Morgunblaðið - 09.10.2005, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 09.10.2005, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 9. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Sumarið 1954. Gljáfaxi á leið tilHornafjarðar, flýgur lágt yfirSkeiðarársand og ekki er ólíklegtað flugmennirnir hafi ætlað aðhrella belgísku togarana sem ár- um saman voru við veiðar rétt út af Ing- ólfshöfða, en það flaug fyrir að stundum hefðu Belgarnir verið að trolla uppi í kál- görðum. En svo var stefnan tekin á Melatanga. Þar tók á móti flugvélinni hin vaska sveit Hornfirðinga, vinur okkar Þorbjörn Sig- urðsson og strákarnir hans ásamt hinum sterka og gamla togarajaxli Gísla Jónssyni sem verið hafði mörg ár á Júpiter með Tryggva Ófeigssyni. Meðal farþega frá Höfn var Einar í Hvalnesi, sem rak verslun á Höfn. Oft flaug hann með Douglas- flugvélunum. Síðan var ekið út á sandinn og hafið flugtak á NV-brautinni og stefnan tekin vestur til Fagurhólsmýrar. Þar tók á móti vélinni Helgi Arason og með honum alla tíð Páll Björnsson. Nokkrir farþegar bætast í hópinn, þar á meðal heiðursmað- urinn Páll Þorsteinsson alþingismaður og Öræfingur. Viðgerð á miðri leið Páll kunni vel að meta flugið. Eftir stutta viðdvöl voru hreyflarnir ræstir og ekið út á flugbraut og flugtak hafið til vesturs. Nú var stefnt að Kirkjubæjarklaustri, en þar biðu nokkrir farþegar, og var Siggeir Lár- usson okkar maður kominn út á Stjórn- arsand. Þegar fara átti af stað frá Klaustri kom í ljós að vinstri hreyfillinn „fúskaði“ eins og það var kallað, gekk ekki eðlilega. En svo heppilega vildi til að meðal farþega frá Höfn var einn ágætur flugvirki Flug- félagsins, Haraldur Stefánsson. Hann bretti nú upp ermarnar og fór að gera við hreyfilinn. Farþegarnir sem voru um 20 og áhöfnin fóru heim að Klaustri þar sem boðið var upp á kaffi og kökur. Þegar kaffidrykkjan stóð sem hæst réðst kaup- maðurinn frá Hvalnesi Einar Eiríksson að framsóknar-, kaupfélags- og alþingismann- inum Páli Þorsteinssyni, skammaði hann eins og hund, svo allir við kaffiborðið hlustuðu á. Páll sagði ekki aukatekið orð. Síðar var Páll að því spurður hvort hann hefði ekki ætlað að svara Einari, en Páll sagði nei, nei, og brosti að öllu saman. Eft- ir rúma klst. hafði Haraldi flugvirkja tekist að lagfæra hreyfilinn og var nú ekið út á sand og lagt í hann til Reykjavíkur. Þar með lauk þessum ósköp venjulega degi í innanlandsfluginu sumarið 1954. Ósköp venjulegur dagur í fluginu Gljáfaxi lagði að baki langar vegalengdir í flugi á milli staða á Íslandi. Snorri Snorrason lýsir venjulegum degi í íslensku innanlandsflugi á árum áður. Gljáfaxi yfir Skeiðarársandi. Myndina málaði breski listamaðurinn Wilfred Hardy. SIGURÐUR Ólafsson skipstjóri og útgerðarmaður í Hornafirði er hér nýkominn í bát sínum frá Höfn yfir að Melatanga þar sem flugvél Flugfélagsins var nýlent í áætlunarflugi frá Reykjavík. Sigurður var fulltrúi Flugfélagsins á Höfn frá fyrstu tíð, en síðan Þor- björn sonur hans. Eftir lát Þorbjörns tók við starfinu Vignir Þorbjörnsson. Sigurður var þekktur sægarpur og aflakló. Hann og tveir synir hans voru sæmdir árið 1943 æðstu heiðursorðu Breta fyrir björgun flugmanns úr flaki flugvélar sem fórst í ofsaveðri á hafinu suður af Höfn á styrj- aldarárunum. Myndin var tek- in árið 1948. Sægarpur og aflakló Ljósmynd/Snorri Snorrason Hlíðasmára 11, Kópavogi sími 517 6460 www.belladonna.is Réttu stærðirnar smáauglýsingar mbl.is Mánaðarspáin er 5 síðna skjal gert persónulega fyrir þig útfrá fæðingartíma þínum og ári. Fylgst er með ferðum pláneta sólkerfisins og staða þeirra borin saman við stjörnukortið þitt. Tilgreindir eru lukkudagar, þegar orkan er auðveld og hagstæð til ákveðinna verkefna. Mánaðarspáin hjálpar þér að skilja þinn eigin náttúrutakt, sem gerir þér kleift að stjórna eigin lífi í ríkari mæli og haga seglum eftir vindi. Mánaðarspá Nýtt á stjörnuspekivef mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.