Morgunblaðið - 09.10.2005, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.10.2005, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 9. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ I ngibjörg Hargrave hefur búið við Egilsgötu í Borg- arnesi alla sína tíð. Hún man vel eftir sér í versl- uninni í Englendingavík og hve gaman var að renna sér á sleða í brekkunni fyrir ofan húsin. Nú er hún formað- ur Hollvinasamtaka Englendinga- víkur sem bæjarstjórn Borgar- byggðar hefur falið að endurgera húsin. Húsin í Englendingavík eru mik- ilvægur hluti verslunarsögu Borg- arfjarðarhéraðs og byggingarsögu Borgarness og margir því haft áhuga á að ráðast í endurgerð þeirra svo hægt væri að varðveita þau. En þau tengjast líka æsku- minningum margra Borgnesinga og að sögn Ingibjargar tengjast flestir í samtökunum þeim á þann hátt. Þegar Hollvinasamtökin voru stofn- uð árið 2003 var ljóst að burðarvirki húsanna þóttu í það góðu ástandi að forsvaranlegt væri að gera við þau og forða þeim frá eyðileggingu. Fyrsta húsið í Englendingavík, íshús, var reist árið 1876 af enskum mönnum og hlaut víkin því þetta nafn. Húsið stóð þar aðeins í nokk- ur ár. Þetta er annað húsið sem vit- að er til að hafi risið í Borgarnesi frá söguöld, en árið 1857 hafði James Ritchie byggt hús við Brák- arpoll og þar var lax soðinn niður. Það hús var svo fært að ósum Grímsár næsta ár og stóð þar til 1977. Ekki bara talað, heldur framkvæmt Elsta húsið sem nú stendur í Englendingavík er frá árinu 1885, byggt af Finni Finnssyni eftir að kviknað hafði í verslunarhúsum sem átti að fara að taka í notkun. Húsið er nefnt Tjernihús og var ekki verslað í því fyrr en Akra-Jón keypti það og hóf að auki byggingu íbúðarhúss, verslunarhúss og pakk- húss árið 1886. Niels Bryde keypti svo húsin 1889 og stundaði verslun til 1913 þegar Gísli Jónsson versl- unarstjóri í Brydeverslun keypti hana. Kaupfélag Borgfirðinga keypti síðan húsin og hóf versl- unarrekstur í Englendingavík árið 1916. „Við í Hollvinasamtökunum erum ánægð með að nú þegar sést að bú- ið er að taka til hendinni,“ segir Ingibjörg. „Það sést að hér er ekki bara talað, heldur framkvæmt. Hluti meðlimanna hefur lagt sitt af mörkum og um 8–10 manna hópur er mjög atkvæðamikill að ógleymd- um bæjarstjórnarmanninum Finn- boga Rögnvaldssyni. En við fáum auðvitað fagmenn til verksins. Unn- steinn Elíasson frá Ferjubakka sá um grjóthleðsluna og Stefán Ólafs- son á Litlu-Brekku um smíðina þegar ráðist var í endurbyggingu efra pakkhússins. Því var lyft af grunni, hleðslan hækkuð og löguð og húsið síðan sett aftur á grunninn í sumar.“ Finnum fyrir miklum stuðningi Ingibjörg segir að auðvitað kosti endurbæturnar heilmikið, en leitað hefur verið til fyrirtækja og stofn- ana og í Húsfriðunarsjóð sem verk- ið er unnið í samvinnu við. „Við finnum fyrir miklum stuðningi frá fólki, ekki síst brottfluttum Borg- nesingum sem margir eru einnig í Hollvinasamtökunum. Á vefsíðu okkar getur fólk skráð sig fyrir framlögum. Okkur leggst svo ým- islegt til. Til dæmis fengum við að hirða timbur og bita úr gamla slát- urhúsinu sem stóð við brúarendann út í Brákarey,“ sagði Ingibjörg. En margt á eftir að gera enn. „Neðra pakkhúsið var verr farið. Þar var einu sinni eggjasala sem kviknaði í og það þarfnast því meiri viðgerðar. Búið er að rífa járnið af húsunum og verður borið á efra húsið í vetur. Síðan á alveg eftir að taka verslunarhúsið og skrifstofuna í gegn. Trúlega þarf margt að gera þar. Efri hæðin, viðbyggingin sem hýsti skrifstofur Kaupfélagsins, er ein af fyrstu teikningum Halldórs H. Jónssonar. En þótt margt þurfi að laga held ég að ástandi húsanna megi þakka góðu viðhaldi Björns Guðmundssonar. Hann vann hjá Kaupfélaginu og hélt þessu öllu í góðu horfi, en eftir að KB hætti verslunarrekstri í húsunum voru þau notuð sem geymslur hjá fyr- irtækinu í 40 ár.“ Annað sem gert hefur verið er að gömul kjötbúð, seinni tíma bygging í Englendingavík, hefur verið rifin svo klettarnir umhverfis víkina njóti sín betur. Þá hefur upplýs- ingaskilti verið komið fyrir í sam- vinnu við Grunnskólann í Borgar- nesi með styrk frá Pokasjóði þar sem finna má upplýsingar um gróð- ur- og fuglalíf við víkina. Ingibjörg er sannfærð um að fal- legt verði í Englendingavíkinni þeg- ar húsin og aðrir munir, s.s. gamla bryggjan, hafa verið löguð. En mik- ill áhugi er á að endurgera byggj- una. „Frá þessari bryggju fór það fólk sem fluttist vestur um haf frá Borgarfirði.“ Það verður fallegt í Englend- ingavík þegar allt er tilbúið Morgunblaðið/Árni Sæberg Ingibjörg Hargrave, formaður Hollvinasamtaka Englendingavíkur. Morgunblaðið/Árni Sæberg Horft inn í Englendingavík úr Brákarey. Það er ævintýri líkast að komaí heimsókn til Ólafar Davíðs-dóttur listakonu, eina íbúans í Brákarey í Borgarnesi. Hún býr í stóru húsi sem áður hýsti ýmiskonar verkstæði og hefur yfir að ráða 800 fermetrum. Þar af er íbúðin hennar og vinnustaður heilir 500 fermetrar. Og í Brákarey þykir Ólöfu gott að búa. „Hér er flóð og fjara. Hér er aldrei neitt slæmt skilið eftir og ork- an er alltaf ný,“ sagði hún. Það hefur heldur betur þurft að taka til hendinni í húsnæðinu til að gera það íbúðarhæft og góðan vinnustað. Nú er verið að klæða hús- ið að utan og gera svalir. Útsýnið af efri hæðinni er stórkostlegt og í framtíðinni sér Ólöf fyrir sér að sitja úti á svölum í heitum potti og njóta kvöldsólarinnar. Vinn úr efni sem aðrir eru hættir að nota Ólöf er glerlistakona og býr til ýmsa muni úr gleri sem aðrir eru hættir að nota. „En ég fæ líka af- skurð og afgangsgler frá Íspan. Auk þess nota ég alls konar annað efni sem hætt er að nota, svo sem gam- alt bárujárn og fleira, sagði hún. Hún framleiðir glerflísar á gólf og veggi, glerveggi og hellur sem hægt er að nota úti og lýsa í gegnum auk þess sem hún býr til skálar, föt og mat- arstell svo eitthvað sé nefnt. Auk glermunanna er húsið fullt af alls konar spennandi og óvenju- legum hlutum, bæði gömlum og nýj- um. Þar er gamalt baðkar frá því fyr- ir aldamótin 1900, eldavél sem hún notar enn og er frá 1956 og fleira. Lánsöm að búa í Brákarey Ólöf átti í nokkur ár húsin í Eng- lendingavík sem hún keypti af Kaup- félaginu með ýmsum hlutum sem fylgdu með. Þar á meðal er eitt fyrsta fundarborð sem notað var í Borgarfirði og góðar tekkhirslur frá því um 1960. Þessir hlutir sóma sér vel í þessu óvenjulega húsnæði. Þar eru líka tveir stórir bræðsluofnar fyrir glervinnuna og tveir minni. Vinnustofan sjálf er um 100 fermetr- ar en þar hefur handverkskona einn- ig aðsetur með sína vinnu og í fram- tíðinni sér Ólöf fyrir sér að fleiri listamenn og handverksfólk fái að- stöðu. „Ég hef lengi tengst Mýrunum. Ég var í mörg ár í sveit hjá þeim Ingi- björgu og Ólafi á Ökrum á Mýrum. Þá bjó ég í 6 ár í Fíflholtum og hér hef ég verið í 3 ár. Hér finn ég fyrir sérstaklega góðri orku og það sama má segja um allan neðri bæinn í Borgarnesi. Þegar komið er niður fyrir bæjarbrekkuna þá finn ég fyrir henni. Þetta húsnæði hentar mér vel. Ég er í öllu og þarf því að hafa yfir stóru húsnæði að ráða. Mér finnst ég vera lánsöm að geta búið hér og horft á alla þessa fegurð í kringum mig.“ Ólöf hefur ákveðnar hugmyndir um framtíð Brákareyjar. „Hingað kemur mikill fjöldi fólks á sumrin til að ganga um og skoða. Rétt við brúna liggur báturinn hans Halldórs Brynjúlfssonar og líklega eru teknar um hundrað myndir á dag af honum. Halldór ætti að fá verðlaun fyrir að leggja til þetta fallega myndefni. En fyrir þetta ferðafólk er engin að- staða í eyjunni, ekki einn bekkur til að tylla sér á. Ég vildi að þetta svæði yrði gert að fólkvangi og útivistarparadís. Í hús- unum ætti að vera aðstaða fyrir lista- menn. Helst hefði ég viljað sjá til dæmis aðstöðu fyrir myndlistardeild Listahá- skóla Íslands í þessum frábæru húsum þar sem kjötvinnslan er nú. Í stóra hús- inu þar sem frystigeymslurnar eru og mér skilst að standi til að rífa væri hægt að gera frábært íbúðarhúsnæði. Ég hef enga trú á að þetta hús sé ónýtt. Í eyjunni væri hægt að hafa alls kyns uppákomur. Það hefur reyndar verið gert en þá fannst mér alveg skorta á að þær væru í samvinnu við fólkið sem starfar í eyjunni. Ég hefði getað haft opið Í Brákarey er orkan alltaf ný Ólöf Davíðsdóttir, eini íbúi Brákareyjar, vill að eyjan verði gerð að fólkvangi og útivistarparadís og þar verði listamönnum búin aðstaða. Margar hugmyndir eru uppi um Brákar- ey, sem tengd er Borgarnesi með brú.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.