Morgunblaðið - 27.05.2005, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 27.05.2005, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 2005 11 FRÉTTIR BYGGÐ á Geldinganesi, Viðey, Engey, Akurey og landfyllingar og byggð í Örfirisey, átak til að efla miðborgina, hagkvæmniathugun og hugsanlega nýjar kosningar um framtíð Reykjavíkurflugvallar, hverfatorg, fjölgun íbúa um 30.000 og endurskipulagning grænna svæða í borginni eru meðal þeirra hugmynda um framtíðarskipulag sem sjálfstæðismenn kynntu á blaðamannafundi í gær. Hugmyndir sjálfstæðismanna bera yfirskriftina „Búum til betri borg – horfum lengra, hugsum stórt“ og hefur flokkurinn unnið að undirbúningi þeirra um nokkurt skeið. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna í borgar- stjórn, sagði að mikil vinna lægi að baki tillögunum og leitað hefði verið til verkfræðinga og annarra sér- fræðinga við gerð þeirra. Hugmynd- irnar verða kynntar íbúum höfuð- borgarsvæðisins á íbúafundum og leitað eftir ábendingum þeirra um það sem betur mætti fara auk þess sem haldið verður íbúaþing í júní fyrir alla Reykvíkinga og hug- myndabanki opnaður á vef borgar- stjórnarflokks sjálfstæðismanna, www.betriborg.is. Tillögurnar eru því ekki endanlegar, heldur gætu þær tekið nokkrum breytingum. Eyjarnar tengdar við borgina Í núverandi mynd gera hugmynd- ir sjálfstæðismanna ráð fyrir byggð á Engey, Viðey og Geldinganesi og tengingum við eyjarnar frá borg- inni. Þannig yrði brú frá Örfirisey yfir í Engey að vestanverðu og að austanverðu yrðu jarðgöng yfir í Laugarnesið, eins og sjá má á með- fylgjandi mynd. Gerð yrði landfyll- ing til norðurs í átt að Engey út frá gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Sæbrautar og ennfremur er gert ráð fyrir landfyllingu frá Örfirisey yfir í Akurey og að íbúðarbyggð rísi á því svæði. Örfirisey yrði stækkuð um 300 hektara og Engey um 40 hektara auk þess sem stungið er upp á að lítil, lágreist og vistvæn íbúðarbyggð rísi í austurhluta Við- eyjar með fáum íbúum. Vilhjálmur sagði að þótt hugmyndirnar um byggð á eyjunum og landfyllingar kynnu að þykja stórtækar væru þær raunhæfar og benti t.d. á að á und- anförnum áratugum hefði um 240 hekturum verið bætt við Reykjavík, þar af hefði um 125 hekturum verið bætt við höfnina. Aukningin hefði verið hvað mest á undanförnum 15– 20 árum. Á fundinum kom fram að hver fermetri af landfyllingu frá þriggja metra dýpi og sex metra upp fyrir sjávarmál kostar um 6.000 krónur. Ef reynt er að slá á kostnað við þær landfyllingar sem gert er ráð fyrir í tillögum sjálfstæðismanna myndi hann vera alls 20–21 milljarður króna. Vilhjálmur sagði að breytingar sem þessar myndu lækka lóðaverð í borginni og kostnaðurinn við þær skilaði sér því til baka. Hann bendir einnig á að byggja mætti um 6.800 íbúðir á þessu svæði, miðað við tutt- ugu íbúðir á hektara, og væri með- alíbúðarverð frekar lágt. Með nýrri íbúðarbyggð á þessum stöðum myndi íbúum fjölga um 30.000 samkvæmt tillögum sjálf- stæðismanna auk þess sem aukið lóðaframboð myndi styrkja miðborg Reykjavíkur. Vilhjálmur sagði að allir sem vildu búa í Reykjavík ættu að eiga þess kost. „Því miður hefur það ekki verið þróunin undanfarin ár,“ sagði hann og bætti við að sjálf- stæðismenn vildu gefa borgarbúum kost á því í ríkari mæli að fá úthlut- aðar lóðir í sérbýli. Hann sagði að uppbygging byggðarinnar tæki auðvitað ákveð- inn tíma en með henni væri hægt að fullnægja lóðaframboði í að minnsta kosti 30–40 ár. „Við ætlum ekki að stefna byggðinni upp til heiða eins og nú er verið að gera.“ Lagt er til að unnin verði hag- kvæmnikönnun um Vatnsmýrar- svæðið og borgarbúum svo gefinn kostur á að taka upplýsta ákvörðun um málið. Vilhjálmur sagði á fund- inum í gær að til greina kæmi að endurtaka kosningu um hvort flug- völlurinn ætti að fara og útilokaði ekki að slík kosning tæki til fleiri en eingöngu íbúa höfuðborgarsvæðis- ins. Stefnumörkun R-listans óljós Hann sagði stefnumörkun R- listans varðandi Vatnsmýrina vera óljósa og að niðurstaða atkvæða- greiðslunnar um framtíð flugvallar- ins frá árinu 2001 hefði verið gerð að engu á dögunum með yfirlýsingu frá borgaryfirvöldum og samgöngu- ráðuneytinu um að hefja viðræður um framtíð flugvallarins að lokinni könnun á möguleikum varðandi flugvöllinn. Fram kemur í hugmyndum sjálf- stæðismanna að þeir vilji að nú þeg- ar verði hafist handa við lagningu Sundabrautar samkvæmt leið þrjú og að hún nái frá Sæbraut yfir Kollafjörðinn upp á Vesturlandsveg. Vilhjálmur segir að framkvæmdin verði dýr, en samgönguráðherra hafi lýst yfir vilja sínum til þess að brautin verði lögð. Þá er lagt til að mislæg gatnamót verði reist á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar og eftir færslu Hringbrautarinnar yrði umferð um Miklubrautina þá að mestu leyti í frjálsu flæði frá austri til vesturs. Þá telja sjálfstæðismenn mikilvægt að byggja mislæg gatnamót á Vest- urlandsveg og Suðurlandsveg. Vilja byggja meðfram ströndinni og á eyjum Myndin sýnir byggð í Reykjavík eins og Sjálfstæðismenn sjá hana fyrir sér. Byggð verði á landfyllingum og á sögufrægum eyjum við höfuðborgina. – Nýtt íbúðasvæði við Sundin – Byggð í Engey og á Geldinganesi – Lítil vistvæn byggð í austurhluta Viðeyjar – Átak 101 fyrir miðborgina með sérstakri áherslu á uppbyggingu við Laugaveginn – Jafnvægi milli stórra og minni íbúða og sérbýlis og fjölbýlis – Hagkvæmnisathugun á kostum sem í boði eru í Vatnsmýrinni – Í kjölfar athugunarinnar tækju borg- arbúar upplýsta ákvörðun um framtíð svæðisins – Græn svæði betur skilgreind – Miklabrautin án hindrana frá austri til vesturs – Greið umferðarleið í gegnum alla borgina – Fjölgun íbúa um 30.000 Helstu tillögur sjálfstæðismanna Borgarstjórnarflokkur sjálfstæðismanna kynnir hugmyndir um framtíðarskipulag Reykjavíkur Eftir Árna Helgason arnihelgason@mbl.is Morgunblaðið/Golli Borgarfulltrúarnir kynna tillögurnar á blaðamannafundi í gær. ALFREÐ Þorsteinsson, stjórnar- formaður Orkuveitu Reykjavíkur og oddviti framsóknarmanna í borgar- stjórn Reykjavíkur, segir að samn- ingar um orkusölu veitunnar til stóriðju séu mun arðsamari en sala á raforku á almennum markaði og hafi gert Orkuveitunni kleift að selja almenningi raforku ódýrara en ella væri. Hann segist ekki eiga von á því að mismunandi áherslur í orkumálum hafi áhrif á R-listasam- starfið og væntir þess að skynsam- leg niðurstaða náist þar í þessum efnum. Árni Þór Sigurðsson, oddviti Vinstri grænna í borgarstjórn Reykjavíkur, rit- ar grein í Morg- unblaðið í gær þar sem segir meðal annars að Orkuveitan eigi ekki að taka þátt í „álæðinu með því að leggja í áhættusamar framkvæmdir, hvort sem er vegna álvers í Helguvík eða á Norðausturlandi“. Alfreð sagði aðspurður um þetta að viðhorf Vinstri grænna og fram- sóknarmanna væru gjörólík þegar kæmi að stóriðjumálum og þessar ólíku áherslur hefðu meðal annars komið fram í atkvæðagreiðslu í borgarstjórn um ábyrgð vegna Kárahnjúkavirkjunar. „Stefna okkar framsóknarmanna í borgarstjórn er sú að nýta nátt- úruauðlindir landsins með skynsöm- um og umhverfisvænum hætti. Þannig höfum við haft forustu um að Reykjavíkurborg eignaðist lönd og lendur í nágrenni borgarinnar og hagnýtti þær með vistvænum jarð- varmavirkjunum bæði á Nesjavöll- um og á Hellisheiði,“ sagði Alfreð. Hann sagði að það væri fjarri lagi að þessar framkvæmdir væru fjár- hagslega áhættusamar, sem sæist best á því að arðsemi samninganna um orkusölu til Norðuráls, sem þeir hefðu gert, væri 11–12%, meðan arðsemi af sölu á raforku á almenn- um markaði væri einungis 3–4%. 50 milljarðar næstu 20 árin „Stóriðjusamningarnir hafa leitt til lægra raforkuverðs fyrir Reyk- víkinga en ekki öfugt. Sala Orku- veitu Reykjavíkur á raforku til Norðuráls næstu 20 árin nemur um 50 milljörðum króna sem bæði greiðir virkjanirnar niður á tiltölu- lega skömmum tíma og skilar að öðru leyti hagnaði. Þessir samning- ar eru því afar mikilvægir auk þess sem tugir milljarða koma inn á höf- uðborgarsvæðið á framkvæmdatím- anum vegna virkjanaframkvæmda og byggingar álvers. Það leiðir til aukins hagvaxtar, hærri útflutn- ingstekna og styrkir atvinnulífið. Vinstri grænir hafa stutt þessar framkvæmdir og ég vænti þess að skynsamleg niðurstaða náist innan Reykjavíkurlistans um framhald þessa máls,“ sagði Alfreð ennfrem- ur. Stóriðjusamningar hafa lækkað orkuverð Alfreð Þorsteinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.