Morgunblaðið - 21.07.2005, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 21.07.2005, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÞAU merku tíðindi hafa gerst í deilum um erfðabreyttar lyfja- plöntur að einn fremsti sérfræðingur heims á sviði erfða- breyttra bóluefna, Charles Arntzen við Arizona háskóla í Bandaríkjunum, hefur komist að þeirri nið- urstöðu að ræktun erfðabreyttra lyfja í plöntum sem einnig eru notaðar til mann- eldis sé óviðunandi heilsufarsáhætta. Arntzen óttast að erfðabreyttar lyfja- plöntur – eða genin sem komið hefur verið fyrir í þeim – muni berast inn í fæðu- keðjuna. Hið virta vísindatímarit New Scientist fjallaði fyrir stuttu um þetta í forystugrein: „…eina örugga leiðin til að fyr- irbyggja slys er að nota alls ekki matjurtir. Líftæknifyrirtækin munu bera því við að matjurtir vaxi hratt, framleiði mikið prótein og séu þær plöntur sem þau vita mest um. En það eru lélegar afsakanir. Ræktun fárra, hraðvaxta og framleiðinna plantna, sem ekki nýtast til matvæla, og rannsóknir á erfðamengi þeirra, væri lítill fórnarkostnaður fyrir tiltrú almennings.“ „Önnur röksemd sem líftæknifyr- irtækin nota gjarnan sér til varnar er sú, að jafnvel þótt prótein úr lyfi eða bóluefni kæm- ist í fæðukeðjuna mundi það eyðast í meltingarvegi manns- ins. Rannsóknir Arnt- zens á kartöflum sem erfðabreytt var til að framleiða B-lifr- arbólguprótein stang- ast á við þessi rök. Meira en helmingur þeirra sem borðuðu kartöfluna framleiddu mikið magn mótefnis gegn lifr- arbólgu-B. Hvers vegna ættum við að taka áhættuna?“ Arntzen og New Scientist eru sammála um að erfðabreyttar lyfja- plöntur geti hæglega mengað mat- væli, – mörg tilvik hafa komið upp þar sem erfðabreyttar lyfja- og mat- jurtir hafa mengað matvæli í Banda- ríkjunum. Það sem er nýtt í málinu er að rannsóknir Arntzen sýna fram á að komist erfðabreytt lyfjaprótein í matvæli geta þau borist í meltingar- bakteríur okkar (sem nefnt hefur verið genaflakk). Rannsóknir hans á erfðabreyttum lyfjaplöntum eru á sömu lund og niðurstöður rannsókna sem gerðar voru af Newcastle- háskóla í Bretlandi og sýndu að slíkt genaflakk gerðist í þremur af sjö mönnum sem neyttu erfðabreyttra matvæla í þeim tilraunum sem gerð- ar voru. Rétt er að vekja athygli á því að líftækniiðnaðurinn hefur sífellt neit- að því að genaflakk geti átt sér stað, þ.á m. íslenska líftæknifyrirtækið ORF. Til dæmis fullyrtu tveir starfs- menn þess að „ef rétt væri myndu þarmabakteríurnar okkar beinlínis fyllast af erfðavísum ættuðum úr kjöti, fiski og grænmeti. En hefur þetta gerst? Aldrei, skv. skýrslum Bandarísku læknasamtakanna, Al- þjóða heilbrigðisstofnunarinnar og Matvælastofnunar Sameinuðu þjóð- anna (WHO/FAO).“ Líftæknifyrirtæki fullyrða að erfðabreytt matvæli séu engu hættu- legri en venjuleg matvæli, með full- yrðingum um öryggi erfðabreyttra matvæla og afneitun á marktækni rannsókna sem benda í aðra átt. Því miður er þessi afneitunarpólitík enn helsta úrræði þeirra sem tala fyrir ræktun á erfðabreyttu lyfjabyggi á Íslandi. Þegar ráðherrar landbúnaðar- og umhverfismála voru spurðir á Al- þingi um öryggi slíkrar ræktunar hér á landi voru svörin ekki annað en óljós loforð og órökstuddar fullyrð- ingar um „staðreyndir“. Það verður æ erfiðara að sjá sam- hengi milli stefnu íslenskra stjórn- valda varðandi erfðabreytta ræktun og þess sem er að gerast á al- þjóðavettvangi. Stjórnvöld hafa þeg- ar veitt ORF leyfi til ræktunar á erfðabreyttum lyfjaplöntum – þeim sem taldar eru hættulegastar. Og það sem meira er: Leyfið gildir um bygg, sem einnig er notað til mann- eldis og fóðurs hér á landi. Ekki er þó fullljóst hvað leyfið felur í sér, þ.e. hvort það er eingöngu til tilraunar- æktunar eða hvort það gefi mögu- leika á ræktun til framleiðslu og sölu. Slíkri óvissu er ekki til að dreifa í Evrópu eða Bandaríkjunum þar sem tilraunaleyfi heimila eingöngu rækt- un í tilraunaskyni, en fram- leiðsluleyfi krefjast mun strangari öryggisprófana áður en ræktun fer fram á stóru landsvæði. Þegar þetta er ritað hafa enn ekki verið veitt framleiðsluleyfi til ræktunar á erfða- breyttum lyfjaplöntum í Bandaríkj- unum og nú virðist líklegt að framtíð slíkra afurða verði afmörkuð við plöntutegundir sem ekki eru rækt- aðar til manneldis. Í Evrópu hafa nokkur tilraunaleyfi verið veitt til ræktunar á erfðabreyttum lyfja- plöntum (einkum til þróunar á tækni til útflutnings), en nær óhugsandi er að nokkurt Evrópuríki, sem tekur öryggismál alvarlega, muni veita framleiðsluleyfi á slíkum afurðum. Á heimasíðu kynningarátaks um erfðabreyttar lífverur (www.erfda- breytt.net) er að finna ítarlegar upp- lýsingar með tilvísunum um þá áhættu sem tengist erfðabreyttum matvælum og lyfjaplöntum. Allir sem vilja stuðla að upplýstri og gagnrýnni umræðu um málið – sem löngu er tímabær – eru hvattir til að kynna sér efni hennar. Ræktun erfðabreyttra lyfja í mat- jurtum óviðunandi heilsufarsáhætta Gunnlaugur K. Jónsson fjallar um erfðabreytt matvæli ’Á heimasíðu um erfða-breyttar lífverur (www.erfdabreytt.net) er að finna ítarlegar upplýsingar með tilvís- unum um þá áhættu sem tengist erfðabreytt- um matvælum og lyfja- plöntum.‘ Gunnlaugur K. Jónsson Höfundur er forseti Náttúrulækningafélags Íslands. Í KJÖLFARA hryðjuverkanna í London hefur farið fram mikil um- ræða í fjölmiðlum um þá hug- myndafræði sem býr að baki slíkra siðlausra árása. Hvað er það eig- inlega sem fær menn til þess að myrða sak- laust fólk á þennan hátt, með því að sprengja sjálfan sig í loft upp innan um varnarlausa borgara? Lengi hefur það verið haft fyrir satt að það sem knýr menn til að fremja voðaverk af þessu tagi sé fátækt og vonleysi, örvænting, fáfræði og úrræðaleysi einstaklinga sem aldir eru upp við ill kjör í fá- tækrahverfum þriðja heimsins. Hryðjuverkaárásir séu því í raun á ábyrgð Vesturlanda sem hafa farið illa með fyrrum nýlendur sínar. Nú hefur aftur á móti komið í ljós að þeir sem frömdu morðin í London voru breskir ríkisborgarar úr milli- stétt, menn sem á engan hátt liðu skort né þeirra fjölskyldur. Hið sama átti við morðingjana sem flugu farþegaþotunum á turnana í New York 11. september árið 2001 og þá sem stóðu að baki árásunum í Madr- íd fyrir skömmu. Þeir voru allir vel stæðir og vel menntaðir. Þannig að ekki var það vonleysi eða fátækt sem að baki bjó. Svo virðist sem drif- krafturinn hafi verið hugmynda- fræði sem kennd er við íslamska bókstafstrú. Morðingjarnir töldu sig vera að þjóna einhverjum æðri trúarlegum málstað, heilögu stríði gætum við kallað það. En hvað er þessi bókstafstrú? Og hvað er það við bókstafstrú sem fær menn til að fremja slík voðaverk? Með hugtakinu bókstafstrú er ekki aðeins átt við bókstaflega trú á merkingu einhvers trúarrits. „Bók- stafstrú“ er þýðing á enska orðinu „fundamentalism“. Merking orðsins er í raun „grund- vallarhyggja“ eða trú á grundvall- aratriðin. Hugtakið var fyrst notað um tólf bæklinga sem voru gefnir út af íhaldssömum kristnum guðfræð- ingum í Bandaríkjunum á árunum 1910–1915. Í þessum bæklingum færðu guðfræðingarnir rök fyrir því að veröldin væri á valdi hins illa en það eina sem gæti bjargað henni væri ef menn sneru sér aftur til hinna gömlu gilda, til grundvall- arins. Síðan hefur þetta orð verið notað um ákveðna tegund öfga- trúarhópa af öllum trúarbrögðum heims- ins, hindúíska, búdd- íska, kristna, gyð- inglega og múslímska. Samkvæmt funda- mentalistum eða bók- stafstrúarmönnum er heimurinn í dag á villi- götum. Þannig kenna íslamskir fundament- alistar Vesturlöndum um allt sem miður fer í hinum múslímska heimi því Vesturlönd standa fyrir nútímann með lýðræðishugsjónum sínum og tjáningarfrelsi. Þeirra verst eru Bandaríkin, „hinn mikli Satan“ eins og Komeini, leiðtogi Írana, kallaði þau. Fundamentalistunum finnst nútíminn þrengja að sér og nið- urlægja menningu sínu og trú. Þeir sjá aftur á móti ekki að rót vandans er ekki síst óstjórn, stöðnun, kúgun og einræði í hinum íslamska heimi. Þeir trúa því að áður fyrr hafi verið gullöld þegar trúin, þeirra trú, var leiðandi afl í samfélaginu. Eina leiðin til að bjarga heiminum telja þeir vera að hafna nútímanum og snúa sér aftur til grundvallarins, til upp- hafsins. Upphafið er síðan að finna í Kóraninum segja íslamskir funda- mentalistar. En vel að merkja, það getur ekki hver sem er túlkað trúarritin. Að- eins ákveðnir leiðtogar geta það. Þeirra túlkun ein er rétt. Og þar í liggur hin leynda hætta fundament- alismans. Ekki í trúarritunum eða átrúnaðinum, heldur leiðtogunum. Því sumir leiðtogarnir segja sem svo að ekki sé nóg að hafna heiminum og leita á náðir trúarinnar. Nei, það verður að sprengja nútímann í loft upp, ráðast gegn honum með al- væpni, hrinda af stað heilögu stríði til að hann farist. Þetta á við alla fundamentalista, sama á hvað þeir trúa. Upp úr ófriðarbálinu mun síð- an rísa ný gullöld trúarinnar, nýtt Ísrael, nýtt heimsveldi íslam, ný öld kristninnar, allt eftir því úr hvaða herbúðum er predikað. Og þá skiptir heldur engu þó öll þessi trúarbrögð séu á móti morðum og boði miskunn – ef leiðtogarnir segja annað. Þess vegna eru ungir menn, ungir vel menntaðir múslímar, tilbúnir að myrða og sprengja sig í loft upp. Þeir trúa því að þeir séu með því að fórna sjálfum sér að koma á nýrri og betri veröld. Sjálfir muni þeir öðlast fyrir laun á himnum. Til að stöðva þá ógn sem frá fundamentalistum staf- ar þarf því að ráðast gegn for- ystumönnum slíkra hreyfinga. Og að sjálfsögðu þeim aðstæðum sem hjálpa þeim að fá til sín nýliða. Í þeirri baráttu þurfa hófsamari trúarleiðtogar að leggja sitt að mörkum með stjórnvöldum ef ár- angur á að verða. Ekkert annað get- ur þegar til lengri tíma er litið komið í veg fyrir sjálfsmorðsárásir bók- stafstrúaðra múslíma svo dæmi sé tekið. Það er ekki nóg að fordæma árásirnar sem slíkar. Það var t.d. sorglegt að forystumenn múslíma á Englandi skyldu ekki fordæma allar sjálfsmorðsárásir á borgara hvar sem er í heiminum, heldur eingöngu árásirnar í London. Slíkt eru hættu- leg skilaboð til ungra múslíma um víða veröld. Það þarf nefnilega að fordæma þá hugmyndafræði sem slíkar árásir byggjast á og þá leið- toga og skóla sem að baki standa, ekki aðeins í Evrópu og Bandaríkj- unum, heldur líka í Ísrael, Írak og á öðrum átakasvæðum. Það hafa trúarleiðtogar múslíma ekki gert. En á meðan flykkjast ungir menn undir merki öfgasinna eins og Ko- meinis sem sagði: „Þeir sem vita ekkert um íslam segja að það sé frið- arátrúnaður. Þeir eru heimskir. Ísl- am segir þvert á móti; drepið alla óvini ykkar.“ Bókstafstrú – hin leynda hætta Þórhallur Heimisson fjallar um bókstafstrú ’Til að stöðva þá ógnsem frá fundamental- istum stafar þarf því að ráðast gegn forystu- mönnum slíkra hreyf- inga.‘ Þórhallur Heimisson Höfundur er prestur og hefur kennt trúarbragðafræði við KHÍ. ÞAÐ ER kunnara en frá þurfi að segja að gott almennings- samgöngukerfi er ein af frum- forsendum þróaðs samfélags. Hvað eru góðar al- menningssamgöngur? Það hlýtur að vera kerfi sem gerir fólki kleift að komast leið- ar sinnar, á skjótan og öruggan máta, þegar á þarf að halda fyrir sanngjarnt verð. Þetta er einmitt tilgangurinn með nýja leiðakerfi Strætó bs. Rétt er að rifja upp að núverandi kerfi var sett á til bráðabirgða við sam- einingu SVR og Al- menningsvagna bs. árið 2001. Stjórn Strætó bs. var falið við stofnun fyrirtæk- isins að koma á nýju samræmdu leiðakerfi hið fyrsta. Ákveðið var í upphafi að vanda vel til verka og leitað var til erlendra sem innlendra ráðgjafa um undirbúning. Einnig er vert að geta þess að reynsla og þekking starfsmanna Strætó bs. hefur nýst vel við allan undirbún- ing. Yfirumsjón með verkinu hef- ur síðan verið á hendi VSÓ- Ráðgjafar í umboði ÅF Traffik- kompetens. Hvernig snýr málið að okkur Garðbæingum? Tvær af sex stofnleiðum kerf- isins munu liggja um Garðabæ. Stofnleið 1 stoppar við Ásgarð og á Arnarneshálsi á leið sinni frá Fífuvöllum í Hafnarfirði vestur í Háskóla Íslands og að Hlemmi. Stofnleið 2 fer um Arnarnesveg á leið sinni frá Hlemmi um Suður- landsbraut, Skeiðarvog, Hamra- borg í Kópavogi upp á Vatnsenda. Tilgangur stofnleiðanna er að flytja farþega á sem skemmstum tíma til helstu skóla- og atvinnu- svæða höfuðborgarsvæðisins á 10 mín. fresti á annatímum. Hverfaleið 22 fer frá Ásgarði um Vífilsstaði, suður Reykjanes- braut, um Skútuhraun (Fjarð- arkaup) að Vörðutorgi í Hafn- arfirði. Hverfaleið 23 geng- ur frá Breiðumýri á Álftanesi að Ásgarði. Hverfaleið 24 fer um Ásahverfi að Ás- garði, um Smára- hvamm (Smáralind) í Mjódd og endar við Víkurveg í Graf- arvogi. Eins og sjá má af framansögðu mun þjónusta Strætó bs. í Garðabæ aukast og batna til muna. Ferðatíðni á ann- atímum til helstu at- vinnu- og skólasvæða höfuðborgarsvæðisins mun aukast, hverfa- leiðir munu tengja nágrannasveit- arfélögin betur en áð- ur bæði til suðurs og norðurs. Auðvelt verður að kom- ast til atvinnusvæðisins í Moldu- hrauni og þjónustu- og versl- unarsvæðisins á hraununum í Hafnarfirði. Einnig vil ég vekja athygli á tengingunni til norðurs við þjónustusvæðið í Smáranum í Kópavogi um Mjódd og allt upp í Grafarvog. Laugardaginn 23. júlí nk. mun nýja leiðakerfið verða tekið í notkun eftir vandlegan undirbún- ing starfsmanna Strætó bs., stjórnar fyrirtækisins og ráð- gjafa. Gefin verður út handhæg og vönduð leiðabók sem send verður inn á hvert heimili á höf- uðborgarsvæðinu. Vil ég hvetja Garðbæinga sem og aðra íbúa svæðisins til að kynna sér hana vel. Umfram allt; sjáumst í Strætó. Garðabær og nýja leiðakerfið hjá Strætó bs. Erling Ásgeirsson fjallar um endurbætt leiðakerfi Strætós bs. Erling Ásgeirsson ’... mun þjón-usta Strætó bs. í Garðabæ aukast og batna til muna.‘ Höfundur er bæjarfulltrúi í Garðabæ og stjórnarmaður í Strætó bs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.