miklu“ Þá fyrst fóru læknar að átta sig á því að veikin væri mun alvarlegri en sú inflúensa sem þeir töldu sig þekkja og kunna að bregðast við. Miðvikudaginn 6. nóvember er tal- ið að þriðjungur Reykvíkinga hafi legið veikur. Á tímabilinu 7.–16. nóvember kom ekkert Morg-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.