Morgunblaðið - 27.05.2005, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 27.05.2005, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 2005 55 MENNING Á geisladiskinum Áföngum, sem gef- inn var út fyrir síðustu jól, má finna fimm tónverk eftir jafnmörg tón- skáld. Að útgáfu disksins stóðu hjónin Sigurður Ingvi Snorrason klarín- ettleikari og Anna Guðný Guðmunds- dóttir píanóleikari en þau fengu til liðs við sig fiðluleikarann Sigrúnu Eð- valdsdóttur og sellóleikarann Bryn- dísi Höllu Gylfadóttur. Öll hafa þau unnið mikið saman í gegnum tíðina við ýmiss konar verkefni. Flest verkin á geisladiskinum voru samin fyrir Sigurð Ingva og Önnu Guðnýju og þykir þeim sérstaklega vænt um það. Tónskáldin, Atli Heimir Sveinsson, Áskell Másson, Páll Pampichler, Jón Norðdal og Leifur Þórarinsson heit- inn, komu flest eitthvað að æfingum og unnu með flytjendunum. Verkin eru öll mjög ólík. Á meðan tónverk Jóns er mjög íslenskt, hart og kalt, er verk Atla samið í dönsku umhverfi og er með suðrænu yfir- bragði. Sigurður Ingvi segir að þeim hjón- um hafi fundist tilvalið að heiðra minningu Leifs Þórarinssonar með því að nefna diskinn eftir verki hans, Áföngum. Umslagið er svo unnið eftir teikningum Leifs og fengu þau mikla hjálp frá börnum hans við vinnslu disksins. Fimm ólík tónverk á geisladiskinum Áföngum Morgunblaðið/Þorkell Hjónin Sigurður Ingvi Snorrason og Anna Guðný Guðmundsdóttir. Þetta eru pistlar sem ég skrif-aði í Viðskiptablaðið árið2004, frá miðjum janúar og til ársloka,“ segir Ólafur Teitur Guðnason blaðamaður en bóka- félagið Ugla hefur gefið út fjöl- miðlapistla hans í vænni kilju undir heitinu Fjölmiðlar 2004. „Til viðbótar við pistla síðasta árs er í bókinni fyrsti pistill þessa árs því hann fjallaði um áramóta- annál Sjónvarpsins og auk þess ein grein sem ég skrifaði um kvikmynd Michael Moore, Farenheit 911.“ Pistlar Ólafs Teits hafa vakið at- hygli og umræður þar sem hann hefur verið óragur við að finna að fréttaflutningi fjölmiðla og gagn- rýna vinnubrögð fréttamanna. Að- spurður hvað honum þyki sjálfum athyglisverðast við pistlana þegar þeir eru skoðaðir í samhengi segir hann að sér komi næstum því á óvart hve mörg dæmi hann hafi fundið um aðfinnsluverð vinnu- brögð fréttamanna. „Þetta er eig- inlega meira en ég átti von á þegar allt er tekið saman.“    En finnst honum ekkert erfitt aðgagnrýna kollega sína með þessum hætti? „Nei, ég er algjörlega ófeiminn við það. Ég reyni að vera sann- gjarn og ég sé það líka eftir á að ég get staðið við allt sem ég hef sagt og ég hef engu breytt eða þurft að lagfæra í pistlunum frá því þeir birtust í Viðskiptablaðinu á sínum tíma.“ Þú hefur lagt talsverða vinnu í þessi skrif því það má sjá að þú hef- ur leitað víða fanga eftir upplýs- ingum til að rökstyðja mál þitt. „Já, það fer mjög mikill tími í þessi skrif vegna þess að ég kasta aldrei fram neinu sem ég get ekki staðið við. Ég fullyrði t.d. aldrei að einn fjölmiðill hafi fjallað meira en annar um tiltekið mál, án þess að skoða það nákvæmlega og setja fram tölfræðilegar staðreyndir um það. Þetta er eina leiðin til að það sé einhvers virði að lesa þetta. Það er offramboð á alls konar hugleið- ingum manna í pistlum og greinum í fjölmiðlum. Maður verður að sýna lesandanum þá virðingu að í pistl- unum séu bitastæðar staðreyndir lagðar til grundvallar. Ég hef farið í gegnum nokkur mál og haft fyrir reglu að vitna í fréttir og bera sam- an fréttaflutning þriggja eða fleiri miðla og þetta tekur auðvitað mik- inn tíma.“    Hefurðu verið gagnrýndur fyrirað staðsetja sjálfan þig póli- tískt í skrifum þínum? „Ég fer ekkert í felur með það að ég er hægrimaður. Mér finnst sjálf- sagt að fólk viti það og óhjákvæmi- lega hefur það áhrif á skrif manns. Mér finnst alltaf til bóta að það sé bara uppi á borðinu hvaðan frétta- menn koma hugmyndafræðilega. Einstaka sinnum hef ég orðið fyrir pólitískri gagnrýni. Ég var t.d. sak- aður um það oftar en einu sinni að vera málsvari ríkistjórnarinnar í fjölmiðlamálinu í fyrra og nefnt að ég hefði mætt í Kastljósþátt Sjón- varpsins til að verja fjölmiðla- frumvarpið. Í þeim þætti var ég reyndar að mótmæla frumvarpinu og líka hef ég verið sagður mál- svari Sjálfstæðisflokksins.“ Framan á kápu bókarinnar er til- vitnun í umsögn Guðmundar Magn- ússonar, blaðamanns á Frétta- blaðinu, sem hljóðar svo: „Skrif Ólafs eru ekki í hávegum höfð meðal fjölmiðlamanna …“ Þetta virðist nú ekki vera sérlega já- kvætt. Er þetta einhvers konar grín? „Bæði og. Öllu gamni fylgir nokkur alvara. Ef þetta er rétt hjá honum þá er það staðfesting á því að fjölmiðlamenn kunna ekki að meta sanngjarna og gagnlega gagnrýni á störf sín. Ég hef fundið fyrir því að fréttamenn hafa tekið það óstinnt upp þegar maður legg- ur fram réttmætar spurningar um vinnubrögð við tilteknar fréttir. Í einstaka tilfellum hefur verið brugðist mjög illa við eða þá að við- brögðin hafa verið engin. Hvort tveggja er mjög skrýtið. Ég veit þó ekki hversu almennt þetta sjónar- mið Guðmundar er því margir fjöl- miðlamenn hafa sagt mér að þeim þyki skrif mín bæði skemmtileg og þörf. Tilvitnunin er til marks um það sem er að hjá sumum.“ Hvernig finnst þér frétta- mennskan á Íslandi standast sam- anburð við erlenda fjölmiðla? „Það er allavega nóg um óvand- aða fréttamennsku hjá þeim fjöl- miðlum erlendum sem iðulega eru sagðir virtir. Menn bera gjarnan við tímaskorti hér heima en oft er þetta ekkert annað en hugsunar- leysi eða jafnvel leti við að afla sér réttra upplýsinga.“ Þú hefur gagnrýnt hversu sterk tengsl eru á milli eigenda fjölmiðla og ritstjórnarstefnu þeirra. „Það eru allavega mörg tilefni í fréttum og umfjöllun fjölmiðla til að benda á að tiltekin frétt eða um- fjöllun sé nákvæmlega í samræmi við hagsmuni eigendanna. Svo gengur maður auðvitað skrefinu lengra ef maður segir að þetta sé allt saman vísvitandi gert. Ég hef reynt að vera ekki með slíkar yfir- lýsingar í pistlunum heldur benda á svona tilvik og alls kyns ósann- girni og rangfærslur. En um ástæður þess hvers vegna þetta er gert læt ég lesendum mínum eftir að velta fyrir sér,“ segir Ólafur Teitur Guðnason blaðamaður og pistlahöfundur á Viðskiptablaðinu. Offramboð á hugleiðingum ’„Það er offramboð áalls konar hugleiðingum manna í pistlum og greinum í fjölmiðlum.“ ‘ AF LISTUM Hávar Sigurjónsson Morgunblaðið/Sverrir Ólafur Teitur Guðnason. havar@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.