Morgunblaðið - 21.07.2005, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 21.07.2005, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 2005 19 DAGLEGT LÍF | NEYTENDUR REYKJAVÍK · HAFNARFIR‹I · AKUREYRI · REY‹ARFIR‹I · EGILSSTÖ‹UM 35. 900 kr . List ave r›: 57. 800 kr. Tve nn uti lbo › BO RV ÉL+ RY KS UG A Ti lb o › i› g ild ir á m e› an b ir g › ir e n d as t. ORÐSENDING til skáta sem lokið hafa GILWELL þjálfun. Endurfundir (GILWELL reunion) verða haldnir að Úlfljótsvatni á Landsmóti skáta, laugardaginn 23. júlí kl. 22, að loknum aðalvarðeldi mótsins. Eldri og yngri GILWELL skátar: FJÖLMENNUM! Sérstök hvatning til þeirra, sem ekki hafa sést lengi! GILWELLhringurinn www.gilwell.is ENDURFUNDIR ÞRASTARLUNDUR - GARÐABÆ Fallegt endaraðhús í lokuðum botnlanga Guðrún Árnadóttir, lögg. fasteignasali. Upplýsingar gefur Jón Gretar Jónsson, GSM 840 4049. Glæsilegt 141,5 fm endaraðhús ásamt 24,5 fm bílskúr á góðum stað í Garðabæ. Húsið er sérlega bjart og vel skipu- lagt með fallegum garði ásamt litlum matjurtagarði. Sólríkur pallur er út frá stofunni sem nýtist einkar vel. Húsið skiptist í tvær rúmgóðar stofur, fjögur svefnherbergi, tvær snyrtingar og þvottahús. Hér er um að ræða sér- lega gott fjölskylduhús í grónu hverfi. Útsýni frá húsinu er mjög gott. Stutt er í verslanir, alla þjónustu og gönguleiðir. STUNDUM getur verið erfitt að velja réttu græjurnar og grill er ein af þeim. Valið á að velta á hversu oft maður ætlar að nota það, hversu mikið pláss maður hefur og hve margir verða í fæði, að því er m.a. kemur fram á vef BBC. Kolagrill eru sívinsæl, m.a. vegna þess hve frumstæða ánægju það get- ur veitt að kveikja eld. Það er hins vegar ekki rétt að kolin gefi bragð heldur eru það marínering og kjöt- safi sem það gera með því að falla á kolinn sem þá gefa frá sér reyk sem gefur bragð. Það er sem sagt goð- sögn að kolagrill gefi betra bragð en gasgrill, en það er hægt er um vik að nota viðarflögur sem geta gefið bragð í kolagrill en gasgrill. Einnota grill hafa orðið æ vinsælli und- anfarin ár, enda ódýr, létt og auðvelt að taka með sér. Þau geta einnig verið hentug til að grilla grænmet- isfæði sér. Hins vegar brenna þau fljótt út og grindin er nálægt kol- unum svo ekki er hægt að grilla þykkar steikur á þeim. Gasgrillum er auðveldara að halda hreinum en kolagrillum. Þau hitna fyrr og gefa frá sér jafnan hita sem auðvelt er að stjórna. Hins vegar eru þau dýr og geymslupláss þarf fyrir gaskút. Hvernig á að velja grill? SAMKVÆMT því sem kemur fram á vefriti samgöngu- ráðuneytisins hefur réttur flug- farþega aukist til muna með nýrri reglugerð um skaðabætur og að- stoð handa flugfarþegum þegar seinkun verður á flugi, því er af- lýst eða þegar farþegum er neitað um far með pöntuðu flugi. Helstu breytingarnar eru:  Flugfarþegar eiga rétt á bótum sé þeim neitað um far með flugi sem þeir eiga pantað með og hafa innritað sig í, sem geta numið allt frá 20 þúsund krón- um upp í tæpar 50 þúsund eftir lengd flugferðarinnar. Þessi upphæð getur lækkað um helm- ing ef flugfélagi tekst að koma farþega á áfangastað á innan við fjögurra klukkustunda seinkun frá upphaflega áætluðu flugi. Flugfélagið getur reynt að ná samkomulagi við aðra flug- farþega um að verða eftir gegn umbun og þá skal boðið upp á hressingu og gistingu eftir því sem við á.  Ef flug fellur niður skal bjóða endurgreiðslu fyrir þá leið sem ekki var farin. Þetta gildir þó ekki ef það þykir sannað að ómögulegt var að fella ekki nið- ur flugið vegna óviðráðanlegra orsaka. Einnig eiga farþegar rétt á skaðabótum í flestum til- vikum ef flugið er fellt niður innan við sjö til fjórtán daga fyrir brottför og ef flugfélagið býður ekki á annan möguleika sem gerir farþega kleift að komast á áfangastað innan við 4 klukkutíma frá upphaflegri áætlun.  Ef seinkun verður á flugi vakn- ar bótaréttur við tveggja til fjögurra klukkustunda seinkun, eftir lengd flugferðarinnar. Flugfélaginu ber að bjóða far- þegum upp á hressingu eftir því sem eðlilegt er miðað við seinkun, og jafnvel gistingu ásamt ferðum til og frá gisti- stað og möguleika til að láta vita af sér, hvort sem er í síma eða með tölvupósti. Farþega ber fyrst að snúa sér til söluaðila sem seldi honum ferð- ina til að krefjast bótaréttar. Ef vafi liggur á hvort farþegi eigi rétt á skaðabótum eða ekki getur  FERÐALÖG Aukin skaðabóta- skylda flugfélaganna Símanúmer Flugmálastjórnar er 569-4100 fyrir farþega sem staddir eru á Íslandi en fyrir þá sem staddir eru erlendis og vilja bera fram kvörtun er hægt að hringja í númerið 00 800 6789 1011. www.samgonguraduneyti.is hann snúið sér til Flugmála- stjórnar Íslands, sem ber ábyrgð á framkvæmd reglugerðarinnar.  MATUR SLEIKIPINNAR með maríjúana- bragði hafa sést í hillum búða í Bandaríkjunum og eru að angra vímuvarnarráð þar í landi. Þessu greinir vefmiðill MSNBC.com frá. „Þetta er ekkert annað en dópsæl- gæti og það er eitthvað sem við þurf- um ekki að æfa börnin okkar í að bryðja,“ segir maður sem er að reyna að koma í veg fyrir sölu á þessari vöru. Sleikipinninn er löglegur vegna þess að hann er búinn til úr hamp- olíu sem er algengt hráefni í heilsu- fæði, snyrtivörum og öðrum heim- ilisvörum. Olían gefur sleiki- pinnanum maríjúana-grasbragðið en ekki vímuna. Kaupmenn segja þá skaðlausa nýjung fyrir fullorðna og mæla með því að þeir séu aðeins seldir fólki sem er eldra en átján ára. „Það eru meira en sjötíu milljónir manna í Bandaríkjunum sem reykja maríjúana og við erum að höfða til þess hóps,“ segir einn framleiðandi sleikipinnanna.  EITURLYF Dóp í sleiki- pinnaformi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.