Morgunblaðið - 21.07.2005, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.07.2005, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR AF ÞEIM rúmlega 36.000 tonnum af norsk-íslenskri síld sem íslensk skip komu með að landi í nýliðnum júnímánuði voru rúmlega 25.000 tonn eða sem nemur rúmlega 68% aflans veidd innan efnahagslögsögu Íslands. Í maímánuði veiddust ríf- lega 11.000 tonn af norsk-íslenzku síldinni og þar af 8.450 tonn innan ís- lenzku lögsögunnar. Þessa tvo mánuði veiddust alls 47.400 tonn og voru ríflega 33.000 tonn af því tekin innan lögsögunnar. Hitt veiddist á alþjóðlegu hafsvæði og í lögsögu Færeyja. Síðan þessar veiðar hófust fyrir rúmum tíu árum hefur aldrei verið tekið jafnmikið af síldinni innan íslenzku lögsögunnar. Næstmest var tekið innan lögsögu árið 1998, 25.600 tonn og var sá afli allur tekinn í júní. Árið 2003 voru tekin 11.800 tonn innan lögsögu og 10.400 árið 1995. Önnur ár hefur síldarafli innan lögsögunnar verið mun minni. 60.800 tonn veidd í ár Á síðasta ári veiddust alls um 103.000 tonn. Aðeins 5.400 tonn voru þá tekin innan lögsögu. 47.800 tonn voru þá tekin á alþjóðlegu hafsvæði, nánar tiltekið í Síldarsmugunni svo- kölluðu, og 49.600 tonn voru tekin við Svalbarða. Nú er síldaraflinn orðinn ríflega 60.000 tonn og ljóst að mjög mikið af þeim afla hefur verið tekið við Svalbarða. Mest hefur veiðzt við Svalbarða árið 2002, 64.000 tonn. Frá árinu 1994 hefur afli Íslend- inga af norsk-íslenzku síldinni orðið mestur árið 1997, 220.000 tonn. Árið 1993 varð hann 204.000 tonn og 200.000 tonn árið 1998. Minnstur varð aflinn fyrsta árið, aðeins 21.100 tonn, enda var lítill kraftur í veið- unum þá. Hlutur vinnsluskipa í veiðinni hef- ur aukizt ár frá ári og einnig var mikið flakað og fryst í landi í júní- mánuði, er síldin veiddist næst landi. Með því að flaka og frysta síldina um borð lætur nærri að verðmæti henn- ar upp úr sjó sé sexfaldað miðað við að síldin færi annars í bræðslu. Styrkir stöðu okkar Þessi mikla síldveiði innan lögsög- unnar styrkir samningsstöðu Ís- lands í viðræðum um skiptingu veiði- heimilda á stofninum við strandríkin og á vettvangi NEAFC. Norsk stjórnvöld hafa farið fram á verulega aukningu eigin hlutdeildar á þeim grunni að síldin haldi sig að lang- mestu leyti innan norskrar lögsögu. Nú virðist hins vegar að hún sé í auknum mæli að taka upp sitt fyrra göngumynstur þar sem hún var að- eins í rúma tvo mánuði innan norsku lögsögunnar við hrygningu, en mun lengur við Ísland í ætisleit og vet- ursetu. 68% síldaraflans innan lögsögu Morgunblaðið/Alfons Fiskveiðar Beitir NK á síldveiðum innan íslenzku lögsögunnar. Pokinn kominn að síðunni og allt gert klárt svo hægt sé að dæla aflanum um borð. Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is                 !   !   "#  !       ÚR VERINU Saab aftur á kortið Bílar á morgun STARFSMENN embættis yfirdýra- læknis hafa óskað eftir því að land- búnaðarráðherra endurskoði þá ákvörðun sína að höfuðstöðvar Landbúnaðarstofnunar skuli verða á Selfossi. Þeir telja að í stað þess að sameina lykilstarfsmenn stjórnsýsl- unnar í eina öfluga stofnun á höf- uðborgarsvæðinu stefni nú í að ein- ungis hluti þeirra verði fluttur til Selfoss með mikilli röskun og óhag- ræði fyrir viðkomandi starfsmenn, fjölskyldur þeirra, stofnunina sjálfa og ekki síst þá aðila er njóta þjónust- unnar. Þetta kemur meðal annars fram í bréfi sem starfsmennirnir af- hentu ráðherra 22. júní sl. Starfs- mennirnir sem rita undir bréfið segj- ast hafa átt fund með ráðherra skömmu síðar þar sem farið hafi ver- ið yfir innihald þess. Á fundinum hafi komið fram megn óánægja ráðherra með tilurð og innihald bréfsins en engin viðbrögð hafi borist þeim síðan fundurinn var haldinn hinn 27. júní sl. Því hafi það verið sent fjölmiðlum til birtingar. Í bréfinu segir jafnframt: „Dreifð staðsetning hefur að okk- ar mati dregið úr æskilegum sam- legðaráhrifum í faglegri þjónustu og komið niður á hagkvæmni í rekstri. Nýleg ákvörðun landbúnaðarráð- herra um að staðsetja Landbúnaðar- stofnun á Selfossi hefur í raun koll- varpað framtíðarsýn yfirdýralæknis og starfsmanna hans í þessu sam- hengi. [...] Þess má einnig geta að vandséð verður að aðrar stofnan- ir á borð við að- fangseftirlitið, plöntueftirlitið og kjötmatsformann verði fluttar á Selfoss sökum eðlis starfsem- innar. Í stað sam- einingar verða starfsmenn yfirdýralæknis í fram- tíðinni dreifðir sem aldrei fyrr og all- ar hugmyndir um hagræðingu og betri fagmannlega samhæfingu við eftirlit og þjónustu fyrir borð born- ar. Auk þess þykir okkur auðsýnt að ákvörðun þessi muni hafa í för með sér ófyrirséðan kostnaðarauka.“ „Niðurstaðan liggur fyrir“ Guðni Ágústsson landbúnaðarráð- herra segist á umræddum fundi hafa skýrt frá því að niðurstaða Alþingis hefði verið sú að stofnunin skyldi vera utan höfuðborgarsvæðisins og að vandlega íhugðu máli hafi Selfoss orðið fyrir valinu. „Ég held að mörgum þyki það hin eðlilegasta niðurstaða en þetta er stór og öflugur bær í sterku land- búnaðarhéraði. Þannig að ég skýrði þeim frá því að bréfið væri of seint fram komið – barnið væri fætt og nú væri byrjað að klæða það. Þess vegna yrði þessari ákvörðun ekki breytt. Margir hafa haft samband við mig úr þeirra geira og í rauninni fagnað þessu staðarvali,“ segir Guðni en honum finnst fullyrðingar í bréfinu um að „menn væru að fara í eitthvað óhagkvæmt og að markmið yfirdýralæknis væru fyrir bí“ ekki eiga rétt á sér. „Ég trúi því að hér sé verið að byggja upp mjög sterkt og öflugt fyrirtæki sem fylgi hagræðing og góð þjónusta. Þessar fullyrðingar var ég óánægður með og sagði þeim að þetta væru þeirra tilfinningar og skoðanir. Allar tilfinningar eiga rétt á sér en niðurstaðan liggur fyrir.“ Dýralæknar ferðast mikið „Dýralæknar ferðast meira en aðrir menn á Íslandi. Þetta fyrirtæki starfar um allt land og þeir ferðast meira en aðrir menn og hafa bæði gert það hér og gera það í námi sínu erlendis í lestum og bifreiðum. Ég trúi því að þessi stutta leið hér yfir heiðina sé þeim nú ekki stórt mál,“ segir Guðni og bætir því við að marg- ir ferðist þessa sömu leið vegna vinnu sinnar. „Það er vilji stjórnvalda í dag að byggja upp landið allt og sú niður- staða Alþingis kemur fram í grein- argerð [með lögum um Landbúnað- arstofnun] og því tjáði ég þeim að það hefði verið eðlilegt að þeir hefðu hitt landbúnaðarnefnd og skýrt henni frá áhyggjum sínum en það er óheppilegt þegar búið er að ákveða að fyrirtækið skuli vera utan höfuð- borgarinnar og búið að velja staðinn að fara þá að skrifa opið bréf. Hvað er opið bréf?“ Guðni telur að dýralæknar muni leggjast á eitt við að byggja upp starfsemi stofnunarinnar sem muni verða sterk þegar fram líða stundir. Starfsmenn embættis yfirdýralæknis óánægðir vegna ákvörðunar um aðsetur Landbúnaðarstofnunar Ráðherra segir ákvörðunina standa Guðni Ágústsson Eftir Þóri Júlíusson thorirj@mbl.is „Á AÐSTÖÐU Íslensku óperunnar í Gamla bíói má sjá að þar er ekki framtíðaraðstaða og við fögnum allri umræðu um breytingar og lausnir þar á,“ segir Jón Karl Ólafsson, varaformaður Íslensku óperunnar. En stjórn óperunnar hefur gefið frá sér samþykkt þar sem hún fagnar hugmynd Gunnars I. Birgissonar, bæjarstjóra og alþingismanns, um byggingu sérhann- aðs óperuhúss fyrir Íslensku óperuna á Borgarholtinu í Kópavogi. Jón Karl segir stjórn Íslensku óperunnar vonast til að áframhaldandi vinna fari nú af stað. „Hugmynd hefur verið sett fram og síðan er okkar að vinna betur úr henni með öðrum sem að koma til að sjá hvort þetta sé framkvæmanlegt og þá hvernig.“ Hann segir að Óperan hafi aldrei sett fyrir sig að flytja úr miðbænum. „Það sem skiptir fyrst og fremst máli er að aðstaðan sé nógu góð til að flytja óperur á mannsæmandi hátt,“ segir Jón Karl og telur staðsetn- inguna í Kópavoginum frábæra, þar sé mikið listalíf fyrir og greinilegt að andrúmsloftið sé mjög frjótt. Óperan ánægð með Kópavog

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.