Morgunblaðið - 27.05.2005, Page 11

Morgunblaðið - 27.05.2005, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 2005 11 FRÉTTIR BYGGÐ á Geldinganesi, Viðey, Engey, Akurey og landfyllingar og byggð í Örfirisey, átak til að efla miðborgina, hagkvæmniathugun og hugsanlega nýjar kosningar um framtíð Reykjavíkurflugvallar, hverfatorg, fjölgun íbúa um 30.000 og endurskipulagning grænna svæða í borginni eru meðal þeirra hugmynda um framtíðarskipulag sem sjálfstæðismenn kynntu á blaðamannafundi í gær. Hugmyndir sjálfstæðismanna bera yfirskriftina „Búum til betri borg – horfum lengra, hugsum stórt“ og hefur flokkurinn unnið að undirbúningi þeirra um nokkurt skeið. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna í borgar- stjórn, sagði að mikil vinna lægi að baki tillögunum og leitað hefði verið til verkfræðinga og annarra sér- fræðinga við gerð þeirra. Hugmynd- irnar verða kynntar íbúum höfuð- borgarsvæðisins á íbúafundum og leitað eftir ábendingum þeirra um það sem betur mætti fara auk þess sem haldið verður íbúaþing í júní fyrir alla Reykvíkinga og hug- myndabanki opnaður á vef borgar- stjórnarflokks sjálfstæðismanna, www.betriborg.is. Tillögurnar eru því ekki endanlegar, heldur gætu þær tekið nokkrum breytingum. Eyjarnar tengdar við borgina Í núverandi mynd gera hugmynd- ir sjálfstæðismanna ráð fyrir byggð á Engey, Viðey og Geldinganesi og tengingum við eyjarnar frá borg- inni. Þannig yrði brú frá Örfirisey yfir í Engey að vestanverðu og að austanverðu yrðu jarðgöng yfir í Laugarnesið, eins og sjá má á með- fylgjandi mynd. Gerð yrði landfyll- ing til norðurs í átt að Engey út frá gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Sæbrautar og ennfremur er gert ráð fyrir landfyllingu frá Örfirisey yfir í Akurey og að íbúðarbyggð rísi á því svæði. Örfirisey yrði stækkuð um 300 hektara og Engey um 40 hektara auk þess sem stungið er upp á að lítil, lágreist og vistvæn íbúðarbyggð rísi í austurhluta Við- eyjar með fáum íbúum. Vilhjálmur sagði að þótt hugmyndirnar um byggð á eyjunum og landfyllingar kynnu að þykja stórtækar væru þær raunhæfar og benti t.d. á að á und- anförnum áratugum hefði um 240 hekturum verið bætt við Reykjavík, þar af hefði um 125 hekturum verið bætt við höfnina. Aukningin hefði verið hvað mest á undanförnum 15– 20 árum. Á fundinum kom fram að hver fermetri af landfyllingu frá þriggja metra dýpi og sex metra upp fyrir sjávarmál kostar um 6.000 krónur. Ef reynt er að slá á kostnað við þær landfyllingar sem gert er ráð fyrir í tillögum sjálfstæðismanna myndi hann vera alls 20–21 milljarður króna. Vilhjálmur sagði að breytingar sem þessar myndu lækka lóðaverð í borginni og kostnaðurinn við þær skilaði sér því til baka. Hann bendir einnig á að byggja mætti um 6.800 íbúðir á þessu svæði, miðað við tutt- ugu íbúðir á hektara, og væri með- alíbúðarverð frekar lágt. Með nýrri íbúðarbyggð á þessum stöðum myndi íbúum fjölga um 30.000 samkvæmt tillögum sjálf- stæðismanna auk þess sem aukið lóðaframboð myndi styrkja miðborg Reykjavíkur. Vilhjálmur sagði að allir sem vildu búa í Reykjavík ættu að eiga þess kost. „Því miður hefur það ekki verið þróunin undanfarin ár,“ sagði hann og bætti við að sjálf- stæðismenn vildu gefa borgarbúum kost á því í ríkari mæli að fá úthlut- aðar lóðir í sérbýli. Hann sagði að uppbygging byggðarinnar tæki auðvitað ákveð- inn tíma en með henni væri hægt að fullnægja lóðaframboði í að minnsta kosti 30–40 ár. „Við ætlum ekki að stefna byggðinni upp til heiða eins og nú er verið að gera.“ Lagt er til að unnin verði hag- kvæmnikönnun um Vatnsmýrar- svæðið og borgarbúum svo gefinn kostur á að taka upplýsta ákvörðun um málið. Vilhjálmur sagði á fund- inum í gær að til greina kæmi að endurtaka kosningu um hvort flug- völlurinn ætti að fara og útilokaði ekki að slík kosning tæki til fleiri en eingöngu íbúa höfuðborgarsvæðis- ins. Stefnumörkun R-listans óljós Hann sagði stefnumörkun R- listans varðandi Vatnsmýrina vera óljósa og að niðurstaða atkvæða- greiðslunnar um framtíð flugvallar- ins frá árinu 2001 hefði verið gerð að engu á dögunum með yfirlýsingu frá borgaryfirvöldum og samgöngu- ráðuneytinu um að hefja viðræður um framtíð flugvallarins að lokinni könnun á möguleikum varðandi flugvöllinn. Fram kemur í hugmyndum sjálf- stæðismanna að þeir vilji að nú þeg- ar verði hafist handa við lagningu Sundabrautar samkvæmt leið þrjú og að hún nái frá Sæbraut yfir Kollafjörðinn upp á Vesturlandsveg. Vilhjálmur segir að framkvæmdin verði dýr, en samgönguráðherra hafi lýst yfir vilja sínum til þess að brautin verði lögð. Þá er lagt til að mislæg gatnamót verði reist á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar og eftir færslu Hringbrautarinnar yrði umferð um Miklubrautina þá að mestu leyti í frjálsu flæði frá austri til vesturs. Þá telja sjálfstæðismenn mikilvægt að byggja mislæg gatnamót á Vest- urlandsveg og Suðurlandsveg. Vilja byggja meðfram ströndinni og á eyjum Myndin sýnir byggð í Reykjavík eins og Sjálfstæðismenn sjá hana fyrir sér. Byggð verði á landfyllingum og á sögufrægum eyjum við höfuðborgina. – Nýtt íbúðasvæði við Sundin – Byggð í Engey og á Geldinganesi – Lítil vistvæn byggð í austurhluta Viðeyjar – Átak 101 fyrir miðborgina með sérstakri áherslu á uppbyggingu við Laugaveginn – Jafnvægi milli stórra og minni íbúða og sérbýlis og fjölbýlis – Hagkvæmnisathugun á kostum sem í boði eru í Vatnsmýrinni – Í kjölfar athugunarinnar tækju borg- arbúar upplýsta ákvörðun um framtíð svæðisins – Græn svæði betur skilgreind – Miklabrautin án hindrana frá austri til vesturs – Greið umferðarleið í gegnum alla borgina – Fjölgun íbúa um 30.000 Helstu tillögur sjálfstæðismanna Borgarstjórnarflokkur sjálfstæðismanna kynnir hugmyndir um framtíðarskipulag Reykjavíkur Eftir Árna Helgason arnihelgason@mbl.is Morgunblaðið/Golli Borgarfulltrúarnir kynna tillögurnar á blaðamannafundi í gær. ALFREÐ Þorsteinsson, stjórnar- formaður Orkuveitu Reykjavíkur og oddviti framsóknarmanna í borgar- stjórn Reykjavíkur, segir að samn- ingar um orkusölu veitunnar til stóriðju séu mun arðsamari en sala á raforku á almennum markaði og hafi gert Orkuveitunni kleift að selja almenningi raforku ódýrara en ella væri. Hann segist ekki eiga von á því að mismunandi áherslur í orkumálum hafi áhrif á R-listasam- starfið og væntir þess að skynsam- leg niðurstaða náist þar í þessum efnum. Árni Þór Sigurðsson, oddviti Vinstri grænna í borgarstjórn Reykjavíkur, rit- ar grein í Morg- unblaðið í gær þar sem segir meðal annars að Orkuveitan eigi ekki að taka þátt í „álæðinu með því að leggja í áhættusamar framkvæmdir, hvort sem er vegna álvers í Helguvík eða á Norðausturlandi“. Alfreð sagði aðspurður um þetta að viðhorf Vinstri grænna og fram- sóknarmanna væru gjörólík þegar kæmi að stóriðjumálum og þessar ólíku áherslur hefðu meðal annars komið fram í atkvæðagreiðslu í borgarstjórn um ábyrgð vegna Kárahnjúkavirkjunar. „Stefna okkar framsóknarmanna í borgarstjórn er sú að nýta nátt- úruauðlindir landsins með skynsöm- um og umhverfisvænum hætti. Þannig höfum við haft forustu um að Reykjavíkurborg eignaðist lönd og lendur í nágrenni borgarinnar og hagnýtti þær með vistvænum jarð- varmavirkjunum bæði á Nesjavöll- um og á Hellisheiði,“ sagði Alfreð. Hann sagði að það væri fjarri lagi að þessar framkvæmdir væru fjár- hagslega áhættusamar, sem sæist best á því að arðsemi samninganna um orkusölu til Norðuráls, sem þeir hefðu gert, væri 11–12%, meðan arðsemi af sölu á raforku á almenn- um markaði væri einungis 3–4%. 50 milljarðar næstu 20 árin „Stóriðjusamningarnir hafa leitt til lægra raforkuverðs fyrir Reyk- víkinga en ekki öfugt. Sala Orku- veitu Reykjavíkur á raforku til Norðuráls næstu 20 árin nemur um 50 milljörðum króna sem bæði greiðir virkjanirnar niður á tiltölu- lega skömmum tíma og skilar að öðru leyti hagnaði. Þessir samning- ar eru því afar mikilvægir auk þess sem tugir milljarða koma inn á höf- uðborgarsvæðið á framkvæmdatím- anum vegna virkjanaframkvæmda og byggingar álvers. Það leiðir til aukins hagvaxtar, hærri útflutn- ingstekna og styrkir atvinnulífið. Vinstri grænir hafa stutt þessar framkvæmdir og ég vænti þess að skynsamleg niðurstaða náist innan Reykjavíkurlistans um framhald þessa máls,“ sagði Alfreð ennfrem- ur. Stóriðjusamningar hafa lækkað orkuverð Alfreð Þorsteinsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.